Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
MINNINGAR
Kjarabarátta sérfræð-
ing*a bitnar á sjúklingnm
í MORGUNBLAÐ-
INU í gær birtist aug-
lýsing frá 257 sér-
fræðilæknum, sem
segjast hafa sagt upp
samningi við Trygg-
ingastofnun frá og
með 1. maí nk. Af
þeim er 41 læknir,
sem í raun hefur ekki
sagt upp samningi
~*&Snum frá þeim tíma.
Uppsagnir frá sex sér-
fræðingum, sem und-
irrita auglýsinguna,
hafa ekki enn borist
stofnuninni, en 35 sér-
fræðinganna hafa
sagt upp samningi við
Tryggingastofnun frá og með 1.
júní.
Villandi upplýsingar
sérfræðinga
Félag sérfræðilækna hefur
einnig gefíð upp tölur á borð við,
að rúm 90 prósent sérfræðinga
hafí þegar sagt upp samningi við
“^tofnunina. Þessi tala er fengin
með því, að undaskilja nokkra
hópa sérfræðinga, sem ekki hafa
staðið að hópuppsögnum.
Villandi upplýsingar eins og
þessar, eru til þess fallnar að
skapa öryggisleysi hjá þeim, sem
minnst mega sín í samfélaginu.
Sannleikurinn er sá, að tæpur
helmingur allra sérfræðinga verð-
ur enn starfandi samkvæmt samn-
ingi við Tryggingastofnun frá og
- með 1. maí. Frá og með 1. júní
lækkar þessi tala niður í um 40
prósent.
Alls hafa 195 sérfræðingar af
386 sagt upp samn-
ingum við Trygginga-
stofnun frá og með
1. maí, en 37 til við-
bótar frá og með 1.
júní. Hugsanlegt er,
að fleiri uppsagnir
bætist í hóp þeirra,
sem taka gildi T. júní,
þar sem hægt er að
skila þeim inn út febr-
úar.
Hlutverk Trygg-
ingastofnunar
Hjá Trygginga-
stofnun starfa um tvö
hundruð starfsmenn,
sem allir leggja sig
fram um að veita almenningi sem
besta þjónustu. Stofnunin er mið-
Tryggingastofnun er
miðstöð íslenska vel-
ferðarkerfísins, sem er
sameign okkar allra,
segir Karl Steinar
Guðnason. Nú hefur
hluti lækna sagt sig úr
þessu samstarfí.
stöð íslenska velferðarkerfisins,
sem er sameign okkar allra. Nú
hefur sú staða komið upp, að hluti
lækna hefur sagt sig úr þessu
samstarfí.
Samkvæmt almannatrygginga-
lögum er Tryggingastofnun ekki
heimilt að taka þátt í lækniskostn-
aði vegna sérfræðinga, sem ekki
eru með samning við stofnunina.
Sjúklingar verða því að greiða
fullt gjald fyrir sérfræðilæknis-
kostnað, ef þeir leita til sérfræð-
ings sem sagt hefur upp samningi
við Tryggingastofnun.
Yfírstjórn og starfsfólk Trygg-
ingastofnunar hafa ávallt reynt
að eiga sem best samstarf við
lækna, sem og aðra þátttakendur
í íslenska heilbrigðiskerfínu. Við
hörmUm, að kjarabarátta sér-
fræðilækna skuli bitna með þess-
um hætti á sjúklingum.
Hvað er til ráða fyrir
sjúklinga?
Samkvæmt tilvísanakerfinu,
eiga sjúklingar fyrst að leita til
heimilislækna og heilsugæslu-
stöðva. Þeir, sem ekki hafa heimil-
islækni, ættu að hafa samband við
heilsugæslustöð í sínu hverfí eða
héraði.
Heimilis- og heilsugæslulækn-
um er ætlað það hlutverk, að vísa
þeim sjúklingum til sérfræðinga,
sem þess þurfa. Tryggingastofnun
mun leitast við að veita almenn-
ingi eins réttar og nákvæmar upp-
lýsingar og hægt er um fjölda
sérfræðinga á samningi við stofn-
unina á hveijum tíma.
Listar yfir þá lækna, sem munu
starfa samkvæmt samningi við
Tryggingastofnun eftir 1. maí
liggja frammi hjá sjúkratrygg-
ingadeild og umboðum stofnunar-
innar um land allt.
Höfundur er forsijóri
Tryggingastofnunar.
Karl Steinar
Guðnason
Stúdentaráðskosningar
Réttindaskrá stúdenta
STÚDENTAR hafa
lengi staðið í réttinda-
baráttu innan Háskól-
ans og sömu vanda-
málin virðast alltaf
*koma upp aftur og
aftur. Kvartað er und-
an dræmum ein-
kunnaskilum eða að
prófað sé úr efni sem
tilkynnt er um með
skömmum fyrirvara.
Nemendum hefur oft
fundist brotið á rétti
sínum og jafnframt
hefur verið erfítt að
takast á við þau
vandamál er upp hafa
komið. Þrátt fyrir að
stúdentar hafí oftar en ekki haldið
þessum málum á lofti, þá eru
launatöflur og kjarasamningar
^Tíær það eina sem kennarar fá í
hendur er þeir hefía störf. Hingað
til hafa ekki verið til reglur um
samskipti nemenda og kennara.
Háskólaráð hefur nýlega sam-
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.680
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið ó laugardögum
kl. 11-16
þykkt tillögur Röskvu
um að slíkar reglur
verði skráðar. Upp úr
þessum reglum verður
hin svo nefnda Rétt-
indaskrá stúdenta
unnin.
Samvinna og traust
Unnið er að Rétt-
indaskránni í sam-
vinnu nemenda og
kennara. Það er raun-
ar mjög mikilvægt
hversu vel kennarar
hafa tekið í hugmynd-
irnar. Þegar . hefur
verið stofnaður starfs-
hópur er vinnur hörð-
um höndum við að útfæra nánar
þau drög er -Röskva lagði fram.
Þetta vinnulag tryggir að Rétt-
indaskrá stúdenta samræmist
bæði hugmyndum stúdenta og
háskólakennara og er grundvölluð
á gagnkvæmu trausti en það er
Iíklega nauðsynlegasti þátturinn í
samskiptum innan Háskólans, eins
og annars staðar.
Réttindi stúdenta
Staðfesting Réttindaskrárinnar
er mikilvægur áfangi í réttinda-
baráttu nemenda. Þar verða skrá-
sett ákvæði um rétt stúdenta til
að fá upplýsingar um námsefni
og fyrirkomulag námsmats við
upphaf misseris. Einnig verða þar
ákvæði um prófnúmerakerfí, próf-
sýningardaga, einkunnaskil og
kæruleiðir fínnist nemendum vera
brotið á sér. Þá hafa stúdentar
lagt til að reglurnar kveði á um
sjúkrapróf, en verið er að vinna
að úttekt um kostnað þessa atriðis.
Staðfesting Réttinda-
skrárinnar er mikil-
vægur áfangi í réttinda-
baráttu nemenda,
segir Lára Samira
Benjnouh.
Allir eigi trúnaðarmann
Réttindaskrifstofa stúdenta
sem rekin er á skrifstofu SHÍ hef-
ur stóreflt starfsemi sína á þessu
ári. Með staðfestingu verklags-
reglnanna felst viðurkenning há-
skólayfírvalda á tilvist hennar.
Jafnframt er sett fram sú krafa
að yfirmaður Réttindaskrifstof-
unnar, sem nefnist Umboðsmaður
stúdenta, verði viðurkenndur mál-
svari stúdenta í réttindamálum og
hafi málskotsrétt fyrir hönd ónafn-
greindra skjólstæðinga sinna til
allra stjórnsýslustiga. Umboðs-
manni stúdenta er ætlað að starfa
í náinni samvinnu við trúnaðar-
menn stúdenta. Þeir eiga að vera
fyrir hendi í hverri skor. Hugsunin
er sú að Nemendaráðgjafar gegni
starfi trúnaðarmanns, nema annað
sé ákveðið. Trúnaðarmennimir
m>- i vinna náið með Námsráðg-
jux og Réttindaskrifstofu við að
standa vörð um réttindi stúdenta.
Þessi nýja skipan mun þýða algera
byltingu í stöðu stúdenta í Háskól-
anum.
Höfundur er mannfræðinemi og
skipar 2. sæti á lista Röskvu til
Stúdentaráðs.
Lára Samira
Benjnouh
UNNUR SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
+ Unnur Sigrún
Jónsdóttir
fæddist í Reykholti
í Vestmannaeyjum
6. júní 1912. Hún
lést á öldrunar-
deild Landspítal-
ans í Hátúni lOb,
16. febrúar sl. For-
eldrar hennar voru
Jón Ingileifsson og
Elín Einarsdóttir.
Faðir hennar lést
er Unnur var ung
að árum og giftist
Elín þá Magnúsi
Sveinssyni. Unnur
giftist Karli Guðmundssyni
skipstjóra, f. 4. maí 1903, d.
10. maí 1993, árið 1931 og
bjuggu þau í Vestmannaeyjum
til ársins 1973 en fluttu til
í EYJUM byggðu amma og afí sér
gott heimili. Þar rak amma stórt
heimili því þegar vertíðir stóðu
yfír var hún með marga vertíðar-
menn afa í heimili og oft var mik-
ill gestagangur. Bjuggu amma og
afi í Vestmannaeyjum allt þar til
hin grimmu örlög gengu yfir Ey-
jarnar í janúar 1973. Þau ásamt
hundruðum annarra misstu þar
hús sitt og töluvert af persónuleg-
um munum sem aldrei urðu bætt-
ir. Eingöngu því allra nauðsynleg-
asta var bjargað.
Það var erfítt fyrir fólk sem
komið var á efri ár að slíta sig upp
með rótum og koma sér fyrir á
nýjum stað. Fljótlega eftir að til
Reykjavíkur var komið keyptu
amma og afí sér íbúð í Grænuhlíð
og bjuggu þar æ síðan. Út í Eyjar
var ekki aftur snúið, að engu var
þar að hverfa.
Amma var listhneigð og bar
heimili hennar þess glögg merki.
Saumaði hún mikið út og átti líka
mikið safn fallegra listaverka og
listmuna sem henni hafði áskotn-
ast um ævina. Einnig las hún mjög
mikið og fylgdist vel með því sem
var að gerast. Við viljum sérstak-
lega minnast allra kaffihlaðborð-
anna hjá ömmu í Grænuhlíð, brúnt-
erturnar og formkökurnar sem við
héldum svo mikið upp á og gátum
alltaf gengið að sem vísum hjá
Reykjavíkur þegar
eldgos í Vest-
mannaeyjum hófst.
Unnur og Karl
eignuðust þrjá
syni; Jón, f. 12.8.
1934, giftur Dag-
rúnu H. Jóhanns-
dóttur og eiga þau
þijú börn og tvö
barnabörn; Guð-
mundur, f. 9.6.
1936, giftur Ástu
Þórarinsdóttur og
eiga þau tvo syni;
og Ellert, f. 5.12.
1944, í sambúð með
Asdísi Þórðardóttur og eiga
þau eina dóttur. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju 23.
febrúar og hefst athöfnin kl.
13.30.
ömmu. Amma bakaði svo lengi sem
hún gat.
Amma var barngóð og fylgdist
vel með uppvexti fíölskyldu sinnar
og vildi veg hennar sem allra mest-
an. í faðmi fjölskyldunnar undi hún
sér allra best.
Amma í Grænuhlíð var ákveðin
manneskja, mjög sterk og flíkaði
ekki tilfinningum sínum. Þetta
kom sérstaklega fram þegar afi
dó fyrir tæpum tveimur árum.
Eftir 62 ára hjónaband tók hún
fráfalli hans með æðruleysi, rétt
eins og þegar hún vissi að hennar
kall var komið.
Að leiðarlokum viljum við þakka
ömmu allt sem hún gaf okkur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu ömmu okk-
ar, Unnar S. Jónsdóttur.
Unnur Vala, Karl Jóhann,
Sæþór og fjölskyldur.
ASLAUGLILJA
ÁRNADÓTTIR
+ Áslaug Lilja Árnadóttir
fæddist á Oddsstöðum í
Lundarreykjadal 27. janúar
1909. Hún lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 13. febrúar síðast-
liðinn og fór útför hennar
fram frá Lundarkirkju í
Lundarreykjadal 17. febrúar.
ELSKU amma mín. Loksins færðu
hvíld fyrir þreyttan og slitinn lík-
ama þinn. Það er gott að vita að
nú þjáist þú ekki meir í þessu lífi
og ég trúi því að afi og aðrir sem
þér þótti vænt um hafi tekið á
móti þér á himnum, þar sem allt
er gott og þú getur notið þess að
líta til okkar niðja þinna sem erum
eftir á jörðinni.
Það er mikið lífsverk sem liggur
eftir starfsama konu eins og þig. í
minningunni þegar ég kom að
Krossi sem bam þá stóðst þú alltaf
við gömlu olíueldavélina og bakaðir
pönnukökur. Loftkökumar þínar
voru engum öðrum kökum líkar,
þær vom það besta sem hægt var
að fá. Einnig þegar þú gafst okkur
mysing í skeið til að sleikja, það
var hámark hamingjunnar.
Líf þitt var ekki dans á rósum.
Þú varst fyrst á fætur á morgnana
og síðust í rúmið á kvöldin, með
vakandi auga á öllu sem þurfti að
gera og lást ekki á liði þínu. Þú
söngst daginn langan og börnin
þín níu vissu hvernig lá á þér eftir
því hvað þú söngst.
Elsku amma, eftir að þú fluttir
til Reykjavíkur þótti þér gott að
koma í sveitina á haustin að sníða
keppi og sauma, hjálpa til og kenna
okkur sem yngri erum. Prjónamir
léku í höndum þínum og trúlega
hefur þú séð bömum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum fyrir
nægju af sokkum og vettlingum
síðustu árin.
Nægjusemi var þér í blóð borin
og þurftir þú oft að gera mikið
úr litlu. Eitt sinn sagðir þú mér
að trúlega hefðir þú sparað mikið
á því að fara ekki sjálf í Borgar-
nes að versla á sínum tíma, því
þá sást þú ekki allt það sem þig
hefði langað til að kaupa en hefðir
hvort sem er ekki haft efni á að fá.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mfn ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Ég þakka samfylgdina liðin ár,
elsku amma, og er viss um að
góður Guð vakir yfir þér.
Þín dótturdóttir
Ásrún Helga Guðmundsdóttir.