Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐÍÐ
MINNINGAR
SIGURÐUR
HALLDÓRSSON
+ Sigurður Hall-
dórsson fæddist
á Húsavík 28. maí
1898. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 18. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Eldyárns-
dóttir ljósmóðir og
Halldór Einarsson
sjómaður. Ungur að
árum fluttist Sig-
urður til Seyðisfjarðar. A ann-
an jóladag 1924 kvæntist hann
Rannveigu Bjarnadóttur, f.
13.7. 1906, og voru þau því
gift í 70 ár. Sigurður stundaði
sjómennsku framan af ævi eða
til fertugs, er hann fór í land
og stundaði þar ýmis störf eft-
ir það. Hann var m.a. póstur
á Seyðisfirði og jafnframt
starfsmaður Olíufélags íslands
um árabil, þar til hann fluttist
ásamt fjölskyldu sinni til
syni;
Asbii
Reykjavíkur 1966.
Þar starfaði hann
áfram hjá Esso við
bensínafgreiðslu
uns hann varð að
hæ!tta störfum
vegna veikinda.
Börn Rannveigar
og Sigurðar eru
sex: Guðrún, gift
Gunnari Hannes-
Bjamey, gift
birni Björns-
syni; Halldór, ókvæntur; Svan-
hildur, sem var gift Hauki
Guðmundssyni er lést 1974,
sambýlismaður hennar er
Tómas Óskarsson; Ólöf Anna,
ekkja eftir Guðmund Helga-
son; Ingi, kvæntur Halldóru
Friðriksdóttur. Afkomendur
þeirra hjóna eru um 50. Útför
Sigurðar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 10.30. Jarðsett verð-
ur í Gufuneskirkjugarði.
í DAG kveðjum við afa okkar Sig-
urð Halldórsson.
Með honum er genginn eftir-
minnilegur maður, harðskeyttur
baráttumaður, áræðinn, meinstríð-
inn og með einstaka seiglu.
Það eru ljúfar minningar sem
tengjast sumardvölum okkar borg-
arbræðranna austur á Seyðisfirði.
í þeirri paradís var ýmislegt að
gera fyrir athafnasama drengi og
afí þá aldrei langt undan. Minning-
ar í sólskini og blíðviðri við bryggj-
una, í Essoskálanum hans afa, úr
brekkunum við tankana og fóðrun
hænsnanna ber þar hæst. Þegar
við vorum spurðir hvar við hefðum
verið á sumrin var svarið: „Hjá
ömmu og afa í sólinni." Vissulega
var bjart, hlýtt og hreint andrúms-
loft hjá þeim hjónum. Þegar þau
fluttu til Reykjavíkur bar fundum
okkar oftar saman þegar við ásamt
fjölskyldunum sóttum þau heim í
Gnoðarvoginn.
Þó afi hafí verið hijúfur á ytra
borði hafði hann að geyma ástríkan
fjölskyldumann sem hafði lúmskt
gaman af að etja okkur og öðrum
fjölskyldumeðlimum saman í póli-
tískum umræðum. Þegar eldheitan
skoðanaágreininginn bar sem
hæst, ræskti afí sig og bauð öllum
í nefið. Gekk þá tóbaksdósin á
milli manna og sættir náðust.
Afi naut þess að vera á meðal
fólks. Hann bar aldurinn vel, tein-
réttur, hárprúður og hafði gott
minni þó að sjón og heyrn hafi
hrakað síðuStu árin.
Amma og afí voru meðal stofn-
enda Seyðfirðingafélagsins í
Reykjavík og sóttu skemmtanir
félagsins meðan heilsa leyfði. Síð-
ustu árin dvaldi hann á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli þar sem aðhlynn-
ing og umönnun er til fyrirmynd-
ar. Starfsfólkið þar á þakkir skilið
fyrir alla aðstoðina.
Þegar síðasta Sólarkaffí Seyð-
firðingafélagsins stóð sem hæst
síðastliðið laugardagskvöld kvaddi
afí þessa jarðvist og hélt af stað
á vit ástvina úti í jaðri sólarlagsins.
Elsku amma og aðrir syrgjend-
ur, gleðin yfir góðum minningum
verður sorginni yfirsterkari. Hafi
afi Sigurður þökk fyrir samveruna.
Heimir, Óli Ragnar,
Sigurður, Helga
og fjölskyldur.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast afa
míns, Sigurðar Halldórssonar.
Margar góðar minningar eru
tengdar veru minni hjá afa og
ömmu á Seyðisfirði á bemskuárum
mínum. Afí fæddist á Húsavík en
hóf búskap með Rannveigu ömmu
á Seyðisfírði, þau eignuðust sex
böm. Ætíð var mér tekið opnum
örmum þegar ég kom til þeirra.
Sem elsta bamabarnið naut ég
vissra forréttinda og fékk oft að
dvelja hjá þeim á sumrin, einnig
þegar ég sem unglingur fór þangað
í vinnu.
Afí var mikill vinnuþjarkur,
enda fyrir stóru heimili að sjá. Ég
man aldrei eftir að honum og
ömmu félli verk úr hendi. Auk
þess að vera póstur á staðnum sá
hann um bensínafgreiðslu ásamt
sjoppu tengdri henni, mikið þótti
mér gaman að fá að aðstoða hann
við þá vinnu, það var alltaf sjálf-
gefíð og ætíð var hann þolinmóður
við unglinginn.
Bensínafgreiðslustarfíð var oft
erilsamt, opnunartími var langur
og höfðu menn þann háttinn á að
þeir þeyttu bílflautuna ef þeir vildu
afgreiðslu og var þá ekki ætíð
spurt hvað klukkan var. Á síldarár-
unum drýgðu afi og amma tekjurn-
ar með því að smíða og bólstra
dívana fyrir sfldarbraggana, mikii
var eftirspurnin svo að langtímum
saman höfðust þau við í kjallara
húss síns, sem nefnt er Dagsbrún,
og þaðan mátti heyra suðið í
saumavélinni hennar ömmu. Hún
sneið og saumaði áklæðið og afí
bólstraði. Trúlega skiptu þeir
hundruðum dívanamir sem þannig
urðu til.
Fyrir ofan húsið uppi í fjallinu
var afí með hænsnakofa. Amma
seldi eggin vinum og kunningjum.
Man ég þegar hún var að vigta
þau í brúnum bréfpokum á eldhús-
vigtinni sinni. Auk hænsna var afi
með rollur og eina kú. Leiddi hann
kúna heim eftir Hafnargötunni á
kvöldin til mjalta. Eitt einkenndi
afa: Hann bar ætíð svarta alpa-
húfu á höfði. Hún var hengd á
snaga við dymar í ganginum en
alltaf gripin og sett á höfuðið á
leiðinni út, jafnvel þótt hann þurfti
aðeins að bregða sér út á hlað.
Til sölu rótgróinn matsölustaður með vínveitinga-
leyfi í hjarta borgarinnar. Mjög hagstætt verð.
Fyrirtækjasalan
Baldur Brjánsson,
Skúlagötu 26, sími 626278.
Margir eldri Seyðfírðingar
minnast eflaust Sigga Hall eins
og afí var kallaður, þeysandi um
á svarta hjólinu sínu með alpahúf-
una á höfði að bera út póstinn til
bæjarbúa. Oft hefur verið erfítt
að hemja hjólið í misjöfnum vind-
um. En afi var mikið hraust-
menni. Hefur það margsannast í
gegnum árin, því hjartveiki hijáði
hann í mörg ár, en ætíð hafði hann
betur. Þegar hann var um sextugt
árið 1964 voru bömin flest komin
til Reykjavíkur. Stuttu síðar fluttu
afí og amma einnig, starfaði afí
áfram við bensínsölu á meðan
heilsan entist. Þau bjuggu um tíma
í sömu götu og fjölskylda mín og
Guðrún elsta dóttir þeirra og henn-
ar fjölskylda. Seinna fluttu þau í
Gnoðarvoginn og var alltaf jafn
notalegt að sækja þau heim. Þegar
heilsu ömmu hrakaði dvaldi hún
um tíma á Borgarspítalanum og
afi keypti litlá þjónustuíbúð. Var
ætlunin að amma gæti dvalið þar
sem mest hjá honum, en að því
kom að hann flutti á Skjól og hún
kom á eftir. Seinustu árin sín lifði
hann í myrkri og heymin var orðin
slæm. Voru það mikil vonbrigði
fyrir mann sem ætíð hafði verið
mikill bókaunnandi og átti mikið
af bókum. Meðan heymin var í
lagi fékk hann bækur frá Blindra-
bókasafninu, en hin síðari ár naut
hann þess ekki lengur og hefur
tíminn eflaust verið lengi að líða
fyrir hann þrátt fyrir tíðar heim-
sóknir ættingja.
Afí og amma vom samrýnd
hjón, þau höfðu ekki saman her-
bergi en amma eyddi eftirmiðdög-
unum síðustu ár í heimsóknum hjá
honum. Lét hún renna sér í hjóla-
stólnum inn til hans og sat hjá
honum fram að kvöldmat. Það
verða mikil viðbrigði fyrir ömmu
að afí skuli vera farinn, enda voru
þau búin að vera gift í 70 ár núna
nýlega.
Elsku amma mín, ég bið algóðan
Guð um að styrkja þig í sorg þinni
og alla ættingja^einnig.
Rannveig Ásbjörnsdóttir.
Þei þei og ró,
þögn breiðist yfir ailt.
Hnigin er sól í sjó,
sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg,
værðar þú njóta skalt,
þei, þei og ró,
þöp breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Elsku langafi. Takk fyrir góðar
stundir.
Barnabarnabörnin í Eyjum.
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 31 -
BOLAPRENTUN
.v. 25 prentaða boli; hver bolur
M.v. 50 prentaða boli; hver bolur
M.v. 100 prentaða boli; hver bolur
M.v. 500 prentaða boli; hver bolur
M.v. 1000 prentaða boli; hver bolur
= 734 kr.
= 699 kr.
= 541 kr.
= 444 kr.
= 374 kr.
sm þú viit il tIfír vltí
meðbol
fri Merkismönnum!
Við bjóðum á einum og sama
staðnum hönnun og prentun á boli fyrir
fyrirtæki, félagasamtök,
íþrótta- og starfsmannafélög.
* Verð með VSK m.v. hvítan 145 g stuttermabol og tveggja
lita prentun á brjóst. Filmuvinna innifalin.
Allar upplýsingar um bolaprentun í síma 568 0020
Merkislmenn
Auplýsingastota - Bolaprentun - Silkíprentun - Bilamerkingar - Skiltagerð
Skeifunni 3c - 108 ReykjavíK — Símr: 568 0020 - Fax: 568 0021
Hewlett-Packard 1200C er
niapreniari
lanaðarins
á tilboði í Tæknivali
Hraðvirkur litaprentari Tilboð á HP DeskJet 1200C kr.
með hágæða útprentun
Fjölmargir möguleikar.
Kynntu þér málið
núna í Tæknivali. stgr. m. vsk.
Verið velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00.
134.900
Tæknival
Skeifunni 17 - Simi 568-1665 - Fax 568-0664
í -