Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 37

Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 37 INGOLFUR ÞORKELSSON MEÐ hækkandi aldri förlast manni minnið. Ingólfur A. Þorkelsson, fyrrv. skólameistari Menntaskól- ans í Kópavogi, átti sjötugsafmæli 23. janúar sl. Ég hafði alveg gleymt þeim ásetningi mínum að senda honum afmæliskveðju á síð- um Morgunblaðsins. Nú um síðir langar mig til að bæta úr þessu. Ingólfur Þorkelsson er í hópi fárra af sinni kynslóð, sem brutust áfram af engu til mennta og til frama í eigin valgrein. Það brann á Ingólfi og meðal þeirra samferða- manna hans, sem áttu rætúr í snauðri alþýðustétt, hve misjöfn var aðstaðan í þjóðfélaginu til menntunar og til að nýta hæfileika sína. Ingólfur var í hópi þeirra fáu sem náðu upp á brúnina. Hann skákaði því mörgum þeim, sem áttu á hægan að sækja í skjóli góðrar þjóðfélagsstöðu. Það lá í hlutarins eðli, ef Ingólf- ur næði áhrifastöðu, að hann yrði trúr jafnaðarhugsjónum í skóla- kerfinu. Það kom því gullið tæki- færi fyrir Ingólf, þegar hann í ráð- herratíð Magnúsar Torfa Ólafsson- ar tók þátt í nefndarstarfi, sem átti eftir að gjörbylta grunnskóla- skipaninni í landinu. Grunnskóla- skipanin nýja lagði grunn að lýð- ræðislegri jöfnun allra nemenda í iandinu til að njóta sömu undir- stöðumenntunar, þrátt fyrir breyti- lega getu til náms og dreifða bú- setu. Þannig skyldi tryggt jafnræði allra til að eiga kost á sambæri- legri undirstöðu til framhaldsnáms, án tillits til efnahags eða búsetu. Þetta var byltingarkenndur áfangi í baráttu þeirra til jafnræð- is, sem áður höfðu með brotakennt grunnnámi að baki þurft að sækja á brattann til framhaldsnáms í samanburði við hina fáu, sem nutu aðstöðu til óskiptrar barnafræðslu. En það er annað að sigra í orði, en að vinna sigurinn í raun. Engum var þetta ljósara, en Ingólfi Þor- kelssyni, sem eftir langt kennara- starf vissi að sá einn sigur var metinn, er væri mælanlegur séð í sögulegu samhengi, sem árangur af skólastarfinu. Allt er umdeilanlegt. Ingólfur byggði upp frá jafnsléttu fjöl- menntaskóla í Kópavogi. Hér skipti sköpum, að sá maður er hóf starf- ið hefði skýr og ákveðin markmið og hefði til að bera auk þessa trú- boðskraft frumherjans. Þetta var þýðingarmikið, þar sem skólinn þurfti að festa rætur í ört stækk- andi kaupstað, sem skorti sjálfsvit- und á við hliðstæða bæi. Þetta yrði opinn nútímaskóli, með víðf- emu námsvali. í senn skóli, sem gerir strangar kröfur um gæði námsins og um frammistöðu nem- enda, að fordæmi hinna sígildu menntaskóla. Umfram allt opinn skóli, þar sem allir nytu jafnræðis um námsval og námsaðstöðu. Ekkert er Ingólfi fjær skapi en tilburðir undir yfirskini hag- kvæmni og sparnaðar um að tor- velda aðgengi nemenda til skóla- göngu, með ýmis konar íþyngjandi aðgerðum stjórnvalda. Jafn réttur til menntunar er Ingólfi sama jafn- réttishugtakið og réttur hvers og eins til þess jafnræðis að vera gjaldgengur þjóðfélagsþegn. Saga Menntaskólans í Kópavogi er í senn starfssaga Ingólfs og samverkamanna hans og jafnhliða árangur útbæjar Reykjavíkur um að verða gjaldgengur á borð við hliðstæða bæi. Þannig er Kópavog- ur annar og meiri bær nú, en áður eftir áratuga starf Ingólfs Þorkels- sonar, sem skólameistara Mennta- skólans í Kópavogi. Það var því vel til fundið eftir að Ingólfur varð að draga úr störfum af heilsufars- ástæðum, að fela honum að rita starfssögu skólans. Kynni okkar Ingólfs eru áratuga gömul og hófust eftir að ég giftist Þórnýju elstu systur hans. Ég kynntist tengdafólki mínu náið. Þetta opnaði mér nýja sýn í aust- firsk viðhorf og þann bakgrunn, sem Ingólfur og þau systkini voru vaxin upp af. Eftir lát Þórnýjar í mars 1961 urðu kynni okkar Ing- ólfs áfram náin. Kom þar til mikil nálgun við fráfallið og margvísleg aðstoð þeirra hjóna, sem mér var ómetanleg og verður aldrei full- þökkuð. I Reykjavíkurferðum mín- um kom ég iðulega á heimili þeirra Ingólfs og Rannveigar og naut þeirra sérstaklega í veikindaferð- um mínum. Engan skugga hefur borið á þessi kynni eftir að ég gifti mig á ný og stofnaði til nýs heimil- is. Áslaug, síðari kona mín, hefur notið óskiptrar vináttu þeirra hjóna og gagnkvæm samskipti eru á milli heimilanna eins og áður var. Ingólfur Þorkelsson fór í Vest- urbæinn að leita sér kvonfangs, að fordæmi landskunnra stjórn- málamanna. Slíkt bónorð taldi kunnastur prestur Vesturbæinga á sínum tíma að hefði verið eitt mesta gæfuspor þáverandi forss^t- isráðherra. Það var mikið gæfuspor fyrir Ingólf að giftast Rannveigu Jóns- dóttur. Þau settu saman heimili sitt á æskustöðvum hennar á Ránar- götu 22, sem er mitt í kjama gamla Vesturbæjarins. Á síðari áram fluttu þau í Kópavoginn og þar búa þau í einbýlishúsi á Hlaðbrekku 14. Milli okkar Rannveigar tókust strax góð kynni og kom þar til að við gátum rakið saman ættir okkar til skaftfellskra stofnætta. Hitt var einnig, að ég var frá fyrri tíð vel kunnugur mannlífinu í gamla Vesturbænum. Rannveig er fjölg- áfuð og skörp í ályktunum sínum. Oft er það svo, að eins og ekkert smjúgi framhjá smásjá hennar. Hún fer beinustu leiðir og getur verið óvægin í málfærslu sinni, einkum þegar skoðanir eru deildar. Þrátt fyrir að þau hjón, Ingólfur og Rannveig, séu gerólík og nán- ast andstæður við skjót kynni, hafa þau í löngu hjónabandi verið óijúfanleg heild og ótrúlega sam- stíga. Það þrátt fyrir mikla sjálfs- vitund hvors gagnvart hinu, og iðulega gagnólík sjónarmið. Hér mætast jafningjar og jafnvægi kynjanna er haldið í heiðri í dag- legri önn. Á síðasta ári atvikaðist svo, að ég þurfti að ganga undir læknisað- gerð og sjúkrahúslegu í Reykjavík, auk nokkurra vikna eftirmeðferðar. Við þetta rifjuðust upp náin kynni mín við þau hjón og naut ég enn á ný djúpstæðrar vináttu þeirra. Þetta er mér mjög mikilvægt og fyrnist ekki, þótt vík sé á milli vina. Ingólfur er ekki allur, þótt hann hafi lokið reglulegum starfstíma, eins og aldursreglur segja til um. Framundan eru tímar fijálsræðis óháðir skyldukvöðum daglegra verka. Ingólfur er mikill gæfumað- ur í einkalífi. Honum hlotnaðist starf, þar sem hann gat helgað lífs- hlutverkið hugsjónum sínum í störfum sínum. Áskell Einarsson Morgunblaðið/Arnór ÞEIR hafa spilað saman svo lengi sem elztu menn muna eins og sagt er, félagarnir að vestan, Arnar Geir Hinriksson og Einar Valur Krisljánsson. Að sjálfsögðu mættu þeir í tvímenninginn á Bridshátíð og voru í toppbaráttunni allan tímann. Þegar tveimur umferðum var ólokið voru þeir í öðru sæti (á eftir Zia og Forrest- er) en gáfu eftir í lokaumferðunum og enduðu í 10. sæti. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks SVEIT Gunnars Þórðarsonar sigraði í aðalsveitakeppni félagsins sem ný- lega er lokið. Lokastaða efstu sveita varð þessi: Sv. Gunnars Þórðarsonar 109 sv. BAD 84 sv. Einars Svanssonar 81 í sveit Gunnars spiluðu auk hans, Páll Hjálmarsson, Jón Örn Berndsen og Ásgrímur Sigurbjörnsson. Mánu- daginn 27. febrúar hefst 3 kvölda barometer tvímenningur og þarf að tilkynna þátttöku í síðasta lagi sunnu- daginn 26. febrúar. Hjá Kristjáni, s. 36146, eða Birgi, s. 35032, og Sig- rúnu, s. 35576. Silfurstigasveitakeppni til styrktar yngri spilurum Ilelgina 11.-12. mars verður haldin silfurstigasveitakeppni með 10 spila leikjum. Spilaðar verða 10 umferðir með Monrad-fyrirkomulagi. Sex leikir verða spilaðir á laugardeginum og 4 á sunnudeginum. Spilamennska byijar kl. 11.00 báða dagana og er henni lokið kl. 20.00 á laugardeginum og mótinu lýkur kl. 17.00 á sunnudegin- um. Keppnisgjaldið er 8000 kr. á sveit og rennur helmingurinn af því verð- launafé. Hinn helmingurinn rennur í farasjóð fyrir yngri spilara á heims- meistaramót yngri spilara í tvímenn- ingi í Ghent í Belgíu 11.-22. ágúst nk. Tekið er við skráningu hjá BSÍ í síma 587 9360. Bridsfélag Borgarness Aðalsveitakeppni félagsins lauk sl. miðvikudag. Sex sveitir tóku þátt í keppninni, sem er nokkru minna en undanfarin ár. Smásveitin hafði nokkra yfirburði og var með fullt hús fyrir síðustu umferðina. Úrslit urðu annars þessi: Smásveitin 113 Borgfirsk blanda 93 Dóra Axelsdóttir 80 Sigurbjörn Garðarsson 76 1 Smásveitinni voru Jón Þ. Björns- son, Magnús Ásgrímsson, Jón Ág. Guðmundsson og Guðjón Ingvi Stef- ánsson. Búnaðarbankinn í Borgarnesi gaf verðlaunin í keppnina. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 15. febrúar hófst Meistaratvímenningur félagsins með þátttöku 20 para og er staðan þessi eftir 6 umferðir. Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 69 Gunnar Guðbjömsson - Vignir Sigursveinsson 39 Pétur Júlíusson - Heiðar Agnarsson 30 ÓliÞórKjartansson-KjartanÓlason 29 ArnórRagnarsson-KarlHermannsson 26 Arnar Amgrimsson - Reynir Óskarsson 24 BjömDúa-BjörnBlöndal 14 Matur og matgerð Bolla - bolla Kristín Gestsdóttir á mikið safn gamalla matreiðslubóka, bæði íslenskra og danskra. Hún gluggaði í þær um helgina í leit að bolluuppskriftum og segir okkur, hvers hún varð vísari. EKKI veit ég, hvenær fyrsta bolluuppskriftin birtist á prenti hér á landi eða í Danmörku, en sá siður að búa til bollur á bollu- daginn er áreiðanlega kominn hingað með Dönum. í fyrstu íslensku matreiðslubókinni, „Einfaldt Matreiðslu Vasa-Qver fyrir heldri manna hússfreyjur" sem kom út árið 1800 er engin bolluuppskrift, en í bók Þóru Andreu Nikól- ínu Jónsdóttur frá 1858 er stutt og laggóð uppskrift: „Langaföstu snúðar (fa- stelavnsboller) eru búnir til á sama hátt og jólabrauð, nema þeir eru hafðir miklu minni.“ Það skal tekið fram að jólabrauð var þá eins kon- ar jólakaka með geri. Nikó- lína, eins og hún er nú köll- uð, átti danska móður og ólst upp í Dan- mörku til 10 ára aldurs. Einnig dvaldist hún í Danmörku upp úr tvítugu og hefur hún vafalaust kynnst langaföstubollum þar. Ég á nokkrar gamlar danskar mat- reiðslubækur, allt frá því um miðja síðustu öld, en ekki eru langaföstubolluuppskriftir í þeim öllum. Hins vegar eru „vatnsboll- ur“ í þeim flestum eða það sem við köllum vatnsdeigsbollur. í Kvennafræðaranum frá 1888 og 1889 er engin uppskrift af langa- föstubollum en aftur á móti í útgáfu frá 1911, en í öllum út- gáfunum eru vatnskökur (vatns- deigsbollur). Undanfarna ára- tugi hafa íslendingar bakað mik- ið af vatnsdeigsbollum á bollu- daginn, enda var lengi bannað að selja ger hér á landi, en nú er hægt að kaupa ger í hverri búð og það skulum við nýta okk- ur. Bollurnar heppnast alltaf, ef þess er gætt að hafa vökvann ekki of heitan (fingurvolgan) og deigið lint. Gerbollur, sem ekki þarf að hnoða _________2 egg_________ ’A dl sykur 'A tsk. salt Vi tsk. kardimommudropar lOOgmjúkt smjörlíki 10 dl hveiti 1 Vi msk. ger 3 dl fingurvolgt vatn (úr krananum) 1. Setjið egg, sykur og salt í skál og þeytið vel. 2. Setjið kardimommudropa út í ásamt mjúku smjörlíki og hrærið saman. 3. Setjið hveiti, ger og volgt vatn út í og hrærið saman. Legg- ið stykki yfir skálina og látið þetta lyfta sér á eldhúsborðinu í 1-2 klst, jafnvel lengur. 4. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu, setjið deigið á plötuna með skeið, hafið bil á milli, bollurnar stækka mikið. Leggið stykkið aftur yfir bollurn- ar og látið lyfta sér í 20-30 mínútur. 5. Hitið bakaraofninn í 210°C, blástursofn í 200oC, setjið í miðj- an ofninn og bakið í um 15 mín- útur. Kælið bollurnar örlítið, kljúfið og fyllið með sultu og rjóma eða búðing. Bræðið súkkulaði og smyijið að ofan eða notið kakó, flórsykur og örlitla eggjahvítu eða vatn. Athugið: Setja má rúsínur og súkkat saman við deigið og borða bollurnar með smjöri. Vatnsdeigsbollur 150 g smjörlíki 214 dl vatn 3 dl hveiti 6egg 1. Setjið smjörlíki og vatn í pott og sjóðið þar til smjörlíkið er vel bráðið. 2. Setjið allt hveitið út í sjóð- andi vökvann og hrærið fljótt saman með sleif. Látið í skál og kælið að mestu. 3. Setjið deigið i hrærivélar- skál og bijótið eitt egg í senn út í og hrærið vel á milli, hrærið í 2-3 mínútur eftir að síðasta eggið er komið saman við. 4. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið deigið í sprautupoka með víðum stút og sprautið á plötuna, hafið gott bil á milli. Einnig má setja þetta á plötuna með skeið. 5. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 190°C, setjið í rniöj- an ofninn og bakið í 20 mínút- ur. Athugið að ekki má opna ofninn fyrstu mínúturnar. Smyijið að ofan með súkkul- aði, sjá uppskriftina hér á undan og notið sömu fyllingu og í henni. Gott getur verið að setja ferska ávexti með í fyllinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.