Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kjör kennara
Sumarlandið — frásaga um von
Frá Sigurði R. Sigurbjörnssyni:
KJÖR kennara í grunnskólum
landsins eru mörgum sem lokuð
bók jafnt almenningi sem stjórn-
endum samfélagsins. Mig langar
til að skýra með einföldum hætti
hver mánaðarlaun kennara í
grunnskólum landsins eru í dag
og munu verða í náinni framtíð
miðað við gang samningavið-
ræðna. Ég vil taka sem dæmi
kennara sem hefur einn 10 ára
bekk til umráða og kennir honum
öll bókleg fög eða um 20 kennslu-
stundir á viku. Hann kennir þess-
um börnum frá kl. 8.30-12.30 alla
virka daga vikunnar. Inn á milli
eru um 10 kennslustundir (eyður)
sem hann nýtir til að undirbúa sig
með því að taka til verkefni eða
búa þau til, hafa samráð við aðra
kennara eða annað starfsfólk skól-
ans, ræða við foreldra og fleiri
aðila, sem vilja tengjast skólastarf-
inu.
Mánaðarlaun með kaffitíma-
gæslu og heimavinnu kr. 48.000.
Lífeyrissjóður 4% kr. -1.920. Stétt-
arfélagsgjald 1,8% kr. -864. Út-
borguð laun innan skattleysis-
marka kr. 45.216.
Þetta eru laun sem grunnskóla-
kennari fær á mánuði 12 mánuði
ársins fýrir að fylgja eftir námi
eins bekkjar í grunnskóla. Þessi
laun eru miðuð við 3ja-4ra ára
starfsaldur, með 4ra ára háskóla-
nám að baki. Þessi grunnskóla-
kennari getur augljóslega ekki séð
sjálfum sér né fjölskyldu sinni far-
borða með þessum launum. Hann
verður því að kenna meira, eiga
góða fyrirvinnu eða vera á bótum
frá sveitarfélagi sínu. Með breytt-
um kennsluháttum finnst flestum
kennurum nóg að kenna einum
bekk, hugsa síðan um sín eigin
börn og heimili hálfan daginn og
sinna síðan yfírferð verkefna og
frekari undirbúningi á kvöldin og
um helgar heima hjá sér. Ef kenn-
ari er fyrirvinna heimilisins verður
hann að kenna meira en framtíðin
lofar ekki góðu með meiri vinnu
fyrir kennara. Einsetning skólanna
þýðir minni vinnu meðal kennara.
Fyrirvinna sem allt í einu situr í
einsetnum skóla verður því að leita
sér að annarri eða vera á atvinnu-
leysisbótum sem er ekki mikið lak-
ari kostur en að hafa vinnu við
kennslu á einum bekk, eins og
sést hér að ofan. Þegar kennarar
sjá framtíðina svona fyrir sér er
ekki óeðlilegt að álykta sem svo
að þeir hafi litlu að tapa með því
að fara í Iangt og strangt verkfall.
SIGURÐUR R. SIGURBJÖRNSSON,
kennari við grunnskóla Reykjavíkur.
Frá Karli Sigurbjörnssyni:
ÚT ER komin hjá Skálholtsútgáf-
unni — Útgáfufélagi þjóðkirkjunn-
ar, bókin „Sumarlandið, frásaga
um von,“ eftir norska prestinn og
skáldið Eyvind Skeie. Séra Sigurð-
ur Pálsson þýddi. Höfundur ritaði
þesa bók fyrir tíu árum að ósk
foreldra sem orðið höfðu fyrir ein-
hverri sárustu reynslu sem um
getur, þau misstu unga dóttur af
slysförum. Þau sneru sér til Eyvind
Skeie og báðu hann um hjálp, eitt-
hvað til að lesa saman sem vakið
gæti að nýja von og trú. Bókin
varð til og hefur síðan komið út í
ótal útgáfum í Noregi og verið
þýdd á íjölmörg tungumál. Faðir
stúlkunnar, listamaðurinn Anders
Færevág, myndskreytti bókina.
Myndir og frásögn mynda eina
heild, ljóðræn, látlaus og nærfærin,
hlý og sterk, eins og handtak frá
góðum vini. Hún er þrungin lá-
gróma gleði og eftirvæntingu, bor-
in upp af hinni kristnu von, um
birtu sumarlandsins handan við
dalinn dimma og þann sem bíður
okkar þar og þekkir okkur með
nafni. Það er mikill fengur að þess-
ari bók. Þýðingin er eins og best
verður á kosið og öll útlitshönnun
sömuleiðis. Bókin er ljúf og falleg
og einkar vel fallin sem gjöf til
þeirra sem sorgin hefur sótt heim.
Eins og höfundur segir sjálfur:
„Við þurfum á allri von okkar og
öllum mætti okkar að halda til að
ljúka göngunni á vegi sorgarinnar.
Frásagan um Sumarlandið getur
ef til vill orðið einhveijum til hjálp-
ar við að hefja gönguna á vegi
sorgarinnar í von.“ Hafi þau öll
sem að þessu verki stóðu heilshug-
ar þakkir.
SR. KARL SIGURBJÖRNSSON.
LÁGMÚLA 5 • SÍMI 8 13730 / 813760
Barnapössun alla daga
fró kl. 9-16.
Hringið og pantið kort
eða skráið ykkur I flokka.
Við erum við símann núna
Við gerum ekki kraftaverk - en þú getur það!
Ný námsleeið að hefjast
-sniðin aá mannlegum þörfum
TOPPI TIL TÁAR
Hin vinsælu TT námskeið
\ a "shalda áfram.
KORT AKERFIÐ
Fimm timar i viku.
Rauð kort Námskeið sjö vikur í senn.
Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama
og allra þarfir í e/tt form. I meira en tuttugu og fimm ..........._..—..._..
hefst 9. janúar.
ár höfum við hjá Líkamsrækt JSB unnið með þúsundum
kvenna við að byggja uþþ hreysti og viðhalda góðri
heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar
væntingar. Víð gerum okkar besta til að hjálpa þeim,
en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum.
Græn kort
mæting, kennsla ht
Þetta námskeið er
eingöngu ætlað þeim
konum sem berjast
við aukakílóin.
'i LOWARA
DÆLUR
Gæðavara,
mikið úrval,
hagstætt verð,
örugg þjónusta.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
í—