Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands
verður haldinn 2. mars 1995 kl. 20.30
ó Hótel Lind, Rauðarórstíg 18, Reykjavík
Dagskró:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar.
3. Jón Sigurðsson, sérfræðingur, flytur erindi um
nauðsyn blóðgjafastarfsemi í nútíma læknisfræði.
Kaffiveitingar.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórnin.
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS
RMPARAt
DEMPARA- OG PÚSTKERFAÞJÓNUSTA
seljum
demparana
setjum þá í
staðnum
gstætt
verð
Verslið hjá
gmanninum.
Athugið
SÉRSMÍÐUM
PÚSTKERFI
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN
Skeifunni 2,
verkstæöi sími 588-255!
verslun sími 588-25!
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Þekkir einhver vísurnar?
VELVAKANDI góður.
Mig langar að senda
þér þq'ár vísur til birtingar
sem ég lærði sem ungling-
ur.
Eg fór fyrst í göngur á
Víðidalstunguheiði haust-
ið 1955. Margt er minnis-
stætt úr þeim göngum, á
leiðinni fram voru menn
við skál, einkum þeir eldri,
þar á meðal var eldri
maður, f. 1892. Hann
söng mikið vísur sem ég
lærði að einhverju leyti og
kunni hrafl úr þegar heim
kom.
Ég fór með það sem ég
kunni fyrir foreldra mína,
þau kunnu þrjár vísur sem
Vísumar eru nokkum vi
ég lærði, sögðu þetta vera
gamlan húsgang og töldu
þessar vísur vera úr lengri
bag.
Nú langar mig til að
vita hvort nokkur kannast
við þessar vísur og þá
hvort þær eru fleiri. Þær
vora sungnar með lagi
sem ég hef ekki heyrt síð-
an en tel mig kunna.
Sennilega er þetta dæg-
urlag síns tíma.
Ef einhver hefur upplýs-
ingar um þetta kvæði er
hann vinsamlega beðinn
að hafa samband við undir-
ritaðan.
Ragnar Gunnlaugsson,
Bakka, Hvammstanga.
ginn svona:
Ég er ungur og upprennandi
að öllu leyti í besta standi.
Til þess fallinn að gifta mig
ef ég aðeins fengi þig.
Ég á bátinn og úrið góða
sem ógrynni fjár má fyrir bjóða.
Húsið föður míns ég hlýt í arf
vog flest allt sem til þess þarf.
Hjónarúmið að hafa í standi
ég held það sé ekki mikill vandi.
Svarfuglafiður í sæng ég á
og sexkrönu rúpiteppi Clausen frá.
Þakkirtil
Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands
LEIKSKÓLABÖRNUM af
höfuðborgarsvæðinu,
þ. á m. úr Hafnarfirði, var
boðið á tónieika og listsýn-
ingu í Háskólabíói föstu-
daginn 17. febrúar. Þessi
menningarviðburður
heppnaðist að okkar mati
mjög vel og viljum við
koma á framfæri þakklæti
til þeirra sem að þessu
framtaki stóðu. Þá fær
stjórandinn, Hákon Leifs-
son, sérstakar þakkir en
hann náði einstaklega vel
til þeirra 800 barna sem
þama voru samankomin.
Bömin sem þarna voru
áheyrendur hlustuðu af
athygli og tóku virkan þátt
í því sem fram fór. Við
eram sannfærðar um að
viðburður sem þessi muni
örva áhuga leikskólabarna
og verði til þess að þau
þroski með sér jákvætt við-
horf til sígildrar tónlistar.
Um leið og við þökkum
þessa ánægjulegu stund
hvetjum við hljómsveitina
til að gera þetta að árleg-
um viðburði.
Fyrir hönd leikskólanna
í Hafnarfirði,
Sigurlaug Einarsdóttir,
Bryndís Garðarsdóttir,
Heiðrún Sverrisdóttir.
Til stuðnings
kennurum
ÉG ÆTLA að biðja ykkur,
kennarar, að standa sam-
an. Ef þið standið saman
og berjist til sigurs, þá er
ég með ykkur.
Móðir i Austurbænum.
Tapað/fundið
Barnahúfa fannst
GRÆN og fjólublá húfa
með skyggni á ca 1-2 ára
fannst sl. sunnudag við
hitaveitutankana þar sem
Skotveiðifélag Reykjavík-
ur er með aðstöðu fyrir
ofan Vesturlandsveg. Éig-
andinn má vitja hennar í
síma 861185.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU í brúni um-
gjörð týndust aðfaranótt
sl. sunnudags í austurbæ
Kópavogs, annaðhvort í
leigubíl eða úti á víða-
vangi. Skilvís fínnandi hafi
samband í síma 44513.
Fundarlaun.
Filma fannst
ÁTEKIN filma fannst rétt
eftir áramótin við Glað-
heima. Upplýsingar í síma
35964.
Vandaðar vörur á vægu verði!
Jakkaföt vera: 4.900 “ V 14.900 kr.
u> Stakar buxur vera: 1.000 “ 5.600 kr.
Danskar buxur a nnn i nýkomnar! vera: T’-iJLIU Kl
Li'.óJuvöryuaiíy 22 Dú/ii J '62 5D j Fús (§fto/naá 1910 m iJ'ryfuþjú/iusiíJ
LADA SPORT
Frá 949.000,- kr. :
237.250,- kr. út og\
24.101,-kr.
í 36 mánuöi.
Tökum notaða bíla sem greiðslu
upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra
greiðslumöguleika.
Tekið hefur verið tillit til vaxta í
útreikningi á mánaðargreiðslum.
z
I
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36
skAk
Úrslit mótsins urðu fremur
óvænt: 1. Yona Kosashvili 7
v. af 11 mögulegum, 2.-3.
Dolmatov, Rússlandi, og
Smírin 6 v. 7.-8. Alterman
og Psakhis 5‘/2 v. 9. Green-
feld 5 v. 10.—11. Vadim
llmsjón Margeir
Pétursson
Á ÖFLUGU alþjóðlegu
skákmóti í Haifa í Isra-
el sem lauk í síðustu •
viku, kom þessi staða
upp í viðureign stór- 7
meistaranna Mikhails ,
Gurevich (2.605),
Belgíu, og Boris Alt- 5
erman (2.570), ísrael,
sem hafði svart og átti
leik. Hvítur lék síðast ,
32. Halxa7 og hótaði
máti á g7, en svartur ’
varð fyrri til: ,
Sjá stöðumynd
32. — Rf3+! og Mikhail Milov og Griinfeld 4'/2 v. og
Gurevich gafst upp, því hann Mikhail Gurevich rak lestina,
er óvetjandi mát í þriðja leik. aldrei þessu vant, með 4 v.
COSPER
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI þekkir til aldraðrar
konu, sem hefur ekki getað
farið út að ganga í allan vetur vegna
þess hve hált hefur verið og færð
erfið. Þetta ástand hefur vakið Vík-
verja til umhugsunar um hve erfitt
ástand getur víða verið meðal aldr-
aðs fólks, sem nauðsynlega þarf að
fara út að ganga og hreyfa sig, því
að ella stirðnar það upp og verður
að Iokum ósjálfbjarga og máttlaust.
Baráttan við elli kerlingu er ekkert
grín og því skyldi öldrunarhjálpin
hafa tekið á þessu ástandi og útveg-
að öldruðum leikfimi við vægu
gjaldi fyrir löngu.
En svo virðist ekki vera. Á vegum
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar eru engir léttir leikfimitímar
fyrir aldraða, sem annars hugar vel
að öldruðum og veitir þeim heimilis-
aðstoð eigi þeir erfitt með að bjarga
sér sjálfir. Léttir leikfimitímar ættu
að geta hjálpað mörgu gamalmenn-
inu frá því að stirðna upp og verða
ósjálfbjarga og slíkar fyrirbyggj-
andi aðgerðir, hljóta að vera mun
ódýrari en sú ráðstöfun að vista
ósjálfbjarga fólk á sjúkra- og að-
hlynningarstofnunum.
í raun þyrfti ekki að reka þessa
þjónustu nema yfir vetrarmánuð-
ina, því að á sumrin, getur þetta
fólk oft og einatt farið í gönguferð-
ir og bjargað sér sjálft. En langur
og kaldur vetur með tilheyrandi
hálku veldur því að þetta fólk þorir
ekki út fyrir dyr, situr mánuðum
saman í veðurfarslegu stofufangelsi
og árangurinn er kannski að þegar
vorar, er gamla fólkið orðið svo
stirt að það getur ekki gengið sér
til heilsubótar. Þetta er þjónusta,
sem Reykjavíkurborg ætti í raun
að taka upp strax, áður en tugir
gamalmenna leggjast í kör. Oft er
það ekki nema eðlileg hreyfing, sem
getur hjálpað þessu fólki til sjálfs-
bjargar.
xxx
KUNNINGI Víkveija, sem á 9
ára gamlan nemanda í Álfta-
mýrarskóla, hafði áhyggjur af
kennaraverkfalli og bað nemandann
að koma heim með kennslugögnin
sín, því kunninginn ætlaði að taka
við þar sem kennslunni sleppti og
leiðbeina barni sínu. Nemandinn
fékk hins vegar það svar í skólanum
að hann mætti ekki fara heim með
kennslugögnin og ástæðan var sú,
að nemandinn gæti farið fram úr
öðrum í bekknum.
Víkveija finnast þessar viðbárur
meira en lítið undarlegar. Hvers
vegna skyldi kennari í verkfalli
hafa áhyggjur af því, að foreldrar
nemenda reyni að taka við, þegar
verkfall gengur í garð. Það er ekki
nema af því góða að foreldrar sýni
áhuga á námi bama sinna og vilji
leiðbeina þeim áfram á námsbraut-
inni, þegar kennararnir bregðast.
Og hvers vegna skyldi það vera
slæmt að nemandi haldi áfram
námi, á að steypa alla nemendur í
sama mót? Það er nú ekki hægt
að mati Víkveija, því að þeir eru
eins misjafnir og þeir em margir.
Þvert á móti finnst Víkveija kenn-
arar eigi að taka fegins hendi allri
aðstoð foreldra á þessum erfiðu tím-
um fyrir nemendur. Það er jú marg-
yfirlýst að verkfallið beinist ekki
gegn nemendum.