Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 2

Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÖFNIN í Mar del Plata í Argentínu þar sem Einar hóf að kynna sér fiskveiðar í Suður-Ameríku. Allar aðstæður voru afar ólikar því sem þekktist í Valparaíso. EINAR á farþegaskipi á leið frá New York til Buenos Aires. „Það var átján daga ógleymanleg ferð.“ togarar gerðir út frá Buenos Aires, en þeir voru flestir japanskir. Ég frétti hins vegar af litlum fískibæ sem heitir Mar del Plata og þangað lagði ég leið mína í því skyni að forvitnast um fiskveiðar. Þar rakst ég síðan á grein í sjávarútvegsblaði þar sem fiskveiðum í Chile var hrós- að mikið og ekki að ósekju." Fyrir aflaféð komst Einar til Suð- ur-Ameríku; tók farþegaskip frá New York á túristaklassa. „Það var átján daga ógleymanleg ferð.“ Eftir viðkomu í Brasilíu og Uruguay kom Einar til Buenos Aires en hélt þaðan rakleiðis til Rosario de Santafe, þar sem Ingimundur bjó. Hann hóf þeg- ar'störf hjá sláturfélaginu og var í tvö ár innan vébanda þess. A þeim tíma ferðaðist hann dálítið um. Sá enga kúreka „Fiskveiðar voru alls ekki for- senda þess að ég fór til Argentínu," segir Einar. „Ég var spenntari fyrir kúrekunum en sá aldrei neina slíka.“ Sjórinn hafði hins vegar heillað hann frá blautu bamsbeini - enda alinn upp á fiskibát og í flæðarmálinu. Einar stóðst því ekki mátið og innan skamms var hann kominn á kaf í sjávarútvegsmál Suður-Ameríku. „Argentína var nokkuð langt á veg komin varðandi fiskveiðar á þessum tíma. Til dæmis vom fjórtán EINAR ásamt seglfiski nokkrum sem hann veiddi við strendur Mexíkó árið 1952; vó skepnan 65 kg. Hann tók fjölda ljósmynda í Chile en þær glötuðust allar í bruna mörgum árum síðar. EINAR og Ingimundur Guðmundsson störfuðu saman í slátur- húsi Swift í Argentínu. Það var síðan í nóvember 1939 að Einar fékk leyfi frá störfum hjá Swift. Hann hafði þá engar vöflur á heldur skellti sér til Chile. „Ég fór bara sem ferðamaður; ætlaði ekkert að stoppa þar. Það var út af fyrir sig skemmtilegt og viðburðaríkt að fara í lest yfir Andesfjöll til Sant- iago. Síðan fór ég til Valparaíso og skipti engum togum, við ákváðum að kaupa fyrirtæki, sem gerði út þrjá báta, eins og það lagði sig. Það var í eigu Englendings sem vildi hætta fyrir aldurs sakir.“ Bjargaði öldruðum manni Einar segir að fyrirtækið hafi verið lítið en vel tækjum búið. „Þetta voru sjö metra langir opnir bátar - svokallaðir „bongos" - en um 300 slíkir voru gerðir út frá þessari einu verstöð. Það var góð fiskihöfn þarna nálægt en fiskimennimir máttu ekki koma nálægt henni og vegna þess varð að taka alla báta upp í sandinn í íjörunni. Þeir voru því allir flat- botna og sérþjálfaðir menn, svokall- aðir „tiradoris", störfuðu alfarið við að draga þá upp í ljöruna. Þetta var oft erfítt því öldumar voru gjarnan háar og brotnuðu við ströndina, auk þess sem bátamir voru oft mjög hlaðnir. Ég lenti einu sinni í því að bjarga öldruðum manni sem fór um koll í lendingunni þegar hann var að koma inn af fiskimiðun- um.“ Sjávarfangið var ýsutegund sem VERFUM rúma hálfa öld aftur í tímann; funhiti, fjöllótt landslag og spriklandi fiskur í flæðarmálinu. Staðurinn er Chile, mjó landræma í Suður-Ameríku, sem teygir sig um 4.300 kílómetra frá landamæmm Perú suður að Eldlandi. Fræknir fískimenn eiga stefnumót við ægi og í æðum eins þeirra seytlar svell- kalt og rammíslenskt sjómannsblóð. Hann heitir Einar Egilsson og gerir út þijá opna báta frá Valparaíso auk þess að standa í ýmsurri öðmm stór- ræðum. í dag, heilum mannsaldri síðar, rifjar þessi eldhressi ofurhugi ævintýrið upp, eins og það hafí gerst í gær. Einar er Gaflari í húð og hár; borinn og barnfæddur í Hafnarfírði. Hann ólst upp við sjó og físk enda föðurbræður hans - Hellubræður - þekktir fískimenn. Einar fór korn- ungur i sinn fyrsta róður með föður sínum Agli Guðmundssyni frá Hellu og á unglingsáram stundaði hann nám og togarasjómennsku jöfnum höndum. Eftir gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla árið 1928 var hann í eitt ár á Surprise með Sigur- jóni Einarssyni, þeirri kúnnu aflakló. Síðan lá leiðin í verslunarskóla á Englandi. Þar var Einar í tvö ár. Eftir heimkomuna fékk Einar vinnu á skrifstofunni hjá Kveldúlfi, stærsta útgerðarfélagi landsins, fyr- ir atbeina eins þingmanna Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Ólafs Thors. Einar hafði leitað ásjár Ólafs fýrir Englandsförina og sá síðamefndi skrifað upp á víxil fyrir hann á þeirri forsendu að augljóst væri að hann nennti að vinna. Einar var ráðinn á skrifstofuna hjá Kveldúlfí í tuttugu daga; þeir urðu að sex ámm. Hann minnist þessara ára með hlýhug, en Kveldúlfur var á þessum tíma nokk- urs konar ríki í ríkinu í fiskveiðum og fisksölu. Eitt atvik stendur þó upp úr. Það var þegar hann bjargaði með snar- ræði sex ára hnokka frá drakknun við Kveldúlfsbryggjuna. Einar var þá rumlega tvítugur, hraustur og snarráður eins og þessi frækilega björgun ber með sér, eins og blaða- maður Morgunblaðsins komst að orði daginn eftir. Löngu síðar bar piltur þessi kennsl á velunnara sinn á götu í New York. í víking til Ameríku Einar hafði alltaf langað til að fara utan og skoða sig um í heimin- um. í nóvember 1936 kvaddi hann því Kveldúlf og hélt í víking til Ameríku. „Ég hef lengi brotið heil- ann um það hvers vegna ég var að þessu og eina ástæðan sem mér hefur komið í hug er ævintýraþrá eins og hjá víkingunum í gamla daga.“ Einar hafði ritað sveitunga sínum, Ingimundi Guðmundssyni, sem búsettur var í Argentínu, bréf og fyrir tilstilli hans bauðst honum starf hjá sláturhúsi Swift - einu því stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Þá þurfti bara að koma sér á stað- inn en á ýmsu gekk á leiðinni. Gjald- eyrishöft hér heima og útlendinga- eftirlitið í Bandaríkjunum vora Ein- ari óþægur ljár í þúfu, en hann hugðist hafa viðkomu hjá frændum sínum í Boston. Um siðir var honum þó hleypt inn í landið. Fjárhagur Hafnfírðingsins unga var þröngur en lágaðist nokkuð eftir að hann komst fyrir tilviljun í þijá túra með Jóni Ásgeirssyni skipstjóra á togar- anum Kings Cross sem gerður var út frá Boston. Fior i fjörunni heimamenn kölluðu „merlusa" eða „pescada“ og var Einar sjálfur á einum bátanna en tveir menn vora jafnan um borð. Hann byijaði á því að leggja net; stundum var veiðin gífurleg og þá var báturinn yfírleitt hlaðinn. Þá lentu Einar og félagar hans tíðum í erfíðleikum með að koma honum upp í sandinn. Undir slíkum kringumstæðum vora fleiri menn kvaddir á vettvang, „tirador- is“ til fulltingis. Útilokað að plata þá Verðmæti aflans var skipt í þijá hluta; sjómennimir fengu sinn hlut- ann hvor og eigendumir þann þriðja. „Chilebúamir vora afar nákvæmir þótt þeir kynnu hvorki að lesa né skrifa. Það var því útilokað að plata þá,“ segir Einar sposkur á svip. Hann segir að mikill handagangur hafí verið í öskjunni þegar bátamir komu að landi; sölumenn hafí verið á hveiju strái og ástandið minnt á uppboð. „Við fórum yfirleitt út klukkan 3 eða 4 að nóttu og komum því inn snemma um morguninn. Þá var geysilegt fjör í fjöranni. Það var um að gera að vera nógu snemma á ferðinni því eftir því sem leið á morguninn lækkaði verðið. Þarna vora menn sem keyptu heilu far- mana og var aflinn þá frystur og fluttur til Santiago, en þar var stór fiskmarkaður. Bróðurpartur aflans var seldur með þessum hætti; af- gangurinn á götum úti.“ Einar segir gnótt góðra físki- manna hafí alið manninn í Valpara- íso á Qórða og fímmta áratugi aldar- innar. Eini gallinn hafi verið sá að þeir voru býsna breyskir til ölsins. Eftir að hafa fangað „pescada" um hríð ákvað Einar að venda kvæði sínu í kross og snúa sér að túnfísk- veiðum. Hann segir að ógrynni ofan- sjávarfíska hafí vaðið í torfum á þessum slóðum og túnfiskurinn hafi fengist um hásumar. „Ég hafði ákaflega góðan mann með mér sem þekkti vel til. Túnfiskurinn var ekki veiddur á stöng að hætti sportveiði- manna; það var alltof seinvirk að- ferð fyrir okkur. Við höfðum tvær árar út frá hvorri hlið á bátnum og á þeim voru línur; önnur fremst á árinni og hin í miðjunni. Þannig sigldum við eins hratt og mótorinn gekk til að leita að túnfískinum. Það var eiginlega fuglinn sem benti okk- ur á hann. Hann sótti í sama æti og túnfiskurinn og ef maður sá fugl stinga sér í hópum var nokkurn veginn öraggt að það var túnfiskur undir. Veiðin var ákaflega misjöfn; stundum fengum við örfáa físka en það kom líka fyrir að við fýlltum bátinn. Túnfiskurinn gengur í hóp- um og við fórum í hringi til að auð- veldara væri að draga hann, en tún- fiskurinn er mjög sterkur fískur. Ef báturinn er kyrr er nær ómögu- legt að draga hann.“ Rignir 2-4 sinnum á ári Einar segir að túnfiskveiðarnar hafí verið sérstaklega skemmtileg lífsreynsla. Veðrið sé afar þægilegt á þessum slóðum og kveðst hann einatt hafa séð fyrir hvernig það yrði yfir daginn þegar hann vaknaði á morgnana. „Þarna rignir tvisvar til fjóram sinnum á ári. Þá er hann á norðan; annars alltaf ferskur sunnanvindur frá pólnum og ósköp þægilegt þótt hitinn sé 35 stig.“ Eftir einn hinna fátíðu norðan- vinda fór Einar út við annan mann og fengu þeir leyfí til að nota skipa- höfnina þar sem aldan var svo mik- il. Það var eins og við manninn mælt, þeir hittu á torfu og fengu 72 fiska á hringnum, en þá var báturinn svo hlaðinn að sjór gekk inn. Þótti þetta þrekvirki hið mesta, enda voru þeir einir úti. Fóru af því miklar sögur. „Þetta atvik varð til þess að blaðamaður og ljósmyndari fóru með mér út skömmu síðar. Þá feng- um við einungis tvo fiska. Það var aðeins undiralda og þeir urðu svo sjóveikir að þeir gátu enga mynd tekið. Þegar nær dró landi datt fé- laga mínum hins vegar það snjall- ræði í hug að setja annan fiskinn út og setja krókinn á hann. Myndin varð ágæt og birtist í blaðinu en því miður er ég búinn að tapa henni.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.