Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HUNDRAÐ
áítUttUK
Hermann Gunnarsson hefur sópað að sér
flestum sjónvarpsáhorfendum og í næstu
viku verður hundraðasti þáttur hans sýndur.
Þegar Kristín Marja Baldursdóttir
heimsótti hann, sagði hann frá lífí sínu heima
og í vinnu, og þáttum sem hann
mun stjóma fyrir BBC.
Morgunblaðið/Kristinn
HEMMI GUNN Lífið hefur verið keppni hjá mér og ég bý mér hana til ef hún er ekki fyrir hendi.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
STJÖRNURNAR Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ólafur Árni Bjarnason
fóru upp á háa C-ið fýrir unga fiðluleikara sem mændu í aðdáun
á þaulvana sviðsmenn.
FÁIR sjónvarpsmenn
hafa öðlast eins miklar
vinsældir hjá þjóðinni og
Hermann Gunnarsson
og nú hefur þáttur hans
verið á dagskrá í átta
ár. Það hefur ekki farið
fram hjá BBC, sem hef-
ur boðið honum að ger-
ast stjómandi að skákþætti sem á
að gera á íslandi. Á dögunum var
fylgst með upptöku 99. þáttar
Hemma og spennunni sem ríkir að
tjaldabaki meðal starfsfólks og lista-
manna sem koma fram, og þaðan
barst leikurinn heim til Hemma. Þar
var hlutverkum snúið við og hann
látinn tjá sig og sitja fyrir svörum.
Þótt Hemmi sé fyrir löngu orðinn
almenningseign, eins og einhver
sagði, þekkja hann fáir enda kynnt-
ist hann fyrst sjálfum sér fyrir tólf
árum.
Hemmi Gunn býr einn á efstu hæð
í húsi í vesturbænum með útsýni
yfir borgina og sjóinn. Bjart er yfir
honum og heimili hans og sérstaka
athygli mína vekja blómin hans sem
eru bæði ræktarleg og falleg. í sófa-
settið hans blómamynstrað setjumst
við og ekki er laust við að ofurlítil
meinfýsni fyigi fyrstu spumingunni.
- Nú hafa sex þúsund manns
komið fram í þættinum þínum og
stór hluti þess fólks setið fyrir svör-
um í sófanum hjá þér. Hvernig er
nú að vera sjálfur í því hlutverki?
„Mjög óþægilegt," segir hann,
þótt honum virðist nú ekki líða neitt
voðalega illa.
Hermann hinn feimni
„Ég er í eðli mínu feiminn og einn
mesti einfari sem sögur fara af ef
Ómar Ragnarsson er undanskilinn.
Mér gengur þó ágætlega að ná sam-
bandi við fólk, en til dæmis þegar
hitt kynið er annars vegar eða þegar
ég er í nýju umhverfi verð ég óörugg-
ur og feiminn. í gamla daga notaði
ég sömu aðferð og ýmsir aðrir, var
með hroka og sýndarmennsku, en
það gengur ekki lengur. Ég finn þó
ekki fyrir feimni þegar ég er á sviði
eða f sjónvarpi, það er bara vinna.
Og með tímanum hef ég gert grein-
armun á þessu tvennu. Þegar ég kem
hingað heim er ég heima hjá mér
og það er undantekning ef ég er
truflaður.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
hringir síminn látlaust og símsvarinn
hefur ekki undan. „Það eru oft
krakkar að hringja, sem fmnst þeir
eiga að vera í þættinum! Það er
mjög gott. Það hefur líka aukist að
fólk hringi eftir þætti ef það er
ánægt,“ segir hann.
- Ertu einn af þeim sem er líf-
legri í vinnu en heima?
„Ég held ég sé bara öðruvísi per-
sónuleiki þegar ég er heima hjá
mér. Mér leiðist sjaldan, en ég bý
einn og hef gert lengi, og auðvitað
sakna ég þess oft að vera ekki með
fjölskyldu.
En ég hugsa öðruvísi þegar ég
er hér heima. í mér búa víst tveir
strákar, þessi Hemmi og einhver
Hermann, eða svo segja vinir mínir.
Aðalatriðið fyrir mig er að fá þessa
tvo til að vingast, vera góðir félag-
ar.“
- Hver er þá þessi Hermann?
„Hermann er feiminn, þessi lok-
aða manngerð," segir Hemmi, eins
og hann sé að tala um einhvern
ágætis náunga úti í bæ.
„Hann er atltaf að uppgötva eitt-
hvað skemmtilegt og eins og ung-
lingarnir segja, pælir meira í ýmsum
hlutum eins og náttúrufegurð og
öðru. Honum líður vel einum og fer
oft upp í Heiðmörk eða í sumarbú-
stað þar sem hann fínnur smæð sína
innan um fjöllin og fuglana.
Hann er kannski hræddur við allt
og varkár, en þegar þessum áhrifa-
gjarna Hemma hefur verið ýtt út í
alls konar verkefni sem Hermann
treystir sér alls ekki í, dröslast hann
alltaf með.“
Hann segir að líf sitt hafi ein-
kennst af togstreitu, þótt hún hafi
oft og tíðum verið skemmtileg. „Ég
setti mér það markmið sjö ára gam-
all að verða lögfræðingur, en lenti
svo í ólgusjó íþróttanna. Þegar ég
hafði lokið námi í Verslunarskólan-
um ætlaði ég í framhaldsnám, en
tók svo íþróttirnar fram yfir það.
Ef til vill hafði föðurbróðir minn
áhrif á mig, hann var ógiftur lengi
vel, var léttur í lund og hló skemmti-
lega. Mér fannst það eftirsóknarvert
að vera þannig.
í íþróttunum stefndi ég á að kom-
ast í landsliðið og í atvinnumennsku,
en þegar því marki var náð hélt ég
eitthvert allt annað.
Ég hef aldrei sótt um vinnu, en
verið ýtt út í svo margt, eins og til
dæmis að skrifa barnabækur, troða
upp með Sumargleðinni og syngja,
ég er búinn að syngja inn á þrettán
plötur nánast laglaus maðurinn, og
mér var ýtt út í blaðamennsku,
þáttastjórn í útvarpi og sjónvarpi,
og fararstjórn og margt fleira.
Það var ekki fyrr en síðar sem
ég áttaði mig á því að ég hafði
kannski reynt meira en margur ann-
ar. Ég er þakklátur fyrir það að vissu
leyti, en þetta gaf mér ákaflega lít-
ið. Þegar ég hafði náð einhverju
takmarki tók við tóm og það var
dálítið sárt að uppgötva það. Þá fann
ég að hamingja er ekki fólgin í ein-
hveiju takmarki heldur í því að líða
vel með sjálfum sér.
Á seinni árum hefur Hemmi því
verið á námskeiði hjá Hermanni í
þessum fræðum. Nú hef ég það
nokkurn veginn á hreinu hvað það
er sem gefur lífinu gildi og þarf
aðeins kjark til að framkvæma það.“
Og hundarnir urruðu
í næstu viku verður hundraðasti
þátturinn „Á tali hjá Hemma Gunn“
sýndur, og er það einsdæmi í sögu
sjónvarpsins að skemmtiþáttur
gangi svo lengi. „Hann hefur nú
verið á dagskrá í átta ár en mér
finnst ég hafa verið að byija í gær,“
segir Hemmi. „Þótt þátturinn hafi
haft um 50 til 70% áhorf þýðir það
ekki endilega að ég sé svona góður,
heldur sýnir það að við höfum náð
til fólksins með einhverjum hætti.
Ég ætlaði ekki í sjónvarp, hafði
verið hjá útvarpinu og fannst það
skemmtilegur miðill. En þegar ég
var fararstjóri á Spáni árið 1987
hafði Hrafn Gunnlaugsson, sem þá
var dagskrárstjóri, samband við mig
og sagðist treysta mér til að vera
með skemmtiþátt eða viðtalsþátt.
Ég get þetta ekki, svaraði þá
Hermann, en eftir fortölur Hemma
sem lítur á allt sem áskorun, lét
hann tilleiðast.“
Enginn sagði Hemma hvernig
hann ætti að gera slíka þætti enda
ekki siður fólks í fjölmiðlaheiminum
að segja nýliðum til, en hann segir
að það hafi bæði verið kostur og
ókostur.
„Ég rúllaði af stað þarna um
haustið og vissi í raun ekkert hvað
ég var kominn út í. Ég vissi að ég
var með ágæta stráka í hljómsveit-
inni, ágætan stjórnanda þar sem
Björn Emilsson var og við vissum
að við mundum rekast á alla veggi,
sem við og gerðum. En mér var strax
vel tekið þarna uppi í sjónvarpi og
þetta ágæta samstarfsfólk mitt hef-
ur staðið með mér í blíðu og stríðu.
Annar þátturinn hjá okkur fór svo
gjörsamlega úr böndum að það
misstu allir tímaskyn og nánast öll
atriði misheppnuðust. Skyrát Versl-
unarskólanema sem átti að standa
yfir í eina mínútu stóð yfír í níu
mínútur, hundar sem áttu að labba
um og leika listir sínar, geltu og
urruðu á mig, allt fór úr böndunum
sem sagt, en það besta var að þá
komu umsagnir í Morgunblaðið og
DV þess efnis að þetta hefði verið
svo ljómandi þáttur."
Hemmi hefur þó eins og flestir
fengið gagnrýni og hann segir að
yfírleitt hafi hún ekki verið málefna-
leg, heldur snúist um persónu hans.
„Ég get ekki ætlast til að öllum
líki við þennan þátt, hins vegar hef
ég tekið mest mark á þeim þúsund-
um landsmanna sem hafa haft sam-
band við mig á þessum átta árum
og gefið mér beint samband við þjóð-
ina.
En umræðan hefur sem sagt helst
snúist um föt mín og hárgreiðslu,
eða hversu ofboðslega þreyttur ég
er, en það er enginn sem bendir á
hvernig svona þáttur eigi að vera
eða hvernig ég geti bætt hann. Ég
er ekki reiður út í þessa gagnrýnend-
ur en mér finnst það þó dapurlegt
þegar vegið er að mér í skjóli nafn-
leyndar.