Morgunblaðið - 05.03.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.03.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/5/ot, vírusar og bóluefni? Rafsviðssköpun SÚ DEILA hefur staðið yfir nokkurn tíma í vísindaheiminum hvort að lif- andi verur séu eingöngu efnafræði- vélar, en sú kenning, sem byggð er á fræðum Newtons, getur ekki skýrt líf sem fyrirbæri, eða fyrst og fremst rafsegulsviðseiningar, sem raða efn- inu saman eins og við sjáum það og getur um leið fært okkur nær sann- leikanum um fyrirbærið líf. VIÐ Max Planck-rannsóknar- stofnunina í lífeðlisfræði í Berl- ín er nú verið að gera merkilegar tilraunir í því skyni að virkja upp- götvun vísindamannsins Dr. Bars- amian á sviði raf- sviðs lifandi vera. Samhliða tilraunir fara fram í Ástral- íu. Dr. Barsamian hefur sett saman tæki sem getur mælt orkusvið lif- andi fruma og t.d. sagt fyrir um væntanlega sjúkdóma, hvort heldur sem er í plöntum, dýrum eða fólki, vegna frávika sem koma í ljós löngu á undan í rafsegulsviði frumanna. Tækið nefnir hann DDA eða Di- electric Diagnostic Analyser (ekki- leiðandi sjúkdómsgreiningarmælir). Ekki-leiðari þýðir að frumur leiða ekki rafstraum en er samt stjórnað af rafsegulsviðum (EMF). Hugmynd- in er að gera tækið hagkvæmt fyrir notkun í sjúkrahúsum fýrst í stað. Þannig geta skynjarar fylgst með hverjum sjúklingi og sent upplýs- ingamar til miðstöðvar, þar sem unnt er að fylgjast með mörgum sjúkling- um í einu og fá stöðugar upplýsingar um sjúkdómsgreiningu, ástand og h'ugsanlega fleiri ný sjúkdómsein- kenni á nokkurra mínútna fresti. Meginuppistaða tækisins er tölvu- forrit og tæki sem geta fylgst með rafsegulbreytingum í ytri húð (cyptoplasm) lifandi fruma. Raf- skynjurum er komið fyrir á plöntu, dýri eða manni. Þeir þurfa ekki að vera tengdir með rafsnúrum við tölv- una, þannig að t.d. er unnt að fylgj- ast með breytingum á kornakri, eða annars staðar sem sjúkdómar geta heijað á lifandi verur og t.d. eyði- lagt uppskeru. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 1995 íEfriþingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefst kl 14-00. Dagskrd: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tilliigur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða aíhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæd frá og meb 9■■ mars kl. 14:00. Dagana 10. og 13. til 15. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. Eftir Einar Þorstein Á bak við þetta tæki er fyrir hendi vísindakenning, sem Dr. Barsamian tókst að færa sönnur á með snjöllum hætti. Hún gengur út á það að svið gerð úr rafsegul- krafti af mjög lágri tíðni stjórni vexti og þroska allra lifandi vera. Þau eru eins konar umlykjandi leið- arvísir um hveija einingu lifandi efnis og án þessa sviðs er efni og þar með öll efnafræði ekki til! Með öðrum orðum: Allt efni hefur lág- tíðni-rafsegulhjúp sem „safnar og heldur efninu saman“. Kenningarnar um sviðin ósýni- legu, voru fyrst settar fram af Jan Christiaan Smuts, sem eitt sinn var forsætisráðherra Suður-Afríku (1870-1950). En þær byggjast þó á aldagömlum kenningum allt aftur til Grikklands og Egyptalands hins forna. Breski lífefnafræðingurinn Rupert Sheldrake hefur á síðustu árum tekið þessa kenningu upp á ný og bætt við hana. En það að hver lifandi fruma hefur um sig raf- segulhjúp uppgötvaði rússneski vís- indamaðurinn Deveyatkov fyrir um 40 árum. Meira um þetta efni var rannsakað af Harold Saxon Burr, hinum virðulega taugalíffræðingi frá háskólanum í Yale um miðja öldina. Hann fann svokölluð L-svið eða líf- svið umhverfis ýmis dýr og plöntur. Þannig gat hann mælt formin á ósýnilegu sviði í kringum sala- möndruegg og fræ með rót, sem höfðu lögun fullvaxinna einstaklinga og kollvarpaði þar með gömlum kenningum um lífvöxt tegundarein- kenna. Sviðið skilgreinir Dr. Barsamian þannig: Það er lágorkusvið, lifandi, tekur á móti og sendir út, er í sam- bandi við öll orkusvið sem eru til í alheiminum. Það er ábyrgt fyrir til- vist efnisins og vexti og þróun í lif- andi lífefni. Það eru truflanir á svið- inu sem orsaka sjúkdóma. Sviðs- áhrif frá utanaðkomandi sjúkdóms- valdi getur orsakað sjúkdóm i lifandi verum, ef svið hennar sjálfrar er truflað annars ekki. „Við drögum það til okkar sem samsvarar okkar kerfi.“ Frumur eru því mjög viðkvæmar fyrir mjög margvíslegum rafsegul- sviðum annað hvort gerðum af manna höndum, eins og örbylgjum, eða rafsegulsviði í kringum há- spennulínur, spennustöðvar, radar, sjónvarp o.s.frv. eða náttúrulegum t.d. frá nálægum truflunum í lífræn- um verum, vegna fæðuskorts, lífk- eðjutruflana (umhverfismengunar), útfjólublárra geisla, eiturlyfja, stöð- ugrar andlegrar spennu, bælingar sköpunarþarfarinnar, jarðárutruflana og litningaþátta. Slík áhrif hafa í för með sér lífsviðs- (rafsegulsviðs-) truflanir, frumuskaða, svo og ónæm- iskerfisbælingu. Ætli þurfi ekki að skrifa sögu læknavísindanna upp á nýtt? ____________________ SÚNNUDAGUR 5. MÍÁRZ 1995 B 7 Þetta er mitt líf Námskeið fyrir konur sem vilja losna frá því að stjórnast af öðrum, svo sem maka, börnum, skyldmennum, vinum og starfs- félögum. Næsta námskeið 9. mars kl. 20, Síðumúla 33, 2. hæð. Tekið er við pöntunum á námskeið sem haldin verða síðar svo og í einkaviðtöl og hópa. Upplýsingar og skráning hjá Ástu Kristrúnu Ólafsdóttur, ráðgjafa CCDP, síma 814004 og 17789 á kvöidin. Starfsmaður í bókun Greenland Tourism Incomming skipuleggur ferðalög, bæði lengri ferðir f. hópa og dagsferðir. Verksvið bókunarstarfsmanns er í megindráttum dagleg stjórnun á úthlutun hópferða og sér hann m.a. um tengsl milli danskra og annarra erlendra viðskiptamanna. Við væntum þess að þú hafir: * Reynslu af samskiptum við viðskiptamenn. * Menntun í ferðamennsku eða sambærilega menntun og þekkingu á bókunarstarfi. * Góða kunnáttu í ensku og dönsku, bæði munnlega og skriflega. * Góða samstarfshæfileika. Umsækjandi þarf að geta aðlagað sig sveigjanlegum vinnutima. Ráðning og laun eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur: Framleiðslustjóri Peter Gunnarson Rasmussen. Greenland Tourísm a/s Postbox 1552 • DK-3900 Nuuk • Greenland Phone: +299 22888 • Fax: +299 22877

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.