Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 19

Morgunblaðið - 05.03.1995, Side 19
18 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljósm./Baldur Sveinsson SÍÐASTA F-4E vélin bíður eftir flugtaksleyfi og F-15C fer á loft á meðan. 25. nóv. 1985. Saga 57. f lugsveilarinnar f rá Keflavík F-89D vélarnar sem hingað komu 1955 og 1956 urðu alls a.m.k. 26. Þær stóðu sig þokkalega. Sökum þess að hreyflunum var komið fyrir undir búk vélanna, áttu menn alla tíð í vandræðum með að halda akst- urssvæðum og flugbrautum nægi- lega hreinum svo ekki færi grjót í hreyflana, því hreyflamir virkuðu eins og ryksugur. Ennfremur stríddu menn í upphafi við tæringarvanda, en viðhaldsdeildir náðu tökum á því. Hinsvegar er ljóst af myndum frá þessum tíma að hið ytra útlit, við- hald á málningu og þess háttar var mun lakara þá en síðar. Oft mátti sjá flagnaða málningu og merki, sem ekki sást hin síðari ár á öðrum gerð- um flugvéla. Flugvélarnar urðu líka að standa úti að nokkrum hluta vegna skorts á flugskýlum. Allmargar F-89D vélanna enduðu daga sína á æfíngasvæði slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli árið 1962 þegar skipt var yfir í mun öflugri flugvélategund eða Convair F-102A Delta Dagger. Á árinu 1962 var ljóst að F-89D vélarnar höfðu runnið sitt æviskeið til enda. Viðhald var orðið mikið og erfitt, vélunum fækkaði um að meðaltali eina á mánuði vegna ástands og ekki um annað að ræða en skipta um vélar. (Sjá Líftími flugvéla.) F-102A var hraðfleygari, búin mun öflugri ratsjá og innbyggðum tölvubúnaði er sá um útreikninga á árásarferli. Þá bar hún sjálfstýrðar eldflaugar sem og óstýrðar. Ekki var hún þó búin byssum. Það var ekki fyrr en þegar bandaríski flugherinn þurfti að berjast í lofti yfír Viet Nam með flugvélar á borð við F-4 Phan- tom sem ekki var búin byssum. að menn sáu að sér og breyttu um fyrir- komulag. Síðan eru allar orrustu- flugvélar bandaríska hersins búnar a.m.k. einni hraðskeyttri fallbyssu. 5. júlí 1962 koma fyrstu F-102A vélarnar til landsins. Um það leyti fóru Rússar að fljúga niður til Kúbu Flugsveit 57 á Keflavíkurflugvelli hefur nú verið lögð niður, en hún hefur starfað hér á landi frá árinu 1954. Baldur Sveinsson þekk- ir manna best sögu sveitarinnar og segir óvíst hvort hún verði endurvakin. Ljósm./Baldur Sveinsson MCDONNELL Douglas F-4E á flugi yfir Suðurlandi í maí 1979. flugsveitin sem lögð var niður 2. mars sl. á Kefla- | víkurflugvelli var fyrst sett á stofn 15. janúar 1941 á vesturströnd Bandaríkjanna. Hún var búin Bell P-39 Aircobra orrustuflugvélum. Sveitin var flutt til Elmendorf, Alaska, í maí 1942. Á tímabilinu til desember s.á. tóku ell- efu flugmenn frá henni þátt í bardög- um við Japana í Aleutan eyjum. Staðfest er að þessir flugmenn grönduðu þrem japönskum flugvél- um og líklega tveim í viðbót. Sveitin er síðar send til Bartow flugvallar í Flórída þar sem hún var búin P-51 Mustang vélum og annaðist þjálfun flugmanna fyrir þessa gerð. Sveitin var lögð niður 1. maí 1944. Næst var sveitin sett á stofn sem hluti af varaliðinu frá 15.5. 1947 til 27.6.1949 en var aldrei raunverulega sett í gang ef svo má að orði komast. 27. mars 1953 var sveitin endur- vakin á Presque Isle flugvelli í Ma- ine. Hún var búin Northorp F-89C Scorpion fiugvélum og starfaði í varnarkeðju austurstrandarinnar. Flugsveitin stóð stöðuga 24 tíma vakt þar til í október 1954 að hún var send til íslands. Þá var rétt ný- byijað að skipta F-89C vélunum út fyrir nýja gerð af Scorpion, F-89D. Munurinn á þessum gerðum fólst fyrst og fremst í því að C gerðin var eingöngu vopnuð sex fallbyssum í nefinu og var ekki fær um að gera árásir með því að reikna út stöðu óvinavéla fram í tímann og stefna á þann stað („collision course" útreikn- ingar). Þetta var í raun nauðsynlegt fyrir Scorpion vélar þar eð þær voru ekki nógu hraðfleygar til að elta uppi óvinasprengjuþotur ef þær lentu fyrir aftan þær. D gerðin var útbúin samkvæmt nýjustu hugmyndum flughersins um að byssur í orrustu- flugvélum væru úreltar og bar því eingöngu flugskeyti. Þetta voru 104 smáeldflaugar sem komið var fyrir framan á vængendatönkunum rétt framan við eldsneytið! Eins gott að hafa góðar hlífar á milli. Þessar eld- flaugar voru hvorki fjarstýrðar né sjálfstýrðar, heldur flugu beint áfram í þá stefnu sem flugvélin hélt þegar hleypt var af. Flugvélin virkaði því raunar eins og risastór fallbyssa með 104 stórum kúlum! Sveitin heldur til íslands frá Presque Isle í október og nóvember 1954. Flugvélunum var flogið í tveim hópum. Fyrri hópurinn lagði af stað 20. október en síðari hópurinn lagði af stað 10. nóvember en varð veður- tepptur í tíu daga í Narsarssuak. Flug- sveitin setti upp viðbragðsvakt um leið og hún kom, þó sérstakt við- bragðsskýli (Alert Hangar) væri ekki tekið í notkun fyrr en í mars 1956. í janúar 1955 réð flugsveitin yfir fímmtán F-89C, tveim Lockheed T- 33A æfingaþotum og einni North American TB-25K Mitchell vél. B-25 vélin var gömul sprengjuflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni, breytt til að geta borið nokkra farþega og notuð til að skjótast á milli staða. Þetta var algengt í flugsveitum þess tíma. Einn- ig átti flugsveitin þijár F-89C vélar sem enn biðu færis í Maine auk tveggja sem voru í skoðun á Hill flug- stöðinni í Utah. Þrátt fyrir að sveitin hefði þannig aðeins 20 af 25 vélum sem var fullur styrkur, flaug sveitin í júní 1955 flesta tíma af öllum 22 sveitum flughersins sem búnar voru F-89 vélum. qg lá leið þeirra um loftvarnarsvæði Islands. Fljótlega varð þessi straum- ur Rússa stöðugur og vaxandi. Þann- ig varð það að 57. sveitin varð fræg víða um heim fyrir myndir af F-102A við hliðina á rússneskum „Björnum". Þetta var gott tækifæri bæði fyrir bandaríska flugherinn að skoða rúss- neskar sprengju- og könnunarflug- vélar og ekki síður fyrir Rússa að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna. Ekki fer sögum af því hvort einhveij- ar rússneskar vélar komust óséðar í gegnum kvörnina en 57. sveitin bjó sér til mottó á þessum tíma sem hljóðaði svona: „Ef við náðum þeim ekki, komu þeir ekki“. Á þeim ellefu árum sem F-102A vélarnar voru staðsettar hér tóku þær á móti u.þ.b. 1.200 rússneskum flugvélum, aðal- lega ýmsum útgáfum af gerðinni Tupolev TU-95 Bear. Sérstaklega var mikið um að vera í tvær vikur kring- um hundruðustu ártíð Leníns árið 1970. Á þessum tveim vikum var sveitin svo til stöðugt á flugi og flaug á móti 100 vélum! Það var algert met sem sveitin fékk sérstaka viður- kenningu fyrir. Arið 1970 vann sveitin til svo- nefnds Hughes bikars sem besta orrustuflugsveit bandaríska flughersins. Um þennan bikar er hörð samkeppni og aðeins ein sveit fær hann á hveiju ári. Þennan bikar fékk sveitin einnig árið 1976 með F-4C Phantom vélum og í þriðja skiptið árið 1987 með F-15 Eagle vélum. Þetta er einstakt afrek. Árið 1973 var komið að endumýj- un flugvélakostsins og urðu nú fyrir valinu McDonnell F-4C Phantom þotur. Hér var um að ræða mikla framför. F-102A vélarnar voru ein- ungis búnar einum hreyfli. Um borð var aðeins einn flugmaður, sem varð að sjá um ratsjána jafnframt því að fljúga vélinni og hafði því nóg að gera. Phantom vél ber tvo menn, flugmann og ratsjármann. Þá er hún tveggja hreyfla sem jók mjög öryggi í flugi yfír hijóstrugu landi og úfnu hafí. Þessar vélar þjónuðu hér með mikilli prýði þar til 1978 að ákveðið var að flytja hingað end- urbætta gerð Phantom véla. F-4E vélarnar sem komu vorið 1978 voru nú loks búnar innbyggðri fallbyssu undir nefinu sem breytti útliti þeirra verulega. Nefið varð lengra og mjórra og vélin rennilegri fyrir vikið. Ennfremur voru í þeim F-4E vélum sem hingað komu mun fullkomnari flugleiðsögutæki en í eldri gerðinni og raunar í öðrum F-4E vélum á þeim tíma. Árið 1982 fór flugsveitin eins og raunar oftar til þátttöku í svonefndri „William Tell“ keppni á Tyndall flugvelli á Flórída. Keppni þessi er milli flugsveita flug- hersins og er skipt í riðla eftir teg- undum. Þetta ár vann 57. sveitin F-4 riðilinn. Flug til móts við rússnesku TU-95 „Bear“vélarnar hélt áfram jafnt og þétt allan þennan tíma og voru eng- ir flugmenn jafn vanir að mynda „Björninn" frá öllum hliðum. Árið 1985 þykir ástæða til að skipta aftur um vélar hjá 57. sveit. Nú eru í fyrsta skipti fengnar hing- að vélar sem eru það nýjasta og fullkomnasta sem flugherinn hefur á að skipa. Flestir flugmenn sem ég talaði við á árinu 1984 töldu að hingað yrðu sendar F-15A vélar eða fyrsta gerð F-15 véla, en fljótlega kom í ljós að þetta yrði F-15C gerð- in, sú nýjasta og besta. Sjálfsagt má spyija hvað það var í heims- ástandinu árið 1984 og 85 sem or- sakaði þetta. F-15C vélarnar hafa staðið sig með stakri prýði hér og haldið uppi merkjum „Svörtu riddaranna“ með sóma. Það er að vísu ljóst að flugvél- arnar fljúga ekki sjálfar. Árangur sveitarinnar ræðst af hinu nána sam- spili allra meðlima hennar og raunar styrktarsveitanna einnig. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 19 Ljósm./Baldur Sveinsson NORTHROP F-89C Scorpion á flugi yfir íslandi 1955 eða 56. Ljósm. 57. flugsveitin. ----— Ljósm./Baldur Sveinsson MCDONNELL Douglas F-4C í lendingu 1978. Ljósm./Baldur Sveins- Lockheed T-33A árið 1977. Ljósm./Baldur Sveinsson F-15C vélar við hlíðar Snæfellsjökuls í maí 1986. l^jósm./Ragnar J. Ragnarsson CONVAIR F-102A Delta Dagger í Keflavík 1972. Rússarnir héldu áfram að koma þangað til í september 1991 að þessu flugi lauk. Þá hafði 57. sveitin flogið á móti meira en 3.000 rússneskum flugvélum frá árinu 1962 eða a.m.k. þreföldum fjölda á við allar aðrar sveitir flughersins til samans! Með þessu segja sumir að hlut- verki 57. sveitar hafi lokið. En varn- arsamningurinn er enn við lýði og loftvarnir skulu tryggðar. Sveitin breytti því um aðferðir við æfingar og tók upp æfingar hins nýja skipu- lags viðbragðssveita. Á árunum 1992-1994 voru hópar véla sendir víða um heim til að æfa áhafnir við breytilegar aðstæður og einnig komu sveitir norskra F-16 véla og breskra Tornado véla til Keflavíkur til æf- inga. I október og nóvember 1991 sendi sveitin hóp véla til Tyndall flugvallar í Flórída til æfinga. Meðan á þeim stóð var sveitinni skipað í svonefnda „Long Arrow“ keppni milli orrustu- flugvéla. Þessi keppni gefur þáttak- endum ekki tækifæri til að undirbúa sig sérstaklega fyrir hana, gagn: stætt t.d. William Tell keppninni. í þessari keppni voru meða annarra sveitir sem tekið höfðu þátt í Persa- flóastríðinu og voru því vel undirbún- ar. Ekki er að orðlengja að 57. sveit- in vann þessa keppni. 2. mars 1995 var sveitin lögð nið- ur á Keflavíkurflugvelli. Nákvæmari saga hennar verður að bíða betri tíma og meira rýmis. Ekki er hægt að segja fyrir nú hvort 57. sveitin verð- ur endurvakin og þá hvar, en „Svörtu riddararnir" eru stignir af baki að sinni. Höfundur er flugáhugamaður Óhöpp o g slys 57. sveitin varð fyrir nokkr- um skakkaföllum með F-89 Scorpion vélarnar og fórust nokkrar þeirra, auk óhappa eins og þegar þjól fara upp á braut, lyól fara ekki niður fyrir lendingu og lent á elds- neytistönkunum, hreyfill sprakk á flugi yfir Vatnajökli og flugmaðurinn náði að lenda o.fl smáræði. F-102A vélarnar voru nokkru öruggari. Á ellefu árum fórust þtjár vélar, þar af ein sem fórst yfir Suður- landi. Þar tókst flugmannin- um að skjóta sér út í fallhlíf. T-33A vélarnar hafa verið mjög öruggar, og ekki orðið banaslys á þeim. Athyglisverð- asta óhappið varð í nóvember 1968 þegar skipta átti út vél- um af árgerð 1953 fyrir ár- gerð 1956. Þá eyðilögðust all- ar þijár vélarnar í lendingu á flugvellinum í Syðra-Straums- firði í slæmu veðri. Frá 1973 hefur aðeins orðið eitt flugslys þar sem áhöfn hefur farist. Það var í janúar 1986 þegar F-15C vélin 80-037 fórst sunnan við Iand. Þetta öryggi við aðstæður eins og hér, þykir frábært og ber þess vott hversu reyndir flugmenn hafa verið þjá 57. flugsveit. í haust birtust upplýsingar um það í blaði flughersins, að 57. sveitin hefði að meðaltali reyndustu F-15 flugmenn i öllum flughernum. 27. janúar 1974 lenti ein F-4C vél (63-7575) á eldsneyt- istönkunum eftir að hjólin fóru ekki niður. Vélin skemmdist ekki meir en svo að gert var við hana hér á landi og tók það rétt rúman mánuð. Árið 1980 varð ein F-4E vél (66-304) fyrir því að vængend- ar hennar iögðust upp í flug- taki, en F-4 var upprunalega hönnuð fyrir flugmóðurskip og þvi hægt að stytta vænghaf hennar á þennan hátt. Ekki á að vera hægt að fþ’úga F-4 með vængina lagða upp, en flugmaðurinn hélt ró sinni og með réttum viðbrögðum hafði hann af að sleppa aukaelds- neytisgeymum og lenda síðan vélinni á mun meiri hraða en venjulega. Líftími flugvéla F-89C vélar 57. sveitar voru samkvæmt því sem næst verð- ur komist af árgerð 1951 (þær voru pantaðar á fjárhagsárinu 1951). Þær voru því orðnar fjögurra ára gamlar þegar þeim var flogið til baka til Bandarikjanna árið 1956 og voru þá taldar „gamlar og úreltar“ samkvæmt bókum sveitarinnar frá þeim tima. F-89D vélarnar sem hér voru, komu flestar á árinu 1956 og voru allar af árgerð 1954. Þær voru því nýjar þeg- ar þær komu til 57. sveitar. Líftími þeirra hér var þvi um sex ár. Allar aðrar gerðir, sem sveitin hefur síðan haft á að skipa, voru notaðar þegar þær komu hingað og því mun eldri. F-102 vélamar voru af ár- gerð 1956 og voru hér í ellefu ár frá 1962-1973. Þá var þeim að vísu flestum lagt í eyðimörk Arizona. Sumum var að vísu síðar breytt í fjarstýrð fljúg- andi skotmörk til æfinga þannig að orrustuflugmenn hefðu raunveruleg skotmörk til að reyna að granda. F-4C vélarnar voru allar af árgerð 1963 og höfðu allar verið notaðar í Viet Nam er þær komu hingað 1973. Þær fóru allar í notkun hjá öðrum sveitum eftir að þær fóru 1978. Margar þeirra voru í notkun a.m.k. til 1987. F-4E vélamar vom af ár- gerðum 1966 og 1967. Þær fóra allar héðan i góðu ásig- komulagi 1985 og voru flestar seldar til Tyrklands árið 1987. F-15C og D vélarnar hér hafa verið af árgerðunum 1979, 1980 og 1981. Þær fara allar héðan í góðu lagi eftir 9-10 ára dvöl. Þær fara í fulla notkun lyá öðrum sveitum. T-33A vélar hafa verið hér af ýmsum árgerðum allt frá 1954, en síðustu þijár vélarn- ar voru af árgerð 1957 og 8. Þær vora hér frá 1969-1985 og fóru þá í áframhaldandi notkun i Bandarikjunum. Af þessu sést að ending flugvéla hefur aukist veru- lega' með fullkomnari vélum. Einnig eru flugvélar mun dýr- ari nú en áður og því nauðsyn- legt að nýta Qárfestinguna lengur. Ekki síður hefur þró- unin í gerð orrastuflugvéla ekki verið eins hröð og áður. í siðari heimsstyrjöldinni komu fram nýjar gerðir t.d. af bresku Spitfire vélunum oft á hveiju ári, og ársgamlar vélar urðu nánast úreltar. Miklar framfarir liafa eimiig orðið í viðhaldi og þjálfun þeirra sem um það sjá og nákvæmar haldið utan um ástand allra hluta vélarinnar. V araflugvellir Orrustuvélarnar á Kefla- víkurflugvelli hafa _ aldrei haft neinn varavöll á Islandi, lieldur í Skotlandi og í Nor- egi! Þetta er skv. öryggiskr- öfum handaríska flughersins, en Ijóst er að a.m.k. ein F-89D liefur lent í Reykjavík og F-4C, F-4E og F15 geta lent í Reykjavík i neyð. Hér lenti t.d. F-lllF vél í neyð þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist skyndilega sumarið 1991.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.