Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 68. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ESB fordæmir inn- rás Tyrkja í N-írak Ankara, Bagdad, Genf. Reuter. E VRÓPU S AMBANDIÐ (ESB) gagnrýndi í gær innrás tyrkneska hersins í írak og sagði hana ganga í berhögg við þjóðarétt. Tyrknesku innrásarsveitirnar hafa drepið um 200 kúrdíska skæruliða, að sögn varnarmálaráðherra Tyrklands, og talið er að átta tyrkneskir hermenn hafi fallið. Tyrkneskar herþotur gerðu í gær árásir á vígi Kúrda á svæðinu og hermenn höfðu náð um 40 km breiðu svæði við landamærin. Tyrkneskir embættismenn sögðu þetta viðamestu hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum til þessa. „Markmiðið er að valda eins mikilli eyðileggingu og mögulegt er,“ sagði tyrkneskur embættismaður. Rússar styðja Tyrki Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands og formaður ráðherra- ráðs ESB, sagði að hernaðaraðgerð- irnar væru brot á rétti íraks sem sjálfstæðs ríkis. Talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins lét hins Tyrkir segjast hafa feilt 200 kúr- díska skæruliða vegar í ljós stuðning við Tyrki og sagði aðgerðirnar innanríkismál þeirra og Iraka. Fjölmiðlar í írak hafa ekki skýrt frá innrás tyrknesku hersveitanna og stjórn Saddams Husseins hefur ekki tjáð sig um hana opinberlega. Hún hefur hingað til fordæmt slíkar árásir Tyrkja yfir landamærin. Borgurum hlíft? Allt að 35.000 hermenn voru á „griðasvæði" íraskra Kúrda sem nýtur verndar Vesturlanda. Sjónar- vottar sögðu að F-16 herþotur hefðu gert árásir á stöðvar Verkamanna- flokks Kúrdistans (PKK), sem berst fyrir sjálfstæðu, kúrdísku ríki í suð- austurhluta Tyrklands. Flokkurinn hóf vopnaða sjálfstæðisbaráttu árið 1984 og talið er að 15.000 manns hafi beðið bana. Uppreisnin er sögð háfa kostað Tyrki jafnvirði 500 millj- arða króna í fyrra. Ekki var ljóst í gær hversu árang- ursríkar hernaðaraðgerðirnar hafa verið. Heimildarmaður úr röðum Kúrda sagði að Verkamannaflokkur Kúrdistans hefði áður flutt liðsmenn sína frá írak til Tunceli, afskekkts héraðs í austurhluta Tyrklands. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sagði að her- sveitirnar hefðu tekið tyrkneska Kúrda til fanga og flutt þá yfir landamærin til Tyrklands. Stofnunin sagði það „mjög alvarlegt mál“ ef tyrknesku hersveitirnar handtækju óvopnað flóttafólk. Sérfræðingar í málefnum Tyrk- lands létu í ljós efasemdir um að Kúrdarnir 200, sem voru drepnir, hafi allir verið skæruliðar. „Þeir vanda sig ekki alltaf við að gera greinarmun á skæruliðum og flótta- mönnum,“ sagði einn þeirra. Reuter Gasgrímuæfmgar í Tókýó ust. Lögregla leitar enn tilræðis- mannanna og reynir að nýta sér vitnisburð sjónarvotta. Þeir segjast hafa séð grunsamlega menn koma hylkjum með gasinu fyrir í lestarvögnum neðanjarð- arbrautanna og á stöðvunum sjálfum. ■ Hermdarverkogefnavopn/19 LIÐSMAÐUR öryggisfyrir- tækisins SOMA í Japan sýnir farþegum á Tsukyi-járnbrautar- stöðinni í Tókýó hvernig festa beri á sig gasgrímu. Einn far- þegi lét lífið á stöðinni og um 250 veiktust í eiturgastilræðinu sem óþekktir menn stóðu fyrir á mánudagsmorgun, alls fórust átta og um 5.000 manns veikt- Reuter TYRKNESKIR hermenn, sem taka þátt í viðamestu hernaðaraðgerð Tyrkja gegn Kúrdum til þessa, voru vígreifir í gær. Hætta á allsherj- arstríði í Bosníu Sarajevo, París. Reuter. BARDAGAR blossuðu upp milli stjórnarhennanna og Serba í Bosníu í gær, annan daginn í röð, og stjórn- arerindrekar í Sarajevo sögðu átökin forsmekkinn að allsheijarstyijöld, sem þeir telja yfirvofandi. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, kvaðst sannfærður um að til frekari bardaga kæmi í Bosníu og hvatti þjóðir heims til að gera ráðstafanir til að afstýra nýju stríði sem virtist óhjákvæmilegt. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna óttast að múslimar og Serbar séu að búa sig undir allsheijarstríð eftir að vopnahléssamningur þeirra fellur úr gildi í lok apríl. Bardagarnir eru alvarlegustu brot- in á vopnahléssamningnum sem und- irritaður var um áramótin. Stjórnar- herinn gerði stórskotaárásir á umsát- urslið Serba á fjöllum í grennd við Tuzla í norðausturhlutanum og Travnik í miðhlutanum. Serbar svör- uðu þessu með sprengjuárásum á Tuzla, þar sem nítján manns biðu bana og tugir særðust. Mikið mannfall var í bardögunum en fregnir herma að vígstaða stjórn- arhersins hafi lítið breyst. Þrifið fyrir komu Jeltsíns Moskvu. Reuter. MIKLAR fegrunaraðgerðir eiga sér nú stað meðfram járn- brautinni, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, mun nota í næstu viku þegar hann fer í frí í suðurhluta landsins. Hús og önnur mannvirki eru máluð og veggjakrot fjarlægt. Dagblaðið Ízvestía skýrði frá þessu í gær og sagði, að fólk, sem byggi næst járnbrautinni, væri afar ánægt enda myndu orðið fáir hvenær tekið hefði verið til síðast. „Leiðtogarnir ættu að vera meira á ferðinni," hafði blaðið eftir konu nokk- urri. Tiltekt af þessu tagi var al- geng í Sovétríkjunuin áður fyrr í hvert sinn sem von var á hátt- scttum kommúnistaforingja í heimsókn en dæmin eru þó eldri. Það frægasta er af G. Potemkín, sem lét reisa gervi- þorp 1787 meðfram vegum, sem Katrín inikla fór um. Tilgang- urinn var sá, að landsbyggðin virtist blóinlegri en hún var. Rússar styrkja stöðu sína í Kákasus Tbilisi. Reuter. FASTLEGA er búist við því að Rússar muni undirrita samning við Georgíumenn um herstöðvar Rússa í Georgíu í dag, miðvikudag. Verður þetta annar samningurinn sem gerður er til að styrkja hernaðarlega stöðu Rússa í Kákasus eftir að stríð- ið í Tsjetsjníju braust út, hinn fyrsti var gerður við Armena 16. mars sl. Georgískir embættismenn sögð- ust í gær búast við því að undirrituð yrðu samningsdrög þar sem níss- neskum hersveitum er veitt heimild til áframhaldandi veru í Georgíu. Verður undirritunin í tilefni heim- sóknar Pavels Gratsjovs, varnar- málaráðherra Rússlands. Hann sagðist á mánudag hafa rætt mögu- leika á því að koma á fót loftvarnar- kerfi við fulltrúa Georgíu og Arme- níu. Ekki liggur fyrir niðurstaða í því máli. Innanríkisátök í Georgíu verði leidd til lykta Með samningnum verður eytt öll- um vafa um stöðu rússneskra her- sveita sem sátu eftir í Georgíu í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Margir Georgíumenn eru engu að síður ósáttir við veru rússneskra her- manna. Til þess að blíðka þá hafa Rússar tekið afstöðu með þeim gegn upp- reisnarmönnum í Abkhazíu og fleiri héruðum. Sagði upplýsingafulltrúi Edúards Shevardnadze, forseta Ge- orgíu, að bæði Gratsjov og Borís Jeltsín Rússlandsforseti legðu mikla áherslu á að innanríkisátök í Georg- íu yrðu leidd til lykta sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.