Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tillögur um breytingar í yfirstjórn Reykjavíkurborgar
Æðstu embætt-
ismönnum
fækkað um tvo
TILLÖGUR að nýju skipulagi á
yfirstjóm Reykjavíkurborgar var
kynnt á fundi borgarráðs í gær.
Gert er ráð fyrir að fækka næstu
undirmönnum borgarstjóra um
tvo, úr fimm í þijá. Þeir verði
borgarritari, borgarverkfræðingur
og framkvæmdastjóri menningar-
og félagsmála en það er nýtt emb-
ætti, sem stendur til að auglýsa
síðar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu borgarlögmaður og
skrifstofustjóri borgarstjómar,
sem koma næst borgarstjóra nú,
heyra undir borgarritara sam-
kvæmt tillögunum.
Skipuð verði
stjórnkerfisnefnd
I tilefni af skýrslunni um breyt-
ingar á stjómkerfi borgarinnar,
sem Hagvangur hf. gerði, lögðu
borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fram tillögu ásamt bók-
un þess efnis að borgarráð skipi
fimm manna stjómkerfisnefnd,
sem hafi það hlutverk að endur-
skoða samþykktir um stjómkerfi
borgarinnar auk þess að fjalla sér-
staklega um framlagðar tillögur.
í bókuninni segir að allur sá
umbúnaður sem hafí verið um
stjórnsýsluúttekt Stefáns Jóns
Hafstein og hástemmdar yfirlýs-
ingar R-listans um óskilvirkt og
óskýrt stjórnkerfi Reykjavíkur-
borgar, komi nú fram í tillögum
sem þrengi að og dragi úr rekstri
borgarstjórnarembættisins meðal
annars með því að fækka næstu
undirmönnum borgarstjóra úr
fímm í þijá, lengja boðleiðir og
§ölga öðrum embættum. Hvergi
væri hægt að sjá að grunnbreyt-
ingar auki skilvirkni kerfísins.
Þá segir: „í ljós kemur að allur
þessi umbúnaður var aðeins til að
draga úr áhrifum fáeinna emb-
ættismanna en færa öðrum aukin
völd. Stofnað er til nýrra embætta
sem eru skýrð á takmarkaðan
hátt og tengsl nýrra yfírmanna
og undirmanna þeirra víða óljós.
Auk þess eru gerðar breytingar á
stöðu æðstu embættismanna
Reykjavíkurborgar. Borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa
sig reiðubúna til frekari umfjöllun-
ar um þessa tillögu en telja bæði
sjálfsagt og mikilvægt að þeim
verði vísað til stjómkerfísnefndar,
sem borgarstjóri hefur marglýst
yfir að sett verði á laggirnar."
í bókun borgarstjóra segir að
tillögur að nýju skipulagi séu lagð-
ar fram til fyrstu kynningar. Þær
feli í sér talsverðar breytingar á
stjórnskipulagi ráðhússins sem
ástæða væri að ætla að borgar-
ráðsmenn þyrftu að kynna sér.
Sjálfstæðismenn hafí hins vegar
kosið að gera um tillöguna póli-
tískan ágreining og hafi því í raun
lýst yfír að þeir séu ekki til við-
ræðna um tillöguna og þar með
dæmt sig úr leik.
Tillaga minnihluta orðin tóm
Þá segir: „Tillaga þeirra um sér-
staka stjómkerfisnefnd og yfírlýs-
irig um að þeir séu reiðubúnir „til
frekari umfjöllunar um þessa til-
lögu“ er í ljósi þessa orðin tóm og
tæplega hægt að taka alvarlega.
Það kemur því í hlut borgarfulltrúa
Reykjavíkurlistans að takast á við
nauðsynlegar breytingar á skipu-
lagi ráðhússins sem m.a. leiða af
auknum verkefnum Reykjavíkur-
borgar, aukinni skuldasöfnun í tíð
sjálfstæðismanna og breyttum
kröfum og þörfum í nútíma borgar-
samfélagi."
Staða borgarritara
Lagt til að
Helga verði
ráðin
BORGARSTJÓRI leggur til að
Helga Jónsdóttir verði ráðin borg-
arritari. Tólf umsóknir bárust um
starfið. Afgreiðslu var frestað á
fundi borgarráðs í gær.
Auk Helgu
sóttu um starfið,
Birgir Guðmunds-
son, Katrín Atla-
dóttir, Magnús
Brynjólfsson, Sig-
urður Örn Sig-
urðsson, Skúli
Thoroddsen, Sig-
uijón Högnason
og Sveinn Guð-
mundsson. Fjórir umsækjendur
drógu umsóknir sínar til baka.
Helga Jónsdóttir er fædd 22.
mars 1953. Hún hefur síðustu
misseri starfað við Alþjóðabankann
í Washington en starfaði áður í
forsætisráðuneytinu.
Helga
Jónsdóttir
Glerskálinn við Iðnó
Mikill vatnselgur í asahláku í Eyjum
S
I
I
I
I
Engin formleg beiðni
borist um niðurrif
HARALDUR Blöndal formaður
byggingarnefndar Iðnó, segir að
engin formleg beiðni hafí borist frá
borgaryfírvöldum um að glerskál-
inn við Iðnó verði íjarlægður. Ef
til þess kæmi yrði það að gerast
í samkomulagi milli eigenda húss-
ins.
Haraldur sagði að engin ákvörð-
un hefði verið tekin í borgarstjórn
um að íjarlægja glerskálann.
„Glerskálinn var samþykktur at-
hugasemdalaust í borgarráði og
borgarstjórn," sagði hann.
„Hann var einnig samþykktur
af húsafriðunamefnd en það eru
allir sammála um að glerið sem
sett var í skálann sé ekki eins og
það á að vera. Arkitekt hússins
vildi hafa glært gler og húsafriðun-
amefnd hefur einnig óskað eftir
því að það verði glært. Húsafriðun-
arnefndin hefur ekki óskað eftir
að skálinn verði rifinn."
Ekki rifinn
Haraldur sagðist sjálfur vera
hlynntur þvi að skálinn verði ekki
rifínn. Hann réði úrslitum um að
hægt yrði að nýta húsið eins og
upphaflega var ætlað, sem fjölnota
samkomuhús og kaffíhús. „Bygg-
ingamefndin hefur ekki tekið neina
ákvörðun um að rífa skálann,“
sagði hann.
„Það er verið að skoða málið og
engar formlegar óskir hafa borist
frá borgaryfirvöldum til bygging-
amefndarinnar. Menn em ósáttir
við þetta dökka gler, það er vitað.
Það verður að fínna lausn sem all-
ir eru sáttir við.“
Andlát
JÓHANNES
STEFÁNSSON
JÓHANNES Stefáns-
son fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar á Norðfírði
lést á heimili sínu, Ból-
staðarhlíð 45, í Reykja-
vík 20. mars síðastlið-
inn, 82ja ára að aldri.
Jóhannes fæddist 9.
mars 1913 á Nesi í
Norðfirði, sonur hjón-
anna Stefáns Guð-
mundssonar og Sess-
elju Jóhannesdóttur.
Jóhannes var við nám
í Menntaskólanum á
Akureyri en hvarf úr
skóla árið 1932 vegna
veikinda. Hann var verkamaður í
Neskaupstað 1933-38 og bæjar-
skrifari hjá bæjarsjóði Neskaupstað-
ar 1938-45 og framkvæmdastjóri
Pöntunarfélags alþýðu 1947-53.
Jóhannes var framkvæmdastjóri
Samvinnufélags útgerðarmanna og
Olíusamlags útgerðarmanna í Nes-
kaupstað frá 1953-81, er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Jafn-
framt framkvæmdastjóri Sfldar-
vinnslunnar hf. og Nesútgerðar hf.
um tveggja ára skeið. Framkvæmda-
stjóri Söltunarfélagsins Áss
1960-68, bæjarfulltrúi í Neskaup-
stað 1938-74, varaforseti bæjar-
stjómar 1946-58, for-
seti 1958-74 og í
stjóm Sparisjóðs Norð-
fjarðar frá 1940.
Jóhannes var í fram-
boði til Alþingis fyrir
Sósíalistaflokkinn og
Alþýðubandalagið í
Norður-Múlasýslu
1942-59 og formaður
Verkalýðsfélags Norð-
fjarðar og Þróttar um
margra ára skeið. Hann
var í stjóm Sfldar-
vinnslunnar hf. frá
stofnun árið 1957 og
formaður stjómar í 20
ár. Einnig var hann
fréttaritari Ríkisútvarpsins í ein 30
ár.
Jóhannes Stefánsson, Lúðvík Jós-
epsson og Bjarni Þórðarson voru
helstu forystumenn Norðfirðinga um
áratugaskeið. Lúðvík var þingmaður
og ráðherra, Bjami var bæjarstjóri
og Jóhannes veitti atvinnufyrirtækj-
um bæjarins forstöðu. Þeir eru allir
látnir.
Jóhannes kvæntist hinn 29. nóv-
ember 1940 Soffíu Björgúlfsdóttur
sem fæddist í Neskaupstað 10. febr-
úar 1921. Synir þeirra eru Valgarð-
ur, fæddur 23. maí 1942, og Ólafur,
fæddur 6. september 1948.
Vatn flæddi inn í 18 hús
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
GÍFURLEGT vatn er í Heijólfsdal, jafnvel miklu meira en á
blautustu þjóðhátíð, eins og Eyjamaður einn orðaði það í gær.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
MIKIL rigning í fyrrinótt og gær
olli asahláku í Vestmannaeyjum sem
varð til þess að mikill vatnselgur
varð í bænum. Vatn flæddi inn í
18 hús og urðu talsverðar skemmd-
ir. Götur bæjarins vom í gærmorgun
eins og stórfljót og Heijólfsdalur er
eins og stöðuvatn að sjá.
Vatn tók að flæða inn í kjallara
og hús sem standa lágt snemma í
gærmorgun og höfðu starfsmenn
bæjarins í nógu að snúast við að
losa vatn úr húsum og ræsa fram
stíflur sem mynduðust. Ragnar
Baldvinsson, verkstjóri hjá Vest-
mannaeyjabæ, sagði að gengið hefði
þokkalega að ráða við flóðin en þó
hefði talsvert tjón orðið á nokkmm
stöðum. Mest tjón taldi hann hafa
orðið í húsum við Nýjabæjarbraut
og Smáragötu en auk þess hefði
orðið tjón í Félagsheimili Þórs. Hann
sagði að starfsmenn bæjarins hefðu
unnið af krafti við að forða húsum
frá skemmdum í allan gærdag.
Hann sagði að ástæða þessara miklu
flóða í Eyjum væri mikill klaki í
jörð og þegar svona miklar leysing-
ar yrðu við þær aðstæður hefði hol-
ræsakerfi bæjarins engan veginn
undan. Holræsakerfíð hefði verið
svo yfírfullt að lok á holræsabmnn-
um sem em í götum bæjarins hefðu
þeyst upp.
30 tonn flæddu inn í íþróttasal
í félagsheimili Þórs flæddi vatn
inn í íþróttasal og giskuðu starfs-
menn sem unnu við að dæla vatninu
upp á'að um 30 tonn hefðu flætt
inn í salinn. Ekki lá ljóst fyrir hversu
miklar skemmdir hefðu orðið á
íþróttasalnum. Dúkur er á gólfi
hans og var vonast til að hann
myndi ekki skemmast en óttast var
að klæðning á veggjum væri mikið
skemmd.
LJóst er að tjón nemur einhveij-
um milljónum þó enn eigi eftir að
meta hversu mikið það er. í gær-
kvöldi vora starfsmenn bæjarins enn
á fullu við að aðstoða fólk við að
dæla úr kjöllumm og bjóst Ragnar
við að unnið yrði frameftir við þau
störf.
Víða í Eyjum hafa myndast tals-
verðar tjarnir í lautum en mest
vatnsmagn er í Heijólfsdal sem er
nánast á kafí í vatni. Samfellt vatn
er frá rótum Fjósakletts inn í Dal-
botn og víðast er dýpið vel á annan
metra og til dæmis em danspallar
þjóðhátíðar á um metra dýpi og í
gærkvöldi var vatnsborð í Dalnum
enn að hækka.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Flóð á Reykjanesbraut
TALSVERÐUR elgur myndaðist á Reykjanesbraut við Fitjar í
leysingunum í gær og flæddi þar yfir veginn á löngum kafla.
Af þessu urðu þó ekki teljandi tafir á umferð, en nokkrir öku-
menn lentu þó í því að bleyta rafkerfið við að aka of hratt í elginn.
Nokkuð um
vatnsleka í
hlákunni
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík sinnti
í gær á annan tug útkalla vegna
vatnsleka í hlákunni.
Að sögn Ragnars Sólonssonar,
varðstjóra hjá Slökkviliðinu, var þó
ekki eins mikið um vatnsskaða og
reiknað hafði verið, með miðað við
veðurspá og flest tilfellin sem komu
upp í gær voru minniháttar.
Nokkurt tjón varð þó í húsi við
ljarnarstig á Seltjarnarnesi, þar sem
flæddi inn í íbúð með parketgólfí.
Þá flæddi vatn inn í geymslur og
eitt íbúðarherbergi í fjölbýlishúsi við
Hjaltabakka í gærmorgun og olli
nokkru tjóni. Að sögn Ragnars var
tjón minniháttar á öðrum stöðum.