Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 6

Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipasmíðastöðin á ísafirði hefur smíði á alíslenskri skútu Verður leigð ferðamönnum ísafirði. Morgunblaðið UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Skipasmíða- stöðvarinnar hf. á Isafirði og Guðmundar Thoroddsen, mynd- listarmanns á ísafirði, um smíði á 12 metra langri og 3,8 metra breiðri skútu sem ætlað erað þjóna ferðamönnum er til ísa- fjarðar koma á næstu árum. Aætlað er að smíði á skrokki skútunnar ljúki í vor en að henni Iokinni verður hafist handa við að byggja ofan á hana og inn- rétta. Að sögn Guðmundar standa vonir til að skútan verði tilbúin fyrir fyrstu viðskiptavin- inaí maí 1996. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem slík skúta er að öllu leyti hönnuð og smiðuð hér á landi. Hér er um að ræða sam- starfsverkefni Skipasmíðastöðv- arinnar, Sigurðar Jónssonar, smábátahönnuðar á Akureyri, og Guðmundar Thoroddsen, eins af eigendum skútunnar. Þetta er fyrsta nýsmíðaverkefn- ið okkar í langan tíma og því kærkomið verkefni," sagði Sig- urður Jónsson, framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvarinnar, í samtali við blaðið. „Hugmyndin er upprunalega komin frá mér og í framhaldi af því stofnuðum ég og eigin- konan, Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt, fyrirtæki um smíðina og reksturinn. f framhaldi af því höfum við talað við vini og kunningja sem eru mjög svo áhugasamir um að vera með í dæminu. Skútan er fyrst og fremst hugsuð sem þjónustu- tæki fyrir ferðamenn sem geta tekið hana á leigu með tveggja manna áhöfn, skipsljóra og leiðsögumanni, og haldið í tíu daga ferðir um Vestfirði en svefnpláss er fyrir átta manns um borð. Skútan verður öllum til reiðu en aðalmarkaðssetn- ingin mun fara fram í Frakk- landi. Þetta verður viðauki við ferðamannaþjónustuna á svæð- inu,“ sagði Guðmundur Thor- oddsen. Ekki boðið áður upp á slíka þjónustu Guðmundur sagði að vonir stæðu til að skútan yrði tilbúin í maí á næsta ári og var hann bjartsýnn á framhaldið, þar sem ekki hefði verið boðið upp á slíka þjónustu fyrr hér á Iandi. „f Chile og Argentínu eru slík- ar skútur leigðar út og er tölu- verð ásókn í þær. Endanlegur kostnaður við smíðina liggur ekki enn fyrir en frumáætlanir gera ráð fyrir að fullbúin muni skútan kosta um 13 milljónir króna. Hér er um tilraunaverk- efni að ræða og því höfum við fengið 500 þúsund króna aðstoð til verksins frá Byggðastofnun. Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson MARSELLÍUS Sveinbjörnsson verkstjóri og Guðmundur Thorodd- sen takast í hendur yfir kjöl skútunnar að samningi undirrituðum. Verslunar- skólinn afturkall- ar tilboð VERSLUNARSKÓLI íslands dró í gær til baka tilboð sitt um kaup- hækk'un til kennara í HÍK. Þorvarð- ur Elíasson skólameistari sagði að þetta hefði verið gert þar sem kenn- arar krefðust 5% hækkunar til við- bótar við tilboð skólans, en það hefði falið í sér 18,7% kauphækkun. Már Vilhjálmsson, formaður hagsmuna- nefndar HÍK, sagði að kennarar væru tilbúnir til að ræða áfram við stjórnendur Verslunarskólans. Þorvarður sagði bersýnilegt á afstöðu HÍK að það vildi fyrst semja við ríkið áður en það semdi við Verslunarskólann. Hann sagði að skólinn sætti sig við þá niðurstöðu og myndi bíða eftir úrslitum við- ræðna kennara og ríkisins. Már sagði að HÍK teldi ekkert því til fyrirstöðu að fallast á ósk Verslunarskólans um að gera sér- stakan samning við félagið. „En hann verður þá líka að innibera all- ar þær greinar sem taka á kjörum, ráðningarfestu og réttarstöðu kenn- ara við skólann eins og aðrir kjara- samningar á almennum markaði gera.“ HÍK óánægt með drögin Már sagði að mikið hefði vantað á að HÍK hefði verið sátt við þau samningsdrög sem stjórnendur Verslunarskólans lögðu fyrir samn- inganefnd félagsins. í drögunum hefði verið að finna nokkuð mörg atriði sem hefðu falið í sér kjara- skerðingu frá núgildandi samningi. Akvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Hagvirkismálið til ríkissaksóknara ODDVITAR meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafa óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara, að fram fari opinber rannsókn á því hvort um refsivert athæfi hafi verið að ræða í fjármálalegum viðskiptum Hafnar- fjarðarbæjar við Hagvirki-Klett hf., á árunum 1992 til 1994. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, segir gott að fá úr því skorið hvort um eitthvað sak- næmt sé að ræða í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið. I frétt frá Magnúsi Gunnarssyni, oddvita sjálfstæðismanna, og TÆKJUM fyrir um fjórar milljónir var í fyrrinótt stolið frá Kvikmynda- gerðinni Garpi við Norðurstíg. Verð- mætust voru kvikmyndatökuvél og tölvuklippikerfi sem var nýkomið til landsins. Að sögn Guðbergs Davíðssonar, eiganda Garps, var farið inn í klippi- tölvuna, sem er af nýjustu og full- komnustu gerð, og öllu stolið innan úr henni, m.a. örgjörvanum, en kass- inn skilinn eftir. Fyrsta verkefnið, sem unnið var í tölvunni var mynd um Einar Má Guðmundsson, sem átti að sýna í Sjónvarpinu eftir um tvær vikur. Auk þess var stolið geislaspilara Magnúsi Jóni Árnasyni, bæjarstjóra og oddvita Alþýðubandalags, segir að beðið sé um rannsóknina í fram- haldi úttektar Löggiltra endurskoð- enda hf., á umræddum viðskiptum. í þeirri úttekt komi fram alvarlegar ábendingar og líkur leiddar að og nokkrum tugum geisladiska, sím- um, símsvörum, faxtæki, ferðatölvu, prentara og myndbandstæki. Guð- bergur segir að innbrotsþjófarnir hafi greinilega bara verið að leita að verðmætum því þeir hafi skilið eftir ávísanahefti og gamla Macin- tosh-tölvu. Guðbergur segir að honum finnist ólíklegt að hægt verði að koma kvik- myndatökuvélinni í verð hérlendis vegna þess hve allir þekkist vel og markaðurinn sé lítill. Vélin var tryggð en það var klippitölvan hins vegar ekki vegna þess að hún var nýkomin til landsins. hugsanlegum lögbrotum. Sem sveitarstjórnarmenn hafi þeir leitað til félagsmálaráðuneytisins og ósk- að eftir úrskurði á framkomnum ásökunum. Geta varðað við refsilög Þá segir: „Ráðuneytið svaraði málaleitan okkar þann 11. mars 1995 og tekur ekki efnislega á málinu en vekur athygli á því að séu ávirðingar þær sem bornar eru fram réttar þá geti þær varðað við refsilög og að rannsókn slíkra mála sé í höndum lögreglu. Málið snýst um meðferð opinbers fjár og þá ábyrgð sem því fylgir. Leikreglur þurfa að vera skýrar og þegnar þessa lands eiga rétt á að vita hvaða heimildir þarf til að útdeila því fé. Í þessum málum þurfa að vera hreinar línur og þess vegna sjáum við ekki annan kost vænni en að vísa málinu áfram í þeirri vissu að málið fái efnislega meðferð." Minnihlutinn fagnar ákvörðuninni Tryggvi sagðist í sjálfu sér fagna þessari ákvörðun. „Menn eru búnir að vera með rógburð, dylgjur og ásakanir á hendur fyrrverandi meirihluta og það er gott að fá úr því skorið hvort hér sé um eitthvað saknæmt að ræða,“ sagði hann. „Ég hef aldrei skilið hvað vakir fyrir mönnum með þessu að færa pólitíkina út í réttarkerfið en það er þeirra höfuðverkur. Ég fagna því að þetta muni leiða í ljós að málið hefur verið rugl hjá þeim frá upphafi til enda.“ Brotist inn í kvikmyndagerð í fyrrinótt Tækjum fyrir 4 milljónir stolið BRETARNIR lögðu upp frá Bjargtöngum 4. mars síðastliðinn. Með þeim á myndinni eru félagar í björgunarsveit SVFÍ á Patreksfirði. Breski leiðangTirinn kominn í Hrútafjörð Héldu sig á láglendi í versta veðrinu BRETARNIR fjórir, sem eru á göngu yfir þvert landið, eru nú staddir í Reykjaskóla í Hrútafirði en þeir lögðu af stað frá Bjargtöng- um 4. mars sl. Ferð þeirra hefur gengið samkvæmt áætlun, en þeir hafa hagað henni eftir veðri og farið niður á láglendi þegar það hefur versnað. Björgunarsveitir Slysavarnafé- lags íslands á Patreksfirði og Reyk- hólum hafa fylgst með ferð þeirra og hafa Bretarnir gefið upp ná- kvæma staðsetningu í gegnum bíla- síma á hvetjum degi. Heyrðu ekki veðurspá í þijá daga Að sögn Seans Chapple leiðang- ursstjóra lentu þeir í vandræðum í síðustu viku vegna þess að ein síma- rafhlaðan var ekki fullkomlega hlaðin og heyrðu þeir af þeim sökum ekki veðurspá I þrjá daga. Þeir reyndu þó að lesa í skýin eftir bestu getu til að spá í veðrið sjálfir. Þeir héldu niður á láglendi þegar þeim sýndist óveður í uppsiglingu og í Geiradal mættu þeir félögum í björgunarsveit SVFÍ á Reykhólum. Þeir fengu inni í eyðibýli í tvo daga meðan versta veðrið gekk yfir fyrir síðustu helgi. Þeir fylgdu síðan vegi síðasta hlutann áður en þeir komu að Reykjaskóla, þar sem þeir ætla að vera í nokkra daga. Degi á undan áætlun Sean sagði í samtali við blaða- mann í gær að allir leiðangursmenn væru við góða heilsu, eitthvað væri þó um blöðrur og eymsli sem þeir ætla að láta jafna sig meðan þeir dvelja í Reykjaskóla. Þeir halda áfram á fimmtudag og ætla að verða á Hveravöllum eftir næstu helgi. Þrátt fyrir að hafa beðið af sér veður í síðustu viku eru þeir einum degi á undan áætlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.