Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 7 íslandsflug- Með kaup- rétt á nýrri skrúfuþotu ÍSLANDSFLUG hf. hefur tryggt sér kauprétt á um tíu ára gamalli 19 sæta Dornier-skrúfuþotu sem er í eigu flugfélags á Norðurlöndum og verður hún afhent um miðjan júní næstkomandi ef allt fer eftir áætlun að sögn Ómars Benediktssonar stjórnarformanns íslandsflugs. Hann kvaðst reikna með að vélin verði í notkun í innanlandsflugi hér- lendis í sumar, en síðan eigi menn jafnvel von á að hún verði leigð til útlanda. Ekki sé heldur útilokað að selja hana áfram. Ómar segir að fyrirtækið hafí fengið vélina á mjög hagstæðum kjörum, en vildi ekki greina frá kaupverði að svo stöddu. Ekki verði fækkað í flugkosti ís- landsflugs þrátt fyrir tilkomu Dorni- er-vélarinnar. Ómar segir að fyrirtækið fái sí- fellt fleiri óskir um ýmis verkefni og leigu á vélum sem það hafi ekki getað sinnt til þessa, en með kaupum á Dornier-vélinni ætti að vera mögu- legt að anna slíkum beiðnum. Trygginga- bætur hækka um 4,8% VEGNA nýgerðra kjarasamn- inga á almennum vinnumark- aði hækká allar bætur al- mannatrygginga nú um 4,8% Greiðslur frá Trygginga- stofnun til einstaklings, sem nýtur óskerts elliiífeyris, tekju- tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar munu þannig hækka úr 48.028 krónum í 50.334 krónur á mánuði. Þessi hækkun á bótum er afturvirk til 1. mars en kemur til framkvæmda 1. apríl nk. Þá greiðir Tryggingastofnun út samanlagða hækkun fyrir mars og apríl. Upphæðir bóta verða því nokkru hærri í apríl en mánuðina á eftir. Einstak- lingur með óskertan ellilífeyri, fulla tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilis- Gjaldþrot Vínils 204 millj. 204 milijónir króna töpuðust í gjald- þroti Vínils hf., fyrirtækis sem lengst af starfstíma sínum hét Steinar hf. og starfaði á sviði hljóm- plötuútgáfu. Vínill hf. varð gjaldþrota í sept- ember 1993 og var nýlega greint frá skiptalokum í Lögbirtingablað- inu. Samtals var lýst kröfum fyrir 204,2 milljónir króna, auk vaxta og kostnaðar, en engar eignir fund- ust í þrotabúinu til að greiða kröfu- höfum. 623 millj. tap á þrotabúi Isnó TAP kröfuhafa í þrotabú fiskeldis- fyrirtækisins Isnó, sem varð gjald- þrota í apríl 1992, nam um 623 milljónum króna. Skiptum í þrotabúinu er nýlega lokið. Lýst var almennum kröfum fyrir 615,9 milljónir króna og greiddist ekkert upp í þær. Samþykktar forgangskröfur voru 9,1 milljón króna og upp í þær fengust greiddar 1.700 þúsund krónur eða 19,2%. ísnó starfaði m.a. í Árnessýslu, Vestmannaeyjum og Kelduhverfi. _ jepP*' 9 _jaK/örU H° , 1 n \áQU drtfi 09 ac öer1SÍríSðe^rfe'en ggve^o að • IrÁAtVt* \eðuri'U. yð\Du

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.