Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forystusveit Alþýðuflokksins kynnir áherslur flokksins fyrir komandi kosningar
Tökum afstöðu
til málanna
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, segir kosningabaráttuna einkenn-
ast af endalausu miðjumoði en Alþýðuflokk-
urinn hafí hins vegar sérstöðu þar sem hann
taki afstöðu til mikilvægra málaflokka.
Morgunblaðið/Kristinn
OSSUR Skarphéðinsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Rannveig Guðmundsdóttir kynntu kosninga-
áherslur Alþýðuflokksins á fundi með fréttamönnum í gær.
FORYSTA Alþýðuflokksins
kynnti í gær kosningaá-
herslur flokksins fyrir
komandi alþingiskosning-
ar. í þeim er meðal annars lögð
áhersla á þá stefnu flokksins að
íslendingar sæki um aðild að Evr-
ópusambandinu á næsta kjörtíma-
bili og áhersla er lögð á sameign
þjóðarinnar á auðlindum sjávar og
að sú sameign verði varin með því
að binda hana í stjórnarskrá.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, segir
miðjumoð einkenna kosningabar-
áttuna, en áherslur Alþýðuflokksins
í sjávarútvegsmálum, landbúnaðar-
málum og Evrópusambandsmálum
einkenni sérstöðu flokksins, og
kjósendur geti fengið skýr svör
varðandi þessi mál hjá flokknum.
Hann segist telja kosningarnar
fyrst og fremst snúast um leiðir til
þess að tryggja fulla atvinnu og
bæta lífskjör á næsta kjörtímabili.
Stjórnarmyndunarviðræður
gætu dregist á langinn
Jón Baldvin segir að Alþýðu-
flokkurinn gangi óbundinn til kosn-
inganna og hann eigi von á því að
stjómarmyndunarviðræður geti
dregist á langinn þar sem mörg
mál verði undir í stjórnarmyndunar-
viðræðum. Þar á meðal verði spurn-
ingamar um breytingar á sjávarút-
vegsstefnu og landbúnaðarstefnu
og spurningar um ákvörðun tolla í
framhaldi af þeim skuldbindingum
sem Islendingar hafi gagnvart
GATT.
„I stjórnarmyndunarviðræðum
hlýtur að verða mikið rætt um utan-
ríkisviðskiptamál og afstöðuna til
Evrópusambandsins, og fiokkarnir
hafa uppi núna, flestir ef ekki allir,
einhver orð um það að þeir vilji
nýta efnahagsbatann að hluta til
þess að gera átak varðandi skóla-
og menntamál. Þannig að ég á von
á því að stjórnarmyndunarviðræður
taki nokkum tíma og spanni býsna
vítt svið,“ sagði hann.
Brýnast að varðveita
stöðugleikann
í áherslum flokksins er bent á
að brýnasta verkefnið framundan
sé að varðveita stöðugleika í efna-
hagsmálum og byggja á honum
nýtt framfaraskeið, og efnahags-
batann beri að nýta til að jafna
kjörin í landinu.
Flokkurinn vill að framfærslu-
kostnaður verði lækkaður með
lækkun á opinberri þjónustu, m.a.
þjónustu bankanna, Pósts og síma
og á fleiri sviðum þar sem fákeppni
og einokun ríki. Þá eigi að beita
skattakerfinu á markvissan hátt til
kjarajöfnunar, og markmiðið sé að
tekjur til grunnframfærslu einstakl-
inga og fjölskyldna séu í raun tekju-
skattsfrjálsar. Þá beri að fram-
lengja hátekjuskattinn og taka upp
fjármagnstekjuskatt eins' fljótt og
auðið sé.
Hræðsluáróður um ESB
Alþýðuflokkurinn vill að ísland
sæki um aðild að Evrópusamband-
inu eins fljótt og auðið er, en í samn-
ingaviðræðum' verði að tryggja
áframhaldandi forræði þjóðarinnar
yfir auðlindum sjávar innan ís-
lenskrar efnahagslögsögu.
„Við leggjum áherslu á að það
að sækja um aðild er eitt og það
að samþykkja aðild að lokum er
annað. Með því að sækja um setjum
við af stað ferli og ef við tökum
upp samninga þurfum við að leggja
samningsniðurstöðurnar fyrir þjóð-
ina og gefa okkur tíma til að kynna
þær. Síðan verður þjóðaratkvæða-
greiðsla að skera úr vegna þess að
þetta mál er svo stórt að það getur
enginn annar en íslenska þjóðin að
lokum tekið um það ákvörðun.
Við teljum okkur vera að gegna
skyldu okkar með því að segja þjóð-
inni fyrir þessar kosningar hver
okkar stefna er. Við undrumst það
að aðrir stjórnmálaflokkar láta sér
nægja að hafa uppi hræðsluáróður
í þessu máli. Hræðsluáróður um það
að með þessari stefnu sé Alþýðu-
flokkurinn að afsala þjóðinni for-
ræði yfir auðlindunum, sem er
ósannur, eða hræðsluáróður um að
þetta mál sé ekkert á dagskrá,"
sagði Jón Baldvin.
Veiðileyfagjald í áföngum
í kosningaáherslunum segir að
reynslan sýni að sameign þjóðarinn-
ar á auðlindum sjávar verði ekki
tryggð til frambúðar án þess að hún
verði bundin í stjórnarskrá. Stjórn-
arskrárbundin sameign á fiskistofn-
um geri einnig öll samskipti við
Evrópusambandið auðveldari og
tryggi til frambúðar yfirráð þjóðar-
innar yfir auðlindum sínum. I kafla
um sjávarútvegsstefnu segir að
koma verði í veg fyrir það með lög-
gjöf að kvóti safnist á fáar hendur,
og Alþýðuflokkurinn vilji að veiði-
leyfagjaldi verði komið á í áföngum.
Össur Skarphéðinsson sagði að
gjörbreyta þyrfti kvótakerfinu sem
væri meingallað. Það hafi upphaf-
lega verið sett á til að ná fram
ákveðnum markmiðum, en aldrei
hafi verið stefnt að því að kvóta-
kerfið ætti að verða til þess að
færa nánast allar veiðiheimildir
landsmanna yfir á hendur örfá-
menns hóps, sægreifanna. Það hefði
hins vegar gerst og þróunin á síð-
ustu árum hefði nánast öll verið í
þá veru að styrkja það að kvótinn
sé séreign þeirra.
„Til þess að þjóðin geti notið
teknanna af fiskimiðunum með
réttu þá höfum við sagt að hér
ætti að setja upp veiðigjöld, og þau
ætti að nota í fyrstu til þess að
styrkja innviði sjávarútvegsins,"
sagði hann.
Afnema kvóta í landbúnaði
Jón Baldvin sagði að Alþýðu-
flokkurinn teldi núverandi fram-
leiðslustýringu í landbúnaði hafa
gengið sér til húðar og hana beri
að afnema. „Það er ekki hægt að
ætlast til þess að bændur eigi að
mæta samkeppni um vöruverð og
gæði með báðar hendur bundnar
fyrir aftan bak í kvótakerfinu,"
sagði hann.
Alþýðuflokkurinn telur að sá
stuðningur sem ákveðið verði að
halda uppi í formi greiðslna til
bænda eigi ekki að vera fram-
leiðslutengdur, og það sé forsenda
fyrir því að hægt sé að losa um
kvótann.
Mörkuð verði
fjölskyldustefna
í áherslum flokksins kemur fram
að Alþýðuflokkurinn vill að ríkis-
valdið marki sérstaka fjölskyldu-
stefnu til að stuðla að betri hag
fjölskyldunnar í landinu. Rannveig
Guðmundsdóttir sagði ljóst að á
liðnum árum hefði þurft að grípa
til aðgerða í hinum ýmsu ráðuneyt-
um án þess að full yfirsýn væri
yfir hvaða áhrif þær aðgerðir í heild
hefðu á fjölskyldurnar.
„Mörg önnur lönd hafa komið sér
upp fjölskylduráðuneyti, og það að
setja sér stefnu og setja á laggir
svokallað ijölskylduráð gæti verið
fyrsta skrefið í að móta slíka yfir-
sýn,“ sagði hún.
Utankjörstaðakosning hjá öllum
sýslumönnum og hreppsljórum
Kjósendur hafi
skilríki með sér
KOSNING utan kjörstaðar er nú hafin um allt land og erlendis.
UTANKJÖRSTAÐAATKVÆÐA-
GREIÐSLA fer nú fram hjá sýslu-
mönnum og hreppstjórum um allt
land og einnig í öllum sendiráðum
Islands erlendis og hjá nokkrum
ræðismönnum eftir nánari ákvörðun
utanríkisráðuneytisins. Fjöldi þeirra
sem kýs utan kjörstaða eykst sífellt
og því hefur viljað verða örtröð síð-
ustu dagana fyrir kjördag, og þess
vegna eru þeir sem sjá fram á að
vera ekki heima á kjördag hvattir
ti! þess að kjósa sem fyrst. Er fólk
sérstaklega minnt á að hafa með sér
skilríki þegar það fer að kjósa.
í Reykjavík fer utankjörstaða-
kosning fram hjá sýslumanni að
Engjateigi 5, en þar er opið alla
daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22.
Þeir sem eru á kjörskrá í Reykjavík
og kjósa í utankjörstaðaatkvæða-
greiðslu setja atkvæði sitt í kjörkassa
hjá sýslumanni, en þeir sem eru á
kjörskrá annars staðar verða að taka
atkvæði sitt og koma því til skila í
viðkomandi kjördæmi fyrir lokun
kjörstaða á kjördegi.
Miðað við lögheimili 18. mars
Kjörskrá er miðuð við lögheimili
þrem vikum fyrir kjördag, þ.e. 18.
mars, og er hver á kjörskrá þar sem
hann hefur átt lögheimili þá. Kjör-
skrá liggur frammi til kjördags og
er hægt að gera athugasemdir við
hana til viðkomandi sveitarstjórnar
fram að þeim tíma ef einhver mistök
hafa átt sér stað.
íslenskir ríkisborgarar sem náð
hafa 18 ára aidri og hafa átt lögheim-
ili hér á landi eiga kosningarétt í
átta ár frá því þeir hafa flutt lög-
heimili af landinu. Er þá miðað við
1. desember fyrir kjördag, eða 1.
desember 1986 í þessu tilfelli. Að-
standendur námsfólks erlendis eru
sérstaklega hvattir til að minna við-
komandi á kosningarnar og hvar og
hvenær er kosið.
Kjörstjóri innanlands getur heim-
ilað kjósanda sem ekki getur sótt
kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms,
fötlunar eða barnsburðar að greiða
atkvæði í heimahúsi. Ósk um slíkt
þarf að vera skrifieg og studd læknis-
vottorði, og þarf hún að hafa borist
hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en
kl. 12 á hádegi þann dag þegar ein
vika er til kjördags, eða 1. apríl
næstkomándi.
Listi Þjóðvaka
í Suðurlands-
kjördæmi
FRAMBOÐSLISTA Þjóðvaka í
Suðurlandskjördæmi við kosning-
ar til Alþingis 8. apríl nk. skipa
eftirfarandi:
1. Þorsteinn Hjartarson, skóla-
stjóri, Skeiðahreppi, 2. Ragnheið-
ur Jónasdóttir, verkamaður,
Hvolsvelli, 3. Hreiðar Hermanns-
son, byggingarmeistari, Selfossi,
4. Soffía Ellertsdóttir, bóndi,
Hrunamannahreppi, 5. Sigurður
Örn Kristjánsson, sjómaður, Vest-
mannaeyjum, 6. Kristín Erna Arn-
ardóttir, kvikmyndagerðarmaður,
A-Eyjafjallahreppi, 7. Páll M.
Skúlason, garðyrkjubóndi og
kennari, Biskupstungum, 8. Ber-
grós Gísladóttir, húsmóðir, Þor-
lákshöfn, 9. Hermann Hreiðars-
son, verkamaður, Vestmanneyj-
um, 10. Elín Magnúsdóttir, sjúkr-
aliði, Stokkseyri, 11. Maggý
Hrönn Hermannsdóttir, kennari,
Hvolsvelli, 12. Magnús Finnboga-
son, bóndi, A-Landeyjum.