Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 13
V<J
urjr miM 5? r
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 13
FRÉTTIR
Fundur með
stjórnmála-
mönnum um
lánamál náms-
manna
BARÁTTUFUNDUR námsmanna-
hreyfínganna verður haldinn í sal 2
í Háskólabíói í dag, miðvikudaginn
22. mars, kl. 12.10. Fundurinn er í
umsjón Stúdentaráðs H.í. og hefst
með umfjöllun Dags B. Eggertsson-
ar um afleiðingar lánasjóðslaganna
og breytingar á LÍN og stefnu náms-
manna í lánamálum.
Fulltrúar allra sjórnmálaflokka
sem bjóða fram á landsvísu mæta
og greina frá stefnu síns flokks í
málefnum Lánasjóðsins. Fulltrúar
flokkanna á fundinum eru Gunnar
I. Birgisson, stjórnarformaður LÍN
f.h. Sjálfstæðisflokks, Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra f.h.
Alþýðuflokks, Finnur Ingólfsson, fv.
stjórnarmaður LÍN f.h. Framsóknar-
flokks, Kristín Ástgeirsdóttir, full-
trúi í menntamálanefnd Alþingis f.h.
Kvennalista, Svavar Gestsson, fv.
menntamálaráðherra f.h. Alþýðu-
bandalags, Mörður Árnason, fv.
stjórnarmaður í LÍN f.h. Þjóðvaka.
—...--»■ ♦ ♦-----
■ FRAMBJÓÐENDUR Kvenna-
listans í Reykjavík verða til viðtals
daglega á kosningaskrifstofunni
Laugavegi 17. 2. hæð, milli kl. 17
og 19. Einnig eru frambjóðendur
tilbúnir að koma á fundi með félaga-
samtökum eða á vinnustöðum.
Þriðjudagur 21. mars: Kristín Ást-
geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, miðvikudagur 22. mars:
Guðrún Halldórsdóttir og Guðný
Guðbjörnsdóttirj fimmtudagur 23.
mars: Kristín Ástgeirsdóttir og
María Jóhanna Lárusdóttir, föstu-
dagur 24. mars: Þórunn Svein-
bjarnardóttir og Guðný Guð-
björnsdóttir, mánudagur 27. mars:
Kristín Ástgeirsdóttir og Guðrún
Halldórsdóttir.
■ SKATTAR á tímum kosninga-
baráttunnar er yfirskrift opins fund-
ar sem BSRB gengst fyrir miðviku-
daginn 22. mars kl. 20.30 í Félags-
miðstöðinni Grettisgötu 89. Eftir-
taldir forystumenn þeirra stjóm-
málaflokka og samtaka sem bjóða
fram á landsvísu hafa framsögu: Jón
Baldvin Hannibalsson, Alþýðu-
flokki, Steingrímur J. Sigfússon
Alþýðubandalagi/Óháðum, Guð-
mundur Bj;irnason, Framsóknar-
flokki, Kristín Ástgeirsdóttir,
Kvennalista, Geir H. Haarde, Sjálf-
stæðisflokki, Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Þjóðvaka. Fundarstjóri er Atli
Rúnar Halldórsson fréttamaður.
Nýjungar í kosningabaráttunni
Flokksformenn
á flettiskiltum
AUGLÝSINGAR á fletti- og ljósa-
skiltum eru nýmæli í kosninga-
baráttu hérlendis og hefur fletti-
skiltum með formönnum þriggja
flokka verið komið fyrir víðs
vegar um höfuðborgarsvæðið.
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur hafa einnig gert samning
við Kvikskjáinn hf. um auglýs-
ingar á Ijósaskiltum þess.
Alþýðuflokkurinn hefur leigt
20 skilti í fjórum kjördæmum og
auglýsir víðs vegar í Reykjavík,
á Reykjanesi, Akranesi og Akur-
eyri. Framsóknarflokkurinn
auglýsir á sex skiltum og Sjálf-
stæðisflokkurinn á fjórum fletti-
skiltum og tveimur Ijósaskiltum.
Kvikskjárinn leigir út ljósa-
skilti á Kringlunni og ofan á
Tunglinu í Lækjargötu og segir
Samúel Þórarinsson auglýsinga-
hönnuður að leiga á skiltinu í
viku, sem þýðir 1.400 birtingar
í tíu sekúndur, kosti tæp 30.000,
tvær vikur, eða 2.800 birtingar,
kosti tæp 58.000 og fjögurra
vikna leiga, 5.600 birtingar, kosti
tæp 112 þúsund, að virðisauka-
skatti undanskildum.
Ofmetið áróðursbragð
Ólafur Ingi Ólafsson annar
eigandi Islensku auglýsingastof-
unnar, sem annast auglýsinga-
gerð fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
segir að flettiskiltin hafi fyrst
verið notuð fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar siðastliðið vor.
„Flokkarnir eru að feta hver
í annars fótspor með þetta núna
en ég held að þetta sé svolítið
ofmetið áróðursbragð," segir
Ólafur Ingi. „Hendur auglýsand-
ans eru afar bundnar. Þetta er
líkt og skjámynd í sjónvarpi og
jafnvel takmarkaðra en það því
auglýsandinn er í samkeppni við
allt umhverfið og einungis örfáar
sekúndur til að koma skilaboðun-
um á framfæri."
Ólafur Ingi segir ennfremur
að birting á einum fleti flettiskilt-
is í einn mánuð kosti um 50.000
krónur og síðan sé kostnaður við
myndgerðina áþekkur, eða um
50.000 krónur. Hvert skilti hefur
þrjá fleti.
Deilur um sjávarútvegsstefnu í Framsóknarflokki á Reykjanesi
Deilt á frambjóðendur
FRAMBJÓÐENDUR Fram-
sóknarflokksins á Reykjanesi voru
gagnrýndir af samflokksmönnum
sínum vegna þeirrar sjávarútvegs-
stefnu sem þeir hafa boðað, á
opnum stjórnmálafundi sem Fram-
sóknarflokkurinn stóð fyrir sl.
sunnudagskvöld í Sandgerði.
Siv Friðleifsdóttir, efsti maður
á lista flokksins á Reykjanesi,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að eðlilega væru skiptar skoðanir
innan flokksins um þessi mál og
fundurinn hefði verið mjög fjörug-
ur. Hún sagðist hafa fengið nokkr-
ar pillur og vægar hótanir á fund-
inum frá einstökum fundarmönn-
um sem hefðu verið algerlega ós-
ammála hugmyndum frambjóð-
endanna en það væri ekkert nema
eðlilegt þegar um væri að ræða
svo stórt hagsmunamál þjóðarinn-
ar.
„Auðvitað eru ekki allir sam-
mála um þessa stefnu, enda það
miklir hagsmunir í húfi að það
verða sennilega aldrei allir sam-
mála um þetta. Við höfum sett
fram nýjar áherslur í kvótakerfinu
en viijum að aflamarkið verði
áfram við lýði. Við viljum að þorsk-
heimildir verði færðar að einhveiju
leyti af togurum yfir á bátaflotann
og teljum að það leiði til þess að
veiðarnar verði vistvænni og að
við fáum betra hráefni,“ segir Siv.
Sjávarút-
vegsstefna
Kvennalistans
KVENNALISTINN á Suðurlandi
verður með opinn fund um sjáv-
arútvegsstefnu Kvennalistans í
Snótarsalnum, Heiðarvegi 7,
Vestmannaeyjum, fimmtudaginn
23. mars, kl. 20.30.
Á fundinum verða Drífa Kristj-
ánsdóttir sem skipar 1. sæti
Kvennalistans á Suðurlandi og
Kristín Ástgeirsdóttir þingkona
Kvennalistans.