Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 15
LANDIÐ
Mikil lífs-
björgí
loðnunni
ísafirði - Fiskvinnslufyrirtæk-
ið Þuríður hf. í Bolungarvík
hefur að undanfömu fryst um
210 tonn af loðnuhrognum og
er vertíðin sem lauk á fostudag
sú næst stærsta til þessa í
Bolungarvík. Þrátt fyrir að
fryst höfðu verið um 48 tonnum
meira nú en á síðustu vertíð
var verðmæti framleiðslunnar
töluvert lægra en þá.
Vertíðin byrjaði 9. mars og
afkastageta verksmiðjunnar er
um 20 tonn á sólarhring.
Hreinsunin fór fram allan
sólarhringinn og var unnin
samhliða annarri vinnslu í hús-
inu. „Þetta var kærkomin búbót
enda töluvert mikil lífsbjörg í
þessari framleiðslu þrátt fyrir
að verðmæti framleiðslunnar
hafí verið 50% lægra en á síð-
ustu vertíð. Skilaverð þessara
210 tonna er um 23 milljónir
króna en á síðustu vertíð fryst-
um við 162 tonn, þar sem skila-
verðið var 36 milljónir króna,“
sagði Albert Haraldsson, verk-
stjóri hjá Þuríði.
Tún blá af
svellgaddi
Borg í Eyja- og Miklaholts-
hreppi - Eftir margra vikna
norðanrosa og stundum fárviðri
hefur veðurfar farið hlýnandi.
En hvort það er varanleg hlýja
er stór spurning.
Nú hefur rignt hér dálítið
og kemur það sér vel því vatns-
ból hafa þomað og vatnsraf-
stöðvar, sem hér eru á nokkrum
bæjum, hafa ekki skilað fullum
afköstum vegna vatnsskorts.
Nokkuð hefur rifið snjó af sum-
um túnum þegar vætan kom
og eru túnin blá af svellum.
Hætt er við að kaihætta sé
fyrir hendi ef ekki þiðnar fljót-
lega.
Fréttaritari hafði tal af
bónda í Helgafellssveit. Hjá
honum er rúmlega eins metra
þykkt lag af snjó á túninu.
Hann kannaði hvernig ástand
túnsins væri undir þessu og var
túnið einn svellgaddur.
Eldur í feiti á
Sjúkrahúsi
Suðurlands
Selfossi - ELDUR kom upp í
eldhúsi Sjúkrahúss Suðurlands
á sunnudag, 19. mars. Starfs-
fólk eldhússins var við pönnu-
kökubakstur er feitin ofliitnaði
og það kviknaði í henni.
Eldurinn læsti sig í borðplötu
úr tré og allmikill reykur mynd-
aðist. Starfsfólkið slökkti eld-
inn og slökkviliðsmenn sem
komu á vettvang reykræstu
eldhúsið.
Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði
Samgönguráðherra sprengir
síðasta haftið á morgun
Heildarkostnaður við göngin er áætlaður um fjórir milljarðar króna
ísafirði - Ráðgert er að Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra muni sprengja síðasta haftið í
Breiðádalsafleggjara Vestfjarðaganganna um
miðjan dag á morgun, fimmtudag.
Erfitt er að segja til um endanlegan heildar-
kostnað við mannvirkjagerðina nú, þar sem
mörgum verkþáttum er ólokið, en reiknað er
með að hann verði nálægt 4.000 milljónum
króna. Það er um 15% yfir upphaflegum áætlun-
um og er viðbótarkostnaðurinn að mestu til
kominn vegna ófyrirséðs vatnsrennslis.
Sprengingin á morgun fer fram miðja vegu
milli gangamóta og munna í Breiðadal, eða
tæpum þremur kílómetrum frá hvorum ganga-
munna. Lengd ganganna frá munna í Tungud-
al að gangamunna í Breiðadal er 5.930 metrar.
Viðstaddir athöfnina verða, auk ráðherra,
fulltrúar Vegagerðar ríkisins, fulltrúar verktak-
ans, alþingismenn, sveitarstjómarmenn og fleiri
gestir, alls um 150 manns.
Fyrsta skotið í september 1991
Verksamningur milli Vegagerðar ríkisins og
Vesturíss sf., um gerð ganganna var undirritað-
ur 6. júní 1991 og jarðgangagerðin hófst form-
lega 5. september sama ár er samgönguráð-
herra, Halldór Blöndal, hleypti af fyrsta skoti.
Þann 16. febrúar 1994 var sprengt í gegn
í Botnsdalsgöngum. 19. desember 1994 var
umferð hleypt á milli Súgandafjarðar og ísa-
fjarðar takmarkaðan tíma á dag, fjóra daga í
viku.
Jarðgangagerðin hefur að mestu gengið vel
Helstu stærðir jarðganga
Heildarlengd 8.683 m
Tvlbreið göng 2.168 m
Einbreið göng með útskotum 6.515 m
Heildarlengd með vegskálum 9.113 m
Lengd útskota er 32 m, þar af 16 m í fullri breidd.
Pjarlægð milli útskota er 160 m.
Bergstyrkingar:
Sprautusteypa 12.500 m!
Bergboltar 8.500 stk.
Breidd tvíbreiðra ganga 7,5 m
Breidd einbreiðra ganga 5,0 m
Hæð ganga 6,3-7,2 m
Hönnuð fríhæð 4,6 m
Hámarkshæð ökutækja 4,2 m
Heildarrúmtak útgraftar 320.000 m* af föstu bergi.
Vegskálar:
Lengd í Tungudal 120 m
Lengd í Botnsdal 140 m
Lengd í Breiðadal 170 m
Breidd 7,5 m
Hæð 7,7 m
Magnsteypu 3.160 m’
Nýir vegir 9.000 m
Rúmtak 550.000 m*
frá því að komið var böndum á stóra fossinn
sem opnaðist inn í Breiðadalsgöngin í júlí 1993
og hefur fossinn minnkað með tímanum og er
nú um 400 1/s en var yfir 2.000 1/s í upphafi.
Hluta vatnsins í fossinum verður væntanlega
veitt inn á Vatnsveitu ísafjarðar nú í sumar.
Nú þegar sprengingum er lokið verður hafíst
handa við endanlegar bergstyrkingar í Breiða-
dalsgöngum og síðan verður frárennsliskerfi
lagt í gólfíð. í Botnsdalsgöngum eru vatnslagn-
ir í gólfi nánast frágengnar og fljótlega verður
byijað á uppsetningu vatnsvama í gangaþak.
Unnið verður við ýmsan frágang í göngunum
til hausts auk þess sem vegagerð verður fram
haldið og klæðning lögð á alla veggi utan
ganga.
Almenn umferð um göngin í desember
Markmiðið er að opna öll göngin til bráða-
birgða fyrir almenna umferð í desember næst-
komandi. Malbikun vegar í göngunum og ýmis
lokafrágangur fer síðan fram sumarið 1996.
Aðalverktaki er Vesturís sf., sem er sameign-
arfyrirtæki ístaks hf. í Reykjavík, Skánska AB
í Svíþjóð, Selmer A/S í Noregi og E. Pihl & Sön
í Danmörku. ístak hf. er í forsvari samsteyp-
unnar. Við verkið starfa nú um 55 manns, þar
af fjórir Skandinavar.
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja verður haldimi í Stapa á laugardaginn
Morgunblaðið/Björn Blöndal
STULKURNAR sem taka þátt í keppninni um titilinn fegurðardrottning Suðurnesja 1995. í fremri
röð frá vinstri til hægri eru: Sigrún Gróa Magnúsdóttir, Keflavík, Eygló Elísabet Kristinsdóttir,
Sandgerði, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir, Keflavík, og Brynja Lind Sævarsdóttir, Keflavík. I aftari
röð frá vinstri til hægri eru: Ragnheiður Lína Kjartansdóttir, Grindavík, Anna María Róbertsdótt-
ir, Njarðvík, Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, Njarðvík, Berglind Sigþórsdóttir, Njarðvik, Nanna
Dögg Vilhjálmsdóttir, Keflavík, Vala May Mason, Keflavík, og Brypja Björk Harðardóttir, Njarðvík.
11 stúlkur
keppa um
titilinn
Keflavik - Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja fer fram í Stapa á laug-
ardagskvöldið og að þessu sinni
taka 11 stúlkur þátt í keppninni.
Stúlkumar sem keppa um titil-
inn fegurðardrottning Suðuraesja
eru eftirtaldar: Sigrún Grúa Magnús-
dóttir, 18 ára úr Keflavík, Eygló EHsa-
bet Kristinsdóttir, 19 ára úr Sandgerði,
Inga Fríða Guðbjörnsdóttir, 18 ára úr
Keflavík, Brypja Lind Sævarsdóttir, 19
ára úr Keflavík, Ragnheiður Lína Kjart-
ansdóttir, 18 ára úr Grindavík, Anna
María Róbertsdóttir, 20 ára úr Keflavík,
Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, 20 ára
úr Njarðvík, Berglind Sigþórsdóttir, 18
ára úr Njarðvík, Nanna Dögg Vilþjálms-
dóttir, 18 ára úr Keflavík, Vala May
Mason, 18 ára úr Keflavík, og Bryiya
Björk Harðardóttir, 19 ára úr Njarðvík.
Að sögn Agústu Jónsdóttur,
umboðsmanns keppninnar á Suð-
urnesjum, voru stúlkuraar valdar
eftir ábendingum í janúar og síðan
hófst undirbúningurinn að sjálfri
keppninni í febrúar.
Þetta er í 10. skipti sem þau
Ágústa og Páll Ketilsson standa
fyrir þessari keppni. í dómnefnd
keppninnar eru: Sigtryggur Sig-
tryggsson formaður, Bjargey Ein-
arsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Kristín
Stefánsdóttír og Þórunn Lárus-
dóttir.
Alveg Einstök ædi
TILBOD
...sem ekki verður endurtekið!
flöeins þessi eina sending.
Umbodsmenn um land allt.
AEO MO AEO AEO A£0 ASO A£0 ASC
AEG
Þvottavél Lavamat 6251
VinduhraSi 1000 og .700 snúningar á mín.Ullarvagga.
UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun.
Orkunotkun 1.8 kwst.Öko kerfi. Variomatik vinding.
Verb nú 89.140,- Stabgr. kr. 82.900,-
Venjulegt verb á sambærílegri vél er a.m.k.
12.000,- kr. hærra.
BRÆÐURNMR
PJQRMSSONHF i
Lágmúla 8, Sími 38820 21