Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 17

Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 í 7 VIÐSKIPTI Semja um ál við Úkraínu Moskvu. Reuter. RÚSSAR og Úkraínumenn munu koma á fót nýju og sameiginlegu álfyrirtæki, sem mun útvega hrá- efni í hinna kunnu Krasnojarsk- bræðslu að sögn háttsetts embætt- ismanns. Alexander Deineko, sem veitir iðnaðarráðuneytinu forstöðu, sagði að samningur yrði líklega undirrit- aður í Kíev í vikunni þegar Oleg Soskovets, aðstoðarforsætisráð- herra Rússa, kæmi þangað í heim- sókn. Deineko sagði að þetta væri „algerlega nýr samningur, sem miðaði að því að leysa súráls- Dollar hressist eftir met- lækkun London. Reuter. DOLLAR náði nýju lágmarki frá stríðslokum í gær, en rétti sig við aftur. Lægst fór dollarinn í 88,55 jen í Evrópu miðað við 88,55 í fyrradag, en hækkaði síðan í 89,30 jen. Fjárfestar hafa sankað að sér jen- um og mörkum vegna veikleika doll- arans, en snúa stundum við blaðinu þegar þeim þykir keyra um þverbak og kaupa aftur dollara til þess að hagnast. Dollarinn styrktist gagn- vart marki og komst í 1.4145 mörk síðdegis miðað við aðeins 1.3965 í Evrópu seint á mánudag. Háaleitisbraut Mjög björt og skemmtileg 4ra herb. ib. á 3. haeð um 108 fm ásamt bílskúr. Rúmgóðar stofur og 3 svefnherb. Parket á stofu og holi. Ljósar innr. i eldhúsi og borðkrókur. Verð 8,2 millj. ÞINGDOLT SUÐURLANDSBRAUT 4A KRIPALUJOGA Styrkir líkama, huga og sál. Byrjendanámskeið hefjast mánudaginn 27. mars. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Skeifan 19, 2. hæð. Sími 588 9181 virka daga | ki. 17-19, mánud. kl. 10-12. ' , Binnlg símsvari. . Britax Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 birgðavanda.“ Að fyrirtækinu mundu standa Níkolajev súrálsver- ið í Úkraínu, Krasnojarsk bræðslan (KraZ), Krasnojarsk Metal (KraMZ), Novosíbírsk elektróðu- verksmiðjan, Atsjínsk súrálsverið, Metaleks-banki og Krasnojarsk- jámbrautin. Að sögn fréttastofunnar Inter- fax er framleiðslugeta Níkolajev- versins ein milljón lesta af súráli á ári og það seldi 800.000 tonn til Rússlands 1994. Nýja áætlunin virðist nánari út- færsla á eldri hugmynd um sam- einingu áltengra fyrirtækja á Krasnojarsk-svæðinu í Rússlandi. Deineko vildi ekkert um það segja hvort eldri áætlunin hefði verið lögð á hilluna, en kvað þær óskyld- ar. Ríkið á minnihluta í flestum fyr- irtækjunum og ekki er ljóst hvern- ig það getur þröngvað samkomu- laginu fram, ef hluthafar greiða atkvæði gegn því. Ekki er heldur ljóst með hvaða skilmálum fyrirtækin verða tengd, en ráðagerðin virðist svipuð endur- skipulagningu, sem hefur verið gerð á olíuiðnaðinum með stofnun samþættra fyrirtækja. Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Ih Fjdrfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66 ái lúsavík, Ólafsflrði og Akureyri Davíð Oddsson forsætisráðherra efnir til almennra stjórnmálafunda á Norðurlandi eystra á föstudag og laugardag. Húsavík Föstudaginn 24. mars á Hótel Húsavík kl. 20.30. Fundarstjóri verður Sigurjón Benediktsson. Ólafsfjörður Laugardaginn 25. mars í Tjarnarborg kl. 10.30. Fundarstjóri verður Gunnar Þór Magnússon. Akurcyri Laugardaginn 2 5. mars í samkomuhúsinu 192 9 við Ráðhústorg kl. 15 Fundarstjóri verður Valgerður Hrólfsdóthr. Að lokinni ræðu mun Davíð sitja fyrir svörum ásamt þremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Allir velkomnir Halldór Blöndal Tómas Ingi Olrich BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.