Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 19 Barist í Tsjetsjníju RÚSSNESKA herliðið í Tsjetsjníju hélt uppi miklum árásum á bæina Argun, Gud- ermes og Shali í gær en þar eru helstu vígi aðskilnaðar- sinna í landinu. Oleg Lobov, sem sæti á í rússneska örygg- isráðinu, sagði í gær, að lagt hefði verið hald á mestallar vopnabirgðir Tsjetsjena eða þeim verið eytt. Hann sagði hins vegar, að ástæða væri til að vera á varðbergi vegna hugsanlegra hryðjuverka Tsjetsjena í Rússlandi. Clinton til Moskvu BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, mun fara til Moskvu 9. maí þar sem hann verður viðstaddur hátiðahöld í tilefni af því, að 50 ár eru liðin frá sigri bandamanna í síðari heimsstyijöld. Hann mun því ekki taka þátt í sams konar hátíðahöldum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Að loknum viðræðum við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, fer Clinton til Úkraínu áfund Leo- níds Kútsjma, forseta. Engir bílar frá Gaza ÍSRAELAR bönnuðu í gær umferð farartækja frá Gaza til ísraels en í fyrradag fannst vörubifreið hlaðin sprengiefni í S-ísrael. Hafði hún komið frá Gaza. Fjöldi ísraela hefur látið lífið í sprengjutilræðum palest- ínskra hópa, sem andvígir eru friðarsamkomulagi ísraela og PLO, Frelsissamtaka Palest- ínumanna. Amast við aröbum TVEIR þriðju hlutar Frakka telja sig meiri eða minni kyn- þáttahatara að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem birt var í gær í dagblaðinu Le Monde. Aðeins 36% kváðust aldrei hafa látið í ljós neina andúð á öðrum kynþáttum. 62% sögðu, að allt of mikið af aröbum væri í Frakklandi. Þar búa nú um fjórar milljónir múslima, aðallega frá Alsír, Marokkó og Túnis. Buchanan í framboð PATRICK Buchanan hefur til- kynnt formlega, að hann muni sækjast eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblik- anaflokksins í Bandaríkjunum. Meðal helstu kosningamála hans er að berjast gegn við- skiptasamningum við erlend ríki, ólöglegum innflytjendum og þeim, sem bera ábyrgð á klámi og ofbeldi í Bandaríkj- unum. Samkvæmt skoðana- könnunum er fylgi við Buchan- an innan við 10%. Bætur fyrir veiðibann FJÓRIR hvalkjötsframleiðend- ur og 28 hvalveiðimenn hafa krafið norska ríkið um 650 millj. ísl. kr. í skaðabætur vegna hrefnuveiðibanns í fimm ár. Er því haldið fram, að bann- ið hafi verið ólöglegt. FRÉTTIR Japanska lögreglan kannar vitnisburð sjónarvotta að eiturtilræðinu Fjöldi hermdarverkahópa gæti komist yfir efnavopn LÖGREGLAN í Tókýó einbeitti sér í gær að frásögnum um 30 sjónar- votta er sögðust hafa séð menn koma hylkjum með eiturgasinu sarin fyrir í lestarvögnum og á stöðvum neðanjarðarlestakerfisins í borginni á mánudagsmorgun. Enn er ekkert vitað um tilræðismennina eða ástæð- urnar fyrir verknaðinum. Átta manns létust af völdum eitursins að sögn Reuters og nær fimm þúsund veiktust, sumir alvarlega. Alþjóðleg- ir sérfræðingar í málefnum hermd- arverkamanna óttast að fleiri eiturá- rásir á almenning muni verða gerðar næstu árin víða um heim. Að sögn TBS-sjónvarpsstöðvar- innar í Japan sást maður á fertugs- aldri, sem nú er á sjúkrahúsi vegna eitrunar, reyna að sparka einu af hylkjunum út úr lestarvagni á Kod- enmacho-stöðinni. Hann svaraði engu er hann var spurður hvað hann væri að gera, reyndi að komast á brott en eitrið yfirbugaði hann áður en hann gat forðað sér. Árásin er að sögn Los Angeles Times talin sýna að stjórnvöld í iðn- ríkjunum séu í reynd nær varnarlaus ef hermdarverkahópar ákveði að beita efnavopnum og öðrum nútíma- legum vopnum án þess að skeyta um það hver verði fórnarlambið. „Þetta eru vissulega þáttaskil", sagði Bruce Hoffman, sérfræðingur í rannsóknum á athæfi hermdar- verkamanna en hann kennir við St. Andrews háskóla í Skotlandi. „Þetta er upphaf hátækni-hryðjuverka frá næstu aldamótum, martröð sem menn hafa rætt um í hálfum hljóðum en er nú orðin að veruleika." Einfalt í framleiðslu Hægt er að framleiða sarin með algengum efnum sem notuð eru i efnaiðnaði, t.d. við framleiðslu á bleki í kúlupenna og áburði. Ekki þarf afburða kunnáttu til að búa til Reuter SÉRSVEITARMENN úr Japansher eyða eiturleifum í lestarvagni í Tókýó í gær. efnið, minni háttar háskólagráða í efnafræði nægir. Öllu flóknara er í rauninni að finna leið til að dreifa efninu vegna þess hve það er æt- andi og því hættulegt þeim sem koma því á áfangastað. Við stofu- hita er sarin fljótandi. „Áætlanir um varnir gegn efna- vopnaárásum eða notkun sýkla- vopna af hálfu hryðjuverkamanna eru afar ófullkomnar", segir Vince Canistraro, sérfræðingur í baráttu við hermdarverkamenn og fyrrver- andi starfsmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA. Hann segir erfitt að tryggja öllum vernd og mannfall- ið gæti orðið ægilegt. Bruce Hoffman segir að vísbend- ingar hafi verið um það í tvo ára- tugi að hryðjuverkamenn væru að viða að sér þekkingu á efna- og sýklavopnum. „Enginn vildi fást við þetta vegna þess að enginn vissi hvað átti að taka til bragðs.“ Á miðjum 9. áratugnum ætlaði hópur hvítra kynþáttahatara í Bandaríkjunum að eitra neysluvatn í Washington, þar sem blökkumenn eru í miklum meirihluta. Lögregla fann á annað hundrað lítra af blá- sýru í fórum samsærismanna. Annar hópur ætlaði að koma blásýrukrist- öllum fyrir í loftkælingu bænahúss gyðinga í Dallas og myrða með þeim hætti börn í leikskóla á staðnum en ekkert varð úr framkvæmdum. Reuter Tilræði við Tyrki STARFSMAÐUR skrifstofu tyrk- neska blaðsins Hurriyet kannar eyðilegginguna í útibúi blaðsins í Berlín í gær. Kveikt var í skrif- stofunni í fyrrinótt og telur þýska lögreglan að þar hafi liðsmenn frelsissamtaka Kúrda verið að verki. Einnig var gerð tilraun til íkveikju í bænahúsi í Erlenbach í Bæjaralandi, og kveikt í útibúum tveggja tyrkneskra banka í Köln og Gelsenkirchen. Lítið tjón hlaust af þar sem greiðlega gekk að slökkva eldana. Tveir menn voru handteknir í Gelsenkirchen, grunaðir um íkveikjuna þar. Of- beldisverk gagnvart Tyrkjum hafa aukist mjög í Þýskalandi að undanförnu en um 1,8 milljónir Tyrkja búa nú þar í landi. Krefj- ast þeir aukinnar verndar vegna árásanna og að þeim Kúrdum sem grunaðir eru um aðild að ofbeldis- verkunum verði vísar úr landi. Jón Magnús Kristjánsson í Tókýó Engin ofsahræðsla LÖGBOÐINN frídagur var í Japan í gær og er umferð þá minni en á venjulegum dögum en að sögn Reut- ers töldu embættismenn að hún hefði verið 30% minni en yfirleitt á frídög- um. Morgunblaðið ræddi í gær sím- leiðis við sölustjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Tókýó, Jón Magnús Kristjánsson. Jón er venjulega farþegi í einni af lestunum þar sem eiturhylkjum var komið fyrir en á mánudagsmorg- un var hann fyrir tilviljun á fiskmark- aði og hafði þess vegna farið á bíln- um. „Þetta gerðist rétt eftir átta, ég er venjulega á ferðinni korter eða tuttugu mínútum seinna. Maður var ansi sleginn þegar við fórum að sjá þetta í sjónvarpinu, alla sjúkrabílana, þarna var stöðin okkar.“ Jón sagðist hugga sig við að hann væri stærri og sterkari en Japanar flestir og gæti fremur bjargað sér ef ofsahræðsla og múgæsing gripi um sig. Troðningurinn væri mikill að jafnaði og því hætta á ferðum ef allir reyndu samtímis í dauðans of- boði að flýja undan gasi og komast upp á yfirborðið. Ekki ríkti nein skelfing í Tókýó að hans mati, en ekki væri gott að segja hvað myndi gerast ef tilræðin yrðu fleiri. Hann sagði að jámbrautakerfið í Tókýó væri afar fullkomið, um millj- ón manns ferðaðist daglega með lest- inni sem hann notaði venjulega og því væri ljóst að erfitt væri um vik, ekki væri hægt að fylgjast með hveij- um einstökum. Danskir andspyrnumenn Loftárásar minnst Kaupmannahöfn. Reuter. GAMLIR liðsmenn andspyrnunnar gegn þýska hernámsliðinu í Dan- mörku minntust þess í gær ásamt breskum flugmönnum að 50 ár voru liðin frá loftárás Breta á stöðv- ar þýsku leynilögreglunnar, Ge- stapo, í Kaupmannahöfn. Arásin á stöðvar lögreglunnar bar mikinn árangur en svo illa tókst til að ein breska vélin hrapaði á klausturskóla skammt frá. Héldu aðrir flugmenn að brennandi húsið væri skotmarkið. Alls fórust 99 óbreyttir borgarar í árás flugvél- anna á skólann, þar af 86 börn. Andspyrnumenn báðu um loft- árásina þar sem talið var að Þjóð- veijar hefðu komist yfir mikilvæg skjöl um starf hreyfingarinnar. Um 70 Þjóðveijar og 20 danskir fangar fórust í árásinni á stöðvar Gestapo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.