Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 21

Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 21 Tónlistarskóli Rangæinga Popptónleik- ar á Hellu POPPDEILD Tónlistarskóla Rangæinga heldur sína árlegu tónleika í Félagsmiðstöðinni á Hellu í dag miðvikudag kl. 21. Þetta er þriðja árið sem nem- endur skólans halda slíka tón- leika. Boðið er upp á fjöl- breytta dagskrá og munu nem- endur bæði leika saman og með kennurum sínum. Tónleikarnir eru öllum opnir. Framlag Norræna menningar- sjóðsins NORRÆNI menningarsjóður- inn hefur ákveðið að veita 5,6 milljónir danskra króna til ís- lands. Eftirfarandi verkefni hafa fengið loforð fyrir styrk- veitingu: 1. Sýningin „Luz del norte“ — Norræn aldamótalist í Lista- safni íslands. Upphæð 250.000 danskar kr. 2. Kór Melaskólans, söng- ferð til Danmerkur og Svíþjóð- ar í maí 1995. Upphæð 20.000 danskar kr. 3. Söguleg fiskveiðiráð- stétna á íslandi um veiði í norðlægum höfum 1400- 1990. Upphæð til þátttöku Grænlendinga 20.000 danskar kr. Nýjar bækur • ICELAND Review hefur endurútgefið safn íslenskra þjóðsagna á ensku, en heildar- útgáfa þess hefur verið ófáan- leg um sinn. Alan Boucher valdi sögurnar, þýddi og ritaði formála. Bækurnar komu fyrst út árið 1977 og er þetta l'jórða útgáfa þeirra. Bækurnar eru þrjár saman í fiokki og nefnist fyrsta bind- ið Ghosts and Tales of Witc- hcraft and the Other World; annað bindið Elves and Stories of Trolls and Elemental Beings og þriðja bindið Outlaws toget- her with Adventures and Stories of Past Events. Hér er á ferðinni úrval þekktra íslenskra þjóðsagna sem lifað hafa með þjóðinni í ár og aldir. Hvert bindi er 96 bls. íkilju og kostar 896 kr. • FYRSTA tölublað Úlfljóts 1995 er komið út. í blaðinu er í fyrsta skipti birtur Frétta- bálkur þar sem meðal annars eru tilgreindir nýfallnir dómar í Hæstarétti og merk lög og lagafrumvörp frá 118. löggjaf- arþingi. í Úlfljótj.birtist grein eftir Hafliða Lárusson cand. jur. um lagasmíð og Hrafnhildur Stef- ánsdóttir lögfræðingur VSI fjallar um dóm Hæstaréttar í máli Helgu Kress gegn Sverri Hermannssyni menntamála- ráðherra. Þá koma fram í Úlfljóti að þessu sinni skiptar skoðanir lögfræðinga um ágæti tak- mörkunar heimildar til áfrýj- unar héraðsdóma til Hæsta- réttar en hún kom til fram- kvæmda síðastliðið vor, en nýr efnisþáttur, Rökstólar, er til- einkaður þessu efni. Meðal annars efnis er um- fjöllun í tilefni 75 ára afmælis Hæstaréttar. Ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, erKristrún Heimis- dóttir. Leiksmiðja fyrir unglinga Bíldudal. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ Baldur á Bíldudal stóð fyrir leiksmiðju fýrir unglinga 12-15 ára dagana 27. febrúar til 6. mars. Þema leiksmiðjunnar var hippatímabilið og veltu þátttakendur meðal annars fyrir sér tilgangi þess, áhrifum og tísku þessa tímabils. Auk þess var farið í spuna, lát- bragðsleik, förðun og fleira. Þátttak- endur voru alls ellefu, strákar jafnt sem stelpur. En leiðbeinendur voru félagar úr Baldri, þau Elfar Logi og María Guðbrandsdóttir. Á lokadegi leiksmiðjunnar var svo foreldrum og bæjarbúum boðið að sjá afrakstur- inn. 30 ára afmæli Leikfélagið á þijátíu ára starfs- mæli í ár, en félagið var stofnað árið 1965. Á þessum þijátíu árum hefur félagið sett upp 22 leikrit, 11 íslensk og 11 erlend. Auk þess hefur það staðið fyrir ýmsum uppákomum og hátíðum. I endaðan mars verða teknar upp æfingar á dagskrá sem er tileinkuð verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasonar, en þessi dagskrá var sýnd á árshátíð Baldurs fyrir áramót. Leikstjóri er Oddur Bjöms- son rithöfundur, en formaður leikfé- lagsins er Ólafía Björnsdóttir. Loftskeytamaður lætur að sér kveða KVIKMYNDIR Iláskólabíó: II a m s u n - kvikmyndahátíö Loftskeytamaðurinn - Telegrafisten Leikstjóri Erik Gustavson. Hand- ritshöfundur Lars Saalbye, byggt á skáldsögunni Draumóramaðurinn eftir Knut Hamsun. Aðalleikendur Bjöm Floberg, Marie Richardson, Jarl Kulle, Ole Emst, Bjöm Sund- quist. Noregur 1992. Loftskeytamaðurinn er létt og vellukkuð gamanmynd í flesta staði. Handritshöfundinum Sa- albye hefur tekist vel að halda rétta tóninum í einni af fáum sög- um Hamsuns sem skrifaðar eru á glettnari nótunum og kemur inni- haldi hennar, boðskap og persón- um vel til skila. Ekki skaðar leik- stjórn Gustavsons og leikhópurinn er vel saman settur. Sögusviðið er afskekktur smá- bær í Noregi þar sem flestir lúta stjórn faktorsins og verksmiðju- eigandans Macks (Kulle), almætt- isins í þorpinu. En einn rekst ekki með í hópnum, loftskeytamaður- inn Rolandsen (Floberg). Hann er þungamiðja bæjarlífsins. Sól- brúnn, söngelskur ljóðamaður sem lætur þung högg fjúka ef svo ber undir og herðabreiður og vöðva- stæltur ærir hann lostann í kven- peningi staðarins. Allt frá ungu verksmiðjustúlkunum uppí sóma- kæra prestsmaddömuna. Sjálfur á hann sér þann fjarlæga draum að eignast hina undurfríðu Elísu fakt- orsdóttur og satt að segja virðist það fjarlægur draumur. En Rolandsen deyr ekki ráða- laus, hann er hugvitsmaður mikill en hefur skort fé til að koma vænlegri uppfinningu á framfæri en tækifærið kemur þegar Mack er rændur og lofar fundarlaunum. Loftskeytamaðurinn er harla óvenjuleg gamanmynd, kannski dulítið barnaleg á vogarskálum hraðfara nútímamanna, engu að síður ætti hún að falla íslendingum vel í geð, mannfólkið, viðfangsefn- ið og umhverfið hans Hamsuns er skylt okkur einsog náttúran sjálf. Sagan jákvæð og meinfyndin og minnir okkur á ævintýri um lottóvinning eða einhveija ámóta velþegna himnasendingu. Loft- skeytamaðurinn lífsglaði er í góð- um höndum Björns Flobergs og Mack faktor er borgið hjá sænska stórleikaranum Jarl Kulle sem túlkar hann af list. Þetta er kjörið hlutverk fyrir húmoristann Kulle sem nýtir sér skoplegu hliðarnar á faktornum svo úr verður e.k. Bör Börsson. Marie Richardson hefur til að bera ósnortna fegurð sem er vel við hæfi og skín einsog sól í heiði á þessum léttu, norsku sumardögum. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • ÚT ER komið 9. heftið í Ritröð Guðfræðistofnunar. Ber það heitið Biblían og bókmenntir og er helgað minningu sr. Jakobs Jóns- sonar dr. theol. Séra Jakob var alla tíð áhugamaður um bókmennt- ir, ekki síst leikbókmenntir. Segja má að sá áhugi hans hafi verið kveikjan að dokt- orsritgerð hans sem bar heit- ið Humour and Ironyin the New Testament, og ráðið miklu um skilning hans á Nýja testamentinu. Yfir- skrift þessa rits, Biblían ogbók- menntirnarev því í anda sr. Jakobs. Það eru bókmenntafræðingar, guðfræðingar og íslenskufræðingar sem leggja ritinu til efni. Hinn heimskunni nýjatestamentisfræðing- ur, dr. Bruce M. Meztger, skrifar minningarorð um sr. Jakob. Að öðru leyti er efnið sem hér segir: Dr. Álfr- ún Gunnlaugsdóttir skrifar grein sem hún nefnir: Með öfugum formerkjum. Þijár skáldsögur frá Suður-Ameríku. Ásdís Egilsdóttir skrifar grein um biskupasögur, dr. Clarence Edvin Glad um Lestur og ritskýringu 1. Korintubréfs 8, dr. Einar Sigur- björnsson um Píslarsögu ogPassíu- sálma, dr. Guðrún Kvaran um nokk- _______Tónllst Akadcmiska Sángförcningcn Langholtskirkju 16. maí Stjómandi John Schultz, einsöngvari Bjöm Haugan. Píanóleikur Henrik Wirkström. HÁSKÓLAKÓRINN finnska stofnaði Fr. Pacius fyrir tæpum 150 árum og hefur kórinn æ síðan verið áberandi þáttur í finnsku tónlistar- lífi, bæði innanlands og utan. Kórn- um hafa stjórnað margir þekktustu tónlistarmenn og tónskáld Finna, m.a. Bengt Carlson, Nils-Eric Foug- stedt, Erik Bergman og marga fleiri mætti telja. Um tíma a.m.k. var kórinn í nánu sambandi við M.M. kórinn finnska, sem er líklega þekkt- asti karlakór Finna og meðlimir há- skólakórsins fóru gjarnan yfir til M.M., þegar háskólaverunni lauk. Þetta leiðir það af sér að meðalaldur kórmanna háskólakórsins eru ekki nema rúmlega 20 ár, sem eðlilega hefur áhrif á getu kórsins. Á þessum aldri hefur röddin ekki enn náð þeim þroska og fyllingu sem ur orð um málið á Steinsbiblíu, dr. Gunnar Kristjánsson grein er hann nefnir Út af Edens fold. Um Paradís- armissi Miltons og þýðingu séra Jóns á Bægisá. - , Gunnar Stefánsson „Ég kveiki á kertum mínum“ Um trúarleg viðhorf í kveð- skap Davíðs Stefánssonar. Jón G. Friðjónsson um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. Pétur Pétursson um Aftur- hvarfsreynslu Matthíasar Ólafssonar og bændavakn- inguna á Fellsströnd. Silja Aðalsteinsdóttir um Trú ogsiðferði ííslenskum barnabókum og Svava Jakobsdóttirskrifargrein sem hún nefnir Ljós og litir í Alsnjóa. Loks eru birtir tveir ritdómar eftir þá dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Gunn- laug A. Jónsson sem er ritstjóri Ritr- aðar Guðfræðistofnunar og skrifar hann jafnframt inngangsorð að rit- inu. Ritið er alls 296 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Guðfræðistofnun Háskóla Islands en umsjón með út- gáfu ritraðarinnar hefur Skálholtsút- gáfan, útgáfufélag kirkjunnar. Ritið fæst íbóksölu stúdenta, Kirkjuhús- inu Laugavegi 31 ogíhelstu bóka- verslunum. þarf til að skila voldugum og þéttum hljómi. Þetta hlaut að koma niður á þeim lögum sem krefjast mikilla styrkleikasveiflna og mikils úthalds. Finnskir karlakórar eru töluvert frá- brugðnir íslenskum hvað snertir nið- urröðun í raddir. Finnar hafa mjög fjölmennan annan bassa, en oft fáa fyrstu tenóra, og í þessu tilfelli voru tenórarnir „fyrstu“ aðeins sjö tals- ins. Það er aðalsmerki hvers karla- kórs að_ hafa hljómmikinn annan bassa, og Finnar hafa mjög fjöl- mennan annan bassa, en Finnar eiga frábæran bassa. Sjö fyrstu tenórar nægja móti fjölmennum bassa, ef þessir tenórar eru vel skólaðir og hafa mikið úthald, á þetta vantaði nokkuð hjá Háskólakórnum finnska. Kórinn byijaði á nokkrum lögum eftir Sibelius við ljóð úr Kalevala- ljóðabálknum, sem vitanlega gerði andrúmsloftið strax finnsk-mettað og áfram hélt þessi andblær í Hjárt- ats sáng, sem kórinn söng ljóðrænt og fallega. Nokkuð kom mér á óvart að lag Pr. Gustafs, Glad, Sásom fág- eln, skyldi ekki kvikna og lag eins og Gryning vid havet var kórnum ofviða. Nútímalegu viðfangsefnin voru Ys og þys LEIKLIST Fjölbrautaskólinn Brciöholti YS OG ÞYS ÚT AF ENGU Leiklistarfélagið Aristófanes: Ys og þys út af engu eftir William Shake- speare. Leikstjóri: Bryndís Loftsdótt- ir. Tónlist: Hafdís Bjarnadóttir, Aðal- heiður Hansdóttir, Rakel Sigur- steinsdóttir. Aðalleikendun Róbert O’Neill, Stella Krisljánsdóttir, Snæv- ar Sigurðsson, Franklin Grétarsson, Sturla Þórisson, Jón Jónsson, Ágúst Kristnianns, Sólrún Káradóttir. Þriðjudaguriim 14. mars. ÞAÐ veltur á miklu fyrir leiklistar- félög framhaldsskóla að velja sér rétt verkefni. Með því að færast of mikið í fang er hætt við að áhugi almennra nemenda kvikni ekki eða að leikarar nái ekki að þroskast á sviðinu vegna þess að þeir þurfa að koma frá sér of miklu af of erfiðum texta. En aftur á móti má vissulega segja að einmitt með því að ráðast á garðinn þar sem hann sé hæstur fái nemendur sitt besta tækifæri. Það er ekki heiglum hent að setja það á efnisskránni sem kórinn sló í gegn með. Erik Bergman, sem telja verður frumkvöðul nútímatónlistar í Finnlandi, a.m.k. á sviði kórtónlist- ar, átti magnað verk á efnisskránni, Första Maj heitir það, skrifað fyrir karlakór og tenór-einsöngvara. Þá kom til sögunnar Björn Haugan, norskur óperusöngvari, — Wagner- raddgerð, en með ótrúlega hæð og úthald. Bergman hlífir engu í kór- verkum sínum, en þarna lék sér kórinn í Iínuspili Bergmans. Það seg- ir nokkuð um mat og menningarlega sýn kórsins, að þetta flókna og erf- iða verk hefur kórinn á sinni föstu efnisskrá og allt til taks. Ágætan húmor sinn sýndi kórinn í leiktilburð- um sínum í lagi Folke Rabins, Ron- des, svo og í kór Carls Orff, úr Carm- ina Burana, einnig í skemmtilegu lokaverki tónleikanna, einskonar ít- ölsku óperusallati eftir R. Genée. Ekki hefur gleymst að minnast á þátt ungs stjórnanda kórsins, John Schultz, en eins og allir vita er stjórnandanum að kenna þegar lakar gengur, en kórnum að þakka þegar vel gengur. En hafi kórinn þökk fyrir komuna og ágæta finnska kynningu. Karlakórinn Fóstbræður var mót- tökuaðili Akademiska Sángförening- en. Ragnar Björnsson. á svið leikrit eftir Shakespeare og Aristófanar í Breiðholti fá prik fyrir að reyna það. Ys og þys út af engu hefur verið sýnt sem bíómynd í vetur og á það eflaust sinn þátt í því að Breiðhyltingar völdu það. Þeir hafa ekkert eiginlegt svið í skólaleikhúsi sínu, en Þorgerður Elín Sigurðardótt- ir velur lausn sem er í senn einföld og formræn með því að hafa tjöld í bakgrunni og litla, hringlaga tjörn fyrir miðju. Leikarar eiga að vonum sumir fullt í fangi með textann enda hljóm- fall hans og orðaforði all ólík tal- máli nú. Þetta verður til þess að sumir spennast upp og eiga erfitt með frjálslegar hreyfingar á sviðinu. Þarna hefði leikstjórinn átt að koma til hjálpar með því að æfa hirðlega (spjátrungslega) framkomu og einn- ig hefði hann átt að gæta formfestu í dönsum. Samræmi getur skipt sköpum í svona sýningum. En líka er vert að geta þess sem vel er gert. Stella Guðný Kristjáns- dóttir stóð sig mjög vel sem Beatrís. Framsögn hennar var prýðiieg og hún hefur þokka og öryggi á sviði (svo ekki sé minnst á gullfallegt el- drautt hárið). Hennar leikur kom innan frá. Róbert Michael O’Neill var ágætur sem Leónató og Franklin Grétarsson bráðskemmtilegur og óheftur sem Þistill varðstjóri. Þá var ánægjulegt að heyra hvað Sesselja Konráðsdóttir fór vel með sinn texta sem systir Fransesca. Frumsamin tónlist Hafdísar Bjarna- dóttur var þægileg og ljúflega flutt af þeim stöllum. Guðbrandur Gíslason Sr. Jakob Jónsson Finnskir tónar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.