Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 2.
AÐSENDAR GREIIMAR
Málsmeðferð barna-
verndarmála
Hrefna
Friðriksdóttir
ÞANN 29. október
1994 var haldin ráð-
stefna á vegum Barna-
heilla um mannréttindi
barna. Er hér birtur
hluti erindis sem þar
var flutt.
Hvað er átt við með
málsmeðferð?
Með barnaverndar-
málum er hér átt við
mál sem koma til kasta
barnaverndaryfirvalda
skv. lögum um vernd
bama og ungmenna
nr. 58/1992. Eg ætla
ekki að fara í gegnum
það hvenær afskipti
bamaverndaryfírvalda eru réttlæt-
anleg. Ég ætla heldur að huga að
formreglunum — eða spumingum
um það hveijir eigi að taka ákvarð-
anir og hvernig eigi að komast að
niðurstöðu í þessum málum.
Barnavernd og
mannréttindi barna
Skv. þeim grunnreglum um
mannréttindi sem löggjöf okkar
hvílir á eiga afskipti barnaverndar-
yfirvalda af fjölskyldum að heyra
til undantekninga. Er m.a. ákvæði
til verndar friðhelgi heimilisins í
66. gr. stjórnarskrár íslands nr.
33/1994 og í Mannréttindasátt-
mála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994,
er lögð áhersla á friðhelgi einka-
lífs, fjölskyldu og heimilis. Mikil-
væg ákvæði eru í Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna frá 1989, sem
var fullgiltur af íslands hálfu árið
1992, en skv. 7. gr. sáttmálans
skal tryggja rétt barns til þess að
þekkja foreldra 'sína og njóta
umönnunar þeirra, skv. 8. gr. skal
virða rétt barns til þess að viðhalda
fjölskyldutengslum og skv. 9. gr.
skal tryggt að barn verði ekki skil-
ið frá foreldrum sínum gegn vilja
þeirra nema nauðsyn beri til. Þann-
ig er gengið út frá því að hagsmun-
ir barna verði alla jafna best
tryggðir með því að þau alist upp
hjá eigin fjölskyldu.
Stundum vaknar þó grunur um
að velferð barns sé í hættu innan
fjölskyldunnar t.d. vegna framferð-
is foreldranna. Bæði Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna og íslensku
barnaverndarlögin gera ráð fyrir
að börn eigi að búa við það sem
skilyrðislaus mannréttindi að þeim
verði komið til hjálpar við þessar
kringumstæður. Aðgerðir barna-
verndaryfirvalda geta því verið
nauðsynlegur liður í að treysta
sjálfsögð mannréttindi barna.
klæðnaður
Það er samspil rétt-
inda fjölskyldunnar og
réttinda bamanna sem
er svo erfitt í fram-
kvæmd.
Til hvers þarf að
huga að
málsmeðferðar-
reglum?
Afskipti barna-
verndaryfirvalda af
fjölskyldum eru í raun-
veruleikanum oft fyrir-
boði einhvers konar
hörmunga. Foreldrar
eru oft mjög ósáttir við
afskipti yfirvalda, eru
ósammála því að að-
búnaði barns sé ábótavant og upp-
lifa gjarnan aðgerðir sem beinar
árásir gegn hagsmunum barnsins.
Yfírleitt er þetta uppnám viðbót
við bágborið ástand sem kann að
vera á heimili og því miður þurfa
börnin iðulega að þola miklar þján-
ingar í þessu stríði.
Til að ná sem farsælastri lausn
erfiðra barnaverndarmála er mjög
brýnt að móta ásættanlegar reglur
um málsmeðferð. Reglurnar þurfa
að vera skýrar, sanngjarnar, fyrir-
sjáanlegar og með því markmiði
að aðilar geti borið traust til kerfis-
ins. Reglurnar þurfa þannig að
vera til þess fallnar að treysta
réttaröryggi allra þeirra sem að
málunum koma. Ég tel mjög vert
að skoða hvort ekki skorti á'eitt-
hvað í málsmeðferð barnaverndar-
mála á íslandi svo að markmiðum
þessum verði betur náð.
Ég vil leggja ríka áherslu á að
ég er ekki að halda því fram að
niðurstöður barnaverndaryfirvalda
séu frekar efnislega rangar en rétt-
ar. En það er svo með réttlætið
að það er ekki nóg að efnisleg
niðurstaða ágreinings kunni að
vera rétt, það skiptir miklu máli
að þeir sem deila trúi því að beitt
hafi verið réttum og sanngjörnum
aðferðum við að komast að sem
bestri niðurstöðu. Það er grundvall-
Aðalókosturinn við
málsmeðferð barna-
verndarnefnda er sá,
segir Hrefna Friðriks-
dóttir, að sami aðili
rannsakar mál, aflar
og metur gögn og
úrskurðar um eigin
uppástungur.
arforsenda réttarríkis að þegnarnir
telji að úrskurðaraðilum sé trey-
standi.
Því er stundum haldið fram að
núgildandi málsmeðferðarreglur
tryggi ágætlega réttaröryggi barna
þó þær tryggi ekki að sama skapi
réttaröryggi foreldranna. Þetta
getur þó varla staðist. Ef réttarör-
yggj foreldra er ekki nægilega
tryggt við meðferð máls, t.d. máls
um að svipta foreldri forsjá barns,
þá eykur það tortryggni í garð hins
endanlega úrskurðar og dregur
þannig úr . „réttmæti" hans. Ef
hægt er að efast um réttmæti úr-
skurðar barnaverndaryfirvalda um
að svipta foreldri forsjá, þá er um
leið hægt að efast um að gætt
hafi verið hagsmuna barnanna. Það
má þannig ekki gleymast að þessar
ákvarðanir snúast um samspil milli
réttinda foreldra og réttinda barna.
Ef foreldri er mjög ósátt við
ákvörðun þá er einnig hætta á að
það hafi áhrif á sálarástand og
framtíð þess barns sem málið snýst
um.
Hver á að fara með
úrskurðarvald í
barnaverndarmálum?
íþyngjandi ákvörðun, eins og að
svipta foreldri fgrsjá barns, er mjög
erfið og afdrifarík aðgerð. Þess
vegna er eðlilegt að athyglin bein-
ist að því hvort bæta þurfi máls-
meðferð á því sviði. Það er gífur-
lega mikilvægt að vanda til máls-
meðferðar við frumákvörðun um
forsjársviptingu. Líkur foreldra á
að fá börn sín aftur minnka oft
með hveijum degi sem líður frá því
að forsjársvipting á sér fyrst stað.
Börn eiga rétt á stöðugleika í lífi
sínu og þau mynda fljótt tengsl við
þann sem sýnir þeim ástúð og hlýju.
Málskot úrskurðar um forsjársvipt-
ingu er oft því miður nánast eins
og vítahringur — eftir því sem
tíminn líður rofna tengsl barns við
foreldra og ný tengsl myndast sem
varhugavert getur verið að ijúfa.
Frumúrskurðarvald um forsjár-
sviptingu er nú í höndum barna-
verndarnefnda. Aðalókosturinn við
málsmeðferð barnaverndarnefnda
er sá að sami aðilinn rannsakar
mál, aflar gagna, metur gögnin,
stingur upp á úrræðum og úrskurð-
ar um eigin uppástungur. Finnst
foreldrum að þeir hafi litla mögu-
leika til þess að hafa áhrif á niður-
stöðu. Þessi málsmeðferð skapar
vantraust aðila í garð nefndarinnar
og um leið vantraust á úrskurðum
hennar. Það skaðar svo aftur allt
barnaverndarstarf á landinu.
Úrskurðarvald er víða í höndum
dómstólanna en.við setningu laga
nr. 58/1992 var þessari leið hafn-
að. Þó var viðurkennt að dómstóla-
leiðin væri eflaust best til þess fall-
in að tryggja rétt foreldranna.
Málsmeðferð fyrir dómstólum
byggir á traustum meginreglum
með það markmið að tryggja rétta-
röryggi málsaðila og réttlátar nið-
urstöður. Fólk sættir sig almennt
við að dómstólar ráði til lykta
ágreiningi á þann skásta veg sem
við kunnum. Til samanburðar má
nefna að dómstólum er treyst fyr-
ir því að leysa úr ágreiningi for-
eldra um forsjá barna vegna skiln-
aðar.
Það má vel vera að stjórnvalds-
leiðin sé heppilegri og fóru Norð-
menn t.d. þá leið við síðustu endur-
skoðun sinna barnaverndarlaga
árið 1992. En jafnvel þá tel ég
nauðsynlegt að bæta núverandi
fyrirkomulag og móta málsmeð-
ferðarreglur sem líkjast því sem
gerist fyrir dómstólunum. Finnst
mér athugandi að frumúrskurðar-
vald um forsjársviptingu verði í
höndum hlutlauss stjórnvalds, skip-
uðu mönnum með sérþekkingu.
Barnaverndarnefndir gætu verið
áfram til staðar með það hlutverk
að styðja við bakið á fjölskyldu,
gera áætlanir um úrræði o.s.frv.
Ef talið væri rétt að grípa til að-
gerða gegn vilja foreldra, ætti
barnaverndarnefnd þann kost að
gera skriflegar rökstuddar, kröfur
fyrir stjórnvaldinu sem færi með
úrskurðarvaldið. Síðan yrði rekið
ágreiningsmál þar sem sóknaraðili
yrði barnaverndarnefnd og varnar-
aðilar foreldrarnir og barnið eftir*
atvikum, sem myndi skapa ákveðið
jafnræði með aðilum. Stjórnvaldið
sem úrskurðaði myndi hafa eftirlit
með gagnaöflun aðilanna eða sjá
um í samráði við aðila að gagna
yrði aflað frá óháðum sérfræðing-
um. Málflutningur færi svo fram
eftir svipuðum reglum og fyrir
dómstólum.
Málskotsréttur
Spurning um frumúrskurðar-
vald er ekki það eina sem kallar
á breytingar á núgildandi lögum.
Eins og úrskurðarvaldinu er núna
farið, á skv. lögum að leysa endan-
lega úr málum á stjórnvaldsstigi,
hjá barnaverndarnefnd með mál-
skotsrétti til barnaverndarráðs og
er ekki gert ráð fyrir að mál fari
til dómstólanna. En um leið hafa
íslendingar fullyrt á alþjóðavett-
vangi að hægt sé að krefjast end-
urskoðunar fyrir dómstólum. í 9.
gr. Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna er gerð sú krafa að hægt
sé að skjóta forsjársviptingarúr-
skurðum til dómstóla. Við fullgild-
ingu samningsins af hálfu íslands
var því lýst yfir að dómstólar geti
endurskoðað ákvarðanir stjórn-
valda skv. 60. gr. stjórnarskrár-
innar. Að óbreyttum lögum eru
því fjögur úrskurðarstig í barna-
verndarmálum, barnavernd-
arnefnd, barnaverndarráð, héraðs-
dómur og Hæstiréttur. Þá eru ekki
til neinar sérreglur um dómstóla-
meðferð þessara mála svo sem
æskilegt er.
Niðurstaða
Það er því að mínu mati nokkuð
brýnt að huga að breytingum á
málsmeðferð barnaverndarmála.
Það þarf að tryggja réttaröryggi
allra aðilanna, tryggja jafnræði og
faglega, skjóta og örugga úrlausn
sem um leið er lykillinn að bættum
mannréttindum barnanna, velferð
þeirra og bjartari framtíð.
Höfundur er lögmaður og vinnur
m.a. fyrir BnrnaheiU.
HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ
heldur því fram að tilvísanaskyldan sé í þágu sjúklinga
ÞETTA E
rRAIUGT
Það er ekki í þágu gamals fólks og lasburða að fara tvær ferðir í stað
einnar til að komast til læknis, fyrst á heilsugæslustöðina og síðan til
n sérfræðingsins sem það á erindi við.
Tilvísanaskyldan er fjandsamleg
sjúklingum sem eiga erindi við sérfræðinga
EFTIRTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TILVÍSANASKYLDU:
HÁLSNEF- OG
EYRNALÆKNAR
Datiiel Guðnasoti
Eittar Ólafison
Einar Sindrason
Eittar Thoroddsen
Erlingur Þorsteinssoti
Fribrik Guðbrandsson
Friðrik Páll Jónsson
Hannes Hjartarson
Kristján Guðtnundsson
Ólafiir F Bjarnasoti
Páll M. Stefánsson
Sigurður Júlíusson
Sigtirður Stefánsson
Stefán Eggertssott
Stefátt Skaftason
Stefáti Ólafsson
Þórir Bergmundsson
HEILA- OG
TAUGASKURÐLÆKNAR
Arott Bjö'rnsson
Bjarni Hannesson
Kristinn Guðmundsson
Þórir Ragnarssott
KRABBAMEINSLÆKNAR
Guðjón Baldursson
Guðrnundur Benediktsson
Helgi Sigurðssoti
Jótt Hrafitkelsson
Kjartan Magnússon
Sigurður Árnason
Sigurður Björttsson