Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Horft til 21. aldarinnar
Hugleiðingar
VIÐ lifum í margbreytilegum
heimi; síbreytilegum og óútreiknan-
legum. Heimsmyndin breytist svo
hratt að ekki er nema fyrir sérfræð-
inga að skilja þær breytingar og þá
gjama eingöngu á þeirra sérhæfða
sviði. Það er því erfitt fyrir leikmann-
inn að spá í hvernig heimur morgun-
dagsins verður, hvað þá fyrir ungt
fólk sem vill marka sér stefnu fyrir
framtíðina.
Á samdráttartímum gilda önnur
_ lögmál en í þenslu. Þá er hluti vinnu-
aflsins óvirkur, á framfæri samfé-
lagsins og leggur ekkert til þjóðar-
framleiðslunnar. Það er alvarlegt mál
fyrir litla þjóð eins og Islendinga.
Eða hvað? Erum við kannski sátt við
það að leita leiða til að uppræta at-
vinnuleysið eða það sem skynsam-
legra er að nota það okkur í hag
með því að nýta þann tíma sem gefst
til að huga að innviðununum, en á
uppgangstímum gefst lítill tími til
þess. Það þarf að huga að atvinnu
og menntamálum, starfsþjálfun og
starfsmenntun; það þarf að marka
stefnu til framtíðar, sérstaklega í
atvinnumálum ungs fólks. Þar þurfa
að vera stöðug úrræði, því reynsla
^annarra þjóða er sú að því fyrr sem
gripið er inn í atvinnuleysi ungs fólks
því minni hætta er á varanlegu at-
vinnuleysi þ.e.a.s. að atvinnuleysið
verði „eðlilegt" ástand fyrir þann
atvinnulausa og í versta falli verði
það arfgengt.
Sú var tíð að fólk menntaði sig
til sérhæfðra starfa, með því að fara
í háskóla eða læra iðn. Meðal verka-
lýðsins réðu menn sig í vinnu á unga
aldri, fengu þar starfsþjálfun í því
sem varð þeirra ævistarf. Mestallt
nám og starfsþjálfun hefur hingað
\itil miðast að því að búa fólk undir
eitt ævistarf, með sérhæfingu og leit
um atvinnuleysi ungs fólks
að sérþekkingu. Og nú vil ég spyija?
Hefur sérhæfingin verið réttur undir-
búningur fyrir þann margbreytilega
heim sem við nú byggjum? Og í fram-
haldi af því: Verður sérhæfmgin okk-
ur ekki fjötur um fót á 21. öldinni?
Hraðinn í þróun tölvunnar getur
gefið okkur vísbendingu um það sem
koma skal. Síðastliðinn áratug hefur
tölvan breyst úr því að vera þróuð
rit- og reiknivél yfir í tæki þar sem
hægt er að vinna með texta, mynd
og hljóð, upplýsingamiðlun þar sem
hægt er að nýta sér helstu gagna-
banka heimsins og samskiptaform
milli manna um víða veröld. Samt
gengur mestöll tölvufræðsla á íslandi
út á það að kenna fólki á þróuðu
rit- og reiknivélina.
Stúdentsprófið er orðið hið þrönga
nálarauga sem allir verða að fara í
gegnum því flestir atvinnurekendur
og æðri menntastofnanir gera kröfu
til þess. Það er því í orði en ekki á
borði viðurkennt sem grunnmenntun
ungs fólks í dag. En þegar tveir af
hveijum fimm flosna upp úr þessu
námi er þá ekki kominn tími til að
spyija óþægilegra spurninga? Fjórt-
án ár í skóla er langur tími fyrir
tvítugt fólk; það er u.þ.b. þrír fjórðu
hlutar ævinnar og mörgum óar við
þeirri tilhugsun að bæta við fimm
til tíu ára framhaldsnámi. Margir
hafa ekki úthald, enn aðrir sjá engan
beinan tilgang með veru sinni í skól-
anum og enn aðrir hafa ekki efni á
skólagöngu. Þeir sem gefast upp á
hinni hefðbundnu leið i gegnum
skólakerfið eiga fárra kosta völ.
Könnun Atvinnumiðlunar Reykjavík-
urborgar sýnir að 70% atvinnulausra
á aldrinum 16-25 ára hefur einung-
is lokið grunnskólaprófi. Stór. hluti
þessa hóps vill auka menntun sína,
helst með úrræðum sem taka
skemmri tíma en hefð-
bundið skólanám og í
tengslum við starfs-
þjálfun. En er íslenska
skólakerfíð undir það
búið að sinna þörfum
þessa fólks? Nei, því
miður. íslenska skól-
kerfið er of þungt í vöf-
um, það er í of litlum
tengslum við atvinnulíf-
ið, það er að stórum
hluta arfleifð frá síð-
ustu öld og endurspegl-
ar ekki þann heim sem
við lifum í dag. Síðast
en ekki síst skortir það
sveigjanleika fyrir inn- og útstreymi
nemenda og möguleika fyrir þá sem
kjósa blandaða leið þ.e. að taka þátt
í atvinnulífí meðfram námi ti! að
Góð almenn menntun
er besti farseðill til
framtíðar. Benóný
Ægisson telur mennt-
unarmöguleika þurfa
að vera breytilega
til að mæta þörfum
sem flestra.
sækja sér þá sértæku þekkingu sem
þeir þarfnast.
Atvinnuleysi á íslandi fer vaxandi
og ekkert bendir til annars en að þau
mál skipist með svipuðum hætti og
hjá öðrum þjóðum. Við þurfum að
ákveða hvernig við ætlum að bregð-
ast við; helst að reikna allt dæmið
Benóný Ægisson
upp á nýtt. Það er ekk-
ert sérstaklega erfitt að
reikna burt atvinnuleysi
en öðru máli gegnir
þegar á að láta fram-
kvæmdina ganga upp.
Það gerist ekki nema
með samstilltu átaki
margra aðila, s.s. at-
vinnurekenda, verka-
lýðsfélaga og skóla.
Væri fólki gert kleift
að lifa af fjörutíu
stunda vinnuviku losn-
aði um mörg störf og
einnig væri hægt að
hugsa sér að hluti vinn-
andi fólks tæki þátt í
endur- og símenntun
sem gerði það að hæfari starfskrafti
en losaði jafnframt um störf á vinnu-
markaði.
Átaksverkefni sem hafa engan
annan tilgang en að stytta atvinnu-
leysisskrána eru skammgóður verm-
ir. Enginn er bættari með slíkri fram-
kvæmd, hvorki þeir sem fá vinnu í
skamman tíma við verkefni sem þeir
sjá engan tilgang í né vinnuveitend-
umir sem í mörgum tilfellum þurfa
ekki á auknum starfskrafti að halda.
Því miður hafa flest átaksverkefni
hingað til farið af stað með meira
kappi en forsjá sem eru eðlileg pani-
kviðbrögð hjá þjóð sem ekki þekkir
atvinnuleysi. í grófum dráttum má
skipta átaksverkefnum í þijá flokka:
I fyrsta flokki er krafan að verkefn-
in séu arðbær; þessi tegund átaks-
verkefna þarfnast ekki frekari skýr-
ingar. í öðrum flokki eru átaksverk-
efni sem verða þátttakendum til auk-
ins þroska, eru mannbætandi og
menningarauki öllum þorra manna.
í þessum flokki er starfsþjálfun ýmis-
konar, listiðkun og vinna að menn-
ingarmálum og mannúðarstörfum.
Þriðji flokkurinn eru þau verkefni
sem styrkja frumkvæði og nýsköpun,
ætluð þeim sem vilja koma eigin
hugmyndum í framkvæmd. I þessum
flokki er stuðningur við þá sem vilja
stofna fyrirtæki eða standa fyrir
skammtímaverkefnum sem eiga að
skila arði en einnig stuðningur við
ýmis verkefni atvinnulausra, sem
vilja lifa innihaldsríkara lífí á meðan
á atvinnuleysinu stendur, en hafa
ekki að meginmarkmiði að skila ijár-
hagslegum ávinningi.
Góð almenn menntun er besti far-
seðill þjóðar til framtíðar. Hvernig
hennar er aflað skiptir engu máli,
en möguleikarnir verða að vera fyrir
hendi og leiðirnar þurfa að vera
margar og við hæfí flestra. Og hvað
er þá almenn menntun í dag? Hún
er þekking á möguleikum tækninnar
og þekking á atvinnulífi, - hún er
þekking á eigin menningu og ann-
arra, hún er þjálfun í skapandi hugs-
un og í listum, hún er tungumáia-
kunnátta o.s.frv. Enginn veit hvert
stefnir í þessum síbreytilega heimi
og menn geta staðið frammi fyrir
því að ævistarf þeirra verði úrelt,
kannski eftir 20-30 ára nám. Því
er best að vera við öllu búinn; vera
viðbúinn því að ný staða komi upp
og það þurfi að breyta stefnunni
fyrirvaralaust því atvinnuúrræðin
mega ekki daga uppi sem nátttröll
vegna þess að þau eru ekki í takt
við tímann.
Þessum pistli var aldrei ætlað að
verða tæmandi úttekt á atvinnu og
menntamálum ungs fólks heldur að
vekja til umhugsunar og efna til
umræðu. Umræðan verður að hefjast
og horfa verður til framtíðar. Marka
verður framtíðarstefnu í þessum
málum og í þeirri stefnumörkun
verða allir þeir sem málið varða að
taka þátt. Án stefnumörkunar til
langs tfma í atvinnumálum og án
sveigjanleika í menntunar- og at-
vinnuúrræðum missum við af fram-
tíðarlestinni.
Höfundur starfar í Hinu húsinu,
mcnningar- og upplýsingamiðstöð
ungs fólks.
Rödd úr fortíðinni
í NAFNLAUSRI grein frá hags-
munafélagi of- og ónæmislækna er
ráðist að mannorði tveggja manna í
Morgunblaðinu þann 4. febrúar
1995. Það eru þeir B'rynjólfur Snor-
rason á Akureyri og Ægir Bessason
í Hafnarfírði, sem verða fyrir þessu.
Um leið er í greininni hvatt til rit-
skoðunar fjölmiðla, að minnsta kosti
öllu því sem ekki hentar þessum
sömu hagsmunasamtökum.
Er þetta rödd „æðri“ stéttar úr
fortíðinni eða hvað?
Vísindamennimir bera fyrir sig lög
landsins, sem bæði kveða á um kukl
og réttindi. Lög sem sortéra fólk
eftir akademískum gráðum. Spurn-
ingin er hvort að sannir vísindamenn
þurfí nokkur lög til þess að hjúpa
sig með, svo að sú virðing, sem þeir
krefjast af öðrum sér til handa, sé
meira en nafnið eitt? Eru það ekki
verðleikar þeirra og verk, sem við
hljótum að dæma þá eftir?
Löggjafínn setti þessi lög á sínum
tíma, þegar fyrstu akademískt lærðu
læknarnir komu til landsins. Gefum
^kkur að það hafi verið vel meint á
þeim tíma í anda þá nýrrar upplýs-
ingaaldar og trúnni á það, að hin
ungu vísindi leystu allan vanda
mannkynsins. En gáum líka að því
að um leið var fyrri læknum lands-
ins, þeim sjálflærðu, þakkað fyrir vel
unnin störf með því að stimpla þá
sem kuklara.
Sú forræðishyggja kerfisins fyrir
almenningi, sem felst í þessum lög-
um, átti ef til vill rétt á sér á síð-
ustu öld, en ekki nú þegar almenn-
ingur er fullkomlega upplýstur um
læknastéttina alla með kostum henn-
ar og göllum. Nú leitar almenningur
sjálfviljugur til allra læknenda að
eigin vali og dæmir svo sjálfur um
niðurstöðumar. Eða hvort er betra
að sjá í gegnum nálarauga með ein-
staka gróðahyggjumenn ólæknis-
lærðra, sem engum gera gagn, eða
sú samtrygging læknislærðra sem
verndar algerlega óhæfa menn innan
þeirrar stéttar til að fremja svokölluð
læknamistök?
Nafnlausa greinin er markverðust
fyrir þær sakir að hún veltir upp
steininum og við okkur blasir það
sem raunverulega hefur legið í þagn-
argildi, nefnilega hvort ekki er löngu
kominn tími á það að endurskoða
þessi einokunarlög. Hvort að almenn-
ingur eigi ekki að tala við sína þing-
menn, vegna þess ófrelsis sem þeir
búa við að þessu leiti.
Fyrir flesta gæti þetta litið út sem
smámál, en það er langt í frá að svo
sé. Innan læknastéttanna um allan
heim er nú þessa dagana að koma
fram á sjónarsviðið innri kreppa. Hún
á sér langa sögu og aðdraganda en
einkenni hennar koma einmitt í ljós
í hnotskurn í viðbrögðunum við alnæ-
minni.
Nafnlausa greinin segir um þetta:
„Þvert á móti er leitast við að skoða
alla möguleika og bregðast við að
alefli (vegna óþekktra sjúkdóma,
vegna þjóðfélagsbreytinga og tækni-
þróunar) eins og t.d. dæmið um al-
næmi sannar." Víða um heim eru
læknar og vísindamenn nú að beijast
af alefli á móti þeirri lyfjafyrirtækja-
legu þjónkandi stefnu, sem hefur
verið tekin upp móti alnæminni. Við
skulum ekki gleyma því að um leið
og alnæmið er hræðilegur sjúkdóm-
ur, er það líka stórviðskipti fyrir
ýmis fyrirtæki og þá vísindamenn
sem vinna fyrir þau. Hér eru milljarð-
ar dollara í spilinu. Þessir aðilar vilja
ekki hlusta á neinar aðrar lausnir
en Gallo og fleiri „uppgötvuðu".
Menn á borð við dr. Peter Dues-
berg, Robert S. Root-Bernstein, dr.
Steven Jonas, dr. Hank Loman, dr.
Kary Mullis og dr. Charles Thomas
sem allt eru topp vísindamenn hafa
lagst á eitt að fá birtar sínar vísinda-
rannsóknir, sem sýna að það er ekk-
ert samhengi milli HlV-veirunnar og
eyðni.
Þetta er aðeins toppurinn á ísjak-
anum í þeirri þróun innan læknis-
fræðinnar, sem nú er smátt og smátt
að koma í ljós um nokkra veigam-
ikla þætti hennar, sem eru byggðar
á misskilningi, þröngsýni og hreinni
pólitík. Því að það er ekki nóg að
sanna hlutina - „nota aðferðir sem
gera gagnrýnið mat mögulegt í nið-
urstöðum" - þegar læknavísindin
eða aðrar greinar vísinda eru orðnar
að trúarsetningum, sem menn í góðri
trú veija með hnúum og hnefum,
vegna þess að þeir lærðu ekkert um
þessar nýju rannsóknir á sínum tíma,
já eða bara á síðasta ári. Og kæra
sig raunar ekkert um að kynna sér
nánar.
Jörðin er sem sé ekki
lengur flöt í læknislist-
inni, hún er hnöttur!
Það eru tvenns konar
aðilar sem vinna að
nýjum kenningum inn-
an læknavísinda:
Læknislærðir menn,
sem eru um leið útskú-
faðir af sinni stétt og
teknir af þeim rann-
sóknarstyrkir. Dæmi:
dr. Peter Duesberg,
sem er frægur krabba-
meinsrannsakandi frá
Kaliforníuháskóla.
Dæmi: Rober 0. Bec-
ker, sem er kominn
einna lengst vísinda-
manna vestanhafs að kanna rafsvið
lifandi vera, með geysigóðum lækn-
inganiðurstöðum.
Hins vegar eru þetta ólæknislærð-
Ný stefna í rannsóknum
á eðli lifandi vera er
lífrafsegnlfræðin,
segir Einar Þorsteinn.
Hann segir lífverur
í jafn ríkum mæli
rafsegulfyrirbæri og
efnafræðifyrirbæri.
ir menn með brennandi áhuga á
heilsufari fólks. Menn með nýjar og
óvenjulegar hugmyndir um eðli og
samhengi hlutanna. Stundum sam-
einast þessir tveir aðilar um vinnu
sína sem gefur enn betri raun.
Ein ný stefna innan rannsóknanna
um eðli lifandi vera, er lífrafsegul-
fræðin (bioelectromagnetics). Einn
helsti frumkvöðull hennar í dag er
dr. Cyril B. Smith, en mjög margir
vísindamenn í Englandi, Japan,
Rússlandi, Þýskalandi og Bandaríkj-
unum fást við þetta nýja svið í dag.
í mjög stuttu máli gengur greinin
út á það að lifandi verur séu jafnmik-
ið rafsegulfyrirbæri eins og efna-
fræðifyrirbæri. Um
þessa grein læra menn
ekki í dag í háskólum,
enda á hún enn ekki
uppá pallborðið hjá við-
urkenningarapparati
visindanna. Hinsvegar
er það trúa mín að of-
og ónæmislæknar þurfi
allir að taka framhalds-
námskeið í greininni
innan fimm ára, ef þeir
vilja vera með!
Svo vel vill til að
bæði Brynjólfur Snorra-
son og Ægir Bessason
eru að vinna brautryðj-
endastarf á þessu sviði:
Brynjólfur í samvinnu
við dr. Harry Oldfield frá London á
sviði myndrænnar mælitækni vegna
rafsegulsviða á yfirborði hluta. Það
er vert að geta þess hér í leiðinni
að hann hefur fengið mjög góðar
niðurstöður fyrir orkugæði íslenskra
landbúnaðarafurða, sem geta orðið
þjóðinni stórtekjulind. Ægir er hins-
vegar þátttakandi í tilraun þó nokk-
urra þjóðlanda með tæki sem m.a.
er hannað af dr. Cyril B. Smith og
með því er unnt að mæla ýmiskonar
ofnæmi svo dæmi sé nefnt.
Á móti þessari starfsemi eru hinir
háæruverðugu læknar sem ekki vilja
láta nafn síns getið í greininni í
Morgunblaðinu að vinna, kannske
vegna þess að þeir hafa ekki kynnt
sér málið til hlýtar. Þeir sjá hér samt
greinilega ógnun við starfsemi sína,
þó að í það sé látið skína að hagsmun-
ir almennings séu hér í veði.
I einstökum atriðum er mjög
margt aðfínnsluvert í þessari um-
ræddu grein, sem að sinni verður
ekki gert hér að umtalsefni. Aðal-
áhyggjuefni okkar, sem viljum kynna
okkur allar hliðar málanna án þess
að trúarlegar kreddur vísindanna fái
byrgt sýn, hversu ótrúlega lík við-
brögð vísindamanna, eða þeirra sem
vilja kalla sig svo, minna á viðbrögð
katólsku kirkjunnar á miðöldum um
það leiti, sem upplýsingin barði sér
leið inní hugskot almennings þess
tíma, þó að það kostaði mannfórnir
í nafni hinnar einu sönnu trúar.
Höfundur er hönnuður.
Fyllum Kolaportið af kompudóti
J
UM HELGINA
SÉRSTAKUR
á líaiiiiA
a dag fyrlr þá san^^Hmjj^fó^jH^jÍna
Hafðu samband og riA CAOA
iryggðu þér pláss i sima JPi JvuV
KOLAPORTIÐ
Einar Þorsteinn