Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVEINN HALLDÓR
JÓNSSON
+ Sveinn Halldór Jónsson var
fæddur á Hólum í Fljótum
28. janúar, 1899. Hann lést á
Sjúkrahúsi Sauðárkróks 10.
mars síðastliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Her-
mannsson bóndi á Reykjarhóli
í Fljótum, d. 1920, og Viktoría
Lilja Sveinsdóttir, d. 1933.
Systkini Sveins sem öll eru lát-
in voru: Hermann Steinn f.
1892, var kvæntur Petru Stef-
ánsdóttur; Gubjörn Guðni, f.
1894, var kvæntur Jóhönnu
Stefánsdóttur; og Guðbjörg
Margrét, f. 1902, var gift Jóni
Guðbrandssyni.
Sveinn kvæntist Guðrúnu
Sveinsdóttur frá Lundi í Fljót-
um árið 1928. Foreldrar hennar
voru Sveinn Steinsson bóndi á
Lundi, d. 1914, og Sigurbjörg
Jóhannesdóttir, d. 1920. Sveini
og Guðrúnu auðnaðist að koma
fimm börnum á legg. Þau eru:
Lilja, sambýlismaður hennar
var Baldur Björnsson; Þuríður
Ásdís húsfreyja, gift Róbert
Róbertssyni bílstjóra; Sigur-
björg húsfreyja, gift Zophan-
íasi Frímannssyni bónda; Guð-
mundur húsasmíðameistari,
sambýliskona hans er Sigríður
Burny, hann var kvæntur Erlu
N. Jóhannesdóttur; og Trausti
bóndi, kvæntur Sigurbjörgu
Bjarnardóttur. Börn Lilju og
Baldurs eru Karl Lindal verka-
maður, Borgþór vélstjóri og
Hermann Valgarður stýrimað-
ur; börn Ásdísar og Róberts eru
Bryndís Guðrún land- og jarð-
fræðingur, Anna Rósa grasa-
læknir og Róbert Sveinn fjölm-
iðlafræðingur; börn Sigur-
bjargar og Zophoniasar eru
Guðrún Svana ljósmóðir, Hilm-
ar Þór bifvélavirki, Sveinn
Heiðar sjómaður, Gunnar Valur
bifvélavirki, Jósefína Harpa
hjúkrunarfræðingur, og Hlyn-
ur Örn framhaldsskólanemi;
börn Guðmundar og Erlu eru
Sveinn Viðar flugrekstrarfræð-
ingur og Unnur Björk hús-
freyja; börn Trausta og Sigur-
bjargar eru Bjarni Heimir sjáv-
arlíffræðingur, Sveinn Rúnar
nemi í landslagsarkitektúr og
Fjóla Guðbjörg grunnskóla-
nemi. Sveinn hóf búskap 1921
með systur sinni Guðbjörgu á
ættaijörðinni Reykjarhóli í
Fljótum sem komist hafði í eigu
afa hans Hermanns Þorsteins-
sonar árið 1874. Sveinn flutti
að Bjarnargili í Fþ'ótum 1923
og bjó þar allar götur síðan þar
til að hann flutti til Sauðár-
króks á áttræðisaldrí en þá
hafði sonur hans Trausti tekið
við búinu á Bjarnargili. Sveinn
sinnti félagsmálum ötullega og
var m.a. hreppsnefndaroddviti,
sá um Sjúkrasamlag Holts-
hrepps, sat í stjórn Samvinnufé-
lags Fljótamanna og sljórn Bún-
aðarfélagsins. Á sínum yngri
árum starfaði hann með ung-
mennafélagi Holtshrepps og tók
þátt í byggingu Ungmennafé-
lagshússins að Ketilási.
Útför Sveins var gerð frá
Barðskirkju í Fljótum 21. mars.
SVEINN Jónsson fyrrverandi bóndi
'*'*& Bjamargili í Fljótum er látinn eft-
ir skamma sjúkdómslegu.
Hann náði háum aldri og var
lengst af við góða heilsu, eitthvað
sem við yngra fólkið sækjumst eftir
með endalausum vangaveltum um
hollustu fæðis og líkamsræktar.
Mikil vinna og einfalt líf í harðbýlli
sveit mótaði Svein þó meira en
nokkuð annað og gaf honum eflaust
það langlífí og góðu heilsu sem hann
naut.
Sveinn var um það bil fímm ára
þegar fyrsta flugvélin lyfti sér frá
jörðu árið 1903 í Kitty Hawk í
Norður-Ameríku, hann var ungling-
ur þegar fyrri heimsstyijöldin hófst
og um fertugt við upphaf seinni
'Viieimsstyijaldarinnar. Hann hefur
því horft upp á allar helstu breyting-
ar, sem tækniöldin hefur fært okk-
ur, eiga sér stað við túngarðinn hjá
sér. Sveinn hefur sjálfsagt gefíð sér
tíma frá vinnu sinni til að gjóa aug-
unum á þessar breytingar svona
rétt til að tileinka sér það sem að
gagni mætti koma við bústörfín og
auka þægindin heima við, en að
öðru Ieyti held ég að hann hafí lítið
látið umheiminn trufla sig við bú-
störfín, sem voru honum lífíð sjálft.
Hann gat verið harður í hom að
taka þegar vinna var annars vegar,
þá dugðu engin vettlingatök, þó
held ég að kröfumar hafí ávallt
verið minni til annarra en hann
gerði til sjálfs sín, því hann var
ávallt fyrstur upp á morgnana og
með þeim síðustu heim á kvöldin.
Ég man eftir fyrsta sumrinu mínu
í sveit á Bjamargili, sem varð hálf
endasleppt. Á hverjum morgni þeg-
ar ég vaknaði var Sveinn afí löngu
vaknaður og búinn að raka saman
ótölulegan fjölda hrúga af afraki
sem við krakkamir tíndum í fötur
og söfnuðum á vagn. Þegar svona
var búið að ganga í ’heila eilífð’ að
því er afabarninu fannst og alltaf
vora jafn margar hrúgur á túninu
að morgni var litlum manni skyndi-
lega öllum lokið og heljarmikið tára-
og hljóðaflóð upphófst sem endaði
ekki fyrr en peyinn var sóttur í sveit-
ina og farið með hann heim. Upp
frá þessu bar ég djúpa virðingu fyr-
ir afa, sem mér hafði þar með skil-
SIGURJÓN JÓNSSON
■+■ Siguijón Jóns-
' son var fæddur
í Eyvík í Grímsnesi
»• hinn 19. apríl 1903.
Hann lést á Borgar-
spítalanum 27. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni
10. marz.
ÞÁ er fallinn í valinn
sá síðasti af þeim sex-
menningum sem til er
mynd af, tekin 1974,
og höfðu allir unnið frá
byrjun hjá Stálsmiðj-
unni sem stofnuð var
1933. Það er gott framlag til eins
fyrirtækis og mun það munað
verða.
Fundum okkar Siguijóns bar
fyrst saman um 1946 norður á
Akureyri. Var ég að læra sömu iðn
og Sigiujón hafði lært. Verið var
að setja upp nýjan gufuketil hjá
Gefjun og vildu þeir fá sérfræðinga
að sunnan til þess og
áttum við að vinna
með þeim. Þeir komu
Siguijón og Kristinn
Tómasson, báðir hinir
ágætustu menn, og
eftir nokkra daga var
ketillinn gróflega kom-
inn upp og Siguijón lét
þau orð falla við Gefj-
unarmenn að þeir
hefðu þarna ágætis
menn sem kláruðu
verkið. Siguijón var að
byggja sér einbýlishús
í Skjólunum. Á þessum
árum var erfítt um
byggingarefni en í
KEA fékk hann ýmislegt og áhug-
inn mikill að komast suður með
efnið. Eitt rör í rörabúnti sem var
uppistaðan í katlinum var dálítið
dældað og var vélstjórinn ekki
ánægður með það. Siguijón taldi
þetta lítið mál, lét renna stálkúlu
og dró hana gegnum rörið með
skrúfbolta og hitaði rörið með gas-
ist að bjó yfír meiri vinnuafköstum
en flest annað fólk þó aldraður væri.
Eftir að Sveinn flutti frá Bjarn-
argili til Sauðárkróks á áttræðis-
aldri, réði hann sig í vinnu við að
reisa fjárgirðingar uppi á heiðum.
Þó að hann yrði að láta í minni
pokann fyrir elli kerlingu og hætta
girðingavinnunni, gafst hann ekki
upp heldur stundaði gönguferðir um
fell og dali í nágrenni Sauðárkróks
eða brá sér á gönguskíði milli húsa
ef færi gafst, svona til að ’beijast
við stirðleikann’, eins og hann tók
til orða. Hann var einmitt þátttak-
andi í fyrsta skíðamótinu á íslandi
sem haldið var upp úr aldamótum
í Fljótum. Það lýsir atgervi hans vel
að hann munaði ekki um að lyfta
sér upp á bitanum við útihurðina
hjá sér nú í haust sem leið, svona
rétt til að ’teygja á hryggnum’.
Sveinn var af þeirri kynslóð sem
þurfti að beijast við náttúruöflin til
að hafa í sig og á. Þetta tókst hon-
um með afbrigðum vel í harðbýlli
sveit, þrátt fyrir að Guðrún kona
hans gengi ekki heil til skógar mest-
alla búskapartíð þeirra. Sveinn sagði
mér eitt sinn hvernig hann hefði
gert sér ferð suður til Reykjavíkur
til að ná tali af Hermanni Jónassyni
forsætisráðherra, þeirra erinda að
fá styrk frá ríkisstjórninni svo Guð-
rún gæti leitað sér lækninga í út-
löndum. Þá vora aðrir tímar en nú
og styrkurinn fékkst ekki. Sveinn
stóð því frammi fyrir þeim hörðu
kostum að velja um að bregða búi
til að greiða lækniskostnað konu
sinnar eða halda fjölskyldunni sam-
an sem hann og gerði. Því var Guð-
rún amma á sjúkrahúsi um langa
tíð, þar til húu lést fyrir fáum áram
í hárri elli. Þannig vora tímarnir þá,
tímar sem mörgum okkar yngri eru
huldir en væri gott að fræðast um
hjá okkur eldra fólki, svona rétt til
að læra að meta það sem við höfum.
Eldra fólk hefur yfirleitt öðlast djúp-
stæðari skilning á hamingjunni en
við sem yngri eram, skilning sem
því miður er að mestu hættur að
skila sér frá einni kynslóð til annarr-
ar.
Dýrkun hlutlægra gilda hefur í
dag að mestu yfírtekið hið hug-
læga, það skildi ég aldrei betur en
þegar ég kom í heimsókn til Sveins,
þar sem ávallt vora sömu hlutirnir
alla tíð frá því að ég man eftir
mér; fjörgömul veggklukka, ullar-
teppi, máluð kommóða, nokkrar
bækur og myndir af ástvinum. Hon-
um þótti meira um vert að gauka
að okkur krökkunum aurum eða
styrkja góð málefni en að safna að
sér dauðum hlutum.
Mér er kærust minningin um afa
standandi við hliðina á gamla trakt-
ornum uppi á efsta túnblettinum á
Bjarnargili horfandi yfír túnin og
Fljótin eins og til að rifja upp kærar
minningar um horfna tíma, ef til
vill minningar um ungan stoltan
mann sem bjó í stórbrotinni sveit
fullur af áræðni og atorku með fal-
lega unga konu sér við hlið.
Sveinn Viðar Guðmundsson.
loga um leið. Okkur fannst þetta
stórkostlegt þá.
Seinna, eftir um það bil 12 ár,
þegar ég fór að vinna í smiðjunni
kynntumst við vel. Hann varð fljót-
lega verkstjóri og starfaði við það
fram yfír 70 ára aldur við góðan
orðstír.
Hann var að verða sextugur þeg-
ar hann fór að byggja sér sumarhús
í Grímsnesinu en þangað hafði hann
sterkar taugar frá æsku. Ég þekki
ekki svo til hans fyrri ævi en hún
var ekki dans á rósum. Um það
munu aðrir fjalla sem betur þekkja.
I bústaðnum undi hann öllum stund-
um meðan heilsan leyfði.
Við heimsóttum hann þar á sjö-
tugsafmælinu og var það ánægjuleg
samkoma. Ég kom oftar til hans
þarna og átti með honum ánægju-
legar stundir, því maðurinn var
góðum gáfum gæddur, víðlesinn og
hugsuður mikill og þekkti vel til
allra kennileita á þeim víða sjón-
deildarhring sem hann hafði þarna.
Aðstandendum öllum votta ég
mína dýpstu samúð. Friður sé með
okkur öllum.
Jóhann Indriðason.
ERLA
GUNNARSDÓTTIR
+ Erla Gunnars-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 23.
febrúar 1936. Hún
lést á Landakots-
spítala 11. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði 16.
mars.
VINKONA okkar og
bekkjarsystir Erla
Gunnarsdóttir er látin
eftir hetjulega baráttu
við ólæknandi sjúk-
dóm. Öll lifðum við í von um, að
kraftaverkið gerðist. Að sá sem öllu
ræður léti ekki vágestinn mikla hafa
sigur. Þrátt fyrir allar okkar bænir
og heitar óskir um bata og lengra
líf handa vinkonu okkar, fór maður-
inn með ljáinn með sigur af hólmi.
Dauðinn verður ekki umflúinn og
ef til vill var hann kraftaverkið,
kraftaverkið sem beðið var eftir,
batinn fyrir vinkonu okkar, hvíld,
ró og friður.
Það var ánægður hópur sem út-
skrifaðist frá Flensborgarskóla vorið
1953 úr 4. bekk gagnfræðadeildar.
í þessum hópi var Erla Gunnarsdótt-
ir og er hún fyrsti bekkjarfélaginn
sem kveður. Bekkjarsystkini Erlu
vilja á þessari ögurstundu þakka
henni samfylgdina. Þakka henni fyr-
ir að fá að njóta návistar hennar og
glaðværðar. Það var alltaf stutt í
brosið hjá Erlu og hjá slíku fólki eru
manngæska ög háleit markmið ætíð
höfð að leiðarljósi í lífsips göngu.
Það duldist engum sem þekkti Erlu
Gunnarsdóttur að þar fór kona sem
gerði sér fulla grein
fyrir hlutverki sínu sem
eiginkona, móðir og
amma. í hennar huga
var fjölskyldan hom-
steinninn. Þar á að
rækta þann bróðurhug
og kærleika sem öllum
er svo nauðsynlegur.
Við érum viss um, að
Erla hefur fyrir löngu
gert sér ljóst, að kær-
leikurinn fellur aldrei
úr gildi.
Stundaglasið er
runnið út. Við kveðjum
með sárum söknuði
góðan vin og skólafé-
laga. Biðjum hinn hæsta himins og
jarðar að styrkja dæturnar, barna-
bömin og tengdasynina í þeirra
miklu sorg þegar svo skammt var á
milli Guðmundar og Erlu. Við færam
systur Erlu einlægar samúðarkveðj-
ur. Aðstandendum Erlu Gunnars-
dóttur biðjum við Guðs blessunar
um ókomin ár.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
F.h. bekkjarsystkinanna,
Ragnar Magnússon.
MARGRÉT
JÓNSDÓTTIR
+ Margrét Jónsdóttir fæddist
á ísafirði 17. október 1920.
Hún lést á Vífilsstöðum 10.
mars síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Hveragerðis-
kirkju 18. mars.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð,
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávðxtinn þúsundfalda
og ljós þeirra skín á hjartans hryggð
svo hátt yfír myrkrið kalda.
(E.B.)
Það fylgir því að eldast að sjá á
eftir góðvinum yfír móðuna miklu,
kveðja þá er okkur hefur þótt vænt
um og bundist við traustum vináttu-
böndum.
Kær vinkona mín, Margrét Jóns-
dóttir, er látin eftir erfíð veikindi.
Hún var elsta barn foreldra sinna,
sómahjónanna Karlinnu Jóhannes-
dóttur og Jóns Jónssonar klæðskera
er settu mjög svip sinn á ísafjörð á
sinni tíð. Það var ekki vítt til veggja
á heimili þeirra né hátt til lofts, en
þangað var gott að koma. Þar ríkti
glaðværð, þar voru mannrækt og
heiðarleiki í hávegum höfð. Þetta
góða, trausta fólk mátti áldrei vamm
sitt vita. Þau ræktuðu garð sinn vel
og ríkulega, enda uppskára þau eftir
því. Bömin þeirra fyögur era öll mik-
ið manndómsfólk. Állir gamlir ísfírð-
ingar minnast þessara mætu hjóna
með hlýju og virðingu.
Magga ólst upp á ísafírði hjá for-
eldram sínum og einnig var hún um
lengri og skemmri tima hjá móður-
afa sínum og ömmu á Seljalandi.
Þaðan átti hún dýrmætar minningar.
Ég minnist þess hve gott var að
koma við á Seljalandi og fá heitt
kakó og brauð þegar við komum
þreyttar og kaldar af beijamó.
Éftir að gagnfræðaskóla lauk
vann Magga í Félagsbakaríinu, en
fór síðan í Garðyrkjuskólann á Reykj-
um í Hveragerði. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, harðduglegum
manni og traustum dreng, Skafta
Jósefssyni, ættuðum frá Setbergi í
Grandarfirði.
í Hveragerði hófu þau búskap og
komu sér upp garðyrkjustöð. Ekki
vora efnin mikil, en þau vora sam-
hent og með dugnaði og þrautseigju
óx búið og dafnaði. Skafti var ham-
hleypa til allra verka og hún stóð
við hlið hans. Vinnudagur þeirra var
því oft langur og strangur, samhug-
ur og gleði fylgdi í starfi þeirra. Eign-
uðust þau hjón fjögur börn, Jóhannes
lyfjafræðing, hans kona er Hulda
Sigurðardóttir og eiga þau þijár
dætur; Jósef, hans kona er Elín Guð-
mundsdóttir og eiga þau eina dóttur;
Hólmfríði, hennar maki er Gísli Gísla-
son og eiga þau þijár dætur; Auði,
hennar maki er Þröstur A. Sigurðs-
son og eiga þau tvær dætur. Svo eru
tvö barnabarnabörn, drengir.
Magga kunni þá list að njóta þess,
sem lífíð hefur upp á að bjóða. Hún
stráði lífsgleði sinni í kringum sig.
Hún var skemmtileg, fróð og yndis-
leg heim að sækja. Þó var það ekki
aðaleinkenni hennar, heldur sú hlýja
og mildi, sem af henni stafaði, ásamt
eðlislægri siðfágun og réttlætis-
kennd. Hún var trúkona og ræktaði
trú sína, manni leið vel í návist henn-
ar.
Á seinni árum átti Magga við
heilsuleysi að stríða, þurfti margsinn-
is að fara á sjúkrahús. En hún var
aldrei ein. Skafti stóð sem klettur
við hlið hennar meðan hans naut
við, svo og börn þeirra, sem báru
hana á höndum sér og viidu allt gera
sem í mannlegu valdi stóð til að hún
fengi notið sín sem best. Heimilislíf
og hjónaband þeirra Skafta var
óvenju ástsælt og þau voru alla tíð
samhent, bæði í gleði og sorg. Þau
hjón áttu miklu barnaláni að fagna.
Börnin öll bera með sér arfleifð for-
eldra sinna.
Nú að leiðarlokum kveð ég vin-
konu mína með söknuði. Mín gæfa
var að eignast vináttu hennar og
barna hennar. Bið ég þann er öllu
ræður að bera hana „til hærra lífs
til ódauðlegra söngva“. Mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til ættingja
og vina.
Guðrún Gunnarsson.