Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 35
MINNINGAR
HELGI
ELÍASSON
+ Helgi Elíasson fæddist í
Hörgsdal á Síðu 18. mars
1904. Hann lést í Reykjavík 22.
febrúar síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Dómkirkj-
unni 3. mars.
HELGI Elíasson fyrrverandi
fræðslumálastjóri, sem nú er nýlát-
inn, kom með nokkuð einstökum
hætti við sögu Krabbameinsfélags
Reykjavíkur. Ekki veit ég hvaða
ár hann varð félagi, en árið 1963
og næstu fjögur árin var hann einn
af varafulltrúum félagsins á aðal-
fundum Krabbameinsfélags íslands
og síðan meðal aðalfulltrúa árin
1968-1970.
Árið 1967 gerðist það að Helgi
tók að sér í fyrsta sinn fundar-
stjórn á aðalfundi Krabbameinsfé-
lags Reykjavík. Ekki er að orð-
lengja það að upp frá því gegndi
hann árlega þessu virðulega hlut-
verki af stakri röggsemi og ljúf-
mennsku allt til ársins 1978 og þar
með tólf ár samfleytt. Hefur enginn
verið oftar fundarstjóri á aðalfund-
um félagsins þau 46 ár sem það
hefur starfað.
Af þessu er ljóst að Helgi hefur
notið mikils áliís meðal félaga sinna
í Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Er það í góðu samræmi við þá til-
trú sem honum var hvarvetna sýnd.
Fyrir hönd félagsins vil ég votta
minningu Helga Elíassonar virð-
ingu og þakka störf hans.
Sigríður Lister,
formaður Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur.
Á sólbjörtum morgni annars
mars síðastliðins var Helgi Elías-
son, fyrrum fræðslumálastjóri,
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
kominn nær eitt ár á tíræðisaldur.
Frá 1930 til 1974 hafði hann unn-
ið í yfirstjórn skólamála. Upphaf-
lega í hlutastarfi starfsmaður
fræðslumálastjóra árlangt en þá
staðgengill hans að málefnum
barnafræðslunnar í þijú ár. Frá
1934 í tíu ár fulltrúi fræðslumála-
stjóranna Ásgeirs Ásgeirssonar og
Jakobs Kristinssonar. Við starfslok
sr. Jakobs var Helgi settur ogfljót-
lega skipaður í embætti fræðslu-
málastjóra. Því gegndi hann til
1971 að embættið og fræðslumála-
skrifstofan voru lögð niður en Helgi
skipaður deildarstjóri grunnskóla-
deildar í menntamálaráðuneytinu,
sem hann annaðist til sjötugs ald-
urs. Helgi naut góðrar heilsu og
hafði notið á annasamri ævi. Hann
lauk embættisstörfum vel starf-
hæfur og bjó yfir mikilli reynslu
og kunnáttu í skólamálum þjóðar-
innar, en atorka Helga og þekking
féll ekki að nýju skipulagi yfir-
stjórnar skólamála. Það var notast
við hann sem prófdómara við kenn-
arapróf, þar til hann varð 1980
fyrir því áfalli að erfitt var að skilja
mál hans og hægri armur og fótur
lamaðist. Tveimur árum frá því að
Helgi varð fyrir þessari lömun lést
Hólmfríður eiginkona hans Davíðs-
dóttir (f. 1911). Hjónaband þeirra
hafði verið sérstaklega farsælt og
ástríkt. Þriggja sona og einnar
dóttur varð þeim auðið. Er Helgi
lést voru afkomendur þeirra Hólm-
fríðar orðnir tuttugu og fimm.
íþróttafulltrúi skrifstofu
fræðslumálastjóra réðst ég er þess-
ar línu skrifa 1941. Ég hafði mín
sérverk á skrifstofunni og hlaut að
fylgjast með þeim störfum sem þar
voru unnin af úrvals starfsfólki,
sem flest átti að baki störf við
kennslu.
Að eðlisfari var Helgi hjálpsam-
ur. Undravert var hvað hann axl-
aði í annríki sínu erfiða hjálpsemi.
Utangarðsmenn nýttu sér þetta og
var umtalsvert hvað hann varði
tíma og peningum í þá. Ég minnist
þess að eitt sinn á Þorláksmessu
réðst hann við annan þeim hjálp-
saman að koma áfengissjúklingi,
sem ákveðið hafði að láta af
drykkju, á hæli austan Stokkseyr-
ar. Færð var slæm og eins veðurút-
lit. Lagt var í þessa för, er aðrir
voru uppteknir af jólaundirbúningi.
Á hælið komu þeir skjólstæðingn-
um síðdegis á aðfangadag jóla og
heim í jólagleði ástvinanna á annan
dag jóla.
Ég var áhorfandi að þakklæti
sem Helga var veitt í eldaskála
vegavinnumanna uppi á Þorska-
fjarðarheiði. Við vorum 30 saman
á hundadögum í roki og regni á
leið yfir heiðina milli vegaenda.
Komumst í bækistöð vegavinnu-
manna eftir hrakninga. I dyrum
eldaskála tók á móti okkur gildvax-
in ráðskona í víðum hermanna-
frakka. Hún tók að lesa yfir okkur
reykvískum angurgöpum, skammir
fyrir að álpast um heiðar í slíku
veðri, en allt í einu braust hún til
Helga með ávarpi og umörmum.
Helgi hvarf í stóran faðm og
frakka. Vegna Helga lét þessi kona
okkur í té skjól og hressingu. Þessi
kona hafði verið gift skólastjóra
sem missti geðheilsu. Dóttir þeirra
sagði mér að enginn hefði staðið
betur við bak móður sinnar í veik-
indunum en Helgi.
Eftir að Helgi lét af störfum
vann ég áfram að sérmálefnum
þeim sem ég annaðist innan skóla.
Ég átti því skipti við marga skóla-
menn. Þeir spurðu margs um Helga
og dáðu þjónustu hans og starfs-
fólks. Þökkuðu skilning hans á
kjörum og starfsaðstöðu. Þeir sökn-
uðu fræðslumálaskrifstofunnar
sem hafði annast útvegun ýmissa
gagna og tækja. Þá undraði hvers
vegna hún hefði ekki fengið að
starfa áfram þó menntamálaráðu-
neytið yki völd sín. Þeir vitnuðu til
þjónustustarfa, t.d. skrifstofu
vegamála, pósts og síma o.s.frv.
Það kom líka fljótt á daginn að
stofnuð var þjónustumiðstöð fyrir
skólana. I um 40 ár má segja að
Helga Elíassyni tækist að starf-
rækja með samstarfsfólki sínu dáða
þjónustumiðstöð.
Margt yfirsést okkur sem minn-
umst Helga Elíassonar. Eins vil ég
geta, sem fáir vita sem ég.
Fræðslumálastofnun Þjóðveija í
Berlín sendi 1938 hingað Erik
Daudert, einn af forstjórum sínum,
ásamt upptökumanni. Þeir tóku í
Vestmannaeyjum kvikmynd af
eggjatekju. Áður en leiðangurinn
hélt utan afhenti hann Helga sýn-
ingarvél af fullkominni gerð og eitt-
hvað af filmum. Þetta var upphaf
fræðslumyndasafns ríkisins. I her-
bergi í kjallara Amarhvols var
myndasafnið geymt, sýningarvél
og bensínvél til að framleiða raf-
straum svo unnt væri að sýna kvik-
myndir í skólum þar sem rafafls
naut ekki við. Mörg kvöld vann
Helgi að því að yfirfara myndir og
gera við þær. Frá þessu þegnskap-
arstarfi í kjallaraherbergi er orðin
til stórvirk stofnun. Helga tókst að
afla stofnuninni upptökuvélar, sem
hann lét í hendur Kjartans Ó.
Bjarnasonar, sem tók á hana róm-
aðar fræðslumyndir af náttúru ís-
lands, atvinnuháttum og þjóðlífí.
Ríkisútgáfu námsbóka vann hann
ómetanleg störf, frá upphafi
þessarar þörfu stofnunar, sem aðr-
ir munu rekja mér kunnugri.
Gaman og alvara, kennslubók í
lestri, var þörf útgáfa 1933, sem
Helgi og ísak Jónsson sömdu. Bók-
in var oft endurprentuð. Samning
bókarinnar: Lög og reglur um skóla
og menningarmál, sem Helgi ann-
aðist útgáfu á 1944, var og er enn
þörf handbók. Þá var vel þegin rit-
gerð hans í almanaki Þjóðvinafé-
lagsins 1945 um skólamál á íslandi
1874-1944. Lengi varði hann
störfum með fleirum að samantekt
og útgáfu 1962 Landabréfabókar,
sem honum vannst 1980 heilsa til
að sjá til að var endurútgefin.
Nefnd sem endurskoðaði fræðslu-
lög er voru samþykkt á Alþingi
1936, naut aðstoðar Helga.
í október 1944 varð Brynjólfur
Bjarnason menntamálaráðherra.
Forsætisráðherra og hann ákváðu
að ráða starfsmann sem þjónaði
báðum. Varð þar með til vísir að
menntamálaráðuneyti. Milliþinga-
nefnd um skólamál var skipuð 1945
og var Helgi ritari hennar og mjög
virkur í nefndinni. Með honum og
Brynjólfi menntamálaráðherra tók-
ust náin kynni og leitaði ráðherra
mjög til Helga um upplýsingar, svo
að Helgi hafði aldrei fyrr notið
slíkrar viðurkenningar. Komst á
kreik sá orðrómur vegna þessa
nána samstarfs við Brynjólf
Bjarnason, að Helgi væri kommún-
isti. Galt Helgi þess hjá andstæð-
ingum ráðherra í stjórnmálum. í
maí 1971 var stigið til fullnustu
sporið varðandi myndun mennta-
málaráðuneytis og fræðslumála-
skrifstofan lögð niður. Helgi flutt-
ist þar með í menntamálaráðuneyt-
ið og varð deildarstjóri grunnskóla-
deildar. Var með þessu skrefi
starfssvið Helga mjög skert og það
var illa gert gagnvart þessum
hrekklausa, velvirka og reynda
skólamálamanni að hann varð að
þola að fram hjá honum væri geng-
ið.
Helgi var félagslyndur og virkur
félagi í ýmsum félögum, t.d. um
málefni barnaheimila, tónmennta,
aðstoð við áfengissjúka o.s.frv.
Fyrir öll sín virku þjónustustörf var
hann sæmdur heiðursviðurkenn-
ingum. Til að mynda var hann heið-
ursfélagi Barnakennarafélags ís-
lands. Hann hlaut stórriddarakross
fálkaorðunnar og dönsk og þýsk
heiðursmerki er sýna hverrar virð-
ingar hann naut sem starfsmaður.
Við sem nutum þess að vinna
með og undir stjórn Helga Elías-
sonar erum honum þakklát fyrir
hve hlýr, hugulsamur og örvandi
yfirmaður hann var. Hann var
hrekklaus og bjóst við því sama
af öðrum.
Um skeið bauð Helgi starfsfólk-
inu og mökum þess í ferðalag að
sumarlagi. Þá kynntumst við vel
honum og Hólmfríði konu hans.
Gleði þeirra var svo fölskvalaus,
að öllum leið vel í návist þeirra.
Við sem nutum að starfa með
og hjá Helga Elíassyni eigum hon-
um þakkir að galda.
Samúðarkveðjur til ykkar ást-
vina Helga Elíassonar.
Þorsteinn Einarsson.
Sérfræðingar
í blóiiiasUi'rylingiHii
\ió öll la'Uila'i'i
J) blómaverkstæði
ÍINNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hiaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 22322
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LOFTLEIDIK
t
Útför
FRIÐRIKS GÍSLA DANÍELSSONAR,
Þinghólsbraut 35,
Kópavogi,
fer fram frá Kristskirkju, Landakoti,
fimmtudaginn 23. mars kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á
Landgræðslusjóð.
Elísabet Finsen,
Árni Friðriksson, Brynja Á. Sigurðardóttir,
Daníel G. Friðriksson, Brynhiidur Flóvenz,
ísleifur Friðriksson, Borghildur Hertervig,
Hannes Friðriksson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
Oddur Friðriksson
og barnabörn.
t
Systir mín og mágkona,
AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
áður Austurgötu 26,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. mars
kl. 13.30.
Guðmann Pálsson,
Guðmunda Sigurðardóttir,
Sigurborg Valdimarsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ODDSSON
sem andaðist á heimili sínu mánu-
daginn 13. mars, verður jarðsunginn
frá Glerárkirkju föstudaginn 24. mars
kl. 14.00.
Regfna Sigurðardóttir, Sigurður Kjartansson,
Lýður Sigurðsson, Aðalbjörg Björnsdóttir,
Vigfús Sigurðsson, Ásdís Kjartansdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ÞORKATLA BJARNADÓTTIR
frá Grundarfirði,
lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms 20. mars.
Jarðsett verður frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 25. mars
kl. 14.00.
rcu Cd rdiauumi,
Sigríður Jónasdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir,
Þorbjörg Jónasdóttir,
Bjarni Jónasson,
Erla Jónasdóttir,
Helga Jónasdóttir,
Ragnar Jónasson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
s-iicio i imiuuyaauii,
Arni Markússon,
Þorleifur Þorsteinsson,
Jens Hansen,
Þórarinn Guðjónsson,
Emil Wilhelmsson,
Sigriður Sigurgeirsdóttir,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
frænku okkar,
KARITASAR ÁRNEYJAR JÓNSDÓTTUR (Kæju),
Holtsgötu 6,
Reykjavík.
Guðbjörg Friðriksdóttir,
Jón Friðriksson,
Ögmundur Friðriksson,
Margrét Arnórsdóttir,
Halldór Jón Arnórsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HULDU JÓHANNESDÓTTUR,
áðurtil heimilis
á Norðurgötu 36,
Akureyri.
Sérstakar þakkirtil starfsfólksins á dval-
arheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Jóhannes Björnsson, Dagný Sigurgeirsdóttir,
Hulda A. Jóhannesdóttir, Sigtryggur Guðlaugsson,
Björn Jóhannesson, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir,
Katrin Jóhannesdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Sveinbjörn Jóhannesson
og barnabarnabörn.