Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
I
í
s
s
I
i
Smáfólk
SEE THAT H0U5E USE'RE
COMINé TO? THEY 5AT
IT'S A HAUNTEP H0U5E..
Sérðu húsið sem við erum að
koma að? Það er sagt að það sé
reimt þar...
Ég trúi ekki á draugahús ...
En ég ætla að ganga hérna meg-
in við þig_
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Til útskýringar fyrir lesendur
Morgunblaðsins:
Guðni Ágústsson
er ekki krúnurökuð
fótboltabulla
Frá Hrafni Jökulssyni:
ÞAÐ ER alkunna, að í leyndum
síns hjarta dreymir marga af odd-
vitum Framsóknar um að hreiðra
um sig í stjórnarráðinu í kompaníi
með Sjálfstæðisflokknum. Þessi
þrá framsóknarmaddömunnar eftir
faðmlagi stóra flokksins brýst ein-
att fram með undarlegum hætti. Á
laugardaginn birtist þannig í Morg-
unblaðinu kynlegt klögubréf frá
Guðna Ágústssyni, leiðtoga Fram-
sóknarflokksins á Suðurlandi,
vegna greinarkoms sem undirritað-
ur birti í Dagskránni á Selfossi.
Nú er Dagskráin að vísu gott blað,
og útbreitt á Suðurlandi, en ekki
verður séð í fljótu bragði hvers-
vegna Guðni Ágústsson þarf að
klaga í Morgunblaðið þótt honum
líki ekki efni lítils blaðs á lands-
byggðinni. Þetta heitir líklega að
hefna þess á Alþingi sem hallast á
í héraði. En ef Guðna er sáluhjálp
í því að skæla utan í Moggann er
ekki nema sjálfsagt að láta það
eftir honum.
Nauðsynlegt er að skýra í örfá-
um orðum tilefni klögnbréfs Guðna
Ágústssonar. Á fimmtudaginn
skrifaði undirritaður litla grein í
Dagskrána þar sem afstaða Guðna
Ágústssonar til samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
var gerð að umtalsefni. Allir muna
hvernig málþófsliðið sló upp tjöld-
um í ræðupúlti Alþingis og spjó
þaðan svartagallsrausi og heims-
endaspám um þær hrikalegu afleið-
ingar sem EES hefði. Aldrei hefur
annað eins öfugmælasafn verið
kveðið á Alþingi: Yfírvofandi var
stórfelld innrás útlendinga, sem
ætluðu að sölsa landið undir sig,
uns svo yrði komið að Islendingar
yrðu homrekur í eigin landi. Mál-
þófsliðið hélt því fram fullum fetum
að þessir ófyrirleitnu útlendingar
ætluðu ekki aðeins að leggja í rúst-
ir atvinnuvegi þjóðarinnar heldur
hefðu þeir uppi mikil áform um að
kaupa íslenska dali og heiðar og
fjöll.
í grein minni í Dagskránni aug-
lýsti ég líka eftir þeim þúsundum
atvinnuleysingja sem áttu að
flykkjast til Islands í kjölfar EES-
samningsins. Ég hef nefnilega ekki
orðið var við innrásarliðið, og út-
lendingaeftirlitið segir mér að í
fyrra, fyrsta heila árið sem EES-
var í gildi, hafi flust hingað færrí
útlendingar en árið áður. Hingað
komu 482 ríkisborgarar frá EES-
löndunum, en á hinn bóginn flutt-
ust 2.303 íslendingar til landa
EES.
Ofugmæli Guðna Ágústssonar
og félaga dæma sig auðvitað sjálf.
Nú viðurkenna allir að EES hefur
reynst íslensku efnahagslífí mikil
lyftistöng. Þjóðhagsstofnun metur
ávinning samningsins allt að þrem-
ur milljörðum króna fyrstu árin en
sex milljarða þegar fram í sækir.
EES-samningurinn er þannig ein
af helstu máttarstoðum efnahags-
batans sem nú er smám saman að
skila sér til fólks.
Afstaða Guðna Ágústssonar til
EES-samningsins kom svo sem
ekki á óvart. Hann á sameiginlegt
með andlegum skoðanabræðrum
sínum að vera dauðhræddur við
útlendinga og treystir sér greini-
lega ekki til að eiga við þá sam-
skipti á jafnréttisgrundvelli. Hin
heimóttarlega sýn Guðna á veröld-
inni er ekki til marks um mikla
dirfsku, og hræðsluáróður hans
gegn útlendingum hljómar einsog
bergmál löngu liðinnar fortíðar.
ísland fyrir íslendinga
í grein minni í Dagskránni gerði
ég líka að umtalsefni hin fleygu
orð Guðna Ágústssonar á fundi
Stöðvar 2 á Selfossi. Aðspurður um
afstöðu sína til nýbúa sagði hann
að ísland ætti að vera fyrir íslend-
inga, með þeim eina fyrirvara að
hingað mætti ættleiða börn og
stofna til hjónabanda við útlend-
inga!
Guðni segir lesendum Morgun-
blaðsins, að í kjölfar þáttarins hafi
hann verið kallaður „rasisti, kyn-
þáttahatari, krúnurökuð fótbolta-
bulla og þar fram eftir götunum,
en ekkert af þessu er rétt, enda
væri þá illa fyrir mér komið“.
Af samhenginu í hinu stórfurðu-
lega grátskrifí Guðna má ráða, að
undirritaður hafi kallað hann þess-
um ónefnum. Það er mikil fírra.
Ég sagði einungis að Guðni Ágústs-
son væri engum líkur, og að í sölum
Alþingis hefði hann einkum getið
sér orð sem eins konar pólitískur
uppvakningur úr grárri forneskju.
Hann hefði jafnan af einurð og
brúnaþungri festu lagst gegn öllum
framfaramálum, enda hefði líklega
gleymst að segja honum að 20.
öldin er fyrir allnokkru gengin í
garð.
Ég sagði ennfremur að sú yfir-
lýsing, að Island væri fyrir íslend-
inga, væri með þeim ólíkindum að
ætla mætti að þar talaði miðill fyr-
ir hönd löngu dauðra brúnstakka.
Auðvitað er Guðni Ágústsson
enginn kynþáttahatari. Hann er
fyrst og fremst pólitískur heimaln-
ingur sem óttast og skelfist veröld-
ina fyrir utan túngarðinn. Guðni
er enginn rasisti, heldur moldar-
kofapólitíkus sem hefur asklok fyr-
ir himin. Og mér er ljúft og skylt
að staðfesta að þaðan af síður er
Guðni Ágústsson krúnurökuð fót-
boltabulla.
HRAFN JÖKULSSON,
Eyrarbakka.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.