Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 52
L#T¥# alltaf á Miðvikudögnm MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: UAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Jóhann G. Bergþórsson hyggst setjast aftur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Útilokar ekki við- ræður við Alþýðu- flokk um meirihluta JÓHANN G. Bergþórsson hefur tilkynnt forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar að hann hyggist sitja á næstu fundum í bæjarráði og bæjarstjórn, þar sem félagsmálaráðuneytið vísaði frá kæru Magnúsar Jóns Arnasonar og Magnúsar Gunnarssonar vegna viðskipta bæjarins við fyrirtækið Hagvirki- Klett. Jóhann kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki útiloka viðræður við Alþýðuflokk um myndun nýs meirihluta, en engar slíkar viðræður hafí enn sem komið er átt sér stað. Hann komi til starfa sem sjálf- stæðismaður en telji hins vegar að gera þurfi breytingar á stjórnskipu- lagi og ýmsum öðrum málum, til að samstarf hans við núverandi meiri- hluta gangi almennilega upp. Ekki sé ljóst hvort staðið verði við þessi atriði en verið sé að vinna að því, og hann hafí m.a. ítrekað tillögur sínar á fundi meirihluta í gærkvöldi í því skyni að hraða þessum breyt- ingum. „Ég vildi líka gjarnan vita hvað hefði komið út úr skoðun á öðrum fyrirtækjum sem var sett í gang með bréfí til sömu endurskoðenda og önnuðust viðskiptin við Hagvirki- 'Klett 4. ágúst sl. og á eftir að koma í ljós hver sú niðurstaða er,“ segir Jóhann. Hann segir eftir að koma í ljós hvort menn muni sitja á friðar- stóli í Hafnarfirði. Magnús Jón Árnason og Magnús Gunnarsson hafa ákveðið að vísa rannsókn á viðskiptum Hagvirkis- Kletts og Hafnarfjarðarbæjar til Ríkissaksóknara. Jóhann segir við- brögð sín við þeirri ráðstöfun lítil. Segir ásakanir staðlausar Jóhann kveðst jafnframt hafa til- kynnt forseta bæjarstjórnar að með rúmlega tveggja mánaða fjarveru sinni frá störfum í bæjarráði og bæjarstjóm, telji hann að bæjarfull- trúum og öðrum þeim aðilum sem málið varðar, hafí gefist kostur á að skoða málefni er tengjast við- skiptum bæjarfélagsins og Hagvirk- is-Kletts án sinna afskipta. „Þannig eiga ásakanir um að ég hafi notað setu mína í bæjarstjórn til þess að hylma yfír eitthvað, augljóslega ekki við nein rök að styðjast." ■ Hagvirkismálið/6 Morgunblaðið/Sverrir MIKIÐ var um að vera í úrslita- keppninni í handknattleik og körfubolta í gærkvöldi. Það bar helst til tíðinda í körfuknatt- leiknum að Islandsmeistarar Njarðvíkur unnu Skallagrím og komust þar með í úrslit. I hand- Njarðvíkingar í úrslit knattleiknum vann KA Val í karlaflokki og jafnaði metin 1:1 en í kvennaflokki vann Stjarnan Fram og hefur yfir 2:0. Leik- menn Njarðvíkinga voni kampa- kátir í leikslok, Teitur Orlygsson, Rondey Robinsson og Valur Ingi- mundarson. ■ Leikir kvöldsins/Cl-4 Osvör fær 91 milljón- ar aðstoð __BTARFSHÓPUR um aðstoð við sjáv- arútvegsfyrhtæki á Vestfjörðum hef- ur samþykkt að leggja til við stjórn Byggðastofnunar að útgerðarfyrir- tækinu Ósvör hf. á Bolungarvík verði veitt 91 milljónar króna í víkjandi lán, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Bakki hf. í Hnífsdal hefur keypt meirihluta í Ósvör og gerir það fyrir- tækinu kleift að fá Vestfjarðaaðstoð, en markmið hennar er hagræðing og stækkun atvinnusvæða. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins setur starfshópurinn þau skilyrði að öll útgerð og kvóti Bakka hf. flytjist til Ósvarar á Bolungarvík, að hlutafé í Ósvör verði aukið um 150 milljónir, að hús og vinnsla Þur- íðar hf. á Bolungarvík sameinist Ósvör, að samningar náist um skuld- breytingar við lánardrottna og að þeim minnihlutaeigendum í Ósvör, sem þess óska, verði gefínn kostur á að selja hlutabréf sín á sömu kjör- um og Bakki keypti meirihlutann. Veltan 1,5 til 2 milljarðar Verði þessi skilyrði uppfyllt, sam- einast Ósvör, Þuríður, Græðir og útgerð Bakka. Hið sameinaða fyrir- tæki myndi velta 1,5 til 2 milljörðum. Eigendur Ósvarar þurfa meðal annars að semja við Byggðastofnun og Þróunarsjóð sjávarútvegsins um skuldbreytingu. Matthías Bjamason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert erindi hefði borizt stofnuninni frá eigendum Ósvarar og þætti sér það sérkennilegt. Stjórnin myndi ekki koma saman til að Qalla um —«»málið fyrr en eftir alþingiskosningar. Þorskstofninn er í lægð og nýliðun slök ■ Víða skemmdir/2/4 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vatnidælt úr kjallara ASAHLÁKA var víða um land í gær og urðu skemmdir á nokkrum stöðum. Mestar skemmdir urðu í Vestmannaeyj- um, þar sem vatn flæddi inn í 18 hús. Úr kjallara íþróttahúss Þórs þar í bæ þurfti að dæla 30 tonnum af vatni. Piltur fyrir bíl FJÓRTÁN ára piltur varð fyrir bíl á mótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels laust eftir klukkan 22 í gærkvöldi. Hann slasaðist á höfði og ökkla og var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans. Sam- kvæmt upplýsingum læknís var drengurinn ekki í lífshættu og leið eftir atvikum þegar blaðið fór í prentun. MEGINNIÐURSTAÐA ellefta togararalls Hafrannsóknastofnunar er að þorskstofninn er í lægð eins og verið hefur seinustu ár og verður nýliðun í stofninn að teljast afar slök enda þótt tveggja ára þorskur sé yfír meðal- lagi. Niðurstöður sýna þó talsvert stærri veiðistofn en í seinasta ralli, eða um 30%, sem Ólafur Karvel Pálsson, verkefnastjóri stofnmælinga botn- físka, kallar „ljós í myrkri", en að stofninn sé þó áfram í lægð. Togararallið stóð yfír frá 2.-15. mars sl. og voru fímm togarar leigð- ir til rannsóknanna. Ólafur Karvel segir að togararnir hafi togað á 600 stöðum umhverfís allt land, og hafi aldrei verið togað jafnoft. Um bráða- birgðaniðurstöður sé að ræða, en frekari niðurstöður muni liggja fyrir í árlegri ástandsskýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar síðar á árinu, þegar öll gögn, þar á meðal um ald- ursdreifingu, hafa verið skoðuð. Árgangur 1994 mjög lélegur Ólafur segir Ijóst að sjávarhiti við botn sé mun lægri nú á norðvestur- og norðausturmiðum við land en á sama tíma árið 1994 og jafnvel svo „hrikalega kaldur að þorskurinn forðast hann eftir megni og því orð- inn þéttari og veiðanlegri vestan- og sunnanlands". Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir að þessar niðurstöður séu eingöngu hluti af þeim gögnum sem fara inn í tillögur Hafrannsóknastofnunar um æskilegt aflamark, þannig að ekki sé hægt að fullyrða hver ráðgjöf stofnunar verður út frá þessum niðurstöðum. „Þetta er mjög mikilvægur hluti, en við fáum ekki síður mikilvægar upp- lýsingar úr afla veiðiskipa um aldurs- samsetningu aflans sem ekki kemur fram þarna, þannig að þetta er ein- ungis hluti af dæminu og það er ekki nokkur leið að segja til um hveij- ar tillögur okkar verða fyrr en allt liggur fyrir,“ segir Jakob. ðlafur Karvel segir ljóst að eins árs þorskur virðist vera ákaflega lé- legur, eða mjög svipaður og árgang- urinn 1991, sem sé slakasti árangur sem fram hafi komið frá upphafi mælinga. Hann gæti þó orðið öllu skárri, en bráðabirgðamatið á stærð 1994-árgangsins gefur til kynna að hann sé um 100 milljónir þriggja ára nýliða. Sá lélegasti sem mælst hefur var á milli 60 og 70 milljónir á þeim aldri. „Hins vegar staðfestast væntingar okkar um tiltölulegan árgang frá 1993. Við þorðum ekki að gera ráð fyrir því í fyrra að hann yrði nema í tæpu meðallagi, en þessar mæling- ar virðast eindregið benda til að hann sé fyllilega í meðaltali. Ein ástæða þessa gæti verið lítið afrán því lítið hefur verið af eldri þorski, en hins vegar getur einnig verið mikill breyti- leiki í mælingum, sérstaklega á eins árs fiski og yngri, og ástæðan gæti legið þar,“ segir Jakob og kveðst telja niðurstöðurnar mjög í samræmi við það sem vænta mátti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.