Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D
93. TBL. 83. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Mótmæla morði á and-
stæðingi barnaþrælkunar
Tsjemomýrdín
boðar flokksstofnun
Moskvu. Reuter.
UM eitt þúsund börn efndu til
mótmæla í Lahore í Pakistan í
gær þar sem þau mótmæltu
barnaþrælkun og morði á 12 ára
dreng, Iqbal Masih, sem vakið
hafði athygli á alþjóðavettvangi
fyrir baráttu sína gegn barna-
þrælkun í Pakistan. Fyrir börn-
unum fór 14 ára systir hans,
Anjila, sem hér steytir hnefann.
Masih var myrtur á páskunum
og er talið að pakistanskir teppa-
framleiðendur hafi staðið að baki
morðinu.
VIKTOR Tsjernomýrdín, for-
sætisráðherra Rússlands, ætlar
að standa fyrir myndun nýrra
stjórnmálasamtaka fólks er vill
koma á „stöðugleika og gæða
Rússland styrk og sjálfsöryggi á
ný“. Ráðherrann tjáði frétta-
mönnum í gær að flokkurinn
myndi bjóða fram í þingkosning-
um í desember. Hann sagði að
rætt hefði verið við Borís Jeltsín
forseta um hugmyndina en lét hjá
líða að greina frá því hvort nýi
flokkurinn myndi styðja forset-
ann.
Forsætisráðherrann reyndi
ekki að leyna því að sjálfur ætl-
aði hann sér að verða í leiðtoga-
hlutverki í nýja flokknum. „Það
hefur verið nóg um áföll og bylt-
ingar í Rússlandi," sagði Tsjerno-
mýrdín. „Það ætti ekki að nota
landið eins og tilraunastofu.
Rússland er heimili okkar, þar
sem eindrægni og stöðugleiki
ætti að ríkja og við ættum að
tryggja að svo verði.“
Talið er að Jeltsín ætli að bjóða
sig fram til endurkjörs á næsta
ári en ljóst er að takist flokks-
stofnun Tsjernomýrdíns vel gæti
það aukið mjög líkur á að forsæt-
isráðherrann bjóði sig fram til
forsetá. Hann vísaði í gær á bug
öllum orðrómi um að kosningun-
um yrði frestað.
Tsjernómýrdín, sem er 57 ára
og hefur sterk ítök meðal ráða-
manna í orkuiðnaði, nýtur nú
Gæti leitt til þess
að hann byði sig
fram til forseta
meiri vinsælda en oft áður. Hann
hefur ávallt hvatt til samninga
við uppreisnarmenn í Tsjetsjníju
og er því ekki gagnrýndur jafn
harkalega fyrir stefnuna í málum
Kákasushéraðsins og aðrir ráða-
menn.
Sergej Fílatov, einn af nánustu
ráðgjöfum Jeltsíns, sagðist í gær
myndu styðja nýju samtökin. í
síðustu þingkosningum fór
Tsjernomýrdín að dæmi Jeltsíns
og lýsti ekki yfir stuðningi við
neinn ákveðinn stjórnmálaflokk.
Tvær fylkingar að myndast?
Talið er að ýmsir miðjuhópar og
hægfara umbótasinnar muni styðja
nýja flokkinn en einnig áhrifamenn
í stórfyrirtækjum. Róttækir um-
bótasinnar, sem áður voru helstu
stuðningsmenn' Jeltsíns, virðast
eiga erfítt með að sameinast. Talið
er að auk fylkingar Tsjernomýrdíns
muni hmn áhrifamikli forseti dúm-
unnar, ívan Rýbkín, sem er úr röð-
um kommúnista, verða leiðtogi
sterkrar stjórnmálahreyfíngar í
kosningunum. Hann hefur yfírleitt
átt gott samstarf við Jeltsín.
Forsetaefnin biðla til stuðningsmanna Le Pen
Chirac reynir að
sameina hægrimenn
París. Reuter. Daily Telegraph.
ÓUÓST var í gærkvöldi hvort
af sáttafundi þeirra Jacques
Chiracs borgarstjóra í París og
Edouards Balladurs forsætisráð-
herra yrði í dag vegna skilyrða
sem Balladur setti. Fulltrúar
Chiracs og sósíalistans Lionels
Jospins, frambjóðendanna
tveggja, sem kosið verður um í
seinni umferð frönsku forseta-
kosninganna, biðluðu í gær til
kjósenda hægri öfgamannsins
Jean-Marie Le Pen.
Fáleikar hafa verið með Ballad-
ur og Chirac undanfarna mánuði
en í gær braut Chirac ísinn og
steig fyrsta skrefið í þá átt að
stuðla að einingu hægrimanna
með því að bjóða forsætisráðherr-
anum til hádegisverðar.
Balladur þáði boðið en sagðist
þó vilja hafa með sér helstu stuðn-
ingsmenn sína í stað þess að koma
einn. Tilgangurinn var að öðlast
Edouard Jacques
Balladur Chirac
pólitíska stöðu fyrir leiðtoga
frönsku lýðræðisfylkingarinnar
(UDF), að sögn fréttaskýrenda.
Afneita bandalagi
við Le Pen
Talsmaður Chiracs sagði það
ekki koma til álita og sagði, að
með því væri einungis viðhaldið
fylkingum sem ættu að heyra sög-
unni til.
Af hálfu talsmanna Chiracs og
Jospins var því hafnað mjög
ákveðið í gær, að til greina kæmi
að gera bandalag við Le Pen til
þess að tryggja stuðning fylgis-
manna hans í seinni umferðinni,
7. maí.
Þó sagði Charles Pasqua innan-
ríkisráðherra, sem snúist hefur á
sveif með Chirac eftir að hafa
stutt Balladur fram í rauðan
dauðann, að eðlilegt væri af
Chirac að skoða þann möguleika
að beita sér fyrir því að kosninga-
löggjöfinni yrði breytt og teknar
upp hlutfallskosningar í stað þess
að kjördæmi falli þeim í skaut sem
atkvæðin fengi flest.
Hefur það verið helsta baráttu-
mál Le Pen að koma á hlutfalls-
kosningum svo að áhrifa fimm
milljóna stuðningsmanna hans
gætti í franska þinginu en svo er
ekki samkvæmt gildandi fyrir-
komulagi.
Minnastfalls
fasista á Ítalíu
ANDSTÆÐINGAR fasista á
Italíu minntust þess í gær, að
þá voru liðin 50 ár frá falli
stjórnar fasista við lok seinna
stríðsins 1945. Var myndin tek-
in á Feneyjatorginu í Róm.
Tyrkir kalla
herliðheim
Ankara, Strasbourg. Reuter.
TYRKIR kváðust í gær hafa kall-
að 20 þúsund hermenn heim frá
norðurhluta íraks en þangað
sendu þeir 35.000 manna herlið
20. mars til þess að uppræta
starfsemi kúrdískra skæruliða.
Nýlega drógu Tyrkir 3.000
menn frá írak og því er þar eftir
12.000 manna herlið. Atlagan
gegn skæruliðum Kúrda hefur
mistekist.
Evrópuráðið tekur í dag til
atkvæða ályktun þar sem ráð-
herranefndinni er veitt heimild
til þess að víkja Tyrkjum tíma-
bundið úr ráðinu „dragi þeir ekki
herlið sitt frá írak, finni friðsam-
lega lausn á málum Kúrda og
breyti stjórnarskrá sinni og lög-
um svo þau uppfylli lýðræðisleg
viðmið."
Reuter
Mótmæla
ásökunum um
stríðsglæpi
Moskvu. Reuter.
HÁTTSETTUR embættismaður i
utanríkisráðuneyti Rússlands sagði
í gær að sú yfírlýsing stríðsglæpa-
dómstólsins í Haag að draga bæri
leiðtoga Bosníu-Serba fyrir rétt
vegna gruns um stríðsglæpi gæti
stofnað friðarumleitunum í hættu.
Stríðsglæpadómstóllinn, sem
fjalla á um glæpi í lýðveldum gömlu
Júgóslavíu, vill að kannað verði
hvort þeir Radovan Karadzic, leið-
togi Bosníu-Serba, og Ratko
Mladic, æðsti maður herliðs þeirra,
hafi átt þátt í glæpum er varða
alþjóðalög. Rússneska fréttastofan
Interfax hafði eftir embættismann-
inum sem ekki var nafngreindur,
að meira gagn væri að því að leita
að friðsamlegri lausn með samning-
um en að „hræra i fortíðinni".
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í liðinni viku
að ráðuneyti hans notaði oft þá
aðferð að koma skoðunum sínum á
framfæri með því að láta „ónafn-
greinda embættismenn“ tjá sig við
fjölmiðla. Rússar taka yfírleitt mál-
stað Serba í átökunum á Balkan-
skaga en af deiluaðilum eru Serbar
þeim skyldastir menningarlega.