Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 7
Ólína yfir-
gefur
Þjóðvaka
ÓLÍNA Þorvarðardóttir, einn af
stofnendum og forystumönnum Þjóð-
vaka hefur sagt sig úr Þjóðvaka.
Ólína baðst undan þvi að svara
spumingum um ástæður úrsagnar-
innar að öðru leyti en því að hún
sagðist hafa orðið fyrir ákveðnum
vonbrigðum með skipulag, uppbygg-
ingu og starfshætti Þjóðvaka. Hún
sagði að óánægja sín beindist ekki
gegn stefnuskrá Þjóðvaka eða upp-
haflegum hugsjónum hreyfingarinn-
ar.
„Það segir sig sjálft að maður
stekkur ekki léttilega út úr stjórn-
málahreyfingu sem maður hefur
sjálfur tekið þátt í að skapa, en ég
tel engu að síður að þessi niðurstaða
hafí verið óumflýjanleg hvað mig
varðar," sagði Ólína.
Ólína sat í stjórn Þjóðvaka og
kosningastjóm. Hún ritstýrði enn-
fremur málgangi flokksins fyrir
kosningar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fyrsti fundur
ríkisstjómar
NÝ RÍKISSTJÓRN kom sam-
an til síns fyrsta fundar í
gær. Á dagskrá fundarins
voru átta mál. Meðal þeirra
var að taka ákvörðun um að
vorþing kæmi saman 15. maí
og stæði í u.þ.b. tíu daga.
Ráðherrum var falið að leggja
fram lista yfir allra nauðsyn-
legustu mál, sem leggja þyrfti
fyrir þingið. Þá var á fund-
inum tekin formleg ákvörðun
um að Halldór Ásgrímsson
yrði samstarfsráðherra Norð-
urlanda, en því embætti út-
hlutar forsætisráðherra með
formlegum hætti.
Viðskiptaráðherra greindi
frá horfum og aðgerðum í
vaxtamálum og fjármálaráð-
lierra upplýsti um langtíma-
skuldbindingar sem ríkissjóð-
ur hefur tekið á sig á þessu
ári.
FRÉTTIR
Langtímaskuldbindingar sem ríkissjóður hefur tekið á sig í ár
Heildarkostnaður
880 milljónir
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra lagði fram á ríkisstjómar-
fundi í gær lista yfir þær langtíma-
skuldbindingar, sem ríkissjóður
hefur tekið á sig á árinu. Samtals
er um skuldbindingar fyrir um 880
milljónir króna að ræða ef gert er
ráð fyrir heildarkostnaði við þau
verkefni, sem byijað hefur verið
á. Ef hins vegar er aðeins tekið
tillit til þeirra áfanga, sem samið
hefur verið um, í því tilviki þar sem
um byggingarframkvæmdir er að
ræða, er upphæð samningsbund-
inna skuldbindinga ríkissjóðs tæp-
lega 610 milljónir.
Átta mál eru á lista fjármálaráð-
herra. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins voru heimildir fyr-
ir öllum þeim framkvæmdum í fjár-
lögum, nema flýtingu fram-
kvæmda við hús Hólaskóla, sem
fékk sérstaka meðferð.
Flest málin fóru fyrir svokallaða
samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir, þar sem sæti eiga
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt-
isins, formaður fjárlaganefndar og
framkvæmdastjóri Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Að sögn Magnúsar
Péturssonar, ráðuneytisstjóra og
formanns nefndarinnar, ber nefnd-
inni að ganga úr skugga um að
rétt sé staðið að framkvæmdum
fjárhagslega og að tæknilegum
undirbúningi hafi verið sinnt.
Flýting framkvæmda á Hólum
í fyrsta lagi gerði menntamála-
ráðuneytið samning við Egils-
staðabæ um að ljúka viðbyggingu
við íþróttahús. Kostnaður ríkis-
sjóðs er um 20 milljónir króna og
koma tvær millj. til greiðslu á
þessu ári og níu milljónir hvort ár
1996 og 1997.
I öðru lagi er gert ráð fyrir
framkvæmdum við skólahúsið á
Hólum á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins, og verður þeim
flýtt til að raska skólastarfi sem
minnst. Kostnaðaráætlun hljóð-
ar upp á tæplega 72 milljónir
króna og verður á þessu ári
framkvæmd fyrir 29 millj. en á
næsta ári um 43 millj. Fjárveit-
ing þessa árs er ekki nema 15
milljónir, en fyrir stjórnarskipti
höfðu landbúnaðar- og fjár-
málaráðherra og formaður og
varaformaður fjárlaganefndar
heitið málinu stuðningi.
Þrjú verkefni á vegum
heilbrigðisráðuneytis
I þriðja lagi gerði heilbrigðis-
o g tryggingaráðuneyti samning við
sveitarfélög á Suðurnesjum um
byggingu D-álmu við sjúkrahúsið
í keflavík. Hlutur ríkissjóðs í heild-
arkostnaði er 285 millj. króna, en
í fyrsta áfanga, sem samið hefur
verið um, greiðir ríkið 110,5 millj-
ónir. Tiltæk fjárveiting er 41,3
millj. kr., og dreifast greiðslur á
afganginum af kostnaði við 1.
áfanga fram á árið 1999.
Heilbrigðisráðuneytið samdi
jafnframt við Kópavogsbæ um
byggingu nýrrar heilsugæzlu-
stöðvar. Hlutur ríkissjóðs í heildar-
kostnaði er um 115 millj. kr., en í
1. áfanga 61,7 millj. Til eru fjár-
veitingar fyrir hluta þess kostnað-
ar og verður rúmum 13 milljónum
bætt við á næsta ári.
Fimmta verkefnið er bygging
hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á
Fáskrúðsfirði, sem heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið samdi um við
sveitarfélög eystra. Hlutur ríkis-
sjóðs og framkvæmdasjóðs aldr-
aðra í heildarkostnaði er 84,6 millj.
kr., en við 1. áfanga samtals 42,5
millj.. Fjárveitingar eru til fýrir
hluta kostnaðarins og bætir ríkis-
sjóður tæplega 20 milljónum við á
næsta ári.
Yfirtaka á skuldum
í sjötta lagi sömdu iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið og fjármála-
ráðuneytið við eigendur Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar um
yfirtöku á skuldum að upphæð 180
millj. kr.
I sjöunda lagi keypti mennta-
málaráðuneytið Sólborgu á Akur-
eyri á 80 milljónir og afhenti Há-
skólanum. Ráðuneytið hefur einnig
óskað eftir 20 milljóna kr. ijárveit-
ingu til hönnunar og framkvæmda
við húsið, sem á að verða framtíð-
araðsetur Háskólans á Akureyri.
Loks gekk landbúnaðarráðu-
neytið frá niðurfellingu 23 milljóna
af skuldum Stóðhestastöðvarinnar
í Gunnarsholti. Stöðin hefur verið
leigð bændasamtökunum.
þrefalriup
lyrsti
vinningup!
IMfj1
jáiMPtest
Ep röðin homin að þép?
TT«
Sölu í Víkingalottóinu lýkur á miðvikudag kl. 16:00, dregið verður í Sjónvarpinu um kvöldið. Freistaðu gæfunnar!