Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Vorverkin að hefjast
HEFÐBUNDIN vorverk eru nú
víða að hefjast og hafa margir
gripið fegins hendi þau tækifæri
sem gefist hafa til slíkra verka í
góðviðrinu sem ríkt hefur á sunn-
anverðu landinu undanfarna
daga. Þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins var á ferðinni á Álftanesi
í byrjun vikunnar var greinilegur
vorhugur í mönnum þar sem þeir
voru að undirbúa túnin í nágrenni
Bessastaða fyrir áburðargjöf.
Bankamaður sýknaður af ákærum vegna gjaldeyrismillifærslna
Misnotaði á engan
hátt aðstöðu sína
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað Kristján Gunnarsson,
fyrrverandi forstöðumann hagdeild-
ar Búnaðarbanka íslands, sem
hagnaðist á rúmlega 2 ára tímabili
um 27,9 milljónir króna á millifærsl-
um milli 5 gjaldeyrisreikninga í
bankanum, af ákæru um að hafa
gerst sekur um umboðssvik og brot
í opinberu starfi. „Ákærði misnot-
aði á engan hátt aðstöðu sína né
stöðu sem starfsmaður bankans við
ofangreindar millifærslur sínar og
leyndi yfirmenn sína í engu við-
skiptum sínum við bankann með
gjaldeyri, þvert á móti gerði hann
sérstakt samkomulag um afsláttar-
kjör vegna millifærslnanna," segir
í dómi héraðsdóms.
Kristjáni var gefið að sök að
hafa misnotað aðstöðu sína með
kerfisbundnum og skipulegum
millifærslum, 431 talsins, á milli
fímm gjaldeyrisreikninga sinna í
bankanum. Millifærslumar vom
ávallt gerðar síðdegis, skömmu fyr-
ir lokun bankans og í samræmi við
upplýsingar sem hann hafði aflað
sér og fyrir lágu um áorðnar breyt-
ingar einstakra gjaldmiðla á al-
þjójðagjaldeyrismarkaði.
í ákærunni sagði að Kristjáni
hafi verið ljóst að útilokað hafí ver-
ið fyrir bankann að veijast þeim
gengismismun sem af millifærslun-
um leiddi þar sem millibankavið-
skipti við Seðlabanka Íslands með
gjaldeyri hafí einungis verið opin
til hádegis.
Hagnaðist um
28 millj. á 2 árum
Með þessu hafí hann náð fram
stórfelldum hækkunum á skráðum
gjaldeyrisinnistæðum sínum, og
nam hagnaðurinn 20-25 millj. kr.
umfram hagstæðustu ávöxtunar-
kjör en í lok þessa tveggja ára tíma-
bils voru innistæður á reikningun-
um samtals 40,4 milljónir króna en
þar af voru einungis 12,3 milljónir
króna vegna hreinna innborgana
hans. Upphaf þessara viðskipta
Kristjáns var að danska sendiráðið
keypti einbýlishús hans og greiddi
kaupvirðið í Bandaríkjadölum.
í héraðsdómi kemur fram að á
þessu tímabili hafí Seðlabankinn að
jafnaði einu sinni á dag skráð það
gengi sem gilti á erlendum mörkuð-
um að morgni hvers dags og því
hafí verið útilokað fyrir þá banka
sem höfðu opin gjaldeyrisviðskipti
allan daginn, eins og Búnaðarbank-
ann, að fírra sig tapi vegna milli-
færslna, sem gerðar voru eftir há-
degi þegar Seðlabankinn lokaði fyr-
ir kaup og sölu gjaldeyris.
Bankastjórum hafi verið kunnar
þessar reglur en einu ráðstafanimar
sem bankinn hafi gert til að veija
sig tapi hafi verið að eiga ávallt
nægan gjaldeyri. Fyrst árið 1992
hafí Búnaðarbankinn sett takmark-
anir á millifærslur gjaldeyris úr ein-
um gjaldmiðli yfír í annan með þeim
hætti að millifærslur á fjárhæðum
yfír 1 milljón króna þyrftu að fara
fram fyrir kl. 10.30 að morgni.
Samdi um afslátt
við bankastjóra
Þá hafí á þeim tíma sem ákæran
fjallar um gilt sú regla hjá bönkum
að millifærslur á gjaldeyrisreikning-
um voru reiknaðar þannig að
gjaldmiðill var keyptur á kaupgengi
dagsins en nýr gjaldmiðill seldur á
milligengi, þ.e. meðaltali kaupgeng-
is og sölugengis. Kristján Gunnars-
son gerði hins vegar samkomulag
um frávik frá þessari reglu við
bankastjóra Búnaðarbankans og
naut afsláttar þannig að öll við-
skipti hans voru reiknuð á kaup-
gengi.
„Akærði fór í engu leynt með
þessi viðskipti. Fór hann í biðröð
eins og hver annar viðskiptavinur
og naut engrar sérstöðu er hann
færði gjaldeyrinn á milli reikning-
anna. Þær upplýsingar sem ákærði
aflaði sér í bankanum um hreyfíng-
ar á gjaldmiðlum hveiju sinni og.
notaði sér við millifærslurnar voru
ekkert trúnaðarmál innan bankans
og fjöldi viðskiptamanna bankans
millifærði gjaldeyri á sama veg og
ákærði á þessum árum,“ segir í
dómnum og jafnframt að ekkert sé
komið fram sem bendi til þess að
maðurinn, sem sagðist hafa fylgst
með skjá þar sem birtust upplýs-
ingar frá erlendum gjaldeyrismörk-
uðum, á leið í og úr matar- og
kaffítímum, hafí eytt vinnutíma sín-
um í að afla þessara upplýsinga,
þvert á móti hafí yfírmenn bankans
borið að hann hafi stundað vinnu
sína með eðlilegum hætti.
Því taldi dómurinn að maðurinn
hefði ekki brotið af sér, sýknaði
hann af öllum refsikröfum og felldi
allan kostnað vegna málsins á ríkis-
sjóð.
Skipt um hjarta
o g lungu í
ELÍSABET Jóhannsdóttir frá
ísafírði gekkst undir hjarta- og
lungnaskiptaaðgerð á Sahlgrenska
sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastlið-
inn laugardag.
Að sögn Jóns Dalbús Hróbjarts-
sonar, sendiráðsprests í Gautaborg,
líður Elísabetu eftir atvikum vel, en
aðgerðin stóð fram á aðfaranótt
sunnudags.
Elísabet er 45 ára gömul og hafði
hún beðið I um tvö ár eftir að kom-
Islendmgi
ast í aðgerðina. Eiginmaður hennar
er Torfí Einarsson og er hann með
Elísabetu í Gautaborg.
Síðast var skipt um hjarta og
lungu í íslendingi á Sahlgrenska
sjúkrahúsinu í september síðastliðn-
um, en þá gekkst Ásdís Stefánsdótt-
ir úr Garði undir slíka aðgerð. Að
sögn Jóns Dalbús bíður nú enginn
íslendingur eftir aðgerð af þessu
tagi, en einn hefur beðið eftir hjarta-
skiptaaðgerð frá því í desember.
Aróður í skólum gegn sinuíkveikjum
Hús nærri sinu-
svæðum í ákveð-
inni hættu
Jón Viðar Matthíasson
SLÖKKVILIÐIÐ í
Reykjavík, Lögreglan
og Garðyrkjustjóri
Reykjavíkur efna þessa
dagana til átaks í grunn-
skólum landsins þar sem
fræðsla um skaða vegna
sinuelda er skýrð fýrir
nemendum. Jón Viðar
Matthíasson varaslökkvil-
iðsstjóri segir að það teljist
til vorverka Slökkviliðsins
að slökkva sinuelda og nú
sé tímabært að stemma
stigu við slíku athæfi með
samstilltu átaki ofan-
greindra aðila í samvinnu
við foreldra og börnin sjálf.
„Það á að setja kraft í þetta
núna því eins og veðráttan
hefur verið að undanfömu
er hætta á að börn og ungl-
ingar fari á kreik og kveiki
sinuelda. Þetta er átaks-
verkefni slökkviliðs, lögreglu,
gatnamálastjóra og garðyrkju-
stjóra. Við ætlum að fara í alla
skóla borgarinnar og tala við
bömin. Við ætlum í skólana á
miðvikudag, fimmtudag og
föstudag í þessari viku og helst
að fara í sem flesta skóla í þess-
ari viku. Þetta er viðkvæmasti
tíminn hvað varðar sinuelda og
auk þess er álagið í skólunum
meira núna en nokkru sinni áður
vegna verkfalls kennara. Við
höfum fengið góðar undirtektir
frá skólunum enda em þeir með-
vitaðir um vandann. Margir skól-
anna liggja í jaðrinum á byggð-
inni og starfsfólk þeirra sér því
eyðilegginguna sem sinueldar
hafa í för með sér. Mörg útivist-
arsvæði hafa verið byggð upp í
borgjnni sem borgarbúar eru
farnir að notfæra sér í miklum
mæli. Það væri synd ef íkveikjur
ná að eyðileggja svona náttúru-
perlur. Það er alltaf eitthvað sem
lætur á sjá á hveiju ári en gatna-
málastjóri og garðyrkjustjóri era
nú með menn á vakt allan dag-
inn og fram eftir kvöldi á við-
kvæmustu stöðunum. Það hefur
verið okkur í slökkviliðinu ómet-
anleg hjálp að hafa þessa aðila
með okkur. Við sjáum að þetta
skilar vaxandi árangri með árun-
um,“ segir Jón Viðar.
„í fyrra kviknaði illa í Ell-
iðaárdalnum. Sumir halda að
þeir séu að vinna þörf vorverk
með því að kveikja í sinu en svo
er ekki því með því espa menn
upp snarrótina og hún verður
ennþá kræfari næsta
ár. Einnig hafa menn
haft áhyggjur af hús-
um sem liggja á opnum
svæðum, eins og t.d. í
Elliðaárdalnum hjá
Rafstöðinni. Húsin þar liggja
mjög nálægt sinusvæðunum og
þau era í ákveðinni hættu. Hús-
eigendur hafa slegið þar ræmur
í sinuna eða rótað upp jörðinni
fyrir utan garðana til að veija
hús sín ef sinueldar era kveiktir.
Margir hafa lagt gífurlega vinnu
í ræktun garða sinna og ómetan-
leg tjón getur orðið ef sinueldur
kemst í garðana sem hefur oft
tekið marga áratugi að rækta
upp.“
Eru böm ekki meðvituð um
afleiðingar þess að kveikja sinu-
elda?
„Sumt af þessu er fíkt en
reyndar hefur borið á því að um
stálpuð börn og unglinga er að
► Jón Viðar Matthíasson
varaslökkviliðsstjóri er fædd-
ur 28. júlí 1959. Hann er verk-
fræðingur að mennt og tók
brunaverkfræði sem sérsvið.
Hann hóf störf hjá Slökkviliði
Reykjavíkur 1991. Hann er
kvæntur og á þijú börn.
ræða. Mörg börn era mjög með-
vituð um skaðann sem sinueldur
getur valdið og taka þátt í
slökkvistarfi. Oft byijar þetta á
fikti en svo missa þau þetta út
úr höndunum á sér og þá er oft
of seint að slökkva. Fuglalífið
er oft í mikilli hættu því varp
er að fara af stað um þetta leyti.
Fuglarnir geta orðið hvekktir og
koma jafnvel aldrei aftur á sum
svæðin. Með því að kveikja sinu-
elda er verið að rýra gildi útivist-
arsvæðanna á allan máta.“
Er þá aldrei réttlætanlegt að
kveikja sinueld?
„Ekki innan borgarmarkanna
og þá ekki nema undir eftirliti
þeirra aðila sem hafa með málið
að gera, þ.e. garðyrkjustjóra og
hann ákveður þá svæðið. Það er
þó með algerri undantekningu
að slíkum úrræðum er beitt. Við
ætlum að koma inn á það við
börnin hve mikilvægt er að
vemda náttúruna og enginn geri
neitt gott með því að kveikja í
sinu. Með því sé hætta á því að
verðmætum sé fómað og dæmi
er um að börnum stafi bráð
hætta af þegar þau
verða innikróuð í sinu-
bruna. Það hefur
gerst að þau hafi kró-
ast inni.“
„Það fer mikill tími
í það hjá slökkviliðinu að sinna
útköllum vegna sinuelda, útköll-
in skipta tugum á hveiju ári. í
fyrra vora óvenjumörg útköll því
við fengum tvö sinutímabil þá.
Mikill þurrkur var í febrúar og
þá voru mörg útköll og svo aftur
í apríl og maí. Við sjáum samt
að það hefur dregið úr sinueldum
en ég held samt að það verði
alltaf að hafa vakandi auga fyr-
ir þessu og góðan árangur í
gangi nákvæmlega eins og gert
er í umferðarmálum. Þáttur for-
eldra er að ræða við börnin og
fá þau til að skilja mikilvægi
þess að vernda náttúrana. Einn-
ig þurfa þeir að gæta þess að
börn séu ekki með eldfæri á sér.“
í fyrra voru
óvenjumörg
útköll