Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 13
VIÐSKIPTI
Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabankastjórí, telur þörf á auknu aðhaldi að lífeyrissjóðum
Sjóðir hafa tapað
á erlendum
fjárfestingum
Þorgeir Eyjólfsson, formaður Landssam-
bands lífeyrissjóða, vísar því á bug
ÝMSIR lífeyrissjóðir hafa tapað á
því að hafa fjárfest í skuldabréfum
með lágum vöxtum í Bandaríkjun-
um í upphafi árs 1994 ef bréfin
væru gerð upp nú og metin á mark-
aðsvirði. Á þessu tímabili hafa vext-
ir hækkað í Bandaríkjunum eins og
reyndar á ýmsum öðrum erlendum
mörkuðum og gengi Bandaríkjadals
lækkað. Bókhaldsfyrirkomulag líf-
eyrissjóðanna leiðir þetta tap hins
vegar ekki í ljós.
Þetta kom fram í ræðu Birgis
Isleifs Gunnarssonar, seðlabanka-
stjóra, á ársfundi bankans á mánu-
dag. Þar lýsti hann þeirri skoðun
sinni að vel kæmi til greina að
skylda lífeyrissjóðina til að gera
eigendum sínum grein fyrir því í
tengslum við ársuppgjör hvemig til
hefur tekist um slíkar flárfestingar.
Þá minnti hann á það að lífeyris-
sjóðimar eru nú einu íjármálastofn-
animar sem ekki búa við sérstaka
löggjöf.
Birgir ísleifur greindi frá stöðu
lífeyrissjóðanna og sagði m.a. að
áætlað hefði verið að ráðstöfunarfé
þeirra hefði numið um 43 milljörð-
um á árinu 1994, en 39,4 miiljörð-
um árið 1993. Sjóðimir hefðu keypt
húsbréf og húsnæðisbréf fyrir 12,9
milljarða samanborið við 19,4 millj-
arða á árinu 1993. Þá væri áætlað
að kaup lífeyrissjóða á bréfum bæj-
ar- og sveitarfélaga og atvinnu-
vegasjóða og skuldabréfum fyrir-
tækja hefðu numið 11,8 milljörðum
króna. Lánveitingar til sjóðfélaga
hefðu numið 4,5 milljörðum en
keypt hefðu verið skuldabréf er-
lendis fyrir 3,6 milljarða, þar af
skuldabréf útgefín af ríkissjóði er-
lendis fyrir 2 milljarða. Að auki
hefðu verið keypt hlutdeildarskír-
teini i erlendum verðbréfasjóðum
fyrir um 200 milljónir og erlend
hlutabréf fyrir um 200 milljónir.
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða
næmu því samtals um 4 milljörðum
króna.
„Frá sjónarmiði þjóðfélagsins í
heild er hér alls ekki um slæman
kost að ræða því eignir myndast
erlendis sem ganga á móti skuldum
og gefa væntanlega af sér arð. Hins
vegar er mikil ábyrgð þeirra sem
taka ákvarðanir um slíkar íjárfest-
ingar fyrir hönd lífeyrissjóðanna.
Þrátt fyrir nútímakenningar um að
æskilegt sé að dreifa eignarsafni
slíkra sjóða mega menn ekki missa
sjónar á því að skuldbindingar lífeyr-
issjóðanna eru í íslenskum krónum
- oft verðtryggðum íslenskum krón-
um - þannig að gengisáhættan get-
ur verið mikil nema lífeyrissjóðimir
tiyggi sig gegn henni."
Afskaplega lítil áhætta
Þorgeir Eyjólfsson, formaður
Landssambands lífeyrissjóða, vísar
því á bug að lífeyrissjóðir hafí tapað
á erlendum viðskiptum. Hann bend-
ir lífeyrissjóðimir hafí keypt erlend
•verðbréf fýrir 1,9 milljarða á síðast-
liðnu ári að undanskyldum skulda-
bréfum ríkissjóðs. Þar af hafí kaup
á verðtryggðum skuldabréfum Nor-
ræna flárfestingarbankans í ís-
lenskum krónum numið 1,2 millj-
örðum. „Þama standa eflir 700
milljónir sem em hinar eiginlegu
fjárfestingar í erlendum verðbréf-
um. Lífeyrissjóðimir hafa farið
mjög varlega við þessar flárfesting-
ar vegna þess innan við 2% af ráð-
stöfunarfénu hefur runnið til hinna
eiginlegu eriendra verðbréfa-
kaupa."
Varðandi kaup sjóðanna á
skuldabréfum ríkissjóðs i Banda-
ríkjunum á síðastliðnu ári, benti
Þorgeir á að einungis hluti bréf-
anna hefði verið keyptur strax eft-
ir útgáfu þeirra. Sumir sjóðanna
hefðu keypt bréf eftir að vextir í
Bandaríkjunum tóku að hækka.
„Lífeyrissjóðirnir hafa alls ekki
tapað á þessum viðskiptum. Bréfín
em til 10 ára og em keypt með
6-7% ávöxtunarkröfu. Vextir munu
öragglega bæði hækka og lækka
á líftíma bréfanna á sama hátt og
gengi dollars mun sveiflast. Síðan
má ekki gleyma því að endur-
greiðslur á þessum bréfum era í
dollurunj. Lifeyrissjóðimir geta
ákveðið með margra ára fyrirvara
hvemig þeir ráðstafa þeim pening-
um sem hafa runnið til erlendra
verðbréfakaupa. Þannig geta sjóð-
imir miðað ákvörðun sina um að
flytja peningana aftur yfir í ís-
lenskar krónur við raungengis-
sveiflu og afstöðu íslensku krón-
unnar gagnvart erlendum gjald-
miðlum. Af þeim ástæðum er af-
skaplega lítil gengisáhætta fólgin
í þessu."
Þorgeir kvaðst telja það koma
vel til álita að breyta reglum um
bókhald sjóðanna og færa verðbréf
í eigu þeirra á markaðsvirði á upp-
gjörsdegi. Þá hefðu lífeyrissjóða-
samböndin barist ötullega fyrir því
að sett yrði löggjöf um sjóðina og
þau hefðu haft framkvæði um að
lög voru sett um endurskoðun og
ársreikninga lífeyrissjóðanna.
Hagnaður
bankaog
sparisjóða
750 milljónir
RÚMLEGA 750 milljóna hagn-
aður varð hjá viðskiptabönkum
og sparisjóðum á síðastliðnu
ári. Þetta er mikill bati frá ár-
inu 1993 þegar 167 milljóna
tap varð hjá þessum stofnunum
eða neikvæð arðsemi eiginfjár
um 0,9%.
I máli Birgis Isleifs Gunnars-
sonar, seðlabankastjóra, á árs-
fundi Seðlabankans kom-fram
að þessi afkomubati skýrist
einkum af lækkun afskriftar-
framlaga úr 6 milljörðum árið
1993 í 4,7 milljarða í fyrra.
Framlag í afskriftarsjóð var á
síðastliðnu ári 1,85% af niður-
stöðu efnahagsreiknings en
sambærileg tala var 0,87% fyr-
ir 5 áram.
„Þess er að vænta að fram-
lög í afskriftarsjóði geti lækkað
í náinni framtíð. Þess ber þó
að geta að miðað við reynslu
annarra landa er ekki hægt að
búast við þvi að árleg framlög
í afskriftarreikninga útlána
verði að jafnaði lægri en 1-1,5%
af útlánum og ábyrgðum inn-
lánsstofnana." Þá kom fram
að íslenskir bankar era famir
að keppa um viðskipti í mun
ríkari mæli en þeir hafa nokkra
sinni gert. Þeir þurfí einnig að
keppa um viðskipti við erlenda
banka sem séu nokkuð umsvif-
amiklir á íslenskum markaði.
„Það er þvi eindregin skoðun
Seðlabankans að nauðsynlegt
sé að jafna starfsskilyrði ís-
lenskra banka og tryggja að
þau séu sambærileg við þau
kjör sem erlendir bankar búa
við.“
Lítils er vænst af
iðnríkjafundi
Bandaríkjastjóm hvött til aðgerðaleysis
í gengismálum í nýrri skýrslu
New York, Washington. Reuter.
GENGI dollarans hækkaði nokkuð
í gær vegna fundar iðnríkjanna sjö
í Washington en búist er við, að
þar verði ræddar leiðir til að styrkja
hann. Á móti kemur, að viðskipta-
hallinn í Bandaríkjunum á þessu
ári verður líklega sá mesti, sem um
inn í Bandarikjunum verði meiri á
þessu ári en nokkra sinni fyrr eða
um 200 milljarðar dollara. í skýrslu,
sem Institute for Intemational Ec-
onomics hefur unnið fyrir Banda-
ríkjastjóm, er bent á, að þótt gengi
dollarans hafí lækkað veralega
Vísitala gengisskráningar
1994
J FMAMJ JASOND
Gengi krónunnar seig
um l,72%ífyrra
getur, og í nýrn skýrslu eru stjóm-
völd hvött til að gera ekkert til að
hækka gengi gjaldmiðilsins.
Gengishækkun dollarans var
ekki mikil, gagnvart japönsku jeni
fór hann úr 82,73 í 83,10 og gagn-
vart þýsku marki úr 1,3703 í
1,3760. Tilraunir til styrkja hann
verða aðalumræðuefnið á fundi iðn-
ríkjanna, Bandaríkjanna, Bret-
lands, FYakklands, Itaiíu, Japans,
Kanada og Þýskalands, en almennt
er þó ekki búist við, að samkomulag
verði um ákveðnar aðgerðir.
Margt bendir til, að viðskiptahall-
gagnvart jeninu, hafí það hækkað
gagnvart ýmsum öðram gjaldmiðl-
um, til dæmis kanadískum dollara,
mexikóskum pesó, bresku pundi og
ítalskri líra. Viðskiptahallinn sé því
áfram mikill.
„Það væri þvi mistök að hækka
vexti og kaupa upp dollara á gjald-
eyrismörkuðunum eins og stjómvöld
í Þýskalandi og Japan hafa lagt til,“
segir í skýrslunni og því er bætt
við, að hefði dollarinn ekki fallið
jafn mikið gagnvart jeni og raun
ber vitni, hefði viðskiptahallinn
stefnt í 250 milljarða dollara á árinu.
GENGI íslensku krónunnar seig
um 1,72% á árinu 1994 og ein-
kenndist þróunin af jafnri lækkun
gengisins allt tímabilið. Frá þessu
voru þó undantekningar þegar
Seðlabankinn greip til þess að
styrkja sérstaklega gengi krón-
unnar og tryggja þannig að gengis-
vísitalan víki ekki of langt frá mið-
genginu. Þetta kom fram á árs-
fundi Seðlabankans á mánudag.
Gengisvisitala Seðlabankans sýnir
meðalgengi íslensku krónunnar
gagnvart erlendum gjaldmiðlum.
Hækkun visitölunnar felur í sér
að verð erlendra gjaldmiðla hækk-
ar í krónum, þ.e. gengi krónunnar
lækkar. Öðru máli gegnir um lækk-
un vísitölunnar því krónan er þá
aðstyrkjast.
Tilboði
Kerkorians
hafnað
Detroit. Reuter.
STJÓRN Chrysler-bílaverksmiðj-
anna hafnaði í gær 22,8 milljarða
dollara boði auðkýfingsins Kirks
Kerkorians í fyrirtækið og lét svo
ummælt, að hún efaðist stórlega
um getu hans til að standa við
það.
í yfirlýsingu stjómarinnar
sagði, að yrði tilboði Kerkorians,
sem á 10% hlut í Chrysler, tekið,
myndi það gera fyrirtækið ber-
skjaldað fyrir næsta samdráttar-
skeiði í bílaframleiðslunni þar sem
Kerkorian hyggst Qármagna
kaupin að hluta með mest allri
lausaíjáreign fyrirtækisins sjálfs.
Er ekki búist við, að stjóm Chrysl-
ers hafist neitt frekar að í þessu
máli nema Kerkorian sýni það
svart á hvítu, að hann geti fjár-
magnað tilboðið.
Talsmaður Kerkorians sagði, að
þessi viðbrögð yllu miklum von-
brigðum en lagði áherslu á, að
ekki mværi öll nótt úti ennþá.
Erlend lán greidd upp
fyrir gjalddaga
ERLENT lánsfé banka og spari-
sjóða til endurlána lækkaði á síð-
asta ári um 12,6 milljarða króna
og vitað er að innlend fyrirtæki
sem greiddu upp erlend lán í gegn-
um bankana gerðu það jafnvel fyr-
ir gjalddaga. Þetta kom fram á
ársfundi Seðlabankans.
„Ótvíræð merki era því um að
samanburður á lánskjöram hafi
verið innlendum markaði í vil,“
sagði Birgir ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri, á ársfundi bank-
ans á mánudag. „Við fullkomið
frelsi til fjármagnsflutninga leiðir
það líka af sjálfu sér að vaxtabreyt-
ingar erlendis hljóta að endur-
speglast í innlendum vöxtum. Er
hér komin önnur ástæða þess að
vextir hafa færst upp á við á verð-
bréfamarkaði, því að vextir á er-
lendum mörkuðum hafa hækkað
veralega síðastliðið ár. Engar for-
sendur era til þess að vextir geti
almennt verið lægri hér á landi en
annarstaðar. Við verðum því héðan
í frá háðari vaxtaþróun erlendis
en verið hefur.“
Reyndar benti Birgir ísleifur á
að vextir þyrftu að vera um nokk-
um tíma hærri í okkar hagkerfi
meðan traust á stöðugleikanum
væri ekki orðið jafn rótgróið og í
ýmsum löndum sem við beram okk-
ur saman við. „Um þetta höfum við
dæmi af erlendum vettvangi þar
sem þjóðir búa í efnahagslegu sam-
býli. Það er t.d. eftirtektarvert að
vextir í Danmörku, Austurríki og
Hollandi era jafnan töluvert hærri
en í Þýskalandi þrátt fyrir stöðug-
leika í efnahagslífi þessara landa
og það að gengi gjaldmiðla þeirra
er nátengt gengi þýska marksins.
Hér má skjóta því inn vegna
vaxtastefnu stjórnvalda að í 5%
markinu fólst ákvörðun um að taka
lán erlendis ef íslenskir fjárfestar
vildu ekki sætta sig við 5% vexti
auk verðtryggingar. Ríkissjóður
hefur tekið allmikið af erlendum
lánum á árinu 1994 og það sem
af er þessu ári eða samtals um 35
milljarða króna brúttó. Ekkert af
þeim lánum hefur borið hærri raun-
vexti en 5%. Frá sjónarmiði ríkis-
sjóðs sem lántakanda hefur að-
gerðin því tekist."