Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 15
I
)
STUTT
Hlé á bar-
dögnmí
Tsjetsjníju
BÚIST var við því í gær að
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
myndi fyrirskipa hlé á bardög-
um i Tsjetsjníju á meðan há-
tíðahöld standa í tilefni þess
að hálf öld er liðin frá lokum
heimsstyijaldarinnar síðari.
Ástæðan er þrýstingur frá
leiðtogum á Vesturlöndum,
sem munu vera viðstaddir há-
tíðahöldin, m.a. í Moskvu.
Ekki er ljóst hversu lengi verð-
ur gert hlé á bardögum.
Þjóðarat-
kvæði um
sljórnarskrá
ÞINGIÐ á Krímskaga sam-
þykkti í gær að efna til þjóðar-
atkvæðis 25. júní nk. um hvort
að stjómarskrá Krím, sem
úkraínsk yfirvöld hafa bannað,
eigi að taka gildi að nýju. Þá
munu Krímveijar einnig
greiða atkvæði með eða á
móti ákvörðun Úkraínumanna
um að banna stjómarskrána.
Irakar hafna
tillögu SÞ
ÍRASKA þingið hafnaði í gær
einróma tillögu Sameinuðu
þjóðanna, sem hefði gert írök-
um kleift að selja takmarkað
magn af olíu til að kaupa mat
og hjálpargögn. Telur þingið
tiilöguna bijóta í bága við
stofnskrá SÞ og vera atlögu
að sjálfstæði íraks.
Kornbirgðir
minnka
YFIRMAÐUR Matvælastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna lýsti
í gær yfír áhyggjum vegna
minnkandi kombirgða í heim-
inum til þeirra sem nauðstadd-
ir em. Sagði hann iðnríkin
hafa lagt minna kom til og
að framleiðsla í þróunarríkjum
hefði ekki aukist nægilega til
að mæta þörfum fólks.
Bj örgrmar starf í Oklahoma og leit að ódæðismanni gengur hægt
Þingkosningarnar í Malasíu
Reulcr
TRACIE Gallaher og hundurinn Jethro
í hvíld frá björgunarstörfum í Oklahoma.
Nálykt leffsrur af rústunum
Oklahoma. Reuter. É/ ^
YFIRVÖLD í Oklahoma sögðu í gær að tala
staðnir að verki við að mynda lík í rústunum
sem þeir hugðust selja æsifréttablöðum.
Æ fleiri sögur eru sagðar af atburðum tengd-
um sprengingunni. Sú jákvæðasta er líklega af
manni sem steig inn í lyftu á 8. hæð í þann
mund sem sprengingin varð og hrapaði með
henni niður á jarðhæð, þar sem hann gekk nán-
ast ómeiddur út.
þeirra sem enn væri saknað eftir sprengingu í
stjómsýsluhúsi í Oklahomaborg, kynni að fara
yfír 200 manns. Björgunarmenn fundu á mánu-
dagskvöld nítján lík til viðbótar í rústunum en
hafa ekki getað flutt þau öll úr húsinu. Þeir
hafa nú komist niður á þann hluta rústanna sem
kallaður hefur verið „gröfín", þar sem talið er
að flest líkanna séu, þar á meðal lík 13 barna.
Björgunarmenn hafa enn ekki viljað gefa upp
alla von um finna einhvem á lífi en leitin hefur
reynt mjög á þá, þeir em örmagna á líkama
og sál.
Auk hættunnar á að húsið hrynji, eykst smit-
hættan vegna rotnandi líka með degi hveijum.
Mikinn dauðafnyk leggur af húsinu og reyna
björgunarmenn með öllum ráðum að bægja lykt-
inni frá með ilmefnum sem þeir setja í grímur
sínar. Starfsmenn Smitsjúkdómamiðstöðvar rík-
isins komu á mánudag til Oklahoma til að fyrir-
byggja sýkingar og útbreiðslu smitsjúkdóma.
Blaðamenn fengu á mánudag að skoða hluta
rústanna, m.a. þar sem leikfong barnanna voru
á víð og dreif. Tveir menn voru handteknir á
mánudagskvöld er þeir höfuðu laumað sér inn
í bygginguna með myndavélar, en kváðust vera
sjálfboðaliðar við björgunarstörf. Voru þeir
Annars manns enn leitað
Enn er leitað að manni sem talinn er hafa
verið í vitorði með Timothy McVeigh sem ákærð-
ur hefur verið fyrir aðild að sprengingunni. Þær
vísbendingar sem lögreglan hafði um vitorðs-
menn McVeighs hafa ekki reynst á rökum reist-
ar. Meðal annars var maður handtekinn í Georg-
íuríki, grunaður um aðild að sprengingunni en
var látinn laus eftir yfirheyrslur. Terry og Ja-
mes Nichols, sem handteknir voru á föstudag
eru enn í haldi lögreglu en þeir eru vinir
McVeighs og eru sagðir hugsanleg vitni í málinu.
Tveir lögmenn sem skipaðir voru veijendur
McVeighs í Oklahoma hafa óskað eftir því að
vera leystir frá störfum þar sem þeir eigi vini
sem farist hafí í tilræðinu. Þá hvöttu lögmennirn-
ir til þess að málið yrði tekið fyrir annars stað-
ar en í Oklahomaríki, þar sem ólíklegt væri að
McVeigh fengi sanngjarna málsmeðferð þar.
Fjöldamorðin í Kibeho-búðunum í Rúanda
Sitja um síð-
ustu hútúana
Kibeho. Reuter.
HERMENN stjórnarhersins í Rú-
anda neita síðustu hútúmönnunum
í Kibeho-flóttamannabúðunum um
vatn og mat í von um að geta
neytt þá þannig til uppgjafar en
talið er, að nokkrar þúsundir
manna hafi fallið þegar stjórnar-
herinn lét sprengjunum rigna yfir
búðimar um helgina. Hollenska
stjómin hefur hvatt Evrópusam-
bandið til að hætta stuðningi við
ríkisstjórhina í Rúanda.
SÞ-tölur vefengdar
„Við eram tilbúnir til að sitja
um þá, sem eftir era í búðunum
mánuðum saman, og við eigum
nóg af skotfærum ef með þarf,“
sagði foringi í stjórnarhemum en
í síðustu viku vora um 100.000
hútúmenn í Kibeho-búðunum. Nú
hafa þeir verið reknir til þorp-
anna, sem þeir bjuggu áður í.
Hútúmennirnir, sem eftir era í
búðunum, era sumir vopnaðir og
krefjast þess að fá að fara óáreitt-
ir til flóttamannabúða í Zaire en
stjórnarhermenn neita því.
Óvíst er hve margir létu lífíð í
árás stjómarhersms á Kibeho-búð-
ima um helgina. í fyrstu var talað
um 8.000 manns, síðan 5.000 en
ástralskir hjálparstarfsmen segj-
ast hafa hætt að telja þegar þeir
vora komnir upp í 4.000. Einn af
yfirmönnum liðsafla Sameinuðu
þjóðanna í Rúanda kom síðan með
töluna 2.000. Hafa SÞ verið sakað-
ar um að gera minna úr mannfall-
inu en efni standa til og Ástralarn-
ir standa við sína talningu og aðr-
ar hjálparstofnanir styðja þá í því.
Wim Kok, forsætisráðherra
Hollands, hefur skorað á Evrópu-
sambandið að hætta fjárstuðningi
við stjórnina í Rúanda vegna
fjöldamorðanna og sjálf hefur hol-
lenska stjórnin stöðvað næstum
tveggja milljarða kr. aðstoð við
hana.
Reuter
GÆSLULIÐAR Sameinuðu þjóðanna hlynna hér að manni, sem særðist i árás stjórnarhersins á
Kibeho-flóttamannabúðimar. Ekki er Ijóst hve margir féllu en þeir skipta þó þúsundum.
Kuala Lumpur. Reuter.
FYRSTU tölur úr þingkosningunum
sem fram fóra í Malasíu í gær bentu
til yfírburðasigurs Þjóðfýlkingar
Mahathirs Mohamads forsætisráð-
herra. Er búið var að telja í 20 af
192 kjördæmum þjóðþingsins hafði
fýlkingin sigrað í þeim öllum.
Undanfama tvo áratugi hefur
Mahathir haft tvo þriðju hluta þing-
sæta, getað breytt stjórnarskrá og
haft sitt fram í öllum efnum. Efna-
hagsuppgangur hefur verið mikill í
landinu og stjómarandstaðan er
margklofin.
Um níu milljónir manna voru á
kjörskrá, kosið er um nær 400
sæti alls á sérstökum þingum sam-
bandsríkjanna sem era 11. í fá-
tæku, afskekktu héraði við landa-
mæri Tælands, Kelantan, er búist
við að flokkur íslamskra bókstafs-
trúarmanna haldi völdum en það
er eina ríkið sem Þjóðfýlkingin ræð-
ur ekki.
Talið er að staðan verði tvísýn á
eyjunni Penang sem er þekktur
ferðamannastaður en þar er einnig
mikill hátækniiðnaður. Á Penang
hugðist Lýðræðisflokkurinn, DAP,
leggja allt í sölumar til að hnekkja
veldi Mahathirs. Kínvetjar era uppi-
staðan í fylgi flokksins og Penang
er einkum byggð Kínveijum.
„Almenn ánægja“
veldur vanda
Leiðtogar DAlP hafa þó lýst því
yfír að „almenn ánægja“ vegna
efnahagsframfaranna geti valdið
því að flokkurinn bíði ósigur. Flokk-
urinn hefur bent á að spilling hafí
aukist og jafnframt að fijálsara
efnahagslífí hafi ekki fylgt lýðræð-
isumbætur en Mahathir notfærir
sér miskunnarlaust einokunarað-
stöðu í fjölmiðlum. Sjálfur lætur
Mahathir, sem er 69 ára gamall,
gagnrýnina sem vind um eyra þjóta
og heitir því að Malasía verði orðið
nútímalegt iðnríki árið 2020 verði
stefnu hans fylgt.
Malasía var bresk nýlenda en
hlaut sjálfstæði 1957. íslam er rík-
istrú en lögin era óháð trúarbrögð-
unum. Helmingur íbúanna er af
stofni Malaja, hinir flestir af kín-
verskum eða indverskum ættum.
Árið 1969 ko'm til heiftarlegra
átaka milli þjóðabrotanna og marg-
ir þakka Mahathir að friður og
framfarir hafa ríkt eftir að hann
náði völdum.
Reuter
MAHATHIR Mohamad (t.h.), forsætisráðherra Malasíu, fylgist
með konu sinni er hún greiðir atkvæði í heimaríki hjónanna,
Kedah, í gær. Viðstaddur er fulltrúi kjörstjórnar.
Mahathir spáð
yfirburðasigri