Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 16

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grannar á Akureyri AMARIEL Nordöy: „Vestrivogur — Þórshöfn" 1993, olía á striga. MYNPLIST Listasafn Akurcyrar LIST FRÁ FÆREYJUM OG GRÆNLANDI Opið frá 14-18 alla daga nema mánu- daga. Til 29 apríl. Aðgangur ókeypis. NÆSTU nágrannar okkar í norðri og suðri eru ótvírætt Grænlendingar og Færeyingar og ber okkur að vera vel meðvitaðir um það. Færeyingar hafa oft kynnt myndlist sína á ís- landi og við höfum vel kunnað að meta það, en minna hefur farið fyrir Grænlendingum enda er list þeirra og þjóðmenning harla ólík okkar. Við erum þó vel meðvitaðir um líf og list- fengi inúíta, og þannig hafa ýmsir safnáð hinum svonefndu uppvakning- um (Túpilökkum) og átti t.d. Valtýr heitinn Pétursson listmálari mikið safn þeirra, ásamt fleiru merkilegu er tengdist þjóðháttum á Grænlandi. Fyrir nokkrum árum var eftir- minnileg sýning á list- og þjóðháttum Grænlendinga í Norræna húsinu, og þennan mánuð er sérstök kynning á menningu þeirra og Færeyinga á listasafninu á Akureyri. Hélt rýnirinn norður til að líta á framkvæmdina og hittist þá svo á að frammámenn menningar- og skólamála frá þessum löndum voru í heimsókn í tilefni hennar. Voru þeir einmitt að ljúka við að skoða listaskólann á Akureyri er mig bar að, og var auðséð að þeir höfðu mikinn áhuga á starfsem- inni, enda spurðu þeir margs í deild grafískrar hönnunar, sem er ríkulega útbúin tölvum. Grænlenzku fulltrú- amir voru þó kannski hrifnastir af bamadeildinni, en þeir eiga ekki hlið- stæðu í sínu landi og hafa fullan hug á að bæta úr því. Á listasafninu ber mest á framlagi Grænlendinga, sem er í stómm drátt- um þrískipt. Olíumálverk á dúk, trér- istur, teikningar og vatnslitamyndir auk þess sem sýnd em dæmi um útskurðarlist í bein, tré og tálgu- stein. Færeyingar hafa hins vegar litið á framkvæmdina sem hreina list- sýningu og em mættir með þijá nafnkennda málara þá Zakarías Hei- nesen (f.1936), Amariel Nordoy (f.1945) og Eyðun av Reyni (f.I951). Verk Zakaríasar fylla einn sal á safn- inu, en framhald sýningarinnar er í Deiglunni, sem er hinum megin við götuna. Nú veit ég að sitthvað forvitnilegt er að gerast í Grænlenzkri myndlist, en hér em þeir einungis mættir með hefðbundna hluti. Eðlilega barst málaralistin með Dönum til Græn- lands og voru Danir búsettir á Græn- landi lengi meðal þeirra fremstu málara og má hér nefna þá Otto Rosing (1896-1965) og Peter Rosing (1906-1965), sem em fyrirferðarm- iklir á sýningunni. Ber mest á róman- tískri túlkun á náttúranni og áhuga á daglegu lífi og menningu í mjög hefðbundnum og frekar ófrumlegum búningi, þar sem skólun er lítið merkjanleg. En myndirnar falla vel að sýningunni sem lifandi framhald af listiðnaði. það er svo helst Hans Lynge (1906-1988), sem er með eitt- hvað sem hægt er að nefna málaral- ist og hin frjálsa tjáning hans er mjög í ætt við úthverft innsæi. Fyrsti Grænlendingurinn, sem lagði stund á listnám við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn var M.F. Dalger á ámnum 1789-92, en þeir eiga þó enga eiginlega málarahefð í líkingu við okkar, þó ung verði að teljast. Hins vegar væri forvitnilegt að fá hingað vel skipulagða sýningu á grænlenzkri málaraiist frá upp- hafi, en það bíður síns tíma. Mestu athygli mína vöktu tréristur Arons frá Kangeq (1822-1869), fyrir hinn næma og hreina skurð, sem kemur svo miklu til skila þótt myndirnar séu mjög Iitlar. Tréristan var listform sem Grænlendingar áttu eðlilega auðvelt með að tileinka sér. Var ég með sanni furðu lostinn að sjá þessar tréristur með hliðsjón af aidri þeirra, því að þær gefa seinni tíma myndum ekkert eftir og trérista i jafnferskri og fijálslegri útfærslu var ekki tiltak- anlega mikið iðkuð á þessu tíma- skeiði og enn nokkuð í land að Ed- vard Munch endurreisti hana. Aron var mikill og nafnkenndur veiðimaður, og að auk uppfræðari, tréskurðarmeistari og málari, sem bjó í skeijagarði byggðakjarnans Kangeq um það bil 25 kílómetra norðan við Nuuk, og bjuggu þar um 1860 einungis 129 manns. Eftirlits- maður Suðurgrænlands H. Rink kom árið 1885 á fót lítilli prentsmiðju í Nuuk og sendi þau skilaboð til íbúa Grænlands, að þeir skyldu senda honum frásögur, sagnir, teikningar og kort til útgáfu í prentsmiðjunni. Aron var fljótur að taka við sér og öðlaðist sérstöðu meðal þeirra fjöl- mörgu sem lögðu H. Rink til efni og talaði hann um Aron sem „þjóð- listarmann11. Aron var sjálfmenntað- ur en með dijúga eðiislæga hæfileika svo sem myndimar bera með sér. Fyrir andiát sitt, og sjúkur maður, safnaði hann 56 þjóðsögum og mynd- lýsti með um 40 tréristum, auk fjölda vatnslitamynda og rissa og hafa 308 þeirra varðveist. Auk tréristanna, sem em til sýnis á listasafninu á grænlenzka þjóðminja- og skjala- safnið 160 vatnslitamyndir eftir lista- manninn og eru þær varðveittar sem þjóðargersemar. Þetta litla dæmi segir okkur margt um listfengi Grænlendinga, og þótt þeir hefðu mjög takmarkað hráefni gerðu þeir sér handhæg áhöld og klæði og má sjá dæmi um það í ein- um glerskápanna. Þannig hefur jafn- vel skyggni til varnar snjóblindu yfír sér listrænt handbragð, og minna má á að þeir þróuðu með sér merki- legar aðferðir um sútun skinna, sem nemendur textíldeildar hafa verið að rannsaka og læra af við Myndlista- og handíðaskóla íslands! Sýningin ber það eðlilega með sér, að hún kemur frá grænlenzka þjóðminja- og skjalasafninu og það mun höfuðástæða þess, að minna er um hreina myndlist og full snögg skil frá grænlensku deildinni yfir í þá færeysku. Engu að síður er hún mjög áhugaverð frá sjónarhóli mynd- Iistarmanns og einkum em útskornu grímumar frábærar og afhjúpa í raun skyldleika ínúíta og indíána Norður og Suður-Ameríku og vísa jafnframt til forfeðranna í austri. Þrátt fyrir að ég sakni nýrri tíma listar, kann ég mjög vel að meta það sem til sýnis er, og ber að vona að i Grænlendingum auðnist að þróa mjög nútímalega list án þess að ' missa sjónar á arfleifðinni og er ég raunar fuliviss um það. í ljósi hinnar ríku arfleifðar. Annað teldist vestræn úrkynjun. Til að móta sterka heildarmynd hefðu Færeyingar þannig annað- hvort orðið að senda muni frá þjóð- háttasafni sínu, eða Grænlendingar kynna samtímalist í ríkari mæli. En | málverkasýning Færeyinganna er því marki brennd að vera full einhæf og keimlík því sem áður hefur borist I til landsins, en vel að merkja ekki Akureyrar. Þannig er Zakarías Hei- nesen vel þekkt nafn hér á landi og Amariel Nordöy hefur einnig átt myndir á sýningum hér. Hins vegar held ég að Eyðun av Reyni sé minna þekktur, en hann er sonur hins stór- góða málara Ingálvs av Reyni. Allir sýna þeir verk sem em mjög einkenn- | andi fyrir list þeirra, en hængurinn er sá að myndimar njóta sín ekki 1 sem skyldi hvorki á listasafninu né l í Deiglunni. Salurinn í listasafninu er enn of hrár og kuldalegur og Deiglan er mun frekar húsnæði fyrir innsetningar og umhverfisverk en málverk. Það hlýtur að vera metnaður Akur- eyrarbæjar, að ljúka sem fýrst við byggingu listasafnsins til að sýningar sem siíkar fái notið sín til fulls og þá mun verða mun auðveldara að fá merkar sýningar til að gista staðinn. Fram hefur komið í sambandi við þessa framkvæmd, að annars konar fólk sækir hana heim en almennar myndlistarsýningar, og m.a. mun meira úr sveitunum, sem mun auðvit- að stafa af forvitni um menningu Grænlendinga, og þeir hinir sömu hafa búist við líkum hlutum frá Færeyjum. En þessar sýningar eru ekki samanburðarhæfar vegna þess hve ólíkar forsendur menn hafa gef- ið sér við samsetningu þeirra. Hins vegar er öldungis óþarfi fyrir áhuga- fólk um sjónmenntir að sitja heima, því myndlist finnst einnig ríkulega í hlutum þjóðhátta. Hér er um góða framkvæmd að ræða, og væri hún viðameiri og í öllu fullgerðu safninu, kæmi ekki á óvart, þó margur frá Suðvesturhorn- inu gerði sér ferð til Akureyrar, sem væri auðvitað hagur fyrir bæjarfé- lagið sem flugfélögin. Og svo er að þakka fyrir sig með virktum. Bragi Ásgeirsson. Lista- og menningardagar á Akureyri Skemmtileg sýning sem kemur á óvart JÖFN og góð aðsókn er að Lista- safninu á Akureyri og þangað hafa fjölmargir Iagt leið sína síð- ustu daga til að skoða sýningu á verkum eftir grænlenska og fær- eyska listamenn. Flest grænlensku verkanna, sem eru af ýmsum toga bæði eldri listaverk og ný, en fær- eysku verkin eru einkum í Deigl- unni, gengt Listasafninu og eru þau flest ný af nálinni, eftir yngri kynslóð færeyskra málara. Ymsir frammámenn í menn- ingar- og skólamálum á Græn- landi og Færeyjum voru á Akur- eyri um helgina og litu m.a. inn á sýninguna á Listasafninu og í Deiglunni, en tilgangur þeirra var einkum sá að skoða mögu- leika á samskiptum landanna þriggja á sviði skóla- og menn- ingarmála. Útskornir smáskúlptúrar Jóel Berglund forstöðumaður Þjóðminjasafnsins á Grænlandi sagði menningararfleifð Græn- lendinga ríka, þar hefði m.a. ver- ið prentað fyrsta dagblaðið í lit- um árið 1830 þannig að menn hefðu þá þegar búið yfir mikilli þekkingu. A sýningunni eru fjöl- margir útskornir smáskúlptúrar í tré og fleira, sem Jóel sagði byggjast á ævafornum grunni inúítamenningar, þær áttu að vera svo litlar að þær kæmust fyrir í lófa þess sem skar út. Grænlenska sýningin gæfi þann- ig sögulega innsýn í Iíf og starf þjóðarinnar um aldirnar. Færeyingar fóru aðra leið, sýna ný málverk eftir unga myndlistamenn, en það var Bárð- ur Jakobsen forstöðumaður Listaskáians í Þórshöfn sem hafði veg og vanda að því að ve\ja verkin á sýninguna. Stórfallegar myndir „Mér finnast þessar græn- lensku myndir margar stórfal- legar,“ sagði Björn Arason sem var að skoða sýninguna um helg- ina. Björn hefur sótt marga kúrsa í Myndlistarskólanum á Akureyri og hefur virkilega gaman af myndlist, en gefur sér að eigin sögn ekki mikinn tíma til að fást við að mála heima við. HÓPUR forsvarsmanna menningar- og skólamála í Færeyjum og Grænlandi var á ferð á Akureyri til að kynna sér stöðu mála á þeim sviðum en m.a. var sýning á verkum landa þeirra í Virðing fyrir listastarfsemi „Fólkið er afar ánægt með hvernig staðið hefur verið að þessu hér á Akureyri og vænta þess að það sé fyrsta skrefið í stærra ferli sem hefur að mark- miði að koma á samvinnu á sviði lista- og menningar," sagði ívar Jónsson lektor við stjórnsýlsu og rekstrardeild Grænlandsháskóla í Nuuk og benti á að þessir þrír staðir, Nuuk, Þórshöfn og Akur- eyri, væru staðir af svipaðri stærð og ættu margt sameigin- legt. Ivar taldi alla möguleika á að koma á t.d. námsmannaskiptum milli skólanna, en margir sþenn- andi kostir stæðu stúdentum m.a. frá Grænlandi til boða í skólum á Akureyri. Listasafninum á Akureyri skoðuð. BJÖRN Arason ræðir hér við Árna Steinar Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.