Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BERGÞÓRA MA GNÚSDÓTTIR + Bergþóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 27. janúar 1921. Hún lést 8. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Jónsson frá Selalæk, f. 8. júlí 1893, d. 19. júní 1959, og Jóna Ág- ústína Ásmunds- dóttir, f. 26. maí 1895, d. 8. nóvem- ber 1923. Eftirlif- andi systir, _ sam- mæðra, er Áslaug Hrefna Sigurðar- dóttir, f. 12.3. 1916, gift Guð- mundi Árnasyni verslunar- manni, f. 24.9. 1910. Eftirlifandi systkini, samfeðra, eru: Axel Hólm, f. 17.4. 1918, Hlín, f. 30.3. 1925, Magnea Hulda, f. 1.2. 1926, gift Alf Wilhelmsen, Sig- urður A., f. 31.3. 1928, trúlofað- ur Sigríði Friðjónsdóttur, Sverr- ir, f. 5.5. 1929, kvæntur Evu Quist, Lára Jónína, f. 4.6. 1930, gift Vilhjálmi Geir Þórhallssyni, Hilmar Thorberg, f. 2.12. 1935, Aðalheiður, f. 6.7. 1941, gift Guðlaugi Þórissyni, Ágústína Jóna, f. 9.3. 1943, Magnús, f. 15.3. 1944, kvæntur Birnu Ein- arsdóttur, Jóhanna, f. 16.12. 1945, Lárus, f. 14.6. 1947, Rann- veig, f. 16.8. 1950, gift Henry Aclpin, Kristinn Janus, f. 9.4. 1954, kvæntur Herdísi Guð- mundu Eiríksdóttur, og Hrafn- hildur, f. 1.10. 1956, gift Sigurði Sigurðssyni. Látnir bræður Bergþóru, samfeðra, voru tveir Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, failegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LðFTLElDIIÍ óskírðir albræður, annar f. 1919, d. 1919, hinn f. 1922, d. 1923, og hálf- bræðurnir Óskar Bartels, f. 1915, d. 1993, Garðar Norð- fjörð, f. 1916, d. 1942, Úlfar, f. 1951, d. 1931, Rafn, f. 1931, d. 1966, og Birgir Thorberg, f. 1932, d. 1977. Arið 1939 giftist Berg- þóra Gunnari Viggó Jóelssyni járnsmiði f. 12. júní 1918, d. 19. desember 1990. Með honum átti hún börnin Guðlaugu, f. 14.4. 1939, Inga Sverri,.f. 17.8. 1941, og Magnús, f. 1.9. Í942. Þau hjón slitu sam- vistum 1943, og fjórum árum síðar giftist Bergþóra eftirlif- andi eiginmanni, Jóni Agli Ferdinandssyni verslunar- manni, f. 10.8. 1919. Þau voru barnlaus og ólu upp dóttur Guð- laugar, Bryndísi Valbjörnsdótt- ur, f. 3.1. 1957. Maki Bryndísar er Þórður Eric Hilmarsson rannsóknarlögreglumaður, f. 19.7.1952. Annað barn Guðlaug- ar er Jón Gerald Sullenberger, f. 24.6. 1964, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur, f. 14.8. 1965. Þau eru búsett í Bandaríkjunum og eiga synina Tómas Gerald, f. 10.8. 1989, og Símon Gerald, f. 25.4. 1991. Með Ágústu Guð- mundsdóttur, f. 13.7.1963, hafði Jón Gerald átt soninn Róbert Gerald, f. 10.9.1984. Ingi Sverr- ir var kvæntur Sigríði Arnborgu Vigffúsdóttur, f. 13.3. 1940, d. 22.12. 1979. Magnús er kvæntur Hallfríði Kristínu Skúladóttur, f. 19.3. 1945, og eiga þau dæt- urnar Margréti, f. 15.5. 1967, og EIsu Lyng, f. 24.7. 1973. Útför Bergþóru fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. apríl. Jarðsett var í Gufunes- kirkjugarði. Á FÖSTUDAG var til moldar borin í kyrrþey elsta hálfsystir mín, Berg- þóra, 74 ára gömul, og varð fyrst af níu systrum mínum til að kveðja jarðvistina, en sjö bræður voru áður horfnir af heimi. Eftirlifandi eru fimmtán systkin samfeðra. Bergþóra var elsta dóttir föður míns og fyrstu konu hans, Jónu Ágústínu Ásmunds- dóttur, sem lést 28 ára gömul árið 1923. Bergþóra var þá tæpra þriggja ára gömul og hafði þegar misst tvo albræður í frumbernsku. Eftir frá- t Systir okkar, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR frá Hvaleyri, Smárahvammi 15, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 13.30. Guðný Gísladóttir, Andrés Gíslason, Ragnar Gfslason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTAG. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 101, Reykjavík, « sem lést í Borgarspítalanum 17. apríl sl., verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Selma M. Gunnarsdóttir, Sigvaldi M. Ragnarsson, Birkir Þ. Gunnarsson, Róshildur Stefánsdóttir, Guðmundur G. Gunnarsson, Anna G. Thorlacius, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR fall móðurinnar var ekki annað til ráða en finna fósturforeldra fyrir Bergþóru og fimm árum eldri systur hennar, sammæðra, Áslaugu Hrefnu Sigurðardóttur (Sigurðssonar frá Arnarholti), móður þeirra mynd- listarmanna Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona. Bergþóra var tekin í fóstur af hjónunum Guðrúnu Hall- dórsdóttur og Jóni Bjarnasyni bygg- ingaverktaka, sem jafnframt ólu upp Gest Ólafsson og Guðrúnu Halldórs- dóttur, en Ása var alin upp af þeim hjónum Ingunni Árnadóttur (Þórar- inssonar) og Kristjáni Einarssyni framkvæmdastjóra. í uppvextinum hafði ég ekki mik- ið af þessari hálfsystur minni að segja. Hún var komin á unglingsár þegar hún hóf að heimsækja okkur í Laugarnesið, sem bar reyndar sjaldan við, og þá var ég, dreng- hnokkinn, svo yfir mig feiminn við þessa glæsilegu og orðhvötu stúlku, að ég áræddi ekki að sýna henni bróðurþel. Síðar á ævinni rifjaði hún stundum upp okkar fyrsta samfund: í stað þess að taka nýfundinni syst- ur opnum örmum gerði ég mér lítið fyrir og sparkaði í hana, hljóp þvínæst í felur og lét ekki sjá mig fyrren hún var á bak og burt! Kynni okkar hófust ekki að ráði fyrren ég var kominn á fullorðinsár. Áð vísu man ég eina heimsókn á Vífilsstaði meðan ég var í mennta- skóla, fór þangað með kristilegum söngkór til að hafa ofanaf fyrir sjúkl- ingum, og rakst þá óvænt á þessa systur sem mér hafði jafnan staðið hálfgerður stuggur af sökum orðfimi og óþvingaðs viðmóts við alla sem hún átti samskipti við. Hún hafði smitast af berklum árið 1944 og var til meðferðar á Vífilsstöðum af og til á árunum 1945-52. Sjúkrahús- dvölin virtist ekki að marki hamla hlýleik hennar eða lífsfjöri, en samt þóttist ég skynja einhvern óljósan beyg í fasi hennar, enda átti hún þá orðið þijú börn á aldrinum fimm til átta ára, og hefur velferð þeirra vafalaust hvílt þyngra á henni en hún kaus að láta uppi við aðra. Árið 1939 hafði hún gifst Gunn- ari Viggó Jóelssyni járnsmiði og eignast með honum börnin Guðlaugu (1939), Inga Sverri (1941) og Magn- ús (1942). Árið 1943 slit.u þau hjón samvistir og heimilið flosnaði upp. Guðlaug fór í fóstur til Guðlaugar Gísladóttur fóstru Bergþóru og síðar til hjónanna Gests Olafssonar og Steinunnar Sigurðardóttur. Magnús var ættleiddur af Birni Sigurðssyni bónda á Flögu í Vatnsdal, en Ingi Sverrir ólst upg hjá föðurömmu sinni, Margréti Ásmundsdóttur, til átta ára aldurs, þegar hann kom aftur heim til móður sinnar, sem 1947 hafði gifst Jóni Agli Ferdin- andssyni verslunarmanni. Bergþóra var alla tíð heimavinn- andi húsmóðir, en Egill stundaði ýmis störf, var kokkur á Skeljungi, starfaði hjá Eggert Kristjánssyni, ók leigubílum hjá Steindóri og Hreyfli, seldi bíla og varahluti hjá Kristni Guðnasyni, Smyrli, Orku, Agli Vilhjálmssyni og Bílanausti. Hjónaband þeirra Bergþóru og Egils var ákaflega farsælt og hamingju- ríkt, þráttfyrir óhjákvæmileg áföll og erfiðleika. Þau ólu upp dóttur- ASA HJALTESTED + Ása Hjaltested fæddist í Reykjavík 6 október 1910. Hún lést 18. apríl sl. Foreldrar Ásu voru séra Bjarni Hjaltested og Ste- fanie Hjaltested. Eldri systkini henn- ar voru Birna, sem varð níræð 4. apríl síðastliðinn, og Erl- ingur sem nú er lát- inn. Yngri systur Ásu eru Guðríður og Anna Lísa. Ása ólst upp á Suðurgötu 7 í Reykjavík til 17 ára aldurs. Þá fór hún til Danmerk- ur og nam tannsmíði í Kaup- mannahöfn og stundaði verslun- arstörf í Köge. Árið 1950 kom hún alkomin heim til íslands og hóf afgreiðslustörf í Feldinum við Hlemmtorg. I byrjun 7. ára- tugarins stofnaði hún ásamt öðrum kvenfatabúðina Sola í kjallaranum við Laugaveg 54. Ása hætti verslunarrekstri árið 1983. Ása Hjaltested verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í dag, 26. apríl, og hefst athöfnin kl. 10.30. EINS og allir vita er saga Suður- götu 7 að mörgu leyti samofin sögu Reykjavíkur. Þar var fyrst lítið ein- lyft hús sem í tímans rás breyttist í það hús sem nú gistir á byggða- safninu við Árbæ. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í barnahópinn, sem fæddist þar upp úr aldamótum. Þá bjuggu tvær fjölskyldur í Suð- urgötu 7, fjölskyldur bræðranna Péturs og séra Bjarna Hjaltested. Öll börn Péturs eru nú látin, en Ása frænka var þriðja barn séra Bjarna Hjaltested og Stefanie Hjaltested. Eldri systkini hennar voru Birna Hjaltested, sem varð níræð 4. apríl síðastliðinn, og Erlingur Hjaltested sem nú er látinn. Yngri systur Ásu eru Guðríður, móðir undirritaðs, og Anna Lísa Hjaltested, sem báðar eru hressar og við góða heilsu. Ása ólst upp í Reykjavík til 17 ára aldurs. Þá fór hún til Danmerk- ur og nam tannsmíði í Kaupmanna- höfn og stundaði verslunarstörf í Köge. Arið 1950 kom hún alkomin heim til íslands og hóf afgreiðslu- störf í Feldinum við Hlemmtorg. I byrjun 7. áratugarins stofnaði hún ásamt öðrum kvenfatabúðina Sola í kjallaranum við Lauga- veg 54. Þá verslun rak hún í 30 ár. Ása var tíður gestur á æskuheimili mínu við Stórholt og eftir að fjöl- skyldan fluttist inn í Karfavog árið 1963 stofnaði hún verslun við Langholtsveginn, ekki síst til að vera í nánara sambandi við systkini sín, sem flest bjuggu í Vogahverfinu. Ása bjó lengst af í húsinu við Suðurgötu 7 og það er ekki síst henni að þakka að hús- ið er einn af safngripum Árbæjar- safns í dag. Ása var nánast sem einn af fjöl- skyldumeðlimunum og gisti oft heima hjá foreldrum mínum. Við tefldum mikið og spiluðum brids. Alltaf var hún boðin og búin til að veita mér innsýn í skáklist og spila- mennsku. Minnisstæðar eru mér at- skákir hennar og Þóris bróður míns þar sem hart var barist og ekkert gefið eftir. Á spilakvöldunum komu skap- gerðareinkenni hennar vel í ljós, ósérhlífni og metnaður. Hún tefldi og spilaði til sigurs og hún fór held- ur ekki i grafgötur með stjórnmála- skoðanir sínar. Þá mynduðust oft líflegar umræð- ur á heimilinu, þegar ég í ungæðis- legri róttækni minni þóttist þess umkominn að kalla hana „stokk- freðna íhaldskerlingu", en slíkar orðahnippingar voru gleymdar dag- inn eftir því Ása hafði kímnigáfu þó langrækin væri. Hrifning hennar af Ólafi Thors og Bjarna Ben. var fölskvalaus og hlaut Davíð Oddsson sinn skref af þeirri hrifningu þegar hún var kom- in á efri ár. Eftir að undirritaður studdi Davíð Oddsson í borgarstjórnarkosning- unum 1986 komst hann í heilagra manna tölu og taldi hún þetta þroskamerki og sagði að batnandi mönnum væri best að lifa. Árið 1977 hófum við frændurnir, undirritaður og Bjarni Þórarinsson sjónháttafræðingur ásamt fleirum, listastarfsemi í gamla húsinu við Suðurgötu 7. Þá vorum við í daglegu sambandi við Ásu. Hún var innsti koppur í búri. Það kom oft fyrir þegar maður „sat yfir“ sýningum að Asa bakaði pönnukökur eða eldaði kjúkling að dóttur Bergþóru, Bryndísi Val- björnsdóttur, frá fæðingu 1957. Árum saman dvaldist ég erlendis og hafði litlar spurnir af kjörum Bergþóru, en eftir heimkomuna kynntist ég henni nánar og lærði að meta hlýju hennar, blíðlyndi og gestrisni. Hún var sérlega félags- lynd, kunni best við sig í glöðum vinahópi og var gædd næmu og græskulausu skopskyni. Orðheppni hennar og hreinlyndi var viðbrugðið, en dómharka eða umburðarleysi var ekki til í hennar fari. Hún hafði mikið yndi af tónlist og var óseðj- andi lestrarhestur. Skólagangan hafði orðið snubbótt, en hún lærði af eigin rammleik bæði dönsku og ensku til að víkka sjóndeildarhring- inn og auka við lestrarefnið. Bæk- urnar urðu henni bæði huggun og gleðigjafi í veikindunum, enda var hún furðulega víðlesin. Hún hafði sömuleiðis sérstaka ánægju af ferða- lögum, bæði innan lands og utan. Voru þau Egill óþreytandi að ferðast um landið og höfðu jafnan meðferð- is tjald og veiðistengur, tjölduðu við vatnsfall eða stöðuvatn og veiddu silung af kappi. Bergþóra var mjög áhugasöm um þessa hollu frístunda- iðju, enda var hún sögð einstaklega fiskin. Þessum árvissu sumarferða- lögum linnti ekki fyrren undir það síðasta. Eg minnist Bergþóru ævinlega með mikilli hlýju og sendi eftirlif- andi eiginmanni, börnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur fyrir hönd okkar systkina. Blessuð sé minr.ing hennar. Sigurður A. Magnússon. dönskum hætti og bauð upp á snafs á eftir. Ása hafði gaman af þeirri starf- semi sem fram fór í Suðurgötu 7 og þar kynntist hún mörgum furðufugl- um og mat þá af þeirri umburð- arlyndu íhaldssemi sem ekki afneitar kímninni. Ég man að á þessum árum lang- aði mig til að gera stuttmynd. Hún átti að heita „Fjórar systur reykja". Ekki var þeirri mynd á nokkurn hátt ætlað að bera í bætifláka fyrir tób- aksreykingar, en hér áður fyrr reyktu systurnar allar, hver með sínum hætti. Persónuleiki þeirra skilaði sér í athöfninni. Ása reykti mjög snöggt og af ákafa eins og þegar hún spii- aði brids eða tefldi. Það var ekkert hálfkák í fari hennar. Síðast minntist ég þessarar hug- myndar þegar ég sá allar systumar í áttræðisafmæli móður minnar 8. september síðastliðinn. Glaðværðin skein úr sérhverju andliti. Ása kvartaði aldrei uphátt. Þó átti hún við talsverð veikindi að stríða frá því snemma á 9. áratugnum. Þá hætti hún verslunarrekstri og árið 1983 flutti hún að Austurbrún 6. Þar hún útsýni yfir þá borg sem hún hafði séð vaxa með ótrúlegum hraða og henni var kær. Þar bjó hún til æviloka. Stundum heimsótti hún systur- dóttur sína, Guðrúnu Þórarinsdóttur, sem búsett er í London. Hún kom jafnan tvíefld heim úr þeim ferðum, eins og hún hefði gengið í gegnum tímavél. Þar hélt hún upp á síðasta afmæl- isdag sinn 6. október síðastliðinn, í hlýjum faðmi ættingja sem reyndust henni vel. Ása fylgdist vel með systkinabörn- um sínum og börnum þeirra. Hún sýndi börnum mínum,- Friðriki Steini og Helgu, mikla ræktarsemi. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni, persónuleika hennar og hlýju og þeirri innsýn sem hún veitti mér í liðna tíma. Friðrik Þór Friðriksson. Elsku Ása frænka. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gaman að fá þig og ömmu í heimsókn til okkar í Englandi síðastliðið haust. Þú varst svo ánægð þegar þið amma sátuð í sólstofunni með tebollana og rifjuðuð upp gamlar minningar og hundurinn okkar, hún Lady, trítlaði í kringum ykkur. Elsku Ása frænka! Hvíldu í friði! Anna Lísa, Alexander, Viktor Þór Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.