Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 30

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, STEFANÍA EINARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. apríl. Sigríður og Jónhanna Hinriksdætur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURMUNDUR JÓNSSON, Hvassaleiti 97, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.30. Edda Kristjánsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Anna Sigurmundsdóttir, Helgi Tómasson, Jón Sigurmundsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurmundsson, Vigdís Klemenzdóttir, Einar Sigurmundsson, Svanhildur Gunnarsdóttir og barnabörn. VALGERÐUR TR YGG VADÓTTIR + Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgarfirði 21. jan- úar 1916. Hún lést í Landspítalanum 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar Valgerð- ar voru Anna Guð- rún Klemensdóttir húsmóðir og Tryggvi Þórhalls- son prestur, rit- stjóri, forsætisráð- herra og banka- sfjóri. Systkini Val- gerðar eru: Klem- ens, f. 1914, Þórhallur, f. 1917, Agnar, f. 1919, Þorbjörg, f. 1922, Björn, f. 1924, og Anna Guðrún, f. 1927. Valgerður ólst upp í Reykjavík. Hún fór til náms í klausturskóla í Belgiu og starfaði hjá Ríkisútvarpinu 1933-1951, síðast sem auglýsinga- stjóri. Hún var skrifstofustjóri Þjóðleikhússins frá 1951-1972. Val- gerður giftist 23. desember 1960 dr. Hallgrími Helga- syni, f. 3. nóvember 1914, tónskáldi. Hallgrímur lést 18. september 1994. Þegar Valgerður fór á eftirlaun fluttu þau hjónin að Vogi í Ölfusi. Fyrir sjö árum fluttu þau aftur til Reylqavíkur, á æskuheimili hennar, Laufás við Laufásveg. Utför Valgerðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, HILMAR GUNNÞÓRSSON, Skólavegi 10a, Fáskrúðsfirði, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 24. apríl sl. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 29. apríl kl. 13.00. Þórunn Ólafsdóttir, Ólafur Hilmarsson, Jóhanna Eiríksdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Stefán Friðriksson, Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Bryndís Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnþór Guðjónsson, systkini og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, DIÐRIK SIGURÐSSON, Lækjarbergi 60, Hafnarfirði áður bóndi á Kanastöðum, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 14.00. Börnin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar bróður okkar og frænda, BALDURS STEFÁNSSONAR frá Hvammbóli. Árný Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir og systkinabörn. + Þökkum innilega þeim, sem sýndu okk- ur hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, OTTÓS JÓNSSONAR menntaskólakennara, Rekagranda 2. Jón Gunnar Ottósson, Margrét Frfmannsdóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Bryndfs Ottósdóttir, Guðmundur Geirsson, Guðbjörg Ottósdóttir, Ottó Karl Ottósson, Hildur Ýr Ottósdóttir og barnabörn. VALGERÐUR Tryggvadóttir, mág- kona mín, var merk kona og þykir mér því ástæða til að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Andlát hennar bar að svala aprílnótt um líkt leyti og fyrsta vorlóan tyllti fæti á gamla Laufástúnið, sem teygir sig að Tjörninni. Dauðinn kvaddi dyra í Laufási í sama mund og lífið boðaði komu sína. „Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið,“ yrkir Hallgrímur Péturs- son. Lífið er þversögn, dauðinn er líf og sorgin er gleði. Menn deyja til nýs lífs og fagna til nýrrar sorg- ar. Lífslöngun Valgerðar var þorrin, þegar hún andaðist, hreyfíngar lík- amans trénaðar og neisti í augum slokknaður. Andlátsstund hennar var í mótsögn við þann lífsþrótt, sem hafði löngum verið hennar aðalsmerki. Lífíð hafði fært henni gleði af skornum skammti allra síð- ustu árin sem hún lifði en einnig kom til að henni var fjarri skapi að lengja dauðvona líf með lyíjum. Svo hafði hún talað. Hún vissi, að ekkert var skaplegra en dauðinn og allir yrðu að skilja við. Þess vegna háði hún ekkert dauðastríð, heldur tók æðrulaus við því, sem forsjónin ætlaði henni. Fól önd sína á vald þeim, er sólina skóp. Valgerð- ur ræddi ekki mikið við aðra um trúmál, en hafði sína traustu barna- trú og vildi ugglaust veg kristin- dóms mikinn eins og ráða má af því, að hún var um skeið meðhjálp- ari við Kotstrandarkirkju, er hún bjó í Ölfushreppi. Þar leysti hún vanda safnaðarins, eins og hennar var von og vísa. Að svo miklu leyti sem Valgerður velti fyrir sér trú- málum, hygg ég trúarbrögð hennar hafa verið arfur kristilegs ftjáls- lyndis úr föðurgarði, gleði og mis- kunn, en alls ekki biksvartur helvít- isboðskapur bókstafstrúarmanna. Við héðanför bera flestir íslending- ar kvíðboga fyrir vist sinni fyrir handan, og eiga þeir naumast ann- ars úrkosta en vona að þeim verði borgið. Vel má vera, að trúarvissa Valgerðar hafí eytt kvíðanum á hinstu stund. Um það verður ekk- ert sagt. Að sjálfsögðu skópu ætt og upp- eldi Valgerði örlög. Faðir hennar, Tryggvi Þórhallsson biskups, var forsætisráðherra, eins og kunnugt er, en ekki má gieyma því, að hann var einnig bóndi og prestur, svo að rætur hans stóðu djúpt í íslenskum jarðvegi. Þótt Valgerður væri fædd á Hesti í Borgarfirði, þar sem faðir hennar var skamma hríð sóknar- prestur, ólst hún upp í Laufási, þar sem margir eldhugar ungmenna- hreyfíngarinnar, framfarasinnaðir bændur auk ýmissa helstu stjóm- málaforingja þjóðarinnar voru tíðir gestir á heimili foreldra hennar. Sviptivindar stjómmálanna léku þar um garð, blíðir og stríðir. Að mörgu var staðið til heilla landi og lýðum, þótt kreppan mikla legðist að ís- lendingum eins og öðram þjóðum með ofurþunga atvinnuleysis og fátæktar. Valgerður hlaut því að vakna til vitundar um stjórnmál og valdastreitu, draga lærdóma ungl- ingsins af athöfnum föður síns og anda hugsjónum hans djúpt að sér: Framfaraáhuganum, alúðinni við þjóðararf íslendinga, samstöðunni með bændum og búaliði, viljanum til viðreisnar þjóðinni í verklegum efnum bæði til sjós og lands, en síðast en ekki síst hefur eðal- mennska og grandvarleiki föður hennar í óvæginni persónulegri stjómmálabaráttu orðið henni holl- ur skóli mannlegra samskipta og veganesti fyrir lífíð. Þegar heiftin varð einna mest í pólitíkinni eftir þingrofíð fræga, sætti Valgerður og fjölskylda hennar hvers konar aðkasti bæði á förnum vegi og í skóla, svo að líkja mætti við ofsókn- ir. Sem betur fer eru slíkar aðfarir að bömum sjtórnmálamanna nú af lagðar, en sárindi þessara atvika hurfu seint úr huga Valgerði, þótt þau dvínuðu með áranum og væra felld að nýjum skilningi og breyttu samhengi þroskaðrar konu. Það lætur þess vegna að líkum að á uppvaxtaráram Valgerðar mótaðist að verulegu leyti afstaða hennar til manna, málefna og samfélagsins. Fyrir vikið fylgdist hún alla tíð af áhuga með stjómmálum, veitti eft- irtekt samfélagslegu umróti og var félagslega sinnuð. Gagnrýninn hug- ur, rík réttlætiskennd, umbótavilji og félagslyndi voru án efa að mestu leyti arfleifð þessara ára. Valgerður gleymdi aldrei ætti sinni og upprana og vissi vel hvað hæfði við flestar aðstæður. Þessu kennimerki Valgerðar fylgdi vitund um sjálfa sig og þau verðmæti sem hún ól önn fyrir, en alls ekki hégóm- legt stórlæti. Ekki er mikið í þann spunnið, sem heiðrar ekki sitt og sinna. Hún sýndi minningu Laufás- heimilisins mikla alúð, dró að sér og varðveitti gamla muni, gerði þá upp og færði þá eftir föngum í uppranalegt horf. í þessu eins og öðru birtist ræktarsemi, dugnaður og snyrtimennska Valgerðar. í þeim efnum sótti hún fyrirmynd til móð- ur sinnar, Önnu Klemensdóttur Jónssonar landritara, sem var helsti fulltrúi festu í íslenskri stjórnsýslu á fyrstu áratugum aldarinnar, ímynd hins fullkomna embættis- manns. Anna var stórbrotin kona og stjómsöm. Hafði hún, eins og nærri má geta, í mörg horn að líta á slíku heimili, að ekki sé minnst á allan bamaskarann. Vitaskuld hafa vinnukonur, sem þá tíðkuðust á heimilum heldra fólks, létt undir með henni. Það segir sig sjálft, að þau áföll, sem fylgdu stjórnmála- baráttunni, missir föðurins á miðj- um aldri ásamt öllum þeim erfíðleik- um, sem móðir hennar og fjölskylda þurftu að takast á við eftir fráfall hans, hafa lostið Valgerði þungt. Þau sár skildu eflaust eftir sig meiðsl, sem grera seint. Þessi bitra reynsla hefur aukið Valgerði lífs- skilning, víkkað sjónarhom hennar og mannað hana. Mótlæti þroskar, séu í manninum töggur. Valgerður var fús að leggja því málefni lið, sem hún taldi gott og rétt. Hún hafði þrek og þor til að fylgja sannfæringu sinni eftir bæði í orðum og gerðum, ef með þurfti. Þannig var hún, kona á áttræðis- aldri, meðal aðalræðumanna á mót- mælafundi gegn ráðhúsbyggingu við Tjörnina í Reykjavík og talaði til áheyrenda af tröppum Þórsham- ars. Hún mat einkar mikils þá menn, konur og karla, sem höfðu til branns að bera það sem kallað er „civile courage" eða hugrekki til að segja mistækum valdsmönnum til syndanna og benda á meinsemd- ir samfélagsins. Að sama skapi kunni hún lítt að meta menn, sem dönsuðu ætíð eftir pípu meðal- mennsku og sjálfshyggju. Hún var félagshyggjukona, eins og hún átti raunar kyn til. Hún var með öðrum orðum vinstrisinnuð, en á því orði hafa þeir, sem nú hafa allt á hreinu, æma skömm. Ekki lengur þykir gott hjarta eða samúð með smæl- ingjum nýtileg undirstaða til þess að taka afstöðu til málefna eins og tíðkaðist fyrr á áram, meðan mennskan naut sannmælis. Val- gerður var ekki byltingarmaður, hún var umbótamaður. Ekki var Valgerður langskólagengin, en gekk um skeið í kaþólskan skóla í Belgíu, svo að hún kunni töluvert fyrir sér í frönsku. Þótt hún hafí síðar bætt upp stutta skólagöngu af meðfæddum gáfum sínum og röskleik, er ekki ólíklegt, að það hafí dregið athygli hennar að al- mennu félagslegu misrétti karla og kvenna, því að á uppvaxtarárum hennar gengu piltar yfirleitt fyrir stúlkum um langskólanám. Val- gerður lagði félagsmálum kvenna lið síðar á ævinni. Hún var frá önd- verðu og alla tíð mikill stuðnings- maður Vigdísar Finnbogadóttur forseta, því að Valgerður sá í henni ekki aðeins mikla mannkosti, sem hæfðu þjóðhöfðingja, heldur einnig góðan merkisbera nýrra viðhorfa til stöðu og réttindamála kvenna. Fjögurra áratuga starfsævi Val- gerðar var bundin tveimur mennta- stofnunum, Ríkisútvarpinu og Þjóð- leikhúsinu. Hún réðst til starfa við Ríkisútvarpið á fyrstu árum þéss og vann þar í átján ár. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mætum framherjum útvarpsins, sem margir voru þjóðkunnir menn, sem óþarft er að nafngreina. Ná- vistin við þá hefur eflaust verið lærdómsrík. Valgerði er borin sú saga, að hún hafí rækt starf sitt með prýði, verið reglusöm, vinnu- söm og áreiðanleg, þannig að hún vann sér til frama í stofnuninni og varð að lokum auglýsingastjóri hennar. í Ríkisútvarpinu var hún stödd í fréttaflutningnum miðjum og gat fylgst náið með innlendum og erlendum tíðindum og hlýtt á umræður um þau. Má ætla, að sá vinnustaður hafí minnt hana á kviku fréttanna í föðurhúsum, þeg- ar faðir hennar fór með landsstjórn, þótt með öðrum hætti væri. Átti hún góðar minningar frá dögum sínum í Ríkisútvarpinu. Þótt hún undi hag sínum hið besta í útvarp- inu þá vildi hún breyta til, og því sótti hún um starf skrifstofustjóra Þjóðleikhússins og fékk það. Mun löng reynsla hennar og farsælt starf á Ríkisútvarpinu hafa komið henni að góðum notum. Þessu nýja starfí fylgdi meiri ábyrgð á bókhaldi og stjórnun,_ sem hún leysti vel af hendi. Átti hún drjúgan þátt í rekstrarlegri uppbyggingu Þjóðleik- hússins og stuðlaði farsællega að sóma þess og reisn. Iiinan um fremdarfúsa og kenjótta leikara kemur sér vel að vita, hvað hæfir. Ekki skal látið hjá líða, að þar kynntist hún ágætum listamönnum og starfsmönnum leikhússins, sem urðu henni hollvinir alla ævi. Valgerður giftist dr. Hallgrími Helgasyni tónskáldi og fræðimanni árið 1960. Hann féll frá á síðast- liðnu ári, svo að stutt var á milli hjónanna. Þau voru gift í hálfan fjórða áratug, og hafa skipst á skin og skúrir í hjónabandinu, eins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.