Morgunblaðið - 26.04.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.04.1995, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR lagi ekki til mörg eintök á landinu og í öðru lagi var þessi bíll mjög lítill í sniðum. Eg hef að minnsta kosti ekki borið annað eintak augum. Það var á leiðinni frá Selfossi að heimili þeirra að Vogi við Ölfusá sem Valgerður nefndi við mig að Hall- grímur væri strangur og kröfuharð- ur kennari og að ég skyldi hafa það hugfast að það væri ekki af neinni illkvittni heldur af væntumþykju sem að hann vildi að nemendur sínir næðu árangri. Það kom svo í hennar hlut að fylgjast með að ég spjaraði mig og að ég léti ekki bugast af námskröfunum. Ég fann að ég var velkominn inn á heimili þeirra hjóna. Þeim hafði ekki áskotnast að eign- ast nein börn sjálf -þannig að ég fann að þau tóku sérstöku ástfóstri við þá sem þau höfðu hjá sér í vist. Valgerður var einstaklega vingjam- leg og elskuleg kona sem lét ,sig miklu skipta að manni liði vel á heim- ili hennar. Húsið þeirra stóð andspænis Sel- fossi við Ölfusá, norskt timburhús sem Valgerður hafði haft veg og vanda af að Iáta reisá á meðan Hallgrímur dvaldi við störf erlendis. Þarna var yndislegt að vera, enginn hávaði, engin umferð, eina hljóðið sem heyrðist var tifið í veggklukk- unni og niðurinn í Ölfusá sem rann hljóðlega framhjá með seiðmagnandi töfrum. Ég minnist þess að sitja við borð í innri stofu þeirra hjóna og glíma rið þýska stíla. Hallgrímur sat þá gjarnan í vinnuherbergi sínu en Valgerður -var frammi við. Það var alltaf mikið að snúast hjá henni í allskonar félagsmálum sem hún sinnti af alúð og áttu hug hennar allan, enda var Valgerður mikill skörungur til orðs og æðis. Heimili hennar naut fágaðrar og listrænnar smekkvísi sem hún bjó yfir. Sérhver hlutur hafði sinn tilgang og allt sam- an spilaði þetta saman í takt við hvert annað sem skapaði þann sér- staka anda sem ríkti á heimilinu. Á kveðjustund eru mér þessar minningar ofarlega í huga. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Valgerði, örlæti hennar, umhyggja og velvild í minn garð er nokkuð sem ég hef búið að æ síðan. Ættingjum Valgerðar votta ég einlæga samúð mína. Guðjón H. Gunnarsson. Útför Valgerðar Tryggvadóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Hún var önnur í aldursröð sjö systk- ina í Laufási við Laufásveg, en sú fyrsta þeirra sem kölluð er burt. Hún Dista, eins og hún var oftast kölluð, átti ljúfa æsku á Laufásveg- inum. Á þeim tíma bar umhverfið keim af frelsi sveitalífsins, jafnvel búskap, en inni í Laufási ríkti glað- værð systkinahópsins og annarra, sem áttu þar heima, því að segja má, að húsið hafi oft á tíðum verið gjörnýtt, svo notað sé nútíma orða- lag, og bjuggu þar bæði skyldir og vandalausir í samlyndi. Um var að ræða uppvaxandi æsku, þar sem hver einstaklingur hafði sín sterku lyndiseinkenni, en bundin voru vina- bönd sem entust alla tíð. Faðir Val- gerðar átti stóran þátt í glaðværð heimilisins, því þótt báðir foreldrar lékju á hljóðfæri og móðirin hefði lært að syngja, kom í hans hlut að yrkja ljóð og lausar vísur til barn- anna í húsinu oft í gamansömum stíl, sem óspart var haldið á lofti og ennþá er gaman að rifja upp. Þannig leið æska Valgerðar í frelsi og áhyggjuleysi, en skyndilega dró ský fyrir sólu. Heimilisfaðirinn kenndi heilsubrests. I sviptingum stjórnmálalífsins, sem var hans starfsvettvangur, gildir, að standa meðan stætt er. Fjölskyldan sá að hveiju fór. Það var líkt og heimurinn hryndi yfir eiginkonu og börn við fráfall hans. Þótt öll systkinin fyndu ábyrgðina sem breytingin olli, þá urðu þijú elstu systkinin að leggja sig mest fram, síðan hin fjögur yngri, allt eftir því sem þroski og geta leyfði. Það kom í hlut elsta bróðurins að axla mesta ábyrgð með móðurinni, sem bjó síðan það sem hún átti eftir ólifað sem ekkja (í rúma hálfa öld) undir vernd hans og tengdadótturinnar, í Laufási. Ekki hefur áfallið verið minnst fyrir Valgerði, sem bókstaflega tilbað föð- ur sinn. Eflaust hefur hann líka skil- ið hana betur en aðrir og beitt sinni mjúku lund til að sefa og setja gleð- ina ofar öðru á meðan hann gat. Það gat þó ekki dulist neinum, að Valgerður þótti snemma mikillar gerðar og ekki er grunlaust um, að bræður hennar hafi kallað hana val- kyijuna þegar mest sópaði að henni' á stundum. Hún var ákveðin í skoð- unum og bar sterkan persónuleika strax sem unglingur. Hún afþakkaði iangskólalærdóm og sagði sjálf, að það hefði verið foreldrunum mikil vonbrigði, því að þrátt fyrir knöpp efni stóð til að styðja öll bömin til mennta. Þótt Valgerður vildi ekki eyða löngum tíma í skólanám, þá fór hún út til Evrópu í strangan skóla um tíma, sem hefur áreiðan- lega verið henni mjög gagnlegur síð- ar í lífinu, er hún tókst á hendur störf, sem kröfðust ábyrgðar og agaðra vinnubragða. Þótt líklegt sé, að henni hafi ætíð fylgt arnsúgur hinnar stórbrotnu konu, þá hef ég fyrir satt, að Valgerður hafi verið frábærlega skyldurækin og skipu- lögð í öllum sínum störfum og í reglusemi um alla hluti er máli skiptu, átti hún trúlega fáa sína líka. Þótt hún væri ekki allra, átti hún til góða kímnigáfu og persónutöfra, sem gerði návist hennar oft skemmtilega. Valgerður var síðust til áð yfir- gefa æskuheimilið. Hún giftist á fullorðinsárum menntuðum og mik- ilhæfum tónlistarmanni. Þau áttu sér um árabil bú á bökkum Ölfusár. Heimili þeirra bar í senn brag heims- borgara og hinna þjóðlegu íslensku gilda og hvarvetna mátti sjá hluti unna af höndum húsmóðurinnar af mikilli smekkvísi. Oft reynist ungum hjónum erfitt um vik þegar kemur til að samsama. Hvað þá um tvo einstaklinga, sem hefja fyrst sambúð eftir hið svokallaða mótunarskeið. Tíminn á bökkum fljótsins mikla sem fellur í hafið, er söng fyrstu lögin í eyru barnsins, sem átti eftir að verða tónskáld, var trúlega þeirra besti tími saman. Þau lásu hvort fyrir annað athygliverðar bókmenntir og ræddu efnið. Hún fékkst við hann- yrðir, heimilisstörf og félagsmál. Hann heyrði óminn af brimhljóðinu við ströndina og hamfarir hafsins breyttust í huga hans í tónaflóð, sem of fáir skildu. Það voru tvær stór- brotnar manneskjur sem bjuggu í Vogi og það var ánægjulegt að heim- sækja þau á góðum stundum. Alla tíð skipti fyölskylda Valgerðar hana miklu máli, ekki síst systkinaböm hennar. Sérstöku ástfóstri tók hún við systursoninn, sem bar fyrstur nafn föður hennar, en sjálfri varð henni ekki barna auðið. I huganum geymist mynd, sem hefur ekki máðst þótt liðin séu meira en fjörutíu ár. Valgerður heldur barni undir skírn, lítilli bróðurdóttur, sem aðeins kom við frá Bandaríkjunum til Evrópu til að fá nafn — í stofunni í Laufási, í fanginu á Distu frænku, sem var klædd íslenska upphlutnum. Ramm- íslensk var hún þessi glæsikona og hún trúði á framgang til góðs í þjóð- lífinu eins og sönnum íslendingi sæmir, þótt á ýmsu ylti. Síðustu árin bjó Valgerður með eiginmanni sínum uppi í Laufási. Hann lést á síðastliðnu hausti og eru þau nú komin bæði yfir á sama fljótsbakk- ann. Að leiðarlokum skal ekki gleymast að þakka Valgerði fyrir hönd ættingjanna, sem hún sýndi umhyggju og hugulsemi. Hún lést úr lungnabólgu í Hátúni lOb eftir skamma legu þar, en nokkurra vikna þungbæra legu á Landspítala og skal þökkuð frábær þjónusta hjúkr- unarfólks og lækna á báðum stöðum. Þessi sterka og glæsilega kona sem var, leið burt yfirbuguð, en umvafin kærleika systkina sinna og systurdótt- ur. Guð blessi minningu Valgerðar. Hildur. • Fleiri minningargreinar um Valgerði Tryggvadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. □ GLITNIR 5995042619 I Lf. I.O.O.F. 7 = 1774268V2 = □ HELGAFELL 5995042619 VI 2 I.O.O.F. 9 = 1764268V2 = Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. KROSSÍblN Audbrckka 2 . Kópai'úgur- Samkoma meö Paul Hansen annað kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hallveigarstíg 1 »simi 614330 Dagsferð sunnud. 30.4. Kl. 10.30 Blákollur. Brottför frá BSÍ bensínsölu, miðar við rútu. Helgarferð 29. apríl-1. maí Gengið á Snæfellsjökul og skoð- aðir áhugaverðir staðir á Snæ- fellsnesi. 28. apríl-7. maí Fjallamannahringur. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofunni. Útivist. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBœSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöid kl. 20.30 í kristniboðssalnum. Susie Bachmann og Páll Frið- riksson sjá um efni og hugleið- ingu. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffiadelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Kvöldvaka miðviku- dagskvöld 26. aprfi Hekla í máli og myndum Kvöldvakan er í tilefni útkomu árbókar F.í. 1995 um Heklu (kemur út í maó í umsjá Árna Hjartarsonar, jarðfræðings, höf- undar árbókarinnar og Grétars Eiríkssonar. Kvöldvakan verður í nýja salnum í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Myndagetraun. Leynigestir með óvænt efni! Kaffi í hléi. Aðgangur kr. 500. Allir velkomnir, félagar og aðrir. 28. apríl-1.maí: Öræfajökull- Skaftafell. Gist í svefnpoka- plássi á Hofi. Brottför föstudag kl. 18.00. 29. apríl-1. maí: Fimmvörðu- háls-Þórsmörk. Gist á Fimm- vörðuhálsi. Brottför kl. 09.00 laugardag. Ferðafélag (slands. ATVINNUAUGl YSINGAR Bátsmaður óskast á 450 tonna ísfisktogara. Þarf að geta leyst annan stýrimann af. Upplýsingar í síma 97-31143. Rafeindavirkjar Óskum að ráða rafeindavirkja til framtíðar- starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á fjarskiptasviði og geti unnið sjálfstætt. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Tele - 18075“, fyrir 4. maí. FJOLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOITI Námsráðgjafar Umsóknarfrestur um stöðu námsráðgjafa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti rennur út 28. apríl nk. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofutíma í síma 557 5600. Skólameistari. Starf húsvarðar Húsfélagið á Hjallabraut 33, Hafnarfirði, aug- lýsir eftir húsverði, einstaklingi eða hjónum, frá og með 1. júní nk. Gert er ráð fyrir að húsvörður búi í húsinu. Sú krafa er gerð til umsækjenda að þeir séu líkamlega og and- lega heilsugóðir, almennt vel á sig komnir, samvinnufúsir og skilningsríkir í samskiptum. Jafnframt er æskilegt, en ekki skilyrði, að viðkomandi hafi unnið á sviði öldrunar- eða hjúkrunarmála. Hluti af starfi húsvarðar felst í þrifum á sameign hússins. Æskilegur aldur er 40-55 ára. Launakjör eru samkomulagsatriði. Frekari upplýsingar eru veittar af starfandi húsverði (Rögnu) í síma 651912 virka daga kl. 10-11. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. og skulu umsóknir sendar húsfélaginu á Hjallabraut 3, Hafnarfirði. Lausar stöður við Framhaldsskóla Vestfjarða Við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði eru, frá og með 1. ágúst nk., lausar eftirtaldar stöður: Heilar kennarastöður í viðskiptagreinum, stærðfræði-eðlisfræði, vélstjórnargreinum og rafiðngreinum. Hálfar kennarastöður í frönsku og íslensku. Hlutastöður kennara í veitingatækni, mat- reiðslu-framreiðslu og tölvufræði. Staða húsmóður og húsbónda á heimavist, samtals heil staða á skólatíma. Við útstöð skólans á Patreksfirði eru lausar stöður stundakennara í íslensku, ensku, stærðfræði, efnafræði, vélritun og íþróttum. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Framhaldsskóla Vest- fjarða, pósthólf 97, 400 ísafjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 94-3599 eða 94-4550. ísafirði, 24. apríi 1995. Skóiameistari. i húsinu eru 59 ibúðir ætlaðar fólki 60 ára og eldra, Auk húsvörslu er tals- verð þjónusta í húsinu, veitt af einkaaðilum, stofnunum og bæjaryfirvöldum. Stjórn húsféiagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.