Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
(.. EKKI SkfÓTA FY&Z. 1
j EN þú séeÐ M/ÍJVM —
\l/W6tMJ/ylA þeiMÍ)
7
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
SEE7IMADE Y IM NOT
TWIS VALENTINE /Y0UR5WEET
F0RMY5UÆET IBA80OO'1
BABBOO...
I 5I6NED YTHEREISI^T
IT'FROM Í5UCH ATHIN6
YDURSWEET AS A
BABBOOETTE"^BABBOOETTE,,
OAVID U5EDT0 V NO,
CAIL BATH5HEBA/ HE
HI5*5WEET (PIPN'T!
BABBOOETTE"
Rf
Sérðu? Ég bjó til þetta Va- Ég skrifaði undir „Frá sæ- Davið var vanur að kalla Eða gerði
lentinusarkort handa sæta- takrúttakrúttinu þínu“. Það Batsebu „sætakrúttakrúttið hann það?
krúttinu mínu____Eg er ekki er ekkert til sem heitir sitt“. Nei, hann gerði það
sætakrúttið þitt!! „sætakrúttakrútt“. ekki!
BRÉF
TÍL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reylgavik • Simi 5691100 • Simbréf 5691329
íslandsferð
Engströms
Frá Carl Otto von Sydow:
HULDA Valtýsdóttir skrifaði margt
rétt og vel í Morgunblaðið 26. febr-
úar sl. um lýsingar Alberts Engs-
trðms á ferð hans til íslands 1911.
En henni láðist að geta þess, að
ferðalýsing Engströms, sem kom
út í Svíþjóð 1913 undir heitinu Át
Hácklefjáll, birtist í íslenskri þýð-
ingu Ársæls Ámasonar í um hund-
rað tölublöðum dagblaðsins Vísis á
árunum 1913-1914. Árið 1943 var
ný þýðing hans gefin út í bók, sem
ber heitið Til Heklu. Kápu þýðingar-
innar prýðir sjálfsmynd Albérts
Engströms, sem einnig fýlgir grein
Huldu í Morgunblaðinu. En kápu
sænsku frumútgáfunnar prýðir
önnur mynd Engtröms, þar sem
hann situr á íslenskum hesti í hlíð-
um Heklu. Frummyndin er varð-
veitt í Albert Engström-safninu í
Eksjö í Smálöndum, fæðingarhéraði
Engströms. Hún hefur notið mikilla
vinsælda meðal landa hans, og AI-
bert Engström-félagið í Grissle-
hamn í Roslagen, sem er á strönd
og í skeijagarði Upplands, hefur
látið fjölfalda hana og notað hana
sem auglýsingablað fyrir starfsemi
sína.
Bókin Át Hácklefjáll,1913, er
ríkulega myndskreytt með nær
hundrað ljósmyndum, sem ferðafé-
lagi Engströms, Thorild Wulff, tók.
Auk þess eru þar um fimmtán teikn-
ingar eftir Engströhi sjálfan. Flest-
ar þessara mynda eru í íslensku
útgáfunni frá 1943. En hvar eru
frummyndimar? Það kæmi sér vel
að vita það, því að í sumar eða
3.-21. júlí mun ég halda litla sýn-
ingu í anddyri Norræna hússins sem
varðar Albert Engström og ísland.
Það væri gaman að geta sýnt ein-
tök af frummyndunum. Við eftir-
grennslan mína hér í Svíþjóð hafa
þær ekki fundist. Mér hefur dottið
í hug, að þær væru ef til vill á ís-
landi, þar sem hugsanlegt er, að
íslenskir lesendur hafí óskað eftir
myndum og snúið sér til höfundar
með beiðni um þær eftir útgáfuna
1913. Hið sama er ekki útilokað
eftir útkomu þýðingarinnar 1943,
þrátt fyrir lítið samband milli land-
anna á stríðsárunum. Albert Engs-
tröm dó haustið 1940. Frummynd-
imar er ekki að finná í Þjóðminja-
safni eða í öðrum opinberum söfn-
um á íslandi.
Um leið og ég lýsi eftir þessum
frummyndum vil ég nota tækifærið
og bjóða til Albert Engström-sýn-
ingarinnar í Norræna húsinu í júní
næstkomandi.
CARL-OTTO von SYDOW,
Uppsölum, Svíþjóð.
Dingl - gott og gilt
vísindalegt hugtak
Frá Þorsteini Thorarensen:
ÍSLENSKIR málfræðingar hafa nú
byijað mikla sókn fyrir varðveislu
og hreinleika íslenskrar tungu og
er gott til þess að vita að tungumál
okkar sem hefur verið svo ógnað
af erlendum áhrifum (einkum í hópi
menntamanna) skuli nú verða bjarg-
að frá tortímingu. Er það vel. En
stundum ganga þeir nokkuð langt
sem hafa heita hugsjón að beijast
fyrir.
Þannig fínnst mér nýleg barátta
íslenskra orðvöndunarmanna ganga
nokkuð langt, þegar þeir heQa her-
ferð gegn heitinu dingl og dingla
yfir dyrabjöllu. Virðist þeim ekki
liggja lítið við, þar sem herferð þessi
kemur nú inn á heimili hvers Islend-
ings á mjólkurhyikjunum og svo er
jafnvel hnykkt á í útvarpsþáttum
um ylhýra sprokið.
Því er m.a. haldið fram að dingl
sé fyrirfram notað um annað t.d.
dingla fótunum eða dingla taglinu
(en það er hreint ekkert óvenjulegt
að eitt orð sé haft yfír mörg ólík
hugtök í íslensku) og enn er því
bætt við að dingl yfír dyrabjöllu sé
fyrirlitlegt bamamál. Hér virðist
nokkur misskilningur á ferðinni.
Allir sem læra eðlisfræði og raf-
magnsfræði vita að dyrabjalla er
þannig saman sett að litlum dingli
eða kólfi er dinglað sí og æ með
slitróttu rafsegulmagpii. Það er þetta
dingl á kólfinum sem er undirstaða
þessa skemmtilega nýyrðis. Það er
fráleitt að þetta geti verið bama-
mál, því að ekkert óvitasmábam
sem er að læra að tala hefur minnstu
hugmynd um rafsegulmagn. Þvert
á móti er þetta skemmtilega stutta
og fallega hljómandi nýyrði hávís-
indalegt og þarf djúphygla eðlis-
fræðikunnáttu til að búa það til. Það
jafnast næstum því á við það snjall-
ræði þegar einhver fann upp á því
að kalla talbjöllufón síma. En líklega
kunna málfræðingar ekki mikið fyr-
ir sér í eðlisfræði, enda var hún
ekki orðin mikilvæg fræðigrein á
dögum Snorra. Annars hefði hann
líkast til sagt á lokadægri: Eigi skal
dingla!
Eg vildi því ráðleggja fólki að
taka reglulega upp notkun orðsins
dingl og dingla, sem er skemmti-
legra og styttra en dyrabjalla. Ann-
ars hefur einnig verið sagt að bjalla
á einhvem (aðallega um síma), það
er líka skemmtilegt orð, eykur §öl-
breytni málsins og gerir notkun
þess liðugri. Hinsvegar finnst mér
að EmmEss ætti að draga til baka
mjólkurhylkjuna með þessari vit-
leysu.
ÞORSTEINN THORARENSEN.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.