Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBlJaiCENTRUMÆ / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Islensk
loðna í
sædýra-
görðum
Flórída. Morgunblaðið.
KARLKYNS loðna af fslands-
miðum hefur heldur betur feng-
ið uppreisn æru en hún hefur
á undanfömum árum orðið að
láta í minni pokann fyrir kven-
kyns loðnu sem Japanir eru
ólmir í og hafa keypt dýrum
dómum frá íslandi. Markaður
hefur nú opnast fyrir karlkyns
loðnuna í sjávardýragörðum í
Flórída og víðar um Bandaríkin.
Innflytjandi íslenskrar loðnu
til Flórída er Eugene McRo-
berts en fyrirtæki hans McRo-
berts Sales í Everglades City
hefur um áratugaskeið séð sæ-
dýragörðum í Bandaríkjunum
fyrir síld, físki og loðnu sem
nær eingöngu hefur verið keypt
í Kanada. Nú eru Kanadamenn
ekki lengur færir um að sjá
fyrirtækinu fyrir fiski til eldis
dýra í sædýragörðum og því var
það sem McRoberts leitaði fyrir
sér um loðnukaup á íslandi.
Hann fór tvær ferðir til ís-
lands, aðra áður en loðnuveiðin
hófst á síðustu vertíð og hina
eftir að loðna tók að veiðast.
McRoberts, sem kominn er á
gamalsaldur, leitaði víða fyrir
sér og festi kaup á um 2.000
tonnum af frystri karlkyns
loðnu á Islandi og er hluti henn-
ar tekinn að berast til Flórída.
Þessi loðna verður m.a. fæða
hinna frægu höfrunga f Sea
World og fleiri frægustu sæ-
dýragörðum heimsins næsta
árið.
Erfiður vetur
í Hlíðarfjalli
EINN erfiðasti vetur i rekstri
skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í ald-
arfjórðung er nú að baki, að sögn
Ivars Sigmundssonar, forstöðu-
manns Skíðastaða, en svæðið hef-
ur samtals verið lokað 33 daga í
vetur. Það viðraði hins vegar vel
til skíðaiðkunar um helgina.
Skíðasvæðið verður opið áfram
næstu tvær helgar og þá gæla
menn við að hafa einnig opið helg-
ina 6. og 7. maí því nægur og
góður snjór er í fjallinu.
■ Erfiðasti vetur/11
Aukin sókn sveitarfélaga eftir fjármagni á innlendum verðbréfamarkaði
Seldu fyrir 1,5 milljarða
kr. í janúar og febrúar
SVEITARFÉLÖG hafa í auknum mæli sótt inn. á
innlendan verðbréfamarkað til að afla sér lánsfjár
en heildarsala á skuldabréfum sveitarfélaga á
verðbréfamarkaði í fyrra nam 5,9 milljörðum
króna, sem er nær tvöföldun frá árinu á undan.
Mikill halli var á rekstri sveitarfélaga á seinasta
ári og er hann áætlaður tæpir fimm milljarðar
króna. Seðlabankinn og Þjóðhagsstofnun telja að
rekstrarvandi sveitarfélaga og fjármögnunarþörf
sé farin að hafa veruleg áhrif á fjármagnsmarkaði.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins seldu sveitar-
félög skuldabréf í útboði á verðbréfamarkaði fyrir
731 milljón króna en 179 millj. kr. í sömu mánuð-
um í fyrra. Auk þess seldu sveitarfélög skamm-
tímavíxla á markaðinum fyrir 730 millj. í janúar
og febrúar. Samtals hafa sveitarfélögin þannig
aflað sér um 1,5 milljarða króna með útboðum á
verðbréfamarkaði á fyrstu tveimur mánuðum árs-
ins. Þetta bendi til enn aukinnar lántöku sveitarfé-
laga í ár. Hafa skuldabréfin verið seld með ávöxt-
unarkröfu á bilinu 5,93%-7,20%.
Stefnir vaxtastiginu í hættu
Á seinasta ári nam samanlagður halli ríkisins
og sveitarfélaga um 17 milljörðum króna og Þórð-
ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir
að afkoma sveitarfélaga sé ekki síður áhyggjuefni
en afkoma ríkissjóðs og brýnasta verkefnið í efna-
hagsmálum sé að gengið verði í að leysa þennan
vanda. „Þessi afkoma er að mínu mati ekki í sam-
ræmi við það markmið að raunvextir hér á landi
verði hóflegir á næstu misserum. Menn verða að
horfast í augu við þetta, því ef afkoma hins opin-
bera verður áfram svona slæm, þá er hætt við
að vextir fari smám saman upp úr öllu valdi og
það kæmi til með að skaða hagvaxtarhorfur,"
segir hann. Páll Pétursson félagsmálaráðherra
segir nauðsynlegt að hefja viðræður við sveitarfé-
lögin um leiðir út úr fjárhagsvanda þeirra eins
og ríkisstjómin hafí boðað í stefnuyfirlýsingu sinni.
■ Skuldasöfnun/miðopna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verkefnaskrá sjávarútvegsins
Veiðieftirlit með
gervitunglum kannað
í VERKEFNASKRÁ sjávarútvegs-
ráðuneytisins sem lögð var fram á
ríkisstjórnarfundi í gær er kveðið á
um að veiðieftirlit verði eflt og í
því sambandi sérstaklega kannað
hvort eftirlit með gervitunglum sé
vænlegur kostur. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra segir nauð-
synlegt að það sé kannað hvort
unnt sé að nýta sér þessa tækni
við veiðieftirlit.
„Þessi tækni hefur verið að ryðja
sér til rúms og menn verið að skoða
möguleika á þessu sviði annars
staðar. Við þurfum að kanna hversu
víðtækt eftirlitið gæti orðið með
þessum hætti en fyrst og fremst
hafa menn verið að horfa á það að
hafa eftirlit með skipum að veið-
um,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að sér þætti það al-
veg fráleitt ef sjómenn settu sig
upp á móti þessu. Sjómenn vildu
að virkt eftirlit væri með veiðum
og allir færu að settum leikreglum.
„Það hefur komið skýrt fram af
hálfu forystumanna þeirra að taka
þátt í hvers konar aðgerðum sem
miða að því að tryggja að leikregl-
um sé fylgt,“ sagði Þorsteinn.
Þróunarfélag íslands kaupir 65% hlutabréfa í Draupnissjóðnum
SAMNINGAR tókust á mánudag
um kaup Þróunarfélags íslands hf.
á 65% hlutafjár íjárfestingarfyrir-
tækisins Draupnissjóðsins hf. af
Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði.
Er stefnt að því að sameina félög-
in um mitt þetta ár. Hlutabréfin
sem skiptu um hendur eru að nafn-
virði 355 milljónir og voru seld
^ miðað við gengið 1,37 eða fyrir
samtals 486 milljónir króna, að
sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, stjórn-
arformanns Þróunarfélagsins.
Iðnþróunarsjóður var stærsti
hluthafí Draupnissjóðsins með 54%
hlut en næstur honum kom Iðn-
lánasjóður með 20% hlut. Aðrir
hluthafar eru einkum lífeyrissjóðir
sem sumir eiga jafnframt hlutabréf
Sameining
um mitt ár
í Þróunarfélaginu.
Aðalfundi Draupnissjóðsins fyrir
skemmstu var frestað vegna óvissu
um framtíð félagsins. Hefur verið
ákveðið að halda framhaldsaðal-
fund þann 10. maí nk. þar sem
ný stjórn verður kjörin.
Eins og áður hefur komið fram
í Morgunblaðinu hafa viðræður
staðið yfir um skeið milli forráða-
manna sjóða iðnaðarins og Þró-
unarfélagsins. Sú skoðun hefur
verið uppi hjá Þróunarfélaginu að
það þurfi að stækka til að geta
borið þann lágmarkskostnað sem
falli til í slíku félagi. Með því að
sameina félögin verði unnt að búa
til mun hagkvæmari rekstrarein-
ingu. Sameiningin er einnig talin
tryggja betri eignadreifingu en í
hvoru félaginu fyrir sig.
Draupnissjóðurinn hefur haft
það að markmiði að fjárfesta í
verðbréfum sem skráð eru á mark-
aði en Þróunarfélagið fjárfestir
einkum í óskráðum bréfum. Eigið
fé Þróunarfélagsins var alls 600
milljónir í árslok 1994 og eigið fé
Draupnissjóðsins 727 milljónir.
Undirgöng
á Vestur-
landsvegi
NU ER unnið að gerð undirganga
gegnum Vesturlandsveg við Við-
arhöfða í Reykjavík. Göngin eiga
að tengja saman iðnaðarhverfin
ofan og neðan Vesturlandsvegar,
en að auki verður hægt að kom-
ast frá Viðarhöfða inn á Vestur-
landsveg í átt að miðbænum. Vest-
urlandsvegur var rofinn í síðustu
viku og fer umferðin nú um bráða-
birgða'framhjáhlaup við Hestháls.
I þessari viku verður svo gengið
frá framhjáhlaupi sem mun þjóna
umferðinni uns mannvirkin verða
tekin í notkun siðla sumars.