Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LJÓSMYNDIN sem lagt er til að stytta verði gerð eftir. STARFSMAÐUR bandarísku alríkislögreglunnar sigtar mulning úr rústum sijórnsýsluhússins í leit að sönnunargögnum. Leit formlega hætt í Oklahoma Oklahomaborg. Reuter. FIMMTÁN daga leit að fórn- arlömbum sprengingarinnar í Oklahomaborg lauk í gær en þá höfðu fundist 164 lík. „Við höfum farið í gegnum hvern einasta haug sem okkur er óhætt vegna ástands byggingarinnar," sagði Jon Han- sen, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Oklahoma skömmu fyrir miðnætti á fimmtudagskvöld er hann til- kynnti að leit væri formlega hætt. Átján lík fundust á fimmtudag í rústum Alfred P. Murrah-stjórn- sýsluhúsinu sem sprengt var í loft upp þann 19. apríl sl. Á meðal síðustu líkanna sem fundust, voru lík þriggja kornabarna, sem lágu í vöggum á dagheimili í húsinu. Hafa lík allra barna sem saknað var fundist en þau voru alls nítján. Er leit lauk, söfnuðust leitar- menn saman ásamt presti og héldu stutta bænastund. Sagði einn þeirra að menn hefðu faðmast og grátið í lok hennar, enda var þá að baki geysilega erfitt starf við hættulegar aðstæður. FBI tekur við Nú mun bandaríska alríkislög- reglan, FBI, taka við byggingunni og ljúka við að fara í gegnum rústirnar í leit að sönnunargögn- um. í gær héldu leitarmenn minn- ingarathöfn í rústunum og ráðgert er að önnur athöfn verði haldin síðar á sama stað fyrir aðstand- endur fórnarlambanna. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við bygginguna en ósk margra Oklahomabúa er sú að hún verði rifín. Stytta gerð eftir ljósmynd? Ríkisstjóri Oklahoma, Frank Keating, hefur lagt til að garður rísi þar sem byggingin var og að í honum verði komið fyrir brons- styttu gerðri eftir ljósmynd sem tekin var við björgunarstarfið en hún sýnir slökkviliðsmann bera líf- vana stúlkubarn úr rústunum. Stúlkan hét Baylee Almon og varð ársgömul daginn fyrir sprenging- una. Leit FBI stendur enn yfir að meintum vitorðsmanni Timothys McVeighs sem ákærður hefur ver- ið fyrir að hafa staðið að spreng- ingunni. hrósar hann sigri og ver heiður Bandaríkjamanna. Sameina kraftana Bandarísku siglingafélögin þrjú, sem kepptust um að veija bikarinn, hafa reyndar snúið bökum saman og líta svo á að þau standi sam- eiginlega að vörninni. Ákvað Conn- er til að mynda að leggja skútu sinni, Stars & Stripes, og keppa heldur til úrslita á skútunni Young America, Ungu Ameríku, sem er í eigu helsta keppinautar hans í for- keppninni. Hún er mun hraðskreið- ari við allar aðrar aðstæður en í léttum andvara og því líklegri til árangurs gegn Svartagaldri Nýsjá- lendinganna. Eru siglingamenn sammála um, að bátshraði sé mikil- vægari í einvígi af þessu tagi en færni þess sem við stýrið stendur. Dennis Conner keppir nú í sjö- unda sinn um Ameríku- bikarinn, þar af í sjötta sinn til úrslita. Hann hampaði sigurlaununum 1974, 1980, 1987 og 1988. Árið 1992, laut hann í lægra haldi í for- keppninni fyrir skútu bandaríska auðjöfursins Bill Koch og sigldi því ekki til úrslita. Utan raða áhugamanna um sigl- ingar naut Ameríkubikarinn léngst af lítillar hylli. Veruleg breyting varð þar á 1983 er Conner beið sögulegan ósigur á skútunni Li- berty í úrslitaeinvíginu við ástr- alska skútu, Australia II, sem búin var byltingarkenndum vængjakili. Auk þess að vekja svo um munar áhuga fjöímiðla og fólks á þessum íþróttaviðburði öðlaðist hann heiður sem hann kærir sig ekkert um; að verða fyrstur bandarískra skútu- stjóra til þess að tapa silfurkönn- unni eftirsóttu í 132 ár. Hefur hann sagt, að engu skipti þó hann ynni keppnina 100 sinnum til viðbótar, þess yrði ætíð getið að hann tapaði bikamum úr landi fyrstur manna. Conner hafði unnið allt sem hægt var að vinna sem skútustjóri þegar hér var komið. Ameríkubik- arinn tvisvar, 26 heimsmeistarat- itla, gullverðlaun á ólympíuleikum og hlotið nafnbótina siglingamaður ársins margsinnis. Ósigurinn 1983 varð þó til þess að þráin að endurheimta bikarinn gagntók Conner. Það tókst í næstu keppni, við Fremantle í Ástralíu árið 1987. Engir aukvisar Það verða engir aukvisar sem bítast um Ameríkubikarinn. Nýsjá- lendingurinn Peter Blake hefur skráð nafn sitt á spjöld siglingasög- unnar svo um munar, þrátt fyrir að vera aðeins 47 ára gamall. Hann er eini skútustjóri sögunnar sem þátt hefur tekið í öllum fimm Whitbread- hnattsiglingunum, margra mánaða ólýsanlegri þrek- raun þar sem lagðar eru að baki 32.000 sjómílur í hvért sinn. Vann hann þá kappsiglingu árið 1990 svo um munaði þar sem hann vann alla sex áfanga siglingarinnar einn- ig. Hinn 1. apríl 1994 sigldi hann skútu sinni, Enza, yfir marklínu við Brest í Frakklandi og lauk við- stöðulausri hnattsiglingu, Jules Verne-áskoruninni, á mettíma, 74 dögum, 22 klukkustundum, 17 mínútum og 22 sekúndum. Loks náði Blake þeim einstaka árangri að vinna 36 siglingar af 38 í for- keppninni við San Diego síðustu fjóra mánuðina. Þrátt fyrir þessi afrek sagði Blake þegar ljóst væri að hann myndi sigla til úrslita, að ekkert af því sem hann hefði afrekað myndi jafnast á við að sigla heim til Nýja Sjálands með'Ameríkubik- arinn. Enga gjöf gæti hann fært þjóð sinni betri. Sú ákvörðun Conners að skipta um skútu mæltist illa fyrir hjá Nýsjálendingunum sem töldu að með því væri reglum keppninnar hagrætt. Vissu þeir, að Stars & Stripes væri hæggengari en Unga Ameríka og ekki jafn snör í snún- ingum í beitivindi og við baujur. Conner tekur áhættu Conner tekur mikla áhættu með því að skipta um skútu, taka við nýju skipi sem hann hefur enga reynslu af. Hefur hann haft innan við viku til þess að prufusigla henni og kynnast sérkennum hennar. Á hinn bóginn hefur nýsjálenska áhöfnin æft og keppt í sjö mánuði á sinni skútu, slípað hana til og fínstillt alla þætti. Þetta er í fjórða sinn í röð sem nýsjálensk skúta siglir til úrslita um Ameríkubikarinn. Hafa þær siglt afburða vel í forkeppninni, unnið 101 siglingu en tapað einung- is átta. Hefur hins vegar flest farið úrskeiðis í úrslitaeinvígjum, þar hafa þær aðeins unnið fjórar kapp- siglingar en tapað 11. Nú hyggst Peter Blake reyna breyta því og hann ræður yfir af- burða skipi. Skúta hans er talin hraðskreiðari en þar sem áskorend- ur og veijendur keppa ekki innbyrð- is fyrr en í úrslitunum er útilokað að segja hvor skútan er betri. Ameríkubikarinn fellur þeim skútustjóra í skaut sem verður fyrri til að vinna fimm kappsiglingar. Er Conner klækjarefur eða einstakur skútustjóri? LAUGARDAGUR 6. MAÍ1995 21 Króatar neita ásökunum um illa meðferð á Serbum Harðirbar- dagar brjótast út í Bosníu Zagreb. Reuter. KRÓATÍSKA stjórnin neitaði í gær ásökunum Sameinuðu þjóðanna um hersveitir þeirra hefðu beitt Serba, sem teknir voru höndum í Slavoníu- héraði í vikunni, harðræði. Á sama tíma brutust út bardagar í Bosníu, að þvi er virðist í hefndarskyni fyr- ir sókn Króatíuhers inn á svæði sem voru undir stjórn Serba. Eftirlitsmenn Evrópusambands- ins, ESB, og Serbar sem urðu eftir á hertekna svæðinu hafa sagt neit- un Króata á rökum reista. Yasushi Akashi, sérlegur sendi- maður SÞ í lýðveldum fyrrum Júgó- slavíu, fór í gær ásamt króatískum eftirlitsmönnum til bæjarins Pakrac þar sem fullyrt var að fólkið hefði verið beitt harðræði. Þegar Akashi var spurður hvort hann teldi að óbreyttum borgurum og hermönn- um sem hefðu verið afvopnaðir, hefði þrátt fyrir allt ekki verið mis- þyrmt, svaraði hann því játandi, með semingi. Barist við iandamæri Embættismenn SÞ í Bosníu sögðu að bardagar hefðu brotist út umhverfis Orasje, sem er á haldi Króata. Yfir 2.000 sprengjum rigndi yfir svæðið sem er við landa- mæri Bosníu og Króatíu á innan við þremur stundum á föstudag. Þegar þeir voru spurðir hvort að Bosníu-Serbar væru með þessu að hefna töku Króata á landsvæðum sem Serbar höfðu náð, svaraði einn þeirra því til að „skynsamur maður myndi ætla að svo væri“. Bardagarnir í Bosníu eru stað- festing á því sem Vesturveldin ótt- uðust, að sókn Króata myndi auka spennu á öllu svæðinu og hættuna á frekari átökum. Bardagarnir eru hinir mestu í Bosníu frá því að vopnahlé, sem rann út um mánaðar- mótin, tók gildi um áramót. Kalla Frakkar lið sitt heim? Frakkar sögðu í gær að þeir myndu ákveða innan nokkurra vikna hvort að franskar friðar- gæslusveitir yrðu um kyrrt í Bosníu eða yrðu kallaðar heim. Sagði Alain Juppe, utanríkisráðherra að ef ekki gengi saman með stríðandi fylking- um í friðarviðræðum í nánustu framtíð, væri tími til kominn að kalla franskt herlið heim. Aftökur í Kína í samráði við sjúkrahúsin Líffæri úr föngnm seld fyrir gjaldeyri TVEIR kínverskir flóttamenn, fyrrverandi pólitískur fangi og fyrrverandi lögregluforingi, héldu því fram við yfirheyrslur hjá einni nefnda Bandaríkjaþings, að líffæri væru tekin úr föngum, sem líflátn- ir væru í Kína, og þau síðan seld ríkisspítölunum. Þar væru þau grædd í fólk, sem gæti greitt fyrir með erlendum gjaldeyri, kínverska embættismenn eða útlendinga frá Hong Kong, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þeir líta á líkama fangans sem hveija aðra vöru og tækju skinnið ef þeir þyrftu á þvi að halda,“ sagði Gao Pei Qi, fyrrverandi starfsmað- ur kínversku öryggisþjónustunnar, að sögn dagblaðsins San Francisco Chronicle. Sagði hann, að fangels- ’ iskerfið í Kína væri svo samtvinnað sjúkrahúsunum, að aftökur væru ákveðnar með tilliti til þarfarinnar fyrir líffæri. Mikil leynd Harry Wu lýsti kerfinu sem leyndarmáli, sem væri á allra vit- orði þótt kínverska stjórnin þver- tæki fyrir það. Wu var áður pólit- ískur fangi í Kína en stendur nú fyrir mannréttindasjóði og vinnur við rannsóknir hjá Hoover-stofnun- inni við Stanford-háskóla. Hann sagði, að aftökumar væru ávallt vel auglýstar en mikil leynd hvíldi yfír líffæraflutningunum. Ekki er vitað hve margra líffæra er aflað með þessum hætti en gisk- að er á tölur á bilinu 2.000 til 10.000. Er mest um, að tekin séu nýru og homhimnur. Em líffærin yfírleitt tekin úr ungu og hraustu fólki og stundum er leitað sérstak- lega meðal fanga að heppilegum líffæragjafa. Beðið með aftöku Wu sagði, að einu sinni hefði flugmann í hernum vantað líffæri og hefði heppilegur gjafí, dauða- dæmd kona, fundist við athugun. Nokkuð hefði verið um liðið síðan hún var dæmd til dauða en aftakan ekki verið ákveðin fyrr en þörf var fyrir líffæri úr henni. Hefði þetta verið algengt. Nokkrir þeirra, sem vitnuðu fyr- ir þingnefndinni, sögðu, að þessi framburður sýndi, að Bandaríkja- stjórn yrði að taka miklu harðari afstöðu gegn kínverskum stjórn- völdum. ------» » «----- Alsír Utlending- ar myrtir Túnis, Paris. Keuter. ÍSLAMSKIR öfgamenn myrtu fimm útlendinga í Alsír í gær, tvo Frakka, Kanadamann, Breta og Túnismann. Hefur franska stjórnin fordæmt þennan „viðbjóðslega glæp“. Mennimir vom starfsmenn als- írsks fyrirtækis í Bounoura í norð- urhluta landsins en í stríði bókstafs- trúarmanna við stjórnvöld hafa þeir sérstaklega beint skeytum sínum að útlendingum, aðallega Frökkum. Frá því í september 1993 hafa 90 útlendingar verið drepnir í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.