Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sól hf. ræðir við Kaupfélag Borgfirðinga stofnun hlutafélags um framleiðslu á söfum og mjólk Ráðherra stað- festir úreldingii MSB GUÐMUNDUR Bjamason, landbún- aðarráðherra, hefur ákveðið að stað- festa samninginn um úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga, MSB, en eins og kunnugt er náðu stjórnir Kaupfélags Borgfirðinga og Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík sam- komulagi í desember sl. um að úrelda mjólkursamlagið og flytja alla mjólk- urvinnslu þess til Reykjavíkur. Forráðamenn Sólar hf. hafa und- anfama daga átt í viðræðum við stjóm Kaupfélags Borgfirðinga um að kannaður verði möguleiki á því að stofna nýtt hlutafélag í eigu Sólar hf., Kaupfélags Borgfírðinga og mjólkurinnleggjenda hjá Mjólkurbú- inu í Borgarfirði um framleiðslu á söfum og mjólkurafurðum í stað þess að grípa til úreldingar. Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri Sólar, segir ákvörðun landbúnaðarráðherra mikil vonbrigði. „Það er hægt að segja að ég sé um það bil að ganga frá þessu sam- komulagi," sagði Guðmundur Bjama- son í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist aðspurður hafa heyrt af áhuga forsvarsmanna Sólar og að þeir væm í viðræðum við Kaupfélag Borgfirðinga. Aðspurður hvað ylli því að ákvörðun væri tekin um að stað- festa samninginn um úreldinguna á sama tíma og Sól væri í viðræðum við Kaupfélag Borgfírðinga um aðra kosti, sagðist Guðmundur ekki hafa fengið neinar óskir um breytingar á því sem fyrir hefði legið um málið. „Ég hefði í sjálfu sér gjarnan viljað vera búinn að afgreiða málið fyrr. Ég átti hins vegar seinasta fundinn sem þurfti að eiga um þetta mál við Iögfræðilega aðila í gær [fyrradag] og í framhaldi af því hef ég unnið að málinu í dag. [gær]“ „Þessi ákvörðun landbúnaðarráð- herra er okkur hjá Sól mikil von- brigði,“ sagði Páll Kr. Pálsson. „Ég átti viðtal við ráðherrann síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sýndi honum fax sem ég hafði sent stjóm Kaupfé- lags Borgfírðinga þar sem við fórum fram að þeir skoðuðu þann kost að Sól tæki þátt í stofnun nýs hlutafé- lags með Kaupfélagi Borgfirðinga og mjólkurinnleggjendum hjá Mjólkur- búinu í Borgarfirði þannig að drykkj- arvöruframleiðsla Sólar og mjólkur- framleiðsla í Borgamesi yrði samein- uð.“ Páll sagði að málið snúist um að gerð yrði athugun þar sem borin yrði saman hagkvæmni úreldingar Mjólk- ursamlagsins í Borgamesi og þess að Sól flytti alla safaframleiðslu sína „Gífurleg von- brigði,“ segir Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf. uppeftir og sameinaðist þar mjólkur- vinnslunni í áðumefndu hlutafélagi. Alls yrði þar um að ræða drykkjar- vöruvinnslu og afurðavinnslu upp á um 15-18 milljón lítra og sagði Páll að áætla mætti að heildarfjöldi starfs- manna í slíku fyrirtæki yrði á bilinu 60-80 manns. Páll sagðist hafa óskað eftir því við Guðmund að hann frestaði því að skrifa undir úreldinguna á meðan viðræður ættu sér stað milli forsvars- manna Sólar og Kaupfélags Borgfírð- inga. „Mér skildist á ráðherranum að hann væri jákvæður fyrir því að afstaða stjórnarmanna kaupfélagsins yrði könnuð. Það er líka ljóst að hann var ekki að útiloka neitt með því að bíða,“ sagði Páll. „Með því að skrifa undir nú er hann hins vegar að úti- loka möguleika sem ef til vill væri hagkvæmari en úreldingin.“ Páll sagðist hafa átt viðræður við framkvæmdastjóra Kaupfélags Borg- fírðinga, stjómarformann og aðra stjómarmenn þar sem þeir lýstu yfír áhuga á að skoða hugmynd Sólar nánar. „Við erum rétt að byija að ræða við þessa menn og höfum til þessa fengið jákvæðar undirtektir. Ég' get því ekki annað en lýst furðu minni með þá ákvörðun að ijúka til að skrifa undir úreldinguna núna.“ Guðmundur Bjamason sagði að sér hefði verið kunnugt um áhuga for- svarsmanna Sólar. „Ég hef ekki feng- ið neitt formlegt um málið, enda tel ég í sjálfu sér ekki að þeir hafí neitt við mig að tala. Þeirra aðkoma að málinu hlýtur að vera í gegnum eig- endur samlagsins. Ég hef heldur ekki fengið neitt frá kaupfélagsstjóm í dag [í gær] með þeim hætti að það væri ástæða til þess að breyta því sem hér lá fyrir,“ sagði Guðmundur og neitaði því að þrýst hefði verið á hann af utanaðkomandi aðilum að ganga frá málinu. ÁgTeiningur? 1 fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt að ágreiningur hefði orðið um ákvörðun Guðmundar Bjamason- ar á ríkistjómarfundi í gær. í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi Hleranir á farsímum leyfðar Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjómin fyrirskipaði í gær símafyrirtækjum sem þjónusta far- síma að gera löggæslumönnum mögulegt að hlera símana. Lögreglan segir slíkt verða mikilvægan hlekk í baráttunni gegn skipulögðum glæpa- samtökum. Stjómin samþykkti tillögu þessa efnis frá ráðherra póstmála, Eolfgang Bötsch, en hún kveður á um að síma- fyrirtæki verði að veita lögreglu að- gang að tæknibúnaði fyrirtækjanna svo að hægt sé að hlera símana. Fyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að leyfa hlerarimar en deilt er um hver eigi að greiða fyrir þær breyting- ar sem gera þarf á símkerfunum til þess að þetta sé hægt. Er talið að hann nemi um 50 milljónum marka, um 2,2 milljörðum kr. ísl. hafnaði Guðmundur því alfarið. „For- sætisráðherrann hefur óskað eftir því við ráðherra í þessari ríkisstjórn að þeir beri upp stærri mál á ríkisstjóm- arfundum, þó ákvörðunarvaldið liggi hjá einstaka ráðherra. Ég taldi því rétt að skýra frá þessari ákvörðun minni um úreldinguna á ríkisstjómar- fundi í morgun [gærmorgun]. For- sætisráðherra spurði þá hvort mér væri kunnugt um viðræður Sólar við Kaupfélag Borgfírðinga. Ég játaði því, en lýsti jafnframt þeirri skoðun minni að það væri út af fyrir sig ekki mitt mál. Það sem lægi fyrir í ráðuneytinu væri skýr viljayfirlýsing kaupfélagsins. Þannig lauk þessari umræðu,“ sagði Guðmundur Bjarna- Erlendir ferðamenn í janúar-apríl 1995 Fjöldi % Breyt. trá fyrra ári 1. Bandaríkin 7.076 19,6 12,8% 2. Danmörk 5.676 15,8 24,2% 3. Þýskaland 5.227 14,5 30,2% 4. Svíþjóð 4.768 13,2 15,4% 5. Bretland -3:597 10,0 -29,7% 6. Noregur 3.206 8,9 40,7% 7. Holland 1.267 3,5 -1,1% 8. Finnland 907 2,5 77,8% 9. Frakkland 525 1,5 ■57,4% 10. Sviss 480 1,3 100,0% Önnur lönd 3.309 9,2 17,6% ÁFRAMHALDANDI vöxtur hefur verið á fjölda erlendra ferðamanna það sem af er þessu ári. Þannig komu hingað rösklega 36 þúsund ferðamenn fyrstu fjóra mánuðuðina, samanborið við um 31.700 ferðamenn á þessum tíma í fyrra. Vekur þar sérstaka athygli að í aprilmánuði einum varð fjölgunin um 20%. Líklegt má telja að heimsóknir erlendra gesta hafi verið óvenjutíðar í apríl þar sem stór hluti af hótelrými í Reykjavík er upptekinn í maí vegna úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. SS hreppti umhverfísviður- kenningu Iðnlánasjóðs SLATURFELAG Suðurlands á Hvolsvelli hlaut umhverfisviður- kenningu Iðnlánasjóðs, „Vernd“, á ársfundi sjóðsins á þriðjudag. I ávarpi sínu á fundinum sagði Guðmundur Bjarnason, umhverf- isráðherra, að fyrirtækið hefði í stefnumarkandi áætlanagerð lagt áherslu á umhverfismál, gæðamál og vinnuvernd. „Þannig hefur fyrirtækið unnið markvisst að gæðasljórnun í framleiðslu matvæla með því að aðlaga framleiðslu og búnað fyr- irtækisins að nýjum reglum um matvælaframleiðslu, unnið að innra eftirliti, jafnframt því að móta stefnu um umhverfismál þar sem t.d. er fjallað um nýtingu hráefna, úrgangsmyndum og frá- veitumál. Á Suðurlandi er unnið að verkefninu „Hreint Suð- urland" sem felst í heildarkönnun á neysluvatnsgæðum, fráveitum, sorphirðu og förgun úrgangs á Suðurlandi. Umhverfisráðuneytið styrkir þetta verkefni. Verkefnið tengist víðtæku umhverfisátaki á Suðurlandi og á m.a. að nýtast sem markaðstæki vegna þróunar í atvinnumálum s.s. matvælafram- leiðslu. Fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu í ár er til fyrir- myndar á þessu sviði og ég vænti þess að viðurkenning sé hvatning fyrir það að halda áfram á sömu braut og hvatning til annarra að vinna markvisst að umhverfis- og vinnuvemdarmálum, “ sagði um- hverfisráðherra. Jón Gunnar Jónsson, fram- leiðslustjóri Sláturfélagsins tók við viðurkenningunni úr hendi umhverfisráðherra. Flugleiða- bréf hækka VIÐSKIPTI með hlutabréf í Flug- leiðum hafa verið óvenjumikil síð- ustu daga og gengi bréfanna farið hækkandi. Þannig hefur gengið á síðustu tveimur vikum hækkað um 4% eða úr 1,75 í 1,82, eins og sést á línuritinu. Á fimmtudag voru seld bréf fyrir tæpar 5 milljónir króna og í gær fyrir um 1,5 milljón. Engar sérstakar skýringar feng- ust á verðhækkunum bréfanna á verðbréfamarkaði í gær. Því verður ætla að almennt gæti vaxandi bjart- sýni um rekstur Flugleiða á mark- aðnum. Verulegur aukning hefur verið í ferðalögum íslendinga og komum erlendra ferðamanna hingað til lands það sem af er árinu. Félagið nýtur t.d. góðs af heimsmeistara- mótinu í handknattleik. Þá hefur lækkun á gengi bandaríkjadals haft hagstæð áhrif á reksturinn. Verðbréfaþing íslands: Gengi hlutabréfa í Flugleiðum frá 19. apríl -HHH-i' 1-1* 19. 21. april —I—I—I—I- 28. HH' 1,70 5. maí ICELAND 1995 />í/ FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95 Á VERALDARVEFNUM buP:n^.baniban.is ORACZLG' W o r I d W i d e W e b I n t e r f a c e K i t TEYMI ORACÍE HUGBÚNAÐUR Á ÍSIANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.