Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 37 þá tíðkaðist. Hann var óvenjulegur athafnamaður og merkur brautryðj- andi í iðnaði á íslandi og trúði statt og stöðugt á trausta sál í hraustum líkama. A Álafossi rak hann ekki bara mikla ullarverksmiðju, heldur líka íþróttaskóla fyrir unga drengi. Þar skyldi unga kynslóðin mótuð við sund og líkamsrækt, lýsis- drykkju og fánahyllingu, því að hjá honum ríkti vorhugur þeirrar kyn- slóðar, sem hafði barizt fyrir - og hafði í augsýn - sjálfstæði Islands. Fyrir mig og aðra unga drengi var þetta ógleymanlegur tími og dýr- mætari í endurminningunni. Sigríð- ur var kennari við íþróttaskólann sem ung kona og þótti sjálfsagt að hún væri sunddrottning. Hvað ann- að? Sérsinnuð athafna- og hugsjóna- skáld, eins og Siguijón, hafa hvorki tíma né áhuga á að níða niður skó- inn af öðrum. Þau sofa vel þótt öðrum gangi vel. Þessa arfleifð fékk dóttir hans. Sigríður var mikið borgarbarn. Hún var fljót að kynn- ast og þekkti ótrúlega marga. Menn spurðu sig hvernig hún gæti setzt að uppi í sveit. Hún fór létt með það. Hún var félagslynd, vinmörg og frásagnarglöð. Hún hafði ein- stakan frásagnarmáta og engum gat leiðst i návist hennar. Margs er að minnast við fráfall Sigríðar. Kynni okkar voru löng, með hléum. Fyrstu kynni voru í íþróttaskólanum á Álafossi. Nokkr- um árum síðar fórum við nokkrir drengir í hjólreiðaferð um Borgar- fjörð, foreldrum okkar til skelfing- ar, og kvöddum dyra í Reykholti síðla kvölds. Sigríður var þá stjó'rn- andi skólans þar og þarf ekki að fjölyrða um móttökurnar sem ung- ir, þreyttir ferðalangar fengu. Mörg ár liðu. Leiðir okkar lágu saman í sambandi við veikindi, sem ráðinn var bugur á. Veikindi eru ekki til þess fallin að auka á reisn fólks, en í huga mínum á ég skýra mynd af henni á Landakotsspítala. Hún var þar eins og drottning. Enga konu hef ég séð hafa slíka reisn sem Sigríði á Hurðarbaki. Upp úr þessu urðu kynnin nán- ari, þegar synir mínir fóru að Hurð- arbaki í sveit. Engir gætu séð af börnum sínum í hendur betra fólks, en þeirra Sigríðar og Bjama. Ef hún var stórbrotin, þá var hann jafnoki hennar. Eftir að ég hafði kynnst Sigríði vel, en áður en ég hitti Bjama, vissi ég að hún hakk- aði til að „sýna mér Bjama“. Þau reyndust hvort öðru samboðin. Síðar hittumst við sjaldnar og nú saknar maður þeirra funda, sem hefðu getað orðið. Það er mikil gæfa að hafa kynnst fjölskyldunni á Hurðarbaki og víst hefði maður óskað Sigríði lengra ævikvölds með bónda sínum. Manni finnst nú syrta yfir Borg- arfirði. í okkar fjölskyldu munar um minni vinamissi en Sturlu á Sturlu-Reykjum og Sigríði á Hurð- arbaki á fáum árum. Og nú leita hugsanir okkar til Bjarna og ann- arra ástvina. Þar verður mikið tóm. En þeir, sem hafa misst mikið, hafa mikið átt. En minninguna eigum við öll. Guðjón Lárusson. Sigríður á Hurðarbaki er nú fall- in frá, stórbrotin og einstök kona er í dag til moldar borin og kvödd af vinum og vandamönnum. Fréttin kom á óvart og við bræður stöldrum við og hugir okkar reika aftur um rúma tvo áratugi og við minnumst þess þegar við fórum fyrst til sum- ardvalar að Hurðarbaki. Það var ein mesta gæfa okkar í lífinu en sumrin urðu að minnsta kosti tíu sem við dvöldumst þar, auk ferða á öðrum árstímum og það einlæga samband sem haldist hefur við fjöl- skylduna þar síðan. Hurðarbak var og er okkar annað heimili og í dag minnumst við þess með hlýju og söknuði. Góðar minningar koma fram í hugann um öll almenn sveita- störf á stóru heimili þar sem alltaf var mikið af fólki og líf og fjör, útreiðar á kvöldií um helgar og ferðir á hestamannamót svo ekki sé talað um réttimar að hausti, samskipti við fjölskylduna og miklu fleira fólk í þessari fallegustu sveit landsins, Borgarfirði. Bjarni og Sig- ríður vom ávallt eitt í okkar huga, bæði hávaxinn og glæsileg. Hann rólegur og glettinn en hún aftur hrókur alls fagnaðar og gustaði af henni eins og sagt er. Hún hafði frábæra frásagnargáfu og sagði sögur svo unun var á að hlýða. Samverustundir á matmálstímum voru skemmtilegustu tímarnir í sveitinni. Fyrir um tíu árum eða svo að okkur minnir, var sýndur viðtals- þáttur í sjónvarpinu sem hét „Fólk- ið í landinu". Ingvi Hrafn Jónsson ræddi þar við Sigríði um líf hennar og störf og kemur þar margt fram um þessa miklu persónu sem var sjálfstæð og sterk. Dóttir Siguijóns Péturssonar glímukappa og íþrótta- frömuðar á Álafossi, sunddrottning íslands þrettán ára 1929, sem gekk menntaveginn og útskrifaðist úr Verslunarskólanum og síðar Kennaraskólanum, auk þess sigldi hún utan til náms í Englandi og Danmörku. Hún varð forstjóri Sundhallarinnar 1943 sem var af- rek af konu á þeim tíma og síðar eftir að hún flutti í sveitina, formað- ur Félags borgfirskra kvenna og meðlimur í Kvenfélagi Reykdæla. Margt fleira kemur fram í þessum skemmtilega þætti um dugmikla konu sem við varðveitum vel. Sig- ríður hafði áhuga á lífi og starfi okkar bræðra og sýndi hvern hug hún bar til okkar þegar ský dró fyrir sólu um stundarsakir í lífi okkar fyrir tæpum þremur árum. Hún dró ekki dul á það þá hvers virði við værum henni. í dag reikum við um gamlar slóðir og óskum þess að fá að hverfa aftur um tíma til að allt verði aftur eins og það var, en í stað slíkrar óskhyggju geymum við minningu um góða konu sem mikil gæfa var fyrir okk- ur að fá að kynnast. Fjölskylda okkar öll heima og heiman vottar henni virðingu sína og sendir að- standendum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar á Hurðarbaki. Stefán og Jóhannes Guðjónssynir. Sigríður Siguijónsdóttir er látin. Hún á að baki litríkan æviferil, sem mikil íþróttakona, forstjóri Sund- hallarinnar í Reykjavík og forystu- kona í félagsmálum til margra ára. En fyrir mér var hún Sigga á Hurð- arbaki myndarhúsmóðir á stóru heimili í Reykholtsdal, þar sem ég fékk að vera í sveit í 10 sumur. Tildrög þess voru þau að ég kom að Hurðarbaki með foreldrum mín- um 7 ára gömul. Við vorum að fara í ferðalag með fyrsta viðkomustað að Hurðarbaki. Við gistum eina nótt og mér fannst sveitalífið svo heillandi að þegar átti að halda áfram förinni vildi ég ekki fara og spurði Siggu hvort ég mætti vera eftir hjá þeim. Ekki veit ég hversu skemmtilegt það hefur verið að sitja uppi með gest sem ekki vildi fara, en þar sem er hjartarúm er líka húsrúm og samið var um að ég fengi að vera í nokkra daga. Raun- in varð hins vegar sú að alltaf var of snemmt að fara þaðan og ég fékk að vera fram á haust og síðan næstu 10 sumrin. Margar góðar minningar eru frá þessum árum og mér finnst að þessi tími hafi verið eitt samfellt ævin- týri. Heyskapur, útreiðartúrar, sundlaugaferðir, töðugjaldaferðir. Hjá Siggu og Bjama var sannarlega gott að vera, enda var jafnan mik- ill gestagangur hjá þeim og mörg börnin hafa þau tekið til sumardval- ar og átt sinn þátt í að koma til manns á sinn glaðværa og ljúfa hátt. Þrátt fyrir að heilsuleysi hafi jafnan fylgt henni, og tíðar sjúkra- húsvistir, var Sigga jafnan kát og glöð og smitandi hlátur hennar heyrðist langar leiðir. Ég vil að leiðarlokum þakka fyr- ir það ástríki sem ég varð aðnjót- andi í sveitasælunni að Hurðarbaki og votta Bjarna, Þóm og Gunnari og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Kristín H. Traustadóttir. UNNUR ÞORLEIFSDÓTTIR + Unnur Þorleifs- dóttir fæddist í Stóragerði í Ós- landshlíð í Skaga- firði 5. mars 1909. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hornbrekku 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Rögnvaldsson út- vegsbóndi og Guð- rún Sigurðardóttir. Hún fluttist ásamt foreldrum sínum sex ára að aldri til Ólafsfjarðar og bjó þar til dauðadags. Systkini hennar voru: Rögnvaldur Þorleifsson, fyrrv. vélstjóri, Ólafsfirði, Jón- ína Þorleifsdóttir, Sigrún Anna Þorleifsdóttir, en þau eru öll látin, og Sigvaldi Páll Þorleifs- son, sem er útgerðarmaður í Ólafsfirði. Unnur giftist árið 1932 eftir- lifandi eiginmanni sínum, Jóni Ellert Sigurpáls- syni, fyrrv. skip- stjóra og hafnar- verði. Þau eignuð- ust þijú börn. Þau eru: 1) Lárus, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi alþing- ismaður, Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá Meiðastöðum í Garði. Þau eiga fjögur börn. 2) Guð- rún hárgreiðslu- meistari, Ólafsfirði, gift Valdimar Stein- grímssyni, starfsmanni Vega- gerðar ríkisins. Þau eiga þrjú börn. 3) Þórleifur famkvæmda- stjóri, Seltjarnarnesbæ, kvænt- ur Elísabetu F. Eiríksdóttur. Þau eiga þijú börn. Barnabörn Unnar og Jóns eru tíu og barna- barnabörn átta. Utför Unnar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. UNNUR Þorleifsdóttir frá Ólafs- firði, tengdamóðir mín, er látin 86 ára að aldri. Ég hitti þau hjónin, Unni og Jón Sigurpálsson, fyrst fyrir rúmum 40 árum þegar ég kynntist syni þeirra, eiginmanni mínum, Lárusi Jónssyni. Móður mína missti ég á unga aldri og skemmst er frá því að segja að Unnur og Jón urðu mér frá því að leiðir okkar lágu saman eins og bestu foreldrar. Heimili þeirra, Hornbrekkuvegur 1, í Ólafsfirði hefur alla tíð verið athvarf og skjól allrar fjölskyldunnar. Þangað þótti okkur öllum, börnunum, barnabörn- um og barnabarnabörnum, gott að koma og njóta hlýju, gestrisni og andlegs styrks þeirra. Lengst af þótti t.d. börnum okkar engin jól vera nema þau væru haldin hátíðleg á heimili ömmu og afa. Oft voru margir þar saman komnir og má fullyrða að allir fóru þaðan með gott veganesti til þess að njóta og takast á við lífið. Það kom fljótt í ljós að við Unn- ur áttum margt sameiginlegt og nutum þess að vinna og rabba sam- an. Hún var listfeng og mikil hann- yrðakona eins og sjá má á þeim verkum hennar sem prýða heimili íjölskyldunnar. Okkur þótti gaman að skeggræða um þessar hannyrðir eða um bókmenntir, trúmál, lífið og tilveruna. Unnur var skarpgreind, fróð- leiksfús, víðlesin og nánast sjálf- menntuð, því hún naut einungis almennrar barnaskólamenntunar, eins og hún var á hennar tíð. Hún hafði yndi af tónlist og spilaði á píanó. Sérstöku ástfóstri tók hún við íslenskar bókmenntir, einkum þó ljóð, en hún las mikið og kunni utanað mörg öndvegisljóð tungunn- ar, sem hún m.a. gerði sér til dund- urs að skrifa upp eftir að hún veikt- ist. Hún vann lengst af utan heimil- is alla algenga vinnu, sem til féll í sjávarþorpi, beitti línu og stokkaði upp, þegar útgerð smærri báta var undirstaða atvinnulífsms, og vann við fiskverkun. Jafnframt var hún mikilvirk og vandvirk húsmóðir, ástrík eiginkona og umhyggjusöm móðir og amma. Þegar ég rak um skeið saumastofu í Ólafsfirði var hún kjölfestan í þeirri starfsemi með mér. Hún hafði mörg áhuga- mál. Þar má m.a. nefna slysavarn- ir, safnaðar- og trúmál. Eiginmaður hennar, Jón Sigurpálsson, var sjó- maður og þurfti oft að dveljast lang- dvölum að heiman, en þá þurfti hún að treysta á eigin dugnað við stjórn heimilisins og ummönnun barn- anna. Hún þekkti því einnig hættur þær sem sjómennsku fylgja og helg- aði sig mjög slysavörnum. Hún var formaður kvennadeildar Slysa- varnafélags ÓlafsQarðar um tíu ára skeið og sat fjölmörg slysavarna- þing, en á þeim árum vann deildin að því að reisa slysavamaskýli og að smíðað yrði björgunarskip fyrir Norðurland. Segja má að höfuðáhugamál Unnar hafi verið á sviði trúmála. Hún lifði lifandi trúarlífi og bar Biblían sem hún las daglega því gjöggt vitni. Það var sú uppspretta og andlegur orkugjafi sem allir nutu af sem voru samvistum við hana. Hún var afar bænheit og naut þess að kenna börnum sínum og ömmubörnum fallegar bænir. Unnur Þorleifsdóttir var mikill, sterkur en jafnframt hlýr persónu- leiki. Lífsstíll hennar einkenndist öðru fremur af reisn, vinnusemi utan og innan heimilis, vandvirkni og formfestu, en þó umfram allt fórnfýsi og trúarstyrk. Hún gaf öll- um sem næst henni stóðu og um- gengust hana ómælt af þessum persónuleika sínum og bjargfastri trú á kærleiksboðun Krists, sem hún taldi kjarnann í því sem Guð vildi að við öll sýndum í verki gagn- vart náunganum og í samfélaginu. Ég þakka Unni, tengdamóður minni, að leiðarlokum alla ástúð hennar og þær ómetanlegu gjafír sem hún hefur gefið mér og fjöl- skyldunni. Guð blessi okkur öllum minningu Unnar Þorleifsdóttur. Rúna. Kona okkur kenndi trú, kærar þakkir sendum nú. Amma veistu, eg er þú, ætíð hlýjar vegsemd sú. Það er mikill missir þegar kona eins og hún amma okkar kveður jarðvistina. Heimurinn gjörvallur virðist í sárum þar sem stórt skarð hefur verið höggvið í hóp þeirra manna og kvenna sem standa fyrir kærleika og mannvizku og eru öðr- um fordæmi fyrir heilbrigðu og skynsamlegu lífi. Við sem vorum þeirra forréttinda aðnjótandi að vera hluti af lífí hennar látum hugg- ast í minningu um konu, sem nú lifir í guðlegri vist en auk þess í hugskotum okkar allra. Sá heimur sem amma sýndi okk- ur bamabörnunum var raunsær. Hún kom okkur í skilning um að lífið væri oft erfitt en við ættum aldrei að gefast upp, við skyldum trúa á hið góða í sjálfum okkur og öðrum og breyta eftir því. í leik og í starfi hversdagsins kenndi hún okkur vinnusemi og hollustu við þau verk sem vinna þurfti og á hátíðar- og tyllidögum sýndi hún góða siði og fjölskyldurækni. Hún kenndi manni að gleðjast yfir góðum hlut- um og sýndi kærleika í sorg. Þær glöddu oft hjarta okkar krakkanna sögur hennar frá Hombrekku og af hundinum Offa, sem og sögur úr Biblíunni, þar sem hún leitaðist við að kenna okkur muninn á réttu og röngu. Síðast en ekki síst gaf amma ástinni merkingu í einstöku hjónabandi með manni sínum og afa okkar, Jóni Sigurpálssyni. Með samheldni sinni og reisn hafa þessi sérstöku hjón verið afkomendum sínum og öðrum sameiningartákn og sýnt fram á gildi hjónabandsins í heimi þar sem fjölskyldan á sífellt undir högg að sækja. Amma hefur snert sálartetrið í okkur með ólýsanlegum hætti. í sérhveiju viðmóti okkar koma við- horf hennar fram; í orði og afstöðu, í gleði og sorg. Hún er til í okkur og er það ómetanlegt veganesti í lífínu. Elsku afí, Guð gefí þér styrk á þessari sorgarstundu. „Fel drottni vegu þína og treystu honum og hann muri vel fyrir sjá.“ Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir það ljós sem þú tendraðir í lífi okkar. Guð gefi okkur styrk til að vera verðugir minnisvarðar persónu þinnar og til að viðhalda því ljósi sem þú stóðst fyrir. Þín elskandi dótturbörn, Pétur, Unnur Anna og Jóna Ellen Valdimarsbörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólheimum 25. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og deildar 11-E, Landspitalanum. Nikulás Guðmundsson, Guðrún Nikulásdóttir, Björn Vignir Björnsson, Birgir Örn Björnsson, Guðný Björg Björnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐFINNSDÓTTUR, Holtastíg 9, Bolungarvík. Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Ingibjörg Vagnsdóttir, Soffía Vagnsdóttir, Hrólfur Vagnsson, Margrét Vagnsdóttir, Pálfna Vagnsdóttir, Þórður Vagnsson, Guðrún Inga Benediktsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Benedikt Guðbrandsson, Pétur Jónasson, Ketill Helgason, Roland Smelt, Elsbeth Moser, Haukur Vagnsson, Halldór Páll Eydal, Eva Leile Banine, Pétur Örn Sverrisson, og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.