Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 101.TBL.83.ARG. LAUGARDAGUR 6. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lionel Jospin talinn saxa á forskot Jacques Chiracs Líkurá hmfjöfnum kosningum Paris. Morgunblaðið, The Daily Telegraph. JACQUES Chirac, frambjóðandi hægrimanna, og sósíalistinn Lionel Josp- in héldu í gær síðustu baráttufundi sína fyrir frönsku forsetakosningarnar á sunnudag. Mikil harka hefur færst í kosningabaráttuna síðustu tvo daga enda er talið að Jospin hafi saxað á forskot Chiracs og kosningarn- ar verði hnífjafnar. Reuter Chirac lauk kosningabaráttu sinni í Lyon, næst stærstu borg Frakk- lands. Hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna á fundi með Raymond Barre, fyrrverandi forsæt- isráðherra, sem var einn forystu- manna franskra hægrimanna er vildu ekki gefa upp afstöðu sína fyrir fyrri umferð kosninganna. Hægrimenn hafa lagt mikla áherslu á samstöðu undanfarna daga og hafa flestir helstu stuðningsmenn Edouards Balladurs ítrekað stuðning við Chirac, auk þjóðernissinnans Phillipe de Villiers og þeirra miðju- manna, sem gengu til liðs við Mitt- errand og tóku sæti í stjórn hans árið 1988. Jospin hélt fundi í þrem borgum í gær og lagði áherslu á að ná til óákveðinna kjósenda. Talið er að hann hafi fengið byr vegna morðs snoðinkolla á Marokkómanni eftir fund hægriöfgamanna á mánudag og umdeildrar yfirlýsingar Chiracs um að hann ætli að krefjast þjóðar- atkvæðis um breytingar innan Evr- ópusambandsins eftir ríkjaráðstefn- una á næsta ári. Mikil óvissa Bannað er að birta skoðanakann- anir í Frakklandi síðustu vikuna fyr- ir kosningar en þær sem gerðar hafa verið voru birtar í Sviss og á Spáni. Samkvæmt þeim er Chirac enn með nokkurt forskot á Jospin. Mestur er fylgismunurinn 54-46%, en minnstur 51-49%. Allar kannan- irnar benda hins vegar til þess að Jospin hafi saxað á forskotið. 20% kjósendanna höfðu þó ekki gert upp hug sinn, þannig að óvissaa er mikil. Stjórnmálin voru þó ekki efst í hugum allra Frakka í gær, tveimur dögum fyrir kosningar. Fyrsta frétt í öllum aðalfréttatímum var einstök veðurblíða undanfarinna daga, en hitinn hefur ekki mælst hærri víða í Frakklandi í byrjun maí í tæpa tvo áratugi. Báðir frambjóðendurnir ótt- ast að margir Frakkar freistist til þess að njóta veðurblíðunnar úti í náttúrunni og mæti ekki á kjörstað. STUÐNINGSMENN frönsku forsetaframbjóðendanna halda á myndum af Jacques Chirac og Lionel Jospin við stofnun fyrir heyrnleysingja í Lyon sem Ghirac heimsótti í gær. Reuter Fangar í handbolta- höll UM 700 serbneskum stríðsföng- um, sem voru teknir í árás Króat- íuhers á Vestur-Slavoníu, er nú haldið í handboltahöli í borginni Bjelovar. Þeir sögðust ekki hafa sætt Ulri meðferð Króata og ve- fengdu frásagnir embættismanna Sameinuðu þjóðanna um að króat- ískir hermenn hefðu látið greipar sópa um heimili Serba eftir að þeir gáfust upp. Stjóm Króatíu og eftirlitsmenn Evrópusam- bandsins vísuðu þessu á bug. ¦ Harðir bardagar í Bosníu/ 21 Breski íhaldsflokkurinn geldur afhroð í kosningum John Major kveðst ekki segja af sér London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær ekki hafa neinar skýringar á afhroði breska íhaldsflokksins í sveitarstjórna- kosningum í Englandi og Wales á fimmtudag, hinu mesta í sögu flokksins. Hann hét því að halda baráttunni áfram sem leiðtogi flokksins til næstu kosninga. „Ég hef aldrei gefist upp þegar eitthvað hefur bjátað á og ætla ekki að gera það núna," sagði Maj- or. „Við höfum þurft að taka nokkr- ar mjög erfiðar ákvarðanir. Ég treysti mér til að verja þá stefnu sem ég hef mótað." íhaldsflokkurinn fékk aðeins 25% atkvæðanna, tapaði næstum helm- ingi sætanna sem hann hlaut í síð- ustu kosningum og fékk aðeins meirihluta í átta af 346 sveitar- stjórnum. „Tímamót í breskum stjórnmálum" Verkamannaflokkurinn fékk 48% atkvæðanna og Frjálslyndir demó- kratar 23%. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti úrslit- unum sem „tímamótum í breskum stjórnmálum". „íhaldsmenn hafa ekkert nýtt fram að færa. Þeir eru stefnulausir og reikandi," sagði hann. Nokkrir frambjóðenda íhalds- flokksins sem töpuðu hvöttu til þess að Major færi frá, en ekkert benti til þess í gær að þingmenn flokks- ins vildu knýja fram leiðtogaskipti. Michael Howard innanríkisráðherra sagði að Major væri „fullkomlega" rétti maðurinn til að gegna embætt- inu. „Hann er reyndur stjórnmála- maður. Hann hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir sem valda tímabundnum óvinsældum," sagði Howard. Ef úrslit þingkosninga yrðu svip- uð og í sveitarstjórnakosningunum myndi Verkamannaflokkurinn fá 444 þingmenn, íhaldsflokkurinn 104 og Frjálslyndir demókratar 77. „íhaldsmenn eru ekki í klípu, þeir eru í stórum sprengjugíg," sagði Anthony King, prófessor í stjórn- málafræði. „Þetta. var feikilega dap- urleg nótt fyrir íhaldsflokkinn." ¦ Hefðbundinn bakhjarl/29 Sjávarborð mælt á tveim árum Hækkaði meira en á undanfarinni öld Boston. Morgunblaðið. GERVIHNATTAMÆLINGAR sýna að yfirborð sjávar hefur á síðustu tveim árum hækkað helmingi meira en mælst hefur á jðrðu á iuiduiit ormiui hundrað árum. Samkvæmt grein, sem birtist í vísindaritinu Science í gær, hækkaði yfirborð sjávar að meðaltali um 3,9 millimetra árin 1993 og 1994. Vísindamenn segja að þetta geti verið vísbending um hærri hita í loftslagi jarðar en hins vegar þurfi að minnsta kosti nið- urstöður frá tíu ára tímabili til að fullyrða um málið. R. Steven Nerem, vísindamað- ur við bandarisku geimvísinda- stofnunina (NASA), segir fræði- menn næsta vissa um að þessa breytingu megi annars vegar rekja til El Nifio, fyrirbæris sem hefur áhrif á strauma í Kyrra- hafi og um leið á veðurfar um allan heim, og hins vegar tii breytingar á loftslagi jarðar. El N iíio breytir stefnu hlýrra Kyrrahafsstrauma og að sögn Nerems gætí það haf a leitt til þess að sjór, sem venjulega er kaldur, hafi hitnað og vatnsmól- ekúl þanist út á það stórum haf- svæðum að greinst hafi í mæl- íngum. Bob Chaney, vísindamaður við stofnun, sem stundar haf- og loftslagsrannsóknir (NOAA), sagði að héldi þessi þróun áfram næstu þrjú til fimm árin yrði að taka þetta alvarlega. Hann benti í samtali við fréttastofuna AP& það að nú flæddi yfir ýmis strandsvæði, sem eitt sinn hefðu verið þurr á háflæði, og þjóðir á borð við Hollendinga ættu í aukn- um vanda vegna sjávarflóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.