Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓN BJÖRNSSON + Siguijón Björns- son fæddist í Svínadal í Skaftárt- ungu 9. sept. 1909. Hann andaðist í Vík í Mýrdal 26. apríl síðastliðinn. For- eldrar Siguijóns voru Vigdís Sæ- mundsdóttir og Björn Eiríksson. Siguijón var níundi í hópi fjórtán systk- j ina og eftir lifa átta. Þau eru: Eirikur, Kjartan, Sumarliði, Sæmundur, Þórunn, Jón, Jón og Sigurlaug, en látin eru: Björn, Valmundur, Val- mundur, Kristín og Sveinn. Arið 1936 kvæntist Sigurjón eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigur- björgu Guðmundsdóttur frá Hofi • í Öræfasveit. Þau bjuggu öil sín búskaparár í Vík í Mýrdal. Siguijón og Sigurbjörg eignuð- ust þrjú börn en þau eru: Björn Hall- mundur, útibús- stjóri, f. 17.4. 1940, Elín Hafdís, fulltrúi, f. 28.4. 1945, og Guðmundur, verk- fræðingur, f. 5.7. 1958. Barnabörn þeirra eru fimm. Þau eru: Ragna og Sigurbjörg Björnsd- ætur og Margrét, Sigrún og Katrín María Káradætur. Barnabarnabörn þeirra eru tvö. Útför Siguijóns fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14.00. í DAG vil ég kveðja afa minn Sig- uijón Bjömsson frá Vík í Mýrdal, sem látinn er eftir tiltölulega stutt en erfið veikindi. Afi átti stóran systkinahóp í Svínadal, en var að mestu alinn upp hjá móðurömmu sinni Kristínu Vig- fúsdóttur á Borgarfelli, allt til sext- án ára aldurs. Þaðan lá leiðin að Hólmi árið 1926 og má segja að þar hafí framtíðin tekið ákveðna stefnu er hann fór að vinna á verk- stæðinu hjá Bjama Runólfssyni, ásamt Eiríki bróður sínum. Afi vann í Hólmi mikið starf við túrbínusmíð- ar og þrátt fyrir litla skólagöngu tileinkaði hann sér mikla þekkingu á vélum og rafmagni. Auk vinnunn- ar á verkstæðinu var hann bílstjóri hjá Bjama, m.a. á fyrsta bílnum sem kom í Vestur-Skaftafellssýslu. Um tveggja ára skeið var afi á Kirkjubæjarklaustri og þaðan flutt- ist hann til Víkur í Mýrdal 1937. Árið 1939 setti hann upp rafstöð í Vík og nokkmm ámm síðar smíð- aði hann fyrir Kirkjubæjarklaustur eina stærstu vatnsaflstúrbínu sem smíðuð hefur verið á ísiandi. í Vík starfaði hann m.a. sem frystihús- stjóri og á bflaverkstæði Kaupfélags V-Skaftfellinga, lengst af sem verk- stæðisformaður, alls í 45 ár eða 1937-1982. Eftir það vann hann lengi í hlutastarfi á sama stað auk tilfallandi verkefna heima fyrir. í Vík bjó afí ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur til æviloka. Minningar mínar um afa og ömmu eru mjög samofnar bemsku- minningum mínum frá Vík, en þar ólst ég upp til tólf ára aldurs. Allt frá því að ég fyrst man eftir mér dvöldumst við systurnar mikið á heimili þeirra enda tóku þau okkur alltaf opnum örmum. Einatt var til moli eða öl í kjallaranum en best af öllu og það sem mest skilur eft- ir var hlýjan sem ég minnist úr við- móti þeirra. Afí var vel gerður maður, rólyndur, æðmlaus og tryggur. Eftir á að hyggja held ég að hann hafí átt örlítið erfítt með að tjá tilfínningar sínar en traust faðmlagið og hlýlegt handabandið sagði meira en mörg orð. Þótt hann segði ekki margt að fyrra bragði hafði hann nokkuð ákveðnar skoð- anir á mörgum málum. Hann fylgd- ist vel með fréttum, hvort sem var úr þjóðlífínu eða af mannlífínu í þorpinu og sveitunum og veður- fréttunum sleppti hann sjaldan. Afi naut alla tíð góðrar heilsu og var ótrúlega léttur á fæti og vel á sig kominn allt til hins síðasta. Þess vegna kom fréttin um heilsubrest hans okkur nokkuð á óvart þótt árin væm orðin áttatíu og fímm. Hús afa og ömmu stendur á fal- legum stað í hlíð fyrir neðan kirkj- una og þaðan er gott útsýni yfír þorpið. Vestan og norðan við húsið er stórt tún og man ég eftir að afi sló og hirti hey þar lengi vel. Heim- ili afa og ömmu var ávallt snyrti- legt og vel á móti okkur tekið. Oft undi ég mér hjá þeim dögum sam- an, ýmist við leik með Guðmundi frænda, rabbaði við afa og ömmu eða fylgdist með afa við vinnu í kjallaranum eða úti í skúr. Sjaldan féll honum verk úr hendi og oft + Bestu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐJÓNS JÓHANNSSONAR frá Skálum á Langanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu og hjartadeildar Borgar- spítala. Haraldur Friðjónsson, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Ólaffa Egilsdóttir Edda Gundersen Friðjónsdóttir, Gunnar Gundersen, Sigurdór Friðjónsson, Ása Árnadóttir, Tómas Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og sonar, VIGFÚSAR SIGVALDASONAR múrarameistara, Arnarheiði 19, Hveragerði. Sigríður Vigfúsdóttir, Friðrik Helgi Vigfússon, Alda Árnadóttir, Sigriður Vigdfs Vigfúsdóttir, Rúnar Marteinsson, Vigfús Fannar Rúnarsson. MIIMNINGAR man ég eftir honum við smíðar. Flestum ber saman um að hann hafí verið völundur til allflestra verka. Eigum við systumar marga fallega hluti sem hann sendi okkur, ýmist á jólum eða þegar við heim- sóttum þau í Víkina hin seinni ár. Alltaf var vel á móti okkur tekið og fundum við að afi hafði mjög gaman af að fá heimsóknir, ekki síst eftir að barnabarnabömin voru komin. Afa var það og mikið í mun að allir færa frá þeim vel mettir og legðu ekki í ferðalag nema veð- urútlit væri sæmilega gott. Afí hafði lifað tímana tvenna. Frásagn- ir hans af ferðum í skipsströnd á Söndunum, svaðilfarir yfír vötn, af Kötlugosinu 1918 og fleira fundust mér alltaf framandi og spennandi. Alltaf vora bæimir frá æskustöðv- unum skammt undan í frásögnum afa, þ.e. Hólmur, Svínadalur og Borgarfell og myndir af þeim öllum prýddu einn vegginn í stofunni. Margar minningar eigum við systumar af ferðum með foreldram okkar og afa í kartöflugarðana austan við þorpið. Þar voru ræktað- ar, að við teljum, heimsins bestu kartöflur. Jafnan var nesti haft með og afí átti ávallt eitthvað góðgæti í bílnum handa litlu afastelpunum sínum. Sunnudagsbíltúrarnir í jepp- anum hans afa austurúr og vestur- með era einnig minnisstæðir. Eftir að við systurnar fóram að búa feng- um við oft kartöflusendingar úr Víkinni og alltaf gætti hann þess að allir fengju jafnt. Við pokana vora jafnan fest merkispjöld með nöfnum okkar og geymi ég nokkur þeirra til minningar því rithönd afa fannst mér alltaf svo falleg. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ijúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar systranna að við horfum á eftir afa okkar með söknuði, en efst í huga okkar er samt þakklæti fyrir minningarnar sem við munum geyma alla tíð. Ömmu okkar send- um við dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja hana. Margrét Káradóttir. Ég sé Siguijón fyrir mér, styrkan og öraggan, með hægu fasi bjóð- andi gesti inn fyrir. Þétt handtakið og hlýtt brosið um leið og vísað er til stofu. Síðan farið yfir hvað á dagana hefur drifið síðan síðast, staðnæmst við það jákvæða og spurt um það til bóta er. Byggt upp og unnið úr í huganum því sem upp kemur. Með glettni en þó varlega fjallað um líðandi stund. Siguijón hitti ég fyrst sumarið 1979 þegar mér var falið að taka saman upplýsingar um rafvæðingu V-Skaftafellssýslu og þá hugvits- menn sem að því verki unnu, fyrir Dynskóga, rit V-Skaftfellinga. Snillingar þeir sem þar lögðu hönd á plóg vora flestir enn í fullu fjöri og því sjálfír til frásagnar um fram- vindu mála. Siguijón réðst 16 ára að aldri til Bjarna Runólfssonar í Hólmi í Landbroti, en þá hafði Eirík- ur bróðir Siguijóns þegar starfað þar um hríð. I Hólmi vora smíðaðar yfír eitt hundrað vatnsaflstúrbínur og rafstöðvar reistar víða um land á um tíu ára tímabili. Siguijón vann þarna að smíðum, raflögnum og uppsetningu rafstöðva, oft langan vinnudag og án þess að unna sér hvíldar. Starf þeirra félaga bar ávöxt víða um land og veitti birtu og yl inn á margt heimilið. Vinnu- semi, frábært handverk, vandvirkni og áreiðanleiki eru orðin sem koma upp í hugann þegar lýsa á umsögn- um vinnufélaga Siguijóns og þeirra sem verkanna nutu á þessum áram. Siguijón hlífði sér ekki þó hann hafí á þessum áram oft verið heilsu- tæpur. Þegar Siguijón fór frá Hólmi vorið 1936 var hann um tíma á Kirkjubæjarklaustri en fluttist árið 1938 til Víkur og starfaði á bifreiða- verkstæði Kaupfélags V-Skaftfell- inga fram á áttræðisaldur. Árið 1942 smíðaði Siguijón og setti upp eina stærstu vatnsafls- túrbínu sem smíðuð hefur verið á íslandi, Pelton-túrbínu með 930 mm þvermáli. Túrbínuhjólið sem er ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR + Þórdís Krist- jánsdóttir fædd- ist 26. maí 1949 að Einholti í Selfoss- hreppi. Hún lést á heimili sinu í Kópa- vogi 25. apríl sl. Foreldrar hennar eru Valgerður Ein- arsdóttir, Einholti, og Kristján Hálf- dánarson frá Flat- eyri. Þau slitu sam- vistir. Valgerður giftist Haraldi Gíslasyni og eignuð- ust þau sjö börn; Gylfa, Guðbjörgu, Pálínu, Helgu, Sigríði, Önnu Maríu og Auði. Kristján giftist Jónínu Hjartardóttur og eignuðust þau sex börn; Guðmund, Helga, Hinrik, Hálfdán, Kristján, Ragnar og Guðríði. Þórdís giftist Valdi- mar R. Karlssyni frá Selfossi og eign- uðust þau tvö börn, Valgerði Dís, fædd 1972, og Benedikt Karl, fæddur 1974. Þau slitu samvistir og síðustu æviárin bjó Þórdís í Kópa- vogi. Þórdís verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. OKKUR langar til að kveðja og minnast Dísu systur sem lést langt fyrir aldur fram 25. apríl sl. Dísa var vel gerð kona, ákaflega greind og fróð um alla hluti sagði vel og skemmtilega frá og kryddaði svo allt saman með sinni frábæru kímnigáfu. Hún var mjög gefandi og listræn og sérstaklega gjafmild. Áhugi hennar á garðrækt var mikill og aldrei leið henni eins vel og á sumr- in þegar hún gat verið daglangt að sinna þessu áhugamáli sínu. Dísa hafði átt við veikindi að stríða en var á góðum batavegi og var farin að sjá fram á betri tíma og horfði bjartari augum til framtíð- ar. Andlát hennar var skyndilegt og kom öllum að óvörum. Dísa var nýflutt í skemmtilega íbúð þar sem hún var mjög ánægð og hlakkaði til að geta notið sólar og útiveru á komandi sumri. Elsku Dísa, þar sem þú ert núna skín alltaf sól og við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér. Þegar við horfum til baka er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir systur. Hún hefur alltaf reynst okkur mjög vel og var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd. Hafðu þökk fyrir allt, kæra systir. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. V. Briem með 16 koparskóflum smíðaði Sig- uijón í kjallaranum á Kirkjuvegi 5 í miklum þrengslum. Fyrir nokkrum árum yfirfór Siguijón túrbínuhjólið og er stöðin enn í notkun á Kirkju- bæjarklaustri. I smíðaherberginu í kjallaranum sá margur smíðisgripurinn dagsins ljós. Siguijón var listamaður í járn- smíði, einkum rennismíði og smíð- aði hann sjálfur mörg verkfæri sín. Sumarið 1980 nefndi hann eitt sinn við mig að sig langaði til að ná sér góðan rennibekk sem nýst gæti við það sem hann væri að „dunda sér við heima“. Mál æxluðust þannig að hann gerði sér ferð til Reykjavík- ur þar sem við fundum stóran bekk sem hentaði honum vel. Eftir að samningar tókust greiddi hann bekkinn út í hönd og gerði ráðstaf- anir til að senda hann austur. Mér lék nokkur forvitni á síðar að frétta hvernig Siguijóni hefði gengið að koma bekknum fyrir í þröngri vinnuaðstöðu sinni á Kirkjuveginum og spurði hvort hann hefði ekki þurft fjölda manns til að aðstoða sig. Nei, ekki kvað hann svo, hann hefði sjálfur tjakkað bekkinn inn í rólegheitum. „Ég vildi síður hafa einhveija fumara í þessu,“ sagði Sigurjón. Já, með hægðinni og öguðum vinnubrögðum voru honum allir vegir færir. Sem eftirmála við þessa sðgu læt ég fylgja með að skömmu síðar kom sending frá Sig- uijóni til föður míns, fullur poki af nýuppteknum kartöflum, með kveðju og þökk fyrir lánið á bílnum. Ég var spurður hveiju þetta sætti, skýringin var þá sú að í innkaupa- ferðina þegar bekkurinn góði var keyptur hafði ég fengið lánaðan bíl föður míns sem hafði farið sinna ferða á reiðhjóli til prestverka þann daginn. Þetta mundi Siguijón og vildi launa. Sigutjón Bjömsson kenndi sér meins nú um miðjan vetur og hrak- aði fljótt. Hann var rúmliggjandi síðustu vikumar. Kveðjustundin, fallegan dag í Vík við sjúkrabeð hans tveim dögum áður en hann lést, var nýtt til að haldast í hendur og þakka liðið. Megi Guð blessa sál Siguijóns Bjömssonar og veita Sig- urbjörgu styrk. Þórólfur Árnason. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fenp að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Guðbjörg, Pálína, Helga, Sig- ríður, Anna María og Auður. Engum er ljóst, hvaðan lagt er af stað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í fórina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður! Og hægt hún fer en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet, og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson) Hún var góðum gáfum gædd, hún Dísa. Og nú steig hún af lest- inni á undan okkur, of fljótt — en hvað er of fljótt í ferð, sem enginn veit hvem endi muni hafa? Henni verður tekið opnum örmum í æðri veröld, af kærum frændum og vin- um sem á undan eru gengnir. Þar verður líklega sest við kveðskap. Elsku Valgerður og Benni, þið fenguð góðar gáfur í arf frá móður ykkar, farið vel með þær og minn- ist hennar með þakklæti. Við þökkum Dísu fyrir árin sem við áttum samleið, og vottum ykkur og öðram aðstandendum innilega samúð. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið. Sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Sigríður, Kolbrún, Hrafnhildur og Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.