Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírvinnubann mjólkur- fræðinga hófst á miðnætti YFIRVINNUBANN mjólkurfræðinga hjá öllum mjólkurbúum landsins hófst á miðnætti. Mjólk- urfræðingar hafa jafnframt boðað verkfall hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri sem hefst á mánudag og stendur til 10. maí og hjá Mjólkurs- amsölunni í Reykjavík 10.-12. maí. Sáttafundi í deilunni sem hófst hjá ríkissátta- semjara kl. 14 í gær lauk án árangurs undir kvöld en næsti fundur er boðaður á sunnudag. Neytendur á sölusvæði KEA þurfa ekki að hamstra mjólk Hólmgeir Karlsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlagi KEA, sagði að ef til verkfalls kæmi á mánudag ylli það verulegri röskun hjá samlaginu en hann gerði þó ekki ráð fyrir að neytendur myndu finna fyrir skorti á mjólkur- vörum. Hann sagði að samlagið hefði búið sig undir hugsanlegt verkfall á seinustu dögum til að geta fullnægt eftirspum eftir mjólkurvör- um. „Neytendur þurfa ekki að hamstra mjólk á okkar svæði,“ sagði hann. Að sögn Hólm- geirs munu hins vegar skapast vandræði við að taka við mjólk frá bændum, því ekki yrði hægt að vikta inn mjólk í samlagið tii geymslu á meðan á verkfallinu stæði og sagði hann að því væri útlit fyrir að öllu óbreyttu að til þess gæti komið að hella þyrfti niður mjólk. Sáttafundur á þriðjudag í Sleipnisdeilunni Boðað allsheijarverkfall Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis hefst næstkomandi fimmtudag hafí samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Enginn samningafundur var haldinn í deilunni í gær en næsti fundur er boðaður hjá ríkissátta- semjara á þriðjudag. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að tiltekinn árangur hefði náðst á samningafundi með Sleipnismönnum í fyrri- nótt. Þar hefði tekist að fínna lausn á ágrein- ingi um vinnufyrirkomulag en hins vegar stæði launaþátturinn eftir óleystur. Skráður fyr- ir rafmagns- reikningi að sér for- spurðum HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur fellt úr gildi fjámám sem gert var í eigum manns til tryggingar skuld við -Rafmagnsveitur ríkisins. Maðurinn hafði aldrei skráð sig sjálf- ur sem gjaldandi hjá rafmagnsveit- unni heldur byggðist krafan á því að móðir konu sem hann hafði búið með um 2 mánaða skeið hafði haft samband við ráfveituna og tilkynnt að maðurinn myndi borga rafmagns- reikninga heimilisins. Rafmagnsveitumar höfðu á þeim forsendum skráð manninn sem gjaldanda án þess að fyrir lægju gögn um að hann hefði samþykkt að svo skyldi vera. Maðurinn sagði að sér hefði fyrst orðið þetta ljóst um hálfu ári eftir að sambúðinni lauk. Þá greiddi hann Rafmagnsveit- unni sem nam ríflega helmingi orku- kostnaðarins fyrir þann tíma sem sambúðin stóð og lýsti því þá yfir munnlega, að eigin sögn og vitnis, að hann teldi sig greiða umfram skyldu. Rafmagnsveitumar héldu málinu til streitu og gerðu fjámám fyrir eftirstöðvunum í eigum hans. Maðurinn krafðist þess að héraðs- dómur felldi fjárnámið úr gildi og Héraðsdómur Austurlands kvað upp úrskurð þess efnis en þó var mannin- um gert að greiða eigin kostnað af rekstri málsins. Hæstarétt- arhúsið rís FRAMK VÆMDIR við hús Hæsta- réttar ganga samkvæmt áætlun. Smám saman fær húsið á sig mynd þar sem það rís milli þriggja sögu- frægra húsa í höfuðborginni, Arn- arhvols, Þjóðleikhússins og Safna- hússins. Nýr leiklistargagn- rýnandi Morgunblaðsins SOFFÍA Auður Birg- isdóttir er nýr leiklist- argagnrýnandi Morgunblaðsins. Soff- ía Auður hefur áður skrifað bókmennta- gagnrýni í Morgun- blaðið og verið dag- skrárgerðarmaður hjá útvarpi og sjónvarpi. Auk þess hefur hún fengist við kennslu í tungumálum og bók- menntum heima og erlendis. Hún hefur starfað sem ritstjóri hjá bókaútgáfunni Forlaginu frá því í jan- úar 1994. Soffía Auður lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Há- skóla íslands 1984 og cand. mag. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1989. Hún stundaði framhaldsnám í bókmenntum frá hausti 1989 til áramóta 1992 við Háskólann í South Carolina, Col- umbia, Bandaríkjunum, og lauk þaðan prófum. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Meðal ritstarfa Soffíu Auðar er ritstjóm safnritsins Sögur ís- lenskra kvenna (1987), en hún valdi sögurnar og skrifaði formála og eftirmála. Hún skrifaði um þrjár ný- sköpunarkonur í ís- lenskri ljóðagerð í Ljóðaárbók (1989) og formála að Stórbók Svövu Jakobsdóttur (1994). Hún er höf- undur greina um ís- lenskar kvennabók- menntir í Norrænni bókmenntasögu sem gefin er út í Dan- mörku, Noregi og Sví- þjóð. Meðal margra fyrirlestra hennar em Samband móður og dóttur í íslenskum bókmenntum og Kvalarar og krossfestarar, um Svartfugl Gunn- ars Gunnarssonar, í tilefni af 10þ ára afmæli skáldsins. Störf sín sem leiklistargagnrýn- andi Morgunblaðsins hefur Soffía Auður Birgisdóttir með því að skrifa um Stakkaskipti eftir Guð- mund Steinsson, sem fmmsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, og birtist gagnrýni hennar á bls. 6 í dag. Súsanna Svavarsdóttir sem ver- ið hefur leiklistargagnrýnandi blaðsins undanfarin ár lætur af því starfi í lok þessa leikárs. Soffía Auður Birgisdóttlr Morgunblaðið/RAX , Mikil bjór- sala hjá ATVR BJÓRSALA hjá ÁTVR var meiri fyrir þessa helgi en alla jafna. Sennilega á heimsmeistarakeppnin í handbolta sinn þátt í því en einn- ig gæti verið um áhrif verðlækkun- ar að ræða. Vegna niðurfellingar innflutningsgjalds lækkaði inn- fluttur bjór um 8,83% að meðaltali og innlendur um 4,26%. Einar Jónatansson, útsölustjóri í verslun ÁTVR í Kringlunni, sagði að meiri hreyfing væri á erlendum bjór en áður og gæti skýringin verið verðlækkunin um mánaða- mótin. Einar sagði bjórsölu hafa verið meiri fyrir þessa helgi en aðrar venjulegar helgar og taldi skýring- una vera þá að HM ’95 í handbolta væri að hefjast. Hann hefði áður séð aukningu í bjórsölu fyrir stór- mót í íþróttum. í samtölum við nokkra veitinga- menn kom fram að sums staðar verður bjór lækkaður vemlega, annars staðar ekki og enn annars staðar er verið að skoða málið. Þeir sem selja aðallega innlendan bjór sögðu sumir að varla tæki því að lækka um nokkrar krónur. Á Rauða Ijóninu hefur bjórinn þegar verið lækkaður í verði. Hálf- ur lítri lækkaði úr 395 krónum í 350 og lítri úr 700 í 600 krónur. Á Bíóbamum fer stór Pripps úr 400 krónum í 350. Á Feita dvergn- um fengust þær upplýsingar að sennilega yrði verðið lækkað nú um helgina en ekki var búið að ákveða hve lækkunin yrði mikil. Á Kringlukránni, Sólon Islandus og Kaffi Reykjavík hafði bjórverð ekki verið lækkað en var alls staðar í skoðun. Lagafrumvarp kynnt í ríkisstjórn Bannað að brjót- ast inn í læstar út- sendingar BANNAÐ verður með lögum að búa til eða opna myndlykla til að fá aðgang að læstum út- sendingum án þess að greiða áskriftargjald, ef framvarp menntamálaráðherra nær fram að ganga. Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra kynnti lagafram- varp þessa efnis á ríkisstjórnar- fundi í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að hér á landi hefði ekki verið nægileg vernd fyrir þá sem sendu út læstar sjónvarpssendingar gagnvart þeim sem reyndu að bijótast inn í læstar útsendingar. Björn kynnti einnig framvarp um breytingu á höfundarlögum til samræmis við nýjar tilskip- anir og samþykktir Evrópusam- bandsins um nýja fjömiðlunar- tækni. „Bæði þessi frumvörp snerta nýja tækni í fjölmiðlun og miða að því að veita þeim sem nota þessa nýju tækni sömu vernd og þeim sem nota eldri tækni,“ sagði Björn Bjarnason. Kjörnefnd VSÍ Ólafur B. for- maður, Víg- lundur vara- formaður KJÖRNEFND Vinnuveitenda- sambands íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilnefna Ólaf B. Ólafsson, framkvæmda- stjóra Miðness hf. í Sandgerði, formann sambandsins og Víg- lund Þorsteinsson, forstjóra B.M. Vallár hf., varaformann. Aðalfundur VSÍ verður hald- inn 16. maí nk. og lætur Magn- ús Gunnarsson þá af for- mennsku að eigin ósk. Kjör- nefnd á eftir að ganga frá til- lögu sinni formlega en gerir það í síðasta lagi þremur dögum fyrir aðalfund. Framsókn fær fjár- laganefnd FRAMSÓKNARFLOKKUR mun hafa formennsku í fjár- laganefnd Alþingis á komandi þingi og Sjálfstæðisflokkur mun fara með formennsku í utanríkismálanefnd. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið líklegt að Jón Kristjánsson verði formaður fjárlaganefndar. Að sögn Geirs Haarde, for- manns þingflokks Sjálfstæðis- flokks, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hver verður for- maður utanríkismálanefndar en það verði að liggja fyrir áður en þing komi saman. Sagði hann að meginreglan við skiptingu nefnda milli stjórnarflokkanna væri sú að formennska í þingnefndum fylgdi viðkomandi ráðuneytum flokkanna. Þá muni stjómar- andstaðan væntanlega óska eft- ir formennsku í tveimur nefnd- um en ekki hafí verið tekin ákvörðum um hvaða nefndir komi í hennar hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.