Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 41 Framúrskar- andi árang- ur íslenskra dansara DANS Blackpool, E n g 1 a n d i 39. dairshátíð barna og ungling-a. ENN einu sinni streymdu dans- arar til Blackpool á Englandi hvað- anæva úr heiminum til að taka þátt í hinni árlegu danshátíð barna og unglinga, sem nú var haldin í 39. skipti. Þetta er einhver sú sterkasta keppni sem er í boði fyr- ir þennan aldurshóp og hefur oft verið nefnd hin „óopinbera heims- meistarakeppni“ barna og ungl- inga. Keppnin stendur yfir í 6 daga og er keppt í fjölmörgum greinum suður-amerískra-, standard- og gömlu dansa. Yfirleitt er einungis keppt í tveimur aldursflokkum í samkvæmisdansakeppni; 12 ára dönsum (cha.cha, sömbu, rúmbu og jive). Alls kepptu 82 pör og af þeim voru 10 íslensk. Þetta var önnur tveggja „aðalkeppna" fyrir þennan aldursflokk og því mikil spenna í húsinu. í 2. umferð (48 pör) fóru 7 Islensk pör og 3 fóru svo áfram í þá 3. (24 pör). Tvö íslensk pör komust svo í undanúr- slitin (12 pör) og áfram í úrslitin. Þetta voru þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, sem höfnuðu í 4. sæti, og Haraldur Anton Skúlason og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir, sem höfnuðu í 6. sæti. Þetta sýnir, svo um munar, að við erum farin að skjóta nokkrum af sterkustu dansþjóðum heims ref fyrir rass. 12-15 ára kepptu í vínarvalsi og voru 164 pör skráð til leiks, þar af 13 ís- lensk og komust 9 áfram í 2. umferð (101 par). í 3. umferð (44 pör) komust 2 pör og og eitt par Morgunblaðið/Jóhann Gunnar Amarsson SIGURSTEINN Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir náðu stórkostlegum árangri að þessu sinni. Hér dansa þau Pasí dopble. og yngri og 12-15 ára. íslendingar létu sitt ekki eftir liggja og fjölmenntu á staðinn. Um 150 manns lögðu af stað laugar- deginum 15. apríl frá Keflavík og var mikil stemmning og tilhlökkun vegna fararinnar, jafnt hjá ungum sem öldnum. Eftir stutt og gott flug var lent í Blackpool og fóru svo allir á hótelið að koma sér og sínum fyrir. Keppnin átti ekki að hefjast fyrr en á mánudeginum og nýttu menn þá sunnudaginn til að skoða síg um, því af nógu var að taka. I Blackpool er alltaf hægt að fmna sér eitthvað til að drepa tímann, þar er hið ágætasta „tívolí“ þar sem m.a. er hæsti og hraðskreið- asti rússíbani I heiminum og mörg- um fannst nóg um og horfðu bara á. Þama er einnig mjög skemmti- legt sædýrasafn og fjöldinn allur af spilavítum og sölum. Árangur íslendinga átti eftir að verða einhver sá besti sem íslenskt íþróttafólk hefur náð á erlendum vettvangi og er ætlunin að rekja hér á eftir, í stórum dráttum, hvernig vikan leið. Mánudagur Mánudagurinn var fyrsti keppn- isdagurinn. Mikill fjöldi keppenda var mættur til leiks. í flokki 12 ára og yngri kepptu 66 pör fyrsta daginn, þar af 10 frá Islandi og var þá keppt í vínarvalsi. í 2. umferð, 48 para úrslit, komust níu íslensk pör og 3 þeirra fóru áfram í 3. umferð, 24 para úrslit, sem er frábær árangur í svona sterkri keppni. Eitt par komst svo í undan- úrslit í vínarvalsinum, en það voru þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. I flokki 12-15 ára var keppt í samba og hófu 178 pör keppni, þar af 17 íslensk. Þessi aldurs- flokkur er glfurlega sterkur og þar er margt stórkostlegra dansara. 14 íslensk pör fóru áfram I 2. umferð (120 pör) og 5 fóru I þá 3. (48 pör). Tvö íslensk pör fóru svo I 4. umferð (24 pör) og héldu svo beint áfram I undanúrslitin (12 pör), við mikinn fögnuð íslenskra áhorfenda. Þetta voru þau Bene- dikt Einarsson og Berglind Ing- varsdóttir og Sigursteinn Stefáns- son og Elísabet Sif Haraldsdóttir, þau síðamefndu héldu svo áfram I úrslitin og náðu þeim glæsilega árangri að hafna I 3. sæti á eftir tveimur framúrskarandi slóvensk- um danspömm. Þriðjudagur Á þriðjudeginum kepptu 12 ára og yngri I 4 suður-amerískum LANDSLIÐ íslands 12 ára og yngri skipað f.v. Helgu Helgadóttur, Guðna Kristinssyni, Ragn- heiði Eiríksdóttur, Gunnari Hrafn Gunnarssyni, Aðalheiði Sigfúsdóttur, Sturlaugi Garðarssyni og Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur og Haraldi Antoni Skúlasyni. komst I 4. umferð (24 pör). 12-13 ára krakkar kepptu I tangó og quickstep og gekk nokkuð vel. Af 69 pörum voru 9 íslensk og kom- ust 6 þeirra áfram I 2. umferð (48 pör) og 2 I þriðju umferð (24 pör). Liðakeppni 12-15 ára fór fram á þriðjudeginum. íslenska liðið hafn- aði I 6. sæti. Miðvikudagur 12 ára og yngri kepptu einungis I quickstep þennan dag og af 80 skráðum pömm vom 10 íslensk. Öll komust þau áfram I 2. umferð (54 pör), en 2 fóm svo áfram I 3. umferð (21 par) og eitt I undan- úrslit (13 pör), en það voru þau Haraldur Anton Skúlason og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir. 12-15 ára kepptu I annarri „stóm“ keppninni á miðvikudegin- um; suður-amerísku dönsunum. 196 pör voru skráð til leiks og af þeim voru 15 íslensk pör. Af þeim komust 6 áfram I 2. umferð (100 pör), 2 pör I 3. umferð og áfram í þá 4. (24 pör), sem er stórkostleg- ur árangur I svona sterkri keppni. Annað þessara para, þau Sigur- steinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir, náði þeim einstaka árangri að komast I úrslit í þessum flokki og hafna I 5. sæti. Að öllum ólöstuðum held ég að þetta sé sá stærsti sigur sem Islendingar hafa unnið í danskeppni á erlendum vettvangi, ef miðað er við hversu sterk þessi keppni var. Fagnaðarl- átum íslendinganna ætlaði heldur aldrei að linna þegar kallað var inn I úrslitin. ÍSLENSKI hópurinn sem keppti í Blackpool. Glæsilegt ungt íþróttafólk. Fimmtudagur Það var mikið að gera hjá 12 ára og yngri á þessum keppnis- degi. Þau byijuðu á að keppa I jive. Jive hefur löngum verið einn sterk- asti dans okkar fólks, enda lét árangurinn ekki á sér standa. Af þeim 80 pörum sem skráð voru komu 10 frá íslandi. 8 þeirra kom- ust I 2. umferð (55 pör), 4 komust í þá 3. (29 pör) og þijú pör fóru I undanúrslit og beint I úrslit. Þetta voru þau Gunnar Hrafn Gunnars- son og Ragnheiður Eiríksdóttir, sem höfnuðu I 6. sæti, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórs- dóttir sem höfnuðu I 4. sæti. Þau eru jafnfram yngsta íslenska parið sem hefur náð svona glæsilegum árangri I alþjóðlegri danskeppni. Og síðast en ekki síst Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir en þau sigruðu í þessari keppni og er það I annað sinn sem íslenskt par sigrar I þess- ari keppni. 12 ára og yngri kepptu einnig I landakeppni þennan dag og er skemmst frá því að segja að íslensku pörin dönsuðu alveg frábærlega vel og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu I þessari landa- keppni. Sá árangur er einnig ákaf- lega glæsilegur og sá besti sem íslenskt „landslið" hefur náð I dansi. Liðið skipuðu: Haraldur Anton Skúlason (fyrirliði) og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir, Sturlaugur Garðarsson og Aðalheiður Sigfús- dóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir og Guðni Kristinsson og Helga Helga- dóttir. 12-15 ára áttu einnig erfíð- an dag því þá kepptu þau I hinni stóru keppninni; standard-dönsun- um. 175 pör voru skráð til leiks og af íslensku pörunum 14 komust 6 áfram í 2. umferð (101 par) tvö komust I 3. umferð (50 pör) og eitt par komst I 4. umferð (28 pör). Föstudagur Áfram var haldið að dansa og þennan dag kepptu 12 ára og yngri í hinni stóru keppninni; standard- dönsunum. Skráð til leiks voru 64 pör og þar af 10 frá íslandi. Þau komust öll I 2. umferð (54 pör) og 3 pör fóru áfram I 3. umferð (24 pör) og tvö íslensk pör fóru I und- anúrslit, en það voru þau Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir. 12-15 ára kepptu einungis I jive. 186 pör voru skráð og þar af 17 íslensk. í 2. umferð (108 pör) komust 14 íslensk pör og I 3. umferð (62 pör) komust 6 pör. í 4. umferð, undanúrslit og úrslit fóru tvö pör, þau Benedikt Einars- son og Berglind Ingvarsdóttir sem höfnuðu I 4. sæti og Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir sem höfnuðu I 2. sæti. Að mínu mati áttu þau Sigursteinn og Elísabet skilið að sigra, þau dönsuðu af miklu meiri krafti og miklu betur en Bretarnir, sem sigr- uðu. Árangurinn er engu að síður góður. Laugardagur 12 ára og yngri kepptu I cha, cha.cha síðasta keppnisdaginn að þessu sinni I Blackpool. Af 82 skráðum pörum áttum við 10 pör, sem öll komust I 2. umferð (52 pör). { þá 3. (29 pör) fóru 3 ís- lensk pör og tvö þeirra fóru I úr- slit. Það voru þau Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnús- dóttir sem höfnuðu I 2. sæti og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir sem sigr- uðu I þessum flokki. Að eiga 2 efstu pörin á verðlaunapalli I al- þjóðlegri danskeppni er meira held- ur en nokkur hefði þorað að vona næstu 15 árin, en þetta eru frá- bærir dansarar sem eiga þetta svo sannarlega skilið. 12-13 ára kepptu I cha,cha,cha og rúmbu og voru 78 pör skráð til leiks, þar af 11 íslensk, sem öll fóru I 2. um- ferð (53 pör). í þriðju umferð (26 pör) fóru 4 pör. Tvö komust í und- anúrslit, en það voru þau Eðvarð Gíslason og Ásta Lára Jónsdóttir og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir, en þau síðarnefndu komust I úrslit og gerðu sér lítið fyrir og fóru á toppinn. Þetta er I annað sinn sem Berglind og Bene- dikt sigra I keppni I Blackpool, þetta er svo sannarlega glæsilegt par sem á framtíðina fýrir sér. 12-15 ára kepptu I quickstep og af 147 skráðum pörum voru 10 íslensk. Öll fóru þau áfram I 2. umferð (84 pör) og 4 fóru áfram I 3. umferð (52 pör) og 2 I 4. umferð (24 pör). Eitt íslenskt par fór alla leið I úrslitin, en það voru þau Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir og höfn- uðu þau I 6. sæti. Það má með sanni segja að allir keppendurnir okkar hafi sigrað, því að fara á dansgólfið I svo sterkri keppni er stór sigur útaf fyrir sig. Islensku keppendurnir voru sjálfum sér og öðrum til sóma, hvort sem er utan dansgólfs eða á. Þessi ferð íslenskra dansara til Blackpool hefur sýnt það og sann- að að við eigum hæfileikríkt og efnilegt dansíþróttafólk, sem við getum svo sannarlega verið stolt af. Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.