Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 6. MAÍ1995 23 ________!þú hjálpa tubarni á Indlandi að eignast heimili? - kjarni málsins! Við erum 5 bræður sem vorum svangir og skítugir á götunni eftir að foreldrar okkar dóu. Nú höfum við eignast heimili fyrir hjálp stuðningsforeldra á fslandi. IIJÁLPARSTARF Siflúni 3 • 105 Rvk • Sími 561 6117 mtán Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 674000 OU Hip, S' « % Bókmenntaviðburður! í HUGANN flýgur minning frá árinu 1955. Út kom fyrsta ljóðabók rúmlega tvítugs skálds, Hannesar Péturssonar, sem vakti svo mikla athygli, að einn menntamaður sagði í umsögn sinni um Kvæðabókina, að hann langaði til að standa uppi á stól á Lækjartorgi og hrópa þessi gleðitíðindi yfír allan lýðinn. Eins er mér farið þegar ég les nýút- komna ljóðabók eftir tæplega sjö- tugan prest. Bókin heitir „Hvar er land drauma" og er eftir séra Rögn- vald Finnbogason. í bókinni eru þijátíu og sex ljóð sem höfundur skipar í fimm hluta. Fyrsti kaflinn heitir Snæfellsnes, en þar starfaði hann sem sóknar- prestur í meira en tvo áratugi. Vormorgunn undir Ljósufjöllum breiðir sólhvíta birtu yfir landið vetrarstormurinn heldur niðri í sér andanum og kyrrlátt morgunkul sveigir stráin. Ég bíð þess að fólur vormáni verði afijalla langt í vestri með leyndarmálin öll frá liðnum vetri. Næst eru tveir stuttir kaflar sem nefnast Norðurlönd og Rússland, en sá þriðji heitir Japan og er jafn- langur þeim fyrsta. í þeim hluta er ljóðið sem er heiti bókarinnar, Hvar er land drauma? Önnur falleg Ljóðabókin „Hvar er land drauma“ skipar höfundi reglulegan sess á skáldabekk, segir Kristján Oddsson, sem fjallar um ljóð séra Rögnvalds Finnboga- sonar. ljóð í þeim hluta eru Sic transit og Hvort mun. Síðasta hluta bókarinnar nefnir höfundur Líf og dauða. í honum eru þrettán ljóð eins og í Snæfells- nesi og Japan. Þriðja síðasta ljóð bókarinnar heitir Huldir möskvar: Brimlarnir móka á Rifsketjum þangið blaktir í ládeyðunni fætur mínir sökkva í mjúkan sandinn og svartbakurinn sveimar yfir eggjum sínum hafflöturinn sindrar undir hádegissól tveir silfraðir sjóbirtingar sitja fastir i netinu og meðan ég losa þá fínn ég hulda möskva herða að sjálfum mér. í upphafi þessarar greinar líkti ég útgáfu þessarar ljóðabókar við útkomu Kvæðabókar Hannesar Péturssonar. Hannes gaf seinna út margar aðrar bækur og er löngu orðinn eitt af höfuðskáldum þjóð- arinnar. Bók séra Rögnvalds Finn- bogasonar er fyrsta ljóðabók hans. Hún mun að mínu mati skipa hon- um veglegan sess á ljóðskáldabekk jafnvel þótt hann gæfi ekki út fleiri bækur. Eg vona þó að hinir huldu möskvar herðist ekki svo skjótt, að honum gefíst ekki tóm og tími til frekari ljóðagerðar. Ég sendi höf- undi kærar kveðjur og þakka þessa ágætu ljóðabók. Höfundur er fyrrverandi bankasijóri. Kristján Oddsson Upphafsljóðið heitir „Kvöld í kirkj- unni“ og er langviðamesta kvæði bókarinnar. Það er haust og prest- urinn er að búa sig undir að flytja af staðnum við lok starfs síns. Hann gengur út í kirkju sína til að kveðja og kyrra hug sinn. Honum líður fýrir sjónir fjörutíu ára starf í þágu kirkjunnar og hann finnur einhveija samsvörun við eyðimerkugöngu ísraelslýðs með Móse. Hann ákallar Guð og biður hann að tala við sig beint án bókar eða formúlu. Prest- urinn rekur skriftamál sín, þakkar honum fýrir „að þú hefur forðað mér frá öllum vegtyllum í kirkju þinni, ég hef skriðið þar með skör- um, en hver er hún þessi kirkja þín?“ Og Guð svarar honum „mér eru engar vígslur gildar aðrar en lífið sjálft. Farðu í friði.“ Önnur ljóð í þessum hluta bókar- innar eru stuttar náttúrulýsingar á fallegu, hnitmiðuðu máli þar sem hvergi örlar á skrúðmælgi. Ég nefni sérstaklega „Vængtök álfta“, „Að flytja fjöll“, „Á köldu vori“ og „Á sumardaginn fyrsta", en það er þannig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.