Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
She had
always
þeen Kind.
Sometimes, however,
she wondered jf she
was appreciated.
“Hven so,” she
thought, “I shall
always smile and
be kind."
Once a Golden
Retriever, always a
Golden Retriever.
Hún hafði allt- Stundum velti hún því samt „Allt um það,“ hugsaði hún, Einu sinni fjárhundur,
af verið vin- sem áður fyrir sér hvort hún „skal ég alltaf brosa og vera alltaf fjárhundur.
gjarnleg. væri metin að verðleikum. vingjarnleg."
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Um tóbaks-
notkun unglinga
Frá skólahjúkrunarfræðingum á
Akureyri:
í FEBRÚAR síðastliðnum var tekið
fyrir á Alþingi frumvarp til laga um
tóbaksvarnir þar sem meðal annars
var lagt bann við innflutningi á fln-
koma nef- og munntóbaki. Vegna
mikils málþófs tókst ekki að fá þetta
frumvarp afgreitt sem lög og munum
við ekki rekja það mál hér.
í febrúar ’93 skrifuðum við skóla-
hjúkrunarfræðingar við Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri bréf til heil-
brigðisnefndar Alþingis þar sem við
bendum á sívaxandi notkun á fín-
koma tóbaki meðal bama og ungl-
inga og afleiðingamar sem við verð-
um varar við í starfi okkar. Við end-
urtókum viðvaranir okkar í bréfi
dags 6. febrúar 1995 til heilbrigðis-
nefnar Alþingis og var það bréf tek-
ið fyrir á fundi nefndarinnar 7. febr-
úar 1995. Þar sem við teljum að
ýmislegt í þessu bréfi eigi einnig
erindi til foreldra viljum við birta
útdrátt úr því hér.
„Ástæða þessa bréfs og þessara
tilmæla er að í starfí okkar verðum
við vemlega varar við notkun nem-
enda á flnkoma nef- og munntóbaki
og þá miklu fíkn sem þessari notkun
fylgir. Staðreyndin er sú að böm og
unglingar hafa greiðan aðgang að
þessu flnkorna tóbaki þrátt fyrir þau
ákvæði að ekki megi selja börnum
undir 16 ára aldri tóbak.
Verulegar og varanlegar skemmd-
ir á slímhúð nefs koma fljótlega fram
hjá unglingum og dæmi höfum við
um unglinga sem enn eru með slím-
húðarskemmdir þrátt fyrir að liðin
séu 2-3 ár frá því að notkun var
hætt.
Máli okkar til stuðnings viljum við
benda á nokkrar staðreyndir.
Árið 1987 var innfiutningur 45
kg. Árið 1992 var innflutningur kom-
inn í 1.162 kg þar af 212 kg eða
18,3% í grisjum, sem er sérpakkað
munntóbak, 1 g í grisju í 24 g dós-
um. Árið 1993 var innflutningur
1.475 kg þar af 253 kg sérpakkað
munntóbak eða 17,2%. Árið 1994 var
innflutningur kominn í 1.970 kg, þar
af 374,4 kg sérpakkað munntóbak,
eða 19%.
Frá Upplýsingar frá tóbaksvarna-
nefnd ATVR.
Munntóbaksneysla hefur því auk-
ist um 50% milli áranna 1993-1994.
Neysla.á fínkorna neftóbaki hefur
aukist um 30% milli áranna 1993-
1994.
Nikótín innihald
Gróft neftóbak, „gamli íslenski
ruddinn“, 2,5 g inniheldur 25 mg
nikótin. Fínkoma nefbótak 2,5 g
inniheldur 31-62 mg nikótín og er
það sterkara eftir því sem það er
fínkornaðra.
Sterkar Winston sígarettur, 1 stk.,
inniheldur 1,2 mg nikótín, 20 stk.
um 25 mg nikótín.
Frá Upplýsingar frá tóbaksvarna-
nefnd ÁTVR.
Hverjir eru neytendur?
I könnun sem gerð hefur verið á
reykingum unglinga á fjögurra ára
fresti síðan 1974 á vegum Krabba-
meinsfélags Islands og héraðslækna
kemur fram vorið ’94 að meðal
drengja í 10. bekk eða 15-16 ára
drengja er veruleg neysla á fínkorna
tóbaki. 8,6% segjast nota það oft og
46,7% segjast nota það stöku sinn-
um.
Hvernig fer neysla fram?
Við verðum varar við neyslu innan
skólanna á skólatíma. Nemendur
nota frekar neftóbak „snuff" en
munntóbak, sjúga það upp af pappír
með litlum plaströrum sem annars
era gerð til að sjúga svala og kókó-
mjólk úr fernum. Þetta era nánast
sömu tilburðir og notaðir era við
neyslu á kókaíni. Algengt er að nem-
endur segist fá sér neftóbak allt að
8-10 sinnum á dag og er því ljóst
að um veralega nikótínneyslu er að
ræða, hátt á annan pakka ef um-
reiknað er i sígarettur.
í ljósi þessara staðreynda og vegna
þeirra laga um heilsuvernd í skólum
sem við störfum eftir óskum við eft-
ir að innflutningur þessa tóbaks verði
stöðvaður. Ýmislegt bendir til þess
að samhengi sé á milli notkunar
þessa tóbaks og ásóknar í sterkari
fíkniefni.“
Könnun var gerð af nemendum á
4. ári félagsfræðibrautar MA þann
23. nóvember ’94 á neyslu á skatt-
lögðum vímugjöfum meðal nemenda
á 3 bekkjardeildum í 10. bekk og 3
bekkjardeildum í 8. bekk Gagnfræða-
skóla Akureyrar. Þar kom fram að
um 49% unglinga í 10. bekk og 21%
unglinga í 8. bekk höfðu neytt nef-
tóbaks, því er ljóst að hér er ekki
um örfáa unglinga að ræða.
Gera foreldrar sér grein fyrir að
unglingur sem er með 5 g dós af
fínkorna neftóbaki, t.d. „99“, er með
sama magn af nikótíni í höndunum
og væri hann með 4-5 pakka af
Winston sígarettum samkvæmt nik-
ótíninnihaldi?
Við eram að tala um stórneytend-
ur. Unglingar sem við höfum haft í
meðferð hjá okkur eiga í veralegum
erfiðleikum með að hætta neyslu fín-
korna tóbaks og er okkar tilfinning
sú að það sé mun erfiðara en að
hætta reykingum.
Með þessari grein viljum við vekja
foreldra og aðra þá sem vilja láta
sér málefni barna og unglinga ein-
hveiju varða til umhugsunar. Stað-
reyndin er sú að allt niður í 10 ára
aldur finnast neytendur fínkorna
neftóbaks og gera má ráð fyrir að
þeir verði reykingamenn framtíðar-
innar. Við viljum hvetja heilbrigðis-
ráðherra til að taka ábyrga afstöðu
í mátinu og taka framvarp til laga
um tóbaksvamir fyrir að nýju.
Skólahjúkrunarfræðingar í umdæmi
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Katrín Friðriksdóttir, Gagnfræðaskóla
Akureyrar.
Margrét Ólafsdóttir, Lundarskóla,
Bergþóra Reynisdóttir, Glerárskóla,'
Grannskóla Grímseyjar og sérskólum
Akureyrar.
Erla Þorsteinsdóttir, Hrafnagilsskóla
og Þelamerkurskóla.
Guðný Bergvinsdóttir, Oddeyrarskóla.
Halla Halldórsdóttir, Síðuskóla.
Sesselja Bjarnadóttir, Valsárskóla,
Svalbarðsströnd og Grenivíkurskóla.
Sigrún Þorsteinsdóttir, Bamaskóla
Akureyrar.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.