Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pJtrgiiiiM&Mlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKAMMSÝNI - OG GLEYMSKA ÞAÐ BER vott um skammsýni af hálfu norskra og rússneskra stjórnvalda að hætta viðræðum við íslendinga og Færeyinga í Reykjavík án samkomulags um stjórnun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum á þessu ári. Síldarstofninn, sem gengið hefur um lögsögu þessara fjögurra landa, er flökkustofn, sem gengur jafn- framt um alþjóðlegt hafsvæði, og alþjóðlegt samkomulag er bráð- nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir ofveiði úr honum. Norsk-íslenzka vorgotssíldin hefur, eftir hrun stofnsins á sjö- unda áratugnum, haldið sig að mestu leyti í norskri lögsögu. Norðmenn hafa því einhliða gefið út heimildir til veiða úr stofnin- um undanfarin ár. Hins vegar hafa sérfræðingar verið sammála um að þegar síldarstofninn færi að taka við sér að nýju, myndi hann ganga út í Síldarsmuguna og suðvestur á bóginn til íslands og Færeyja. Þar með væri hætta á að sótt yrði stjórnlaust í stofn- inn á alþjóðlega hafsvæðinu. íslendingar hafa um árabil bent á að þetta vandamál, sem aðeins yrði leyst með alþjóðlegu sam- starfi, myndi koma upp fyrr eða síðar og nauðsynlegt væri að semja um stjórnun á stofninum fyrirfram. Þessu hafa norsk stjórn- völd hafnað, sem ber ekki vott um að langtímasjónarmið hafi verið höfð í huga. Norðmenn virðast þvert á móti hafa talið að þeir gætu setið einir að síldarstofninum og að undanförnu hefur borið á því sjónar- miði í Noregi að síldin væri norsk einkaeign. Jan Henry T. 01- sen, sjávarútvegsráðherra, lét reyndar fyrr í vetur svo um mælt að semja þyrfti um síldina, vegna þess að hún væri ekki bara norsk heldur jafnvel líka íslenzk. Hann fékk bágt fyrir hjá ýmsum hagsmunaaðilum. Afstaða Norðmanna virðist einnig einkennast af gleymsku á afdrif síldarinnar á sjöunda áratugnum. Því hefur verið haldið fram með rökum, að helzta ástæða hruns stofnsins hafi verið gegndarlausar veiðar Norðmanna á ungsíld á uppeldisstöðvum hennar við Norður-Noreg. Þessi ofveiði átti stóran þátt í ein- hveiju mesta efnahagslega áfalli, sem íslenzka þjóðarbúið hefur orðið fyrir á þessari öld, þótt ekki megi heldur gleyma sókn íslend- inga sjálfra í síldina og breyttum umhverfisaðstæðum í hafinu. Norðmenn áttuðu sig seint og um síðir á mikilvægi þess að byggja upp síldarstofninn að nýju og þeir eiga þakkir skildar fyrjr skynsamlega stjórnun á honum undanfarin ár. Hún fór hins vegar fram án samráðs við íslendinga. Þannig var Rússum veitt- ur kvóti við Noreg án þess að það væri borið undir íslenzk stjórn- völd. Árið 1980 gerðu ísland og Noregur með sér sérstakt samkomu- lag um fiskveiði- og landgrunnsmál, sem kveður meðal annars á um að bæði ríkin viðurkenni nauðsyn á raunhæfum ráðstöfunum til verndunar, skynsamlegrar nýtingar og endurnýjunar lifandi auðæfa hafsins. Þá er jafnframt kveðið á um að ríkin taki tillit til þess hversu mjög efnahagur íslands er háður fiskveiðum. Sér- stök ákvæði eru um verndun og nýtingu flökkustofna og samráð við önnur lönd um hana. Hvað varðar norsk-íslenzka síldarstofninn sinntu Norðmenn ekki þeim skyldum, sem þetta samkomulag lagði þeim á herðar, fyrr en á allra síðustu stundu, er ljóst var að þeir gátu ekki leng- ur einir setið að síldveiðinni. í ljósi þess, sem að framan segir, er fráleitt af norskum stjórnvöldum að saka ísland og Færeyjar um að leggja skammsýna eiginhagsmuni til grundvallar, er lönd- in ákveða að setja sér einhliða kvóta fyrst ekki næst fjórhliða samkomulag. Þvert á móti er samningur Færeyja og íslands, sem gengið var frá í gær, tilraun til að hafa skynsamlega stjórn á síldveiðun- um, þar til Rússar og Norðmenn fást að samningaborðinu að nýju. 0g þrátt fyrir að kvóti Færeyinga og ísiendinga bætist við það, sem Norðmenn hafa úthlutað, mun hrygningarstofn síldarinn- ar halda áfram að vaxa. Með hliðsjón af mikilvægi síldveiða í íslenzku efnahagslífi — um tíma skiluðu síldarafurðir þriðjungi útflutningsteknanna -• og sögulegu tilkalli Islands til hlutdeildar í síldveiðunum, er sömu- leiðis ljóst að ekki var hægt að samþykkja „tilboð" Norðmanna um 60-70 þúsund tonna sildarkvóta til handa íslendingum. Ljóst er að íslenzka samninganefndin var tilbúin að slá mikið af kröfum sínum á fundinum með Norðmönnum og Rússum og sætta sig við rúmlega 100.000 tonna kvóta til skemmri tíma, eftir að hafa upphaflega krafizt yfir 150.000 tonna kvóta. Ásakanir Norðmanna um skort á samningsvilja eru því fráleit- ar og hitta þá fremur sjálfa fyrir. Það, sem þvert á móti hefur gerzt, er að meira verður veitt úr síldarstofninum á þessu ári en ella hefði orðið, og að löndin fjögur sem mestra hagsmuna eiga að gæta, eiga á hættu að ný ríki skapi sér veiðireynslu í Síldar- smugpinni og geri kröfur um hlutdeild í stofninum. Þess vegna er auðvitað þrátt fyrir allt full ástæða til að vænta þess að stjórnvöld í öllum löndunum, sem hér eiga hlut að máli, sjái þörfina fyrir langtímasamkomulag um stjórnun veiðá úr síld- arstofninum og sameiginlega nýtingu á honum. Eins og Morgun- blaðið hefur margoft lagt áherzlu á, hlýtur slíkt samkomulag að verða hluti af heildarsamningum þeirra landa, sem hagsmuna eiga að gæta við Norður-Atlantshaf. Mikiivægt er að þar hafi menn augu á sameiginlegum langtímahagsmunum fiskveiðiþjóð- anna á Norðurslóðum. 50 milljónír sjá HM 95 í sjónvarpi frá Islandi Ríkisútvarpið Sjónvarp sendir út frá Heimsmeistara- mótinu í handknattleik til 31 sjónvarpsstöðvar og sent verður beint til 21 þjóðar, allra þátttökuþjóða á mótinu að Bandaríkjunum, Brasilíu og Kúbu und- anskildum. í samantekt Guðjóns Guðmundssonar kemur fram að talað er um HM 95 sem sjónvarps- mót o g brotið er blað í sögu HM því aldrei áður hafí náðst samningar um jafnvíðtækar sjónvarpsút- sendingar og nú. REIKNA má með að a.m.k. 50 milljónir manna fylgist með leikjunum í keppninni í sjónvarpi en þó er það varlega áætlað þar sem þýska ríkis- sjónvarpið ARD/ZTF, stærsta sjón- varpsstöð í Evrópu, verður með fréttavinnslu frá mótinu á tveimur sjónvarpsrásum, auk austurríska rík- issjónvarpsins. Þetta er stærsta verkefni sem Rík- isútvarpið Sjónvarp hefur nokkru sinni tekið sér fyrir hendur. íslenskir starfsmenn sem eingöngu verða við útsendingar frá mótinu verða 125. 17 sjónvarpsstöðvar sýndu frá úr- slitaleiknum á HM 1993 en að sögn Ingólfs Hannessonar, verkefnisstjóra vegna útsendinga RÚV frá HM, verða þær 26 núna auk tveggja stöðva sem sýna fréttamyndir af úr- slitaleiknum. „Það hefur aldrei verið jafnmikill fjöldi af útvarps- og sjón- varpsstöðvum á HM í handbolta frá upphafi," sagði Ingólfur. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af keppninni m.a, vegna ósam- komulags um sjónvarpsútsendingar og kostnað tengdum þeim. En þau mál leystust farsællega. Útsending- arkostnaður í Svíþjóð var 70-80 millj- ónir kr. en þar var sent út frá sex stöðum en þeir verða fjórir hérlendis og heildarkostnaður taiinn verða ná- lægt 40 milljónum kr. Stærsta og flóknasta verkefni RÚV Ingólfur segir að á endanum hafi náðst samkomulag um að Alþjóða handknattleiksambandið IHF, fram- kvæmdanefnd HM á Islandi og CWL Telesport, svissneski sjónarpsrétt- hafinn, legðu til útsend- ingarréttindi til RÚV frá HM á ísiandi og HM í Jap- an 1997. RUV vinnur þetta verk sem verktaki. Stærstu kostnaðarliðir eru iaunakostnaður og leiga á tækjum, en RÚV hefur fengið til landsins fjóra upptökubíla frá Danmörku sem hver um sig vegur 20 tonn og er metinn á 230 milljónir kr., eða um 1 milljón kr. hvert tonn. Þá fylgja tveir aðstoð- arbíiar með tækjum sem hvor um sig er metinn á 50-60 milljónir kr. Fjórt- án danskir tæknimenn og tveir upp- tökustjórar verða hér við störf í lykil- •hlutverkum, segir Ingólfur. „Þetta er langstærsta og flóknasta verkefni sem stofnunin hefur fengist við. Við erum núna að fást við grund- vallaratriði í svona vinnslu sem aðrar sjónvarpsstöðvar hafa margra ára- tuga reynslu af,“ sagði Ingólfur. Ingólfur sagði að í útsendingum sjónvarpsins yrðu grafískar upplýs- ingar unnar af Hewlett Packard sem ekki hefðu áður sést á heimsmeist- aramótum í handbolta áður. Hann segir mun meiri áhuga fyrir beinum sjónvarpsútsendingum en áður var álitið og til fleiri landa. Sent verður út frá þremur leikjum samtímis. Póstur og sími flytur sjón- varpsmerkið á ljósleiðara inn í Múla- stöð og þaðan til höfuðstöðva RÚV í Efstaleiti. Þaðan er merkjunum dreift til útlanda um jarðstöðina í Efstaleiti eða Skyggni. Þaðan fara leikirnir einnig inn í dreifikerfi RÚV á íslandi og verða beinar útsending- ar í Ríkissjónvarpinu frá 34 leikjum. Auk þess verða sýndir 11 samantekt- arpakkar á hveiju kvöldi frá öllum leikjum dagsins, 20-45 mínútna langir. Allir leikir íslands verða send- ir út beint innanlands en einnig til þess lands sem lið íslands leikur við, að Bandaríkjunum undan- skildum. Ólöglegar útsendingar reyndar Meðai sjónvarpsstöðva sem senda út ieiki frá HM er þýska stöðin DSF sem sendir í samtals 25-30 klst., RTV í Rúmeníu sem sendir út í 8 klst., ART/Dallah í Jórdaníu og TV 2 í Danmörku i 8 klst. og TV 4 í Svíþjóð í 11 klst. Auk þess verða útsendingar til sjón- varpstöðva í Noregi, Finnlandi, Port- úgal, Tékklandi, Slóvakíu, Ungveija- landi, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Egyptalandi, Póllandi, Bosníu, Sviss, Kúvæt, Alsír, Hvíta-Rússlandi, Tún- is, Spáni, Frakklandi, Japan, Rúss- landi og Austurríki. Þá verða 11 útvarpsstöðvar með útsendingar frá keppninni. Ingólfur segir að auk þess séu margar út- varpsstöðvar að reyna að stelast inn á viðburðinn og ætla sér að lýsa frá keppninni án þess að hafa sótt um það leyfí til rétthafans. Tíu erlendir fréttamenn á útvarpsstöðvum hafa boðað komu sína á HM án þess að hafa sótt um rétt til að útvarpa, flest- ir frá Austur-Evrópu. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar hjá Athygli hf., sem annast þjónustu fyrir frétta- menn, verður haft eftirlit með þess- um mönnum og ólöglegar útsending- ar þeirra stoðvaðar. Gagnrýnisraddir frá starfsmönnum hótela Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM-nefndarinnar, segir að hann hafí fengið staðfest frá svissneska sjónvarpsrétthafan- um, CWL, að búist væri við að um 50 milljónir manna fylgdust með sjónvarpsútsendingum frá HM. Hann sagði að þetta yrði því fyrst og fremst mót fyrir fjölm- iðlana, sjónvarpsmót. Hann hefði strax rennt í grun að færri áhorfendur kæmu til landsins til þess að fylgjast með keppninni en í fyrstu var talið líklegt þegar hótelin gerðu sig líkleg til að hækka verð á gistingu. Svo virðist sem smærri hótel á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hýsa keppendur á HM hafí nóg gistirými í maímánuði en mikið er bókað á stærri hótelin. Þóra Bjamadóttir sem sér um bókanir á Hótel Óðinsvé sagði að fjölmargir gestir sem fyrr á árinu hefðu óskað eftir gistTngu á hótelinu í maímánuði hefðu frestað ferðum sínum til landsins vegna upplýsinga um að allt hótelrými yrði upppantað meðan keppnin stæði yfir. „Maímán- uður er mjög vel bókaður hjá okkur og nýtingin verður 80-90%, en það er ekki vegna heimsmeistarakeppn- innar. Þetta er eins og maímánuður í venjulegu ári,“ sagði Þóra. Á annað hundrað prósent aukning í bílaleigu Þóra segir að það hefði mátt standa mun betur að markaðssetn- ingunni í kringum HM. „Fram- kvæmdanefnd HM hélt því fram sl. haust að hvert einasta hótelher- bergi, gistiheimili, heimagisting og gistimöguleikar í nágrannasveitarfé- lögum yrðu í notkun af gestum sem kæmu á HM. Búið var að hræða starfsmenn ferðaskrifstofa hérlendis með því að allt yrði yfírbókað í maí. Þannig er búið að hrekja frá landinu erlenda ferðamenn sem hingað hefðu komið í öðrum erindagjörðum en fylgjast með HM. í raun var ísland lokað sem ferðamöguleiki í Svíþjóð og Noregi því það átti enginn von á því að unnt yrði að fá hótelherbergi á íslandi I maí,“ sagði Þóra. Þóra kvaðst hafa tekið allar beiðn- ir um gistingu á sínu hóteli inn á biðlista. Þegar síðan kom í ljós í febr- úar sl. að greiðslur vegna staðfest- inga á bókunum vegna HM fengust ekki greiddar hefði hún byijað að bóka inn á hótelið af biðlistanum. Ekki er fullbókað allan maímánuð á Hótel Sögu en þó betur bókað en jafnan er í maí og þakkar Grétar Erlingsson sölustjóri það HM 95. Hann segir bókanirnar nú öðruvísi og gistingu yfirleitt lengri. Oftast gista gestir í eina til þijár nætur en nú gisti margir í 10 til 18 daga á hótelinu. Hótelgestir í tengslum við HM á Hótel Sögu eru ná- lægt 100 talsins og mjög stór hluti þeirra í eins manns herbergjum. Á Bílaleigunni ALP var mjög lítið að gera fyrstu vikuna í maí en allur aprílmánuður var mjög annasamur. Annað var uppi á teningnum hjá AVIS-bílaleig- unni og Hertz-bílaleigu Flugleiða. Hafsteinn J. Reykjalín eigandi AVIS segir að útleiga á bílum fyrirtækisins hafi aldrei verið meiri í maímánuði. Utlit sé fyrir að útleiga aukist um á annað hundrað prósent í þessum mánuði í samanburði við maí 1994. Hafsteinn rekur þessa aukningu mest til HM 95. Hjá Hertz var mik- il eftirspum eftir bílum í styttri leigu og aukning í útleigu frá því í maí í fyrra verður einhver. Verður fyrst og fremst sjónvarpsmót Þýska stöðin DSF sendir í 25-30 klst. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 29 ■ ..... —........ . ■ 11 ■r * Afhroð Ihaldsflokksins í Bretlandi Hefðbund- inn bak- hjarl brást Stjómarflokkur Johns Majors í Bretlandi tap- aði miklu fylgi í sveitarstjómakosningunum á ----------------------------—- fímmtudag. I grein Kristjáns Jónssonar kemur fram að óánægja margra miðstéttar- kjósenda með ríkisstjómina er talin hafa ver- ið helsta ástæða fylgishrunsins Tony Blair John Major Reuter BRESKI íhaldsflokkurinn beið sinn mesta ósigur í sveitarstjórnakosningum frá upphafi á fimmtudag, fékk aðeins um 25% atkvæða og tapaði nær helmingi 4.100 sæta sinna í sveitarstjómum. Verka- mannaflokkurinn fékk 48%, Fijáls- lyndir demókratar 23% og hefur fyrmefndi flokkurinn ekki unnið jafn góðan sigur frá því á sjöunda áratugnum. íhaldsflokkurinn uppskar eins og hann sáði, undanf- arin ár hefur flokkurinn virst ráð- villtur eftir óvæntan sigur 1992, þjakaður af hneykslismálum og inn- byrðis deilum um Evrópumál. Verkamannaflokkurinn hefur frá því í fyrra gengið í endumýjun líf- daganna undir forystu Tonys Blairs og tekist að vinna traust víða í milli- stéttinni sem annars hefur verið bakhjarl íhaldsflokksins. Blair vann nýlega mikinn sigur er hann fékk um 90% fulltrúa á aukafundi Verkamannaflokksins til að segja skilið við úrelt stefnu- skrárákvæði um þjóðnýtingu at- vinnuveganna. Hann var að vonum ánægður í gær og sagði úrslitin vera þáttaskil í stjómmálum lands- ins en íhaldsmenn hafa nú setið við stjórnvölinn í Bretlandi í 16 ár sam- fleytt. Kjósendur hefðu lengi beðið örvæntingarfullt um skynsamlegan valkost við íhaldsflokkinn og fengið hann núna, sagði Blair. Kosið verður til þings í Bretlandi í síðasta lagi 1997 og Blair taldi íhaldsmenn ekki geta lagað stöðuna með því að skipta um leiðtoga. „John Major er ekki vandamál Ihaldsflokksins. íhaldsflokkurinn er vandamál Johns Majors,“ sagði hann. í herbúðum íhaldsflokksins var dmnginn ríkjandi. „Þetta er ekki ósvipað hryggðinni sem fylgir þvi að einn úr fjöskyldunni látist eftir löng veikindi“, sagði einn af þing- mönnum flokksins að lokinni ein- hverri erfíðustu kosninganótt flokksins í manna minnum. „Allir gera ráð fyrir því en samt er það áfall þegar það gerist." í síðustu sveitarstjómakosning- um fengu íhaldsmenn 35% atkvæða en Verkamannaflokkurinn 36%. Kosið var að þessu sinni til samtals 346 sveitarstjóma í Englandi að London undanskilinni, einnig í Skot- landi og Wales; íhaldsflokkurinn hefur nú meirihluta I aðeins átta af þeim stjórnum sem keppt var um. Leiðtogavandi íhaldsmanna Þótt íhaldsflokkurinn fengi sam- anlagt ívið meira fylgi en Fijálslynd- ir demókratar hreppti hinn síðar- nefndi fleiri sæti í sveitarstjórnum; stjórnarflokkurinn er því í þriðja sætí á þeim vettvangi. Nokkrir von- sviknir sveitarstjórnamenn íhalds- manna kröfðust þess þegar í gær að skipt yrði um flokksforystu; þeir væru fórnarlömb óánægju almenn- ings með Major. Þingflokkurinn kýs leiðtoga flokksins og þar með forsætisráð- herra. Vangaveltur um að Major, sem er afar óvinsæll ef marka má kannanir, verði velt úr leiðtogasæti flokksins em taldar fá byr undir báða vængi méðal óánægðra þing- manna vegna ósigursins og var tal- ið að þeir myndu ræðast við í gær. Fátt benti þó til þess að til tíð- inda drægi í bráð. Ekki er hægt samkvæmt flokksreglum að efna til mótframboðs, sem a.m.k. 33 þing- menn verða að standa að, fyrr en í nóvember. Mun fleiri þingmenn yrðu að taka saman höndum til að fá 1922-nefndina, er skipuleggur val á flokksleiðtoga, til að kalla saman bráðafund þingflokksins. Sir Norman Fowler, fyrrverandi flokksformaður, varði Major og gagnrýndi misklíð í þingflokknum. „Forsætisráðherrann hefur gert allt sem í hans valdi stóð. Ef okkur tekst ekki að ná fram einingu er ég smeyk- ur um að framtíðarhorfurnar séu slæmar. John Major ber ekki ábyrgð á þeim, það gera þingmennimir." Fowler benti á að íhaldsflokkur- inn hefði fyrr lent í öldudal en kom- ist upp úr honum. Enn væru tvö ár til stefnu og nota yrði tækifærið til að draga lærdóma af ósigrinum. Þess má geta að snemma á valda- tíma Margaret Thatcher var fylgi íhaldsmanna í skoðanakönnunum um hríð enn lægra en nú. Valtir ráðherrastólar . Major virtist rólegur og yfir- vegaður er hann ræddi við frétta- menn fyrir utan skrifstofu sína í Downing-stræti 10 er úrslitin voru ljós. „Ég hef aldrei gefíst upp þegar eitthvað hefur bjátað á í lífinu og ætla ekki að gera það núna,“ sagði hann. Major sagðist ekki reyna að af- saka niðurlagið en flokkurinn hefði orðið að taka ýmsar erfíðar ákvarð- anir sem valdið hefðu sársauka. „Ég er reiðubúinn að veija þá stefnu sem ég hef tekið ... og mun gera það fram að og í þingkosningunum sem ég tel að við vinnum.“ Rætt var um það í gær að reynt yrði að blíðka goðin, sem kjósendur eru öðru hveiju, með því að einhveij- ir af æðstu ráðamönnum aðrir en Major tækju pokann sinn. Minnst var á Kenneth Clarke fjármálaráð- herra og Virginiu Bottomley heil- brigðismálaráðherra en þau hafa bæði staðið í ströngu síðustu mán- uðina. Líklegt er þó að fyrstu við- brögð verði þau að arftaki Fowlers, Jeremy Hanley, sem stjórnaði kosn- ingabaráttunni og lagði í rauninni stöðu sína að veði daginn fyrir kjör- dag, verði að víkja. Hann hefur verið afar umdeildur, er oft sein- heppinn í orðavali og þykir ekki nægilegur þungavigtarmaður til að hafa nokkurn möguleika á að bæta stöðu flokksins. Sveitarstjórnakosningar eru fyrir löngu orðnar að eins konar auka- þingkosningum í hugum flestra kjósenda í Bretlandi jafnframt því sem verið er að kjósa fólk í harla valdalitlar sveitarstjómir. Ánægðir kjósendur flykkjast á kjörstað til að sýna flokknum sínum að hann sé á réttri braut - þeir sem eiga harma að hefna nota einnig tæki- færið, sitja heima eða kjósa aðra flokka. Efnahagur Breta hefur síðustu tvö árin sýnt greinileg batamerki eftir nokkurra ára kreppu en það virðist ekki duga. Jafnvel sauð- tryggir íhaldsmenn láta ekki sann- færast um að betri tíð sé í vændum.. „ Þeir hafa mótmælt skattahækkun- um, sívaxandi yfírgangi afbrota- manna og meintri linkind gagnvart þeim, ringulreið og agaleysi í skól- um, misnotkun á velferðarkerfínu, stöðugu sundurlyndi í þingflokkn- um, spillingu og kynlífs- og fjár- málahneykslum sem þingmenn og ráðherrar hafa orðið uppvísir að. Fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hneykslunum, vandlæting þeirra hefur fengið góðan hljómgmnn. Major hefur oft verið gagnrýndur fyrir sein og lítt sannfærandi við- brögð þegar hann hefði átt að sýna hinum brotlegu vöndinn. Reiði Essex-mannsins Kannanir höfðu sýnt að íhalds- flokkurinn myndi tapa og að því leytj koma úrslitin honum vart á óvart. Major og fleiri ráðamenn voru þegar í gær farnir að benda á að margir kjósendur hefðu setið heima og það hefði einkum komið niður á íhaldsmönnum. Það hlýtur á hinn bóginn að vera reiðarslag fyrir íhaldsmenn að í þetta sinn vann Verkamannaflokk- urinn mikla og óvænta sigra víða í úthverfum borganna og í velstæðum sveitahéruðum þar sem íhaldsvígin hafa verið talin traust. Gott dæmi er Essex-hérað, austan við London. íbúar Essex eru yfirleitt ágæt- lega stæðir, á níunda áratugnum voru þeir taldir dæmigerðir fyrir þá sem studdu hægri-uppreisn Thatcher. Andi frumkvöðla í við- skiptalífinu, neysluhyggju og upp- stokkunar í ríkisrekstrinum var ríkjandi. 14 af 15 þingmönnum, sem héraðsmenn kusu 1992, eru íháTdsmenn. í helstu borg héraðsins, Chelms- ford, fékk íhaldsflokkurinn árið 1991 29 sæti í bæjarstjóm, Frjáls- lyndir demókratar 21, óháðir voru - 4 og Verkamannaflokkurinn hlaut aðeins 2 sæti. Að þessu sinni fengu Fijálslyndir demókratar 32 sæti, Verkamannaflokkurinn sjö, óháðir enn fjögur en íhaldsmenn aðeins 13. Dálkahöfundurinn Simon Heffer ritar um „Essex-manninn“ í hægri- blaðinu The Daily Telegraph og ástæður þess að íhaldsflokkurinn hefur misst tökin á þessum ímynd- aða, trygga kjósanda. „í þessum kosningum er Essex dæmið um hefnd sem miðstéttin nær fram gegn ríkisstjórn sem hún telur ekki hafa staðið við grundvallaratriði í kosningaloforðunum, loforð í skattamálum, málefnum laga og, reglu og Evrópumálum. Enginn skyldi þess vegna draga þá ályktun af þessum kosningaúrslitum . að Essex-maðurinn sé skyndilega orð- inn stuðningsmaður hins „Nýja Verkamannaflokks“. Hann styður sem fyrr gamla íhaldsstefnu niunda áratugarins og er reiður af því að honum fínnst Major hafa neytt flokkinn til að hverfa frá henni.“ Frestur Majors Major forsætisráðherra fær að líkindum frest fram í nóvember til að sýna fram að hann sé rétti maðurinn til að vinna Essex-mann- inn aftur á sitt band. Mistakist honum það verður hann annaðhvort að segja af sér eða keppa um leið- togaembættið við frambjóðanda sem enginn veit enn hver gæti orð- ið. Eitt er þó nær öruggt; hann eða hún er áreiðanlega í ríkisstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.