Morgunblaðið - 07.05.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.1995, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ tónlistarþróun hans var þegar hann las um tónskáldið Edgar Varése og kenningar þess um tón- list. Hann fór á stúfana að leita að plötu eftir Varése og fann seint og um síðir. Eftir það varð Varése að einskonar leiðarstjömu Zappa sem henti á lofti fleyga setningu Varéses: Nútímatónskáldið neitar að leggja upp laupana. Frank Zappa var mikill vinnu- þjarkur, vann yfirleitt að tónlist sextán til átján tíma á sólarhring, þar til síðustu árin að hann neydd- ist til að draga verulega úr vinnu sárþjáður af krabba. Hann var alla tíð ósáttur við þau fyrirtæki sem gáfu út plötur hans fyrstu árin, en á endanum komst hann yfir allar frumupptökur sínar. Síðustu árunum eyddi hann svo að nokkru í að vinna þær upp fyrir útgáfu á geisladiskum. Sú útgáfa hófst fyr- ir skemmstu, og fyrstu 47 titlamir komu út, sem gefur gott færi á að endurmeta Frank Zappa og velta fyrir sér hlut hans í rokksög- unni. Ljóta fólkið Þegar Zappa og félagar hans í Mothers of Invention fluttust til San Francisco var hippatíminn í hámarki og borgin full af blómum skrýddum hippum, eða „fallega fólkinu“ eins og þeir kölluðu sig gjarnan sjálfir. Andrúmsloftið var fullt upp með ást og bjartsýni á betri heim og allan vanda mátti Frank Zappa var einn sér- kennilegasti rokktónlistar- maður Bandaríkjanna og um leið einn sá fjölhæfasti og afkastamesti. Hann sagði í við- tali við Playboy að hann hefði aldr- ei ætlað að verða rokktónlistar- maður; hann hefði byijað að semja sígilda tónlist, en einhvem veginn fór svo að hann stofnaði rokksveit- ina alræmdu Mothers of Invention, og ruddi nýrri tónlistarstefnu braut þar sem öllu ægði saman; rokki, mínimalisma, fijálsum jass, rytmablús, nútímaklassík og raf- eindahljóðum. Alls sendi hann frá sér 61 breiðskífu, kvikmyndir og ýmis tilraunaverk, tók þátt í þjóðfélagsumræðu í Bandaríkjun- um, bauð sig fram til forseta og barðist af hörku gegn ritskoðun og þeim sem vilja segja listamönn- um hvað þeir eiga að skapa. Fyrir vikið varð Frank Zappa eins konar samnefnari uppreisnartónlistar í Bandaríkjunum og sérkennilegt skegg hans var einskonar vöru- merki „frík“-tónlistarinnar. Eftir lát hans 1993 hefur honum verið sýndur margvíslegur sómi, ekki síst að tékkneskir vísindamenn um þessar mundir, en fyrir skemmstu hófst skipuleg endurútgáfa á tón- list hans; útgáfa sem hann hafði -----------------------------y---- unnið að síðustu æviárin. Ami Matthíasson fjallar hér um tón- list Zappas og helstu plötur og ræddi við Sverri Tynes, formann Zappavinafélagsins. nefndu mikinn loftstein Zappa- frank honum til heiðurs. Engin tónlist í fjölskyldunni Frank Zappa var sonur sikil- eysks vísindamanns sem starfaði fyrir herinn, en Zappa lýsti því meðal annars eitt sinn hvernig all- ir í fjölskyldunni áttu sínar gas- grímur, því í næsta húsi voru mikl- ar birgðir af sinnepsgasi. Að sögn Zappa hafði enginn í fjölskyldunni áhuga á tónlist nema hann, en hann kenndi sér sjálfur á hljóðfæri á ungum aldri og var snemma far- inn að spila í hljómsveitum í heimabæ sínum, þá helst rytmabl- ús og dúvopp. Vendipunkturinn í Frank Zappa er minnst víða um heim leysa með maríjúanarettu eða hasspípu. Zappa var þegar á skjön við þessa hreyfingu, því honum þótti hipparnir sem kalkaðar grafir og hippisminn tilbúin tískuhreyf- ing. Hann safnaði um sig hóp fólks sem kallaði sig „ljóta fólkið“, til mótvægis við hippana, og gerði að skilyrði að enginn í hljómsveitinni neytti vímuefna. Fyrsta platan, Freak Out, fyrsta tvöfalda plata rokksins, kom svo út 1967 og þyk- ir tímamótaverk; hápunktur í sýru- tónlist þess tíma um leið og hún dró sýrutónlist, sveitarokk og dú- vopp sundur og saman í háði. Á seinni plötuhliðinni smalaði Zappa saman hóp furðufugla af Sunset Boulevard, hveijum með sitt slag- verkshljóðfæri, og svo gerði hver það sem honum sýndist. Önnur platan, Absolutely Free, var ekki síður einkennileg, en nú brast á með jassfrösum og óperusöng. Þriðja platan var svo We’re Only in It for the Money, eins konar súrrealískur uppskurður á rokk- heiminum, þar sem hver hljóm- sveitin af annarri fær fyrir ferðina, ekki síst hippasveitir og sýrurokk- arar, og meðal annars er umslag plötunnar háðsádeila á Sgt. Pepper Bítlanna, þar sem Zappa og félag- ar stilla sér upp með ýmsum mynd- um af bófum og illþýði í bland við frægt fólk og dýrlinga, og vaða rotnandi grænmeti og ávexti. Á Freak Out hóf Zappa að ham- ast að yfirvöldum og hélt því meira og minna upp frá því. Frá upphafi var textagerð hans einnig mörkuð sérkennilegri blautlegri kímni, sem fór fyrir bijóstið á mörgum sem annars kunnu vel að meta pólitískt inntak og með árunum varð sú gagnrýni háværari, ekki síst eftir að málfarssiðvæðing komst í al- gleymi vestan hafs, en segja má að hann hafi gert smekkleysi í tónlist og textum að listgrein. Öllu ægði saman Framan af ægði öllu saman á plötum og tónleikum Zappa, en með tímanum má segja að tónlist- in hafi greinst og á endanum gaf hann ýmist út rokk- eða poppplöt- ur eða þá plötur einungis með þyngri tónlist. Þannig var fyrsta sólóskífa hans, Lumpy Gravy, sér- kennilegt hljómsveitarverk fyrir fimmtíu manna hljómsveit, en þar á mátti heyra ýmis stef og hug- myndir sem áttu eftir að ganga aftur í öðrum verkum, þar á meðal hreinum rokk- eða poppplötum. Afköst Zappa voru líka gríðarleg, til að mynda gaf hann út fjórar breiðskífur 1970 og þijár 1972, og fýrir vikið virðast sumar plöt- umar þunnar við fyrstu hlustun, virðast helst gefnar út til að gleðja áheyrendur sem kjósa helst lög um brennivín og kynlíf. Samtímis því sem hann komst á flug í rokkinu á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, samdi hann þó mörg af sínum merkustu verkum eftir því sem hann sneri sér æ meira að sígildri tónlist og þannig er loka- platan, Guli hákarlinn, sem er ýmis hljómsveitarverk í flutningi Nútímahljómsveitar Frankfurt, fjölþætt meistaraverk. Zappa lýsti og ánægju sinni með verkið, en sagði einnig að spilamennskan væri ekki 100%, enda var það mál tónlistarmanna sem hann vann með að annarri eins fullkomnunar- áráttu hefðu þeir ekki kynnst og mörg tónverka hans verða trauðla spiluð af mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.