Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt álegg kynnt í Nóatúni ÞESSA dagana stendur yfír í verslunum Nóatúns kynning á folaldakjöti og unnum kjöt- vörum sem að mestu eru unn- ar úr folaldakjöti. Yfirskrift kynningarinnar er „Ódýrt og gott frá Blöndu- ósi“ og er sérstök áhersla lögð á að kynna nýjar áleggsteg- undir, paprikupylsu, veiði- pylsu, ölpylsu, sveppapylsu og hádegispylsu. Allar áleggstegundirnar eru seldar á 99 krónur bréfið (u.þ.b. 150 g í bréfi). Þá er einnig kynnt ný þýsk kjötpylsa ásamt hefðbundn- um afurðum úr folaldakjöti. NEYTENDUR ÞEGAR fer að vora er grillið tekið úr geymslunni eða bilskúrnum og „ilmurinn" fer ekki fram hjá neinum sem fær sér göngutúr um kvöldmat- arleytið. Áður en grillið er tekið í notkun eftir veturinn þarf að þrífa það. Steinunn Ingimundardóttir hjá Leið- beiningastöð heimilanna segir að fyrsta boðorðið sé að þrífa grillið alltaf eftir notkun. Þá þarf ekkert stórátak að vori. Það skiptir máli hvort ristin er úr stáli eða járni eða hvort hún er húð- uð. Vírburstar henta vel á stálgrind- ur og það er æskilegt að þeir séu úr kopar a.m.k. þegar um járn eða húðaða grind er að ræða. Grill standa oftast úti yfír sumarið og járngrind þarf að pensla með hreinni matarolíu þegar búið er að þrífa hana svo hún ryðgi ekki. Ef matarleifar festast illilega við grillrist er líka heillaráð að leggja ristina í bleyti og stijúka síðan yfir. Ingvar Sigurðsson matreiðslumeist- ari segist yfirleitt nota hrjúfan svamp á ristina þegar búið er að leggja grillgrindina i bleyti í u.þ.b klukkustund. Hann mælir með að húðaðar grindur séu settar í bleyti frekar en þær séu burstaðar með vírbusta. Grillsteinana í suðu Ingvar segir að það sé gott ráð að taka steinana úr gasgrill- inu á vorin, setja þá í pott og láta sjóða upp á þeim. Steinarnir safna í sig allskyns ohreinindum yfir sumar- ið og það er óþarfi að kaupa nýja steina ef þeir eru meðhöndlaðir á þennan hátt. Þegar búið er að fleyta ofanaf vatninu er því hellt af og stein- amir tilbúnir fyrir sumarið. Grillið þrifið eftir veturinn Ekki kveikja upp í grillinu þegar það er lokað | Ingvar segir að fólk þurfi að passa að hafa grillið ekki lokað á meðan kveikt er á því. Þá þarf líka að gæta þess að beygja sig aldrei yfir grillið þegar kveikt er á því með neistatakk- anum. Hann talar um að best sé að halda fótboltasnillingum í fjarlægð og aðal- lega frá kolagrillum. „Ef kolagrillin detta um koll er ekki hægt að skrúfa | fyrir eins og á gasgrillum heldur | detta kolin rjúkandi út um allt. Þetta er sérstaklega varasamt ef verið er að grilla á tréverönd. Þurrkið kjötið áður en það fer á grillið Ingvar segir að almenn regla sé að þerra maríneringu af kjöti áður en það er sett á grillið; ef I það er sett á grillið löðrandi í | sósu brennur sósan við kjötið. „Maríneringin hefur gert sitt gagn þegar kjötið fer á grillið. Hins vegar er mjög gott að pensla bæði ristina og kjötið með olíu áður en gi’illa á.“ Hann bendir á að kjöt þurfi að vera við stofuhita þegar það fer á grillið. Ef það er tekið beint úr ís- skápnum tekur steikingin lengri : tíma en ella og verður ekki eins jöfn og ef það hefur verið látið standa ' við stofuhita. | — Hvernig veit fólk hvenær steik- in er tilbúin? „Þegar búið er að snúa steikinni einu sinni til tvisvar og safapollar myndast ofan á steikinni þá er hún millisteikt. Kjósi fólk að hafa steikina gegnumsteikta þarf að hafa hana aðeins léngur á grillinu. Sundjakki leysir kútinn af hólmi SUNDJAKKAR munu væntanlega leysa af hólmi sundkúta á næst- unni. Það er í það minnsta von Her- dísar Storgaard, bamaslysafulltrúa Slysavamafélags íslands. „Gömlu kútamir eru varhugaverðir að því leyti að bam getur auðveldlega snú- ist við og haldist í kafí. í sundjakka er bamið fijálst-í vatninu og getur því auðveldlega lært að synda. Flot- ið er ofarlega í jakkanum og því stendur höfuð bamsins alltaf upp úr vatninu, hvort sem það syndir á maga eða baki. í jakkanum er eng- in hætta á að höfuð bams haldist í kafí. 2.000-3.000 krónur SVFÍ hefur gert samkomulag við innflytjanda sundjakkanna og selur þá í verslun sinni við Grandagarð í Reykjavík. „Við seljum jakkana án álagningar, á um 2.000 krónur og ég geri ekki ráð fyrir að verðið fari yfír 3.000 kr. annars stað- ar.“ Slysavarnarfélagið hefur skipulagt átak dagana 22.-28. maí næstkomandi. „Við ætlum að kynna helstu orsakir fyrir drukknun og gefa út blað með upplýsingum þar að lútandi. Deildir Slysa- vamarfélagsins um allt land munu einnig kanna ástand í sund- laugum og við bryggj- ur, þar sem helst er hætta á drakknunar- slysum." Sundjakkarnir era, að sögn Herdísar, góð og örugg vöm fyrir ósynd böm. „Þeir eru saumaðir úr efni sem einangrar vel og kemur í veg fyrir að barni verði kalt, þó blautt efnið liggi að líkam- anum. Þeir hafa verið prófaðir við alls kyns aðstæður og eru viður- kenndir af sundfélögum og slysa- varnafélögum í Bandaríkjunum. í mörgum almenningslaugum þar er börnum bannað að fara í laugina nema í svona jakka og víða eru þeir leigðir út. Hér á landi er sund- laugin á Akureyri sú fyrsta sem tekur upp útleigu á sundjökkun- um.“ Drukknunarslys eru meðal al- gengustu orsaka dauðsfalla og heilaskaða hjá börnum. Pétur Lúð- vígsson, Herdís Storgaard og Guð- rún B. Guðmundsdóttir gerðu rann- sókn á drukknunarslysum meðal bama á íslandi á áranum 1984- 1993 á vegum Barnaspítala Hrings- ins og Slysavarnafélags íslands. 13 drukknuðu á 10 árum Rannsóknin beindist m.a. að því að kanna tíðni drukknunarslysa meðal barna hér, aðstæður á slys- stað og afdrif barnanna. Á þessum tíma urðu 48 drukknunarslys. í greinargerð um rannsóknina kemur fram að þar af hafi 13 börn drakkn- að, en af þeim 35 börnum sem lifðu, hafi 32 náð sér að fullu. Þijú börn eru heilasköðuð fyrir lífstíð. Algengast er að drakknunarslys verði í sundlaugum, en þar lifa böm frekar af en ef þau lenda í ám eða lækjum. „Borið saman við niðurstöð- Sundjakkamir koma ekki í stað björgunarvesta, en henta vel í sundlaugum og garðpottum. ur erlendra rannsókna virðast drakknunarslys hlutfallslega algeng hér og dánartíðni vegna drukknana hærri en víða í nágrannalöndunum,“ segir í greinargerðinni. Athygli vekur að miklu fleiri drengir lenda í drukknunarslysum en stúlkur, 31 á móti 17 stúlkum. Þá er það umhugsunarefni að flest barnanna sem lentu í slysum af þessu tagi voru á aldrinum 1-2 ára, en rannsóknin sýndi einnig fram á að 6-8 ára börn eru í talsverðri hættu. Yngstu börnin höfðu oftast komist í garðpotta eða leys- ingavatnspolla nærri heimilum sínum, eftir að hafa sloppið úr gæslu umsjónar- manna stutta stund. f tveimur stærðum Sundjakkar era til í tveimur stærðum, fyr- ir börn allt að 25 kg og fyrir 25-38 kg börn. Herdís segir að íslenskar Ieiðbeiningar séu saumaðar inn í alla jakka sem seldir verða hér. „Víða í Evr- ópu er nú verið að gera úttekt á sundvestum og útbúnaði fyrir ósynd börn. Þar sem komið hefur í ljós að kútar og annar búnaður sem hingað til hefur verið notaður, stenst engan veginn kröfur um ör- yggi barna, geri ég fastlega ráð fyrir að sitthvað af því sem nú er á markaði muni hverfa.“ HÖFUÐ barns stendur alltaf upp úr vatninu, hvort sem það syndir á baki eða maga. Ofnæmis- prófaðar gallabuxur LEE og Wrangler gallabuxur era ofnæmisprófaðar samkvæmt evr- ópska staðlinum „0ko-tex standard 100“ og eru nú merktar sem slíkar. Hjá innflytjanda, Kr. Þorvalds- syni & Co, fengust þær upplýsingar að til þess að fá „0ko-Tex“ stimpil- inn þyrfti að meðhöndla allt hráefni sérstaklega með tilliti til ofnæmis- áhrifa og umhverfisverndar. Stimpillinn á að vera trygging fyrir því að neytandinn fái vöru, sem ekki inniheldur skaðleg efni eða þunga málma (nikkel) sem geta ert húð eða valdið ofnæmi. Efnið er þvegið og litað samkvæmt ströngum kröfum og á ekki að smita við þvott eða í snertingu við húðfitu og svita. Efni og efnasambönd í hnöppum, smellum, tölum, rennilásum og þræði verða að vera samkvæmt ákveðnum staðli. Bannað er að nota ákveðin litunarefni sem geta verið ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi og barnagallabuxur eru sérstaklega prófaðar með tilliti til slefs og ýmissa þátta sem viðkoma unga- börnum. „0ko-Tex Standard 100“ stimpillinn tryggir að varan er ofnæmisprófuð. Blómastoðir úr stáli NÝLEGA var hafinn inn- flutningur á blómastoðum úr stáli en þær eru gal- vaniseraðar og plasthúð- aðar. Stoðirnar eru seldar í gegnum póstverslun sem heitir Gull og grænir skógar og fást þær í ýms- um stærðum. Blómastoðunum er stungið niður og þær kræktar saman. Lykkj- urnar má síðan hafa eins margar og þarf á hverri stöng og færa til eftir því sem vill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.