Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRANS VANHOOFF + Frans van Ho- off fæddist í »■ Gendringen í Hol- Iandi 9. apríl 1918. Hann lést i Jerúsal- em 4. maí síðastlið- inn er hann var staddur þar í sinni árlegri vorferð til landsins helga. For- eldrar hans voru Albert van Hooff, f. 6.5. 1891, d. 10.5. 1951, bæjarstjóri í Veldhoven, og An- tonetta Jaspers, f. , 15.8. 1891, d. 27.4. 1918, húsmóðir. Fósturmóðir Frans var Maria Verhoeven, f. 11.1. 1893, d. 2.10. 1972, hús- móðir. Frans van Hooff átti átta hálfsystkin, sem öll voru yngri en hann. Frans van Hooff var vígður til prests í Hollandi 25. júlí 1942. Preststörf sín stundaði hann lengst af í föðurlandi sínu eða til ársins 1979 að Hinrik Frehen, þáverandi biskup kaþ- ólskra á íslandi, bað hann að koma til Islands og var hann búsettur hér síðan. Hér á landi starfaði séra Frans lengst af sem prestur Karmelsystra í f Hafnarfirði. Útför sr. Frans fór fram frá Kristskirkju í Landakoti 12. maí sl. MEÐ ÞESSUM fáu orðum langar mig að kveðja kæran vin og félaga, séra Frans van Hooff, klausturprest Karmelsystra í klaustrinu í Hafnar- fírði. Það var einmitt í Karmel- klaustrinu sem ég kynntist séra Frans. Ég hafði verið nokkuð tíður gestur þar og eftir morgunmessu bauð séra Frans messugest- um ætíð í morgunkaffí. Séra Frans hafði sérstakt dálæti á börn- um. Þau löðuðust að honum og hjálpuðu við að líma biblíumyndir á spjöld. Hann fór gjam- an með þau að Guðslík- amáhúsinu í kapellu klaustursins til að heilsa upp á Jesú sem þar býr í heilögu altar- issakramenti, ásamt því að kenna þeim bænir. Séra Frans var slyngur töframaður og það kunnu bömin vel að meta. Þá vil ég nefna þátt í lífí séra Frans, sem margir kannast við, en það vom hjálparsendingar hans til bágstaddra í öðrum löndum. Fyrsta sendingin fór til Póllands og var ekki stór í sniðum. En umsvifín jukust gífurlega og var hann farinn að senda 40 feta gáma til þurfandi í Afríku og Rússlandi. Séra Frans var fyrst og fremst einlægur trúmaður og tryggur þjónn kirkju sinnar. Þungamiðja lífs hans var heilög messa og altaris- sakramentið, þar sem kærleikur Krists verður mönnum nálægur á einstakan hátt. Þannig hafði séra Frans í rúm fímmtíu ár borið Kristi vitni með lífí sínu og þjónustu. Ég vil þakka séra Frans allan þann kærleik og þá vináttu sem hann sýndi mér. Og Guði þakka ég fyrir að hafa kynnst slíkum manni. Karmelsystmm í Hafnarfirði, prest- unum, svo og ættingjum Frans sendi ég samúðarkveðjur. Megi séra Frans hvíla í friði. Jón Agústsson. t Elskuiegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR HARALDSSON frá Háeyri, lést í Borgarspítalanum 1. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Dóróthea Haraldsdóttir. t Bestu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Aöalgötu 5, Keflavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á Borgar- spítala, Sjúkrahúsi Suðurnesja og sr. Sigfúsi Ingvasyni. Sólveig Óskarsdóttir, Júlfus Guðmundsson, Sigriður Óskarsdóttir, Bragi Finnsson, Trausti Óskarsson, Sangwan Sinprú, Jónas Óskarsson, Jóhanna Long, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavfk, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. MINNINGAR + Sigríður J. Skagfjörð var fædd í Reykjavík 22. júlí 1908. Hún lést í Reykjavík 26; apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Arna- dóttir og Jóhann Hafstein Jóhanns- son forstöðumaður manntalsskrifstof- unnar í Reykjavík. Hún var næstelst ellefu systkina. Eig- inmaður hennar var Kristján Skagfjörð múrarameistari. Hann lést í febrúar 1979. Foreldrar hans voru María Jónsdóttir og Krist- ján Skagfjörð, múrarameistari. Sigríður og Kristján gengu í hjónaband áríð 1931 og eignuð- ust þrjár dætur, Hrönn, f. 1933, gift Aðalsteini Thorarensen og eiga þau fjögur börn; Guð- laugu, f. 1937, og á hún sex böm; Maríu, f. 1944, gift Hann- esi Hall. María á einn son. Barnabörn Sigríðar era því ell- efu talsins og barnabaraabörn- in þrettán. Utför Sigríðar fór fram í kyrrþey. HÚN amma mín hefur lokið langri göngu um ævinnar veg og hvílir nú í náðarfaðmi Drottins allsheijar. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið notið návistar henn- ar á uppvaxtarárunum, hjartahlýju, örlætis og þeirrar takmarkalausu umhyggju sem hún bar fyrir velferð minni, alla daga allan ársins hring. Síðast þegar við áttum tal saman, meðan hún var enn em þrátt fyrir háan aldur og nokkurt heilsuleysi, spurði hún fyrst: „Gengur þér ekki vel?“ Þessi stöð- uga umhyggju gat mér á stundum þótt helsti mikil á meðan ég var enn óharðnaður ungl- ingur og næsta fá- kunnandi um lífíð og tilveruna, en eftir því sem árin liðu lærði ég að meta hana og með þessu kenndi hún mér hve mikilvægt það er að hafa metnað og að setja sér tak- mark í lífínu. Velgengni ofar öllu, í stóru sem smáu, það skipti hana ömmu mína meira máli en margt annað, en hún minnti mig líka ævin- lega á að vandi fylgir vegsemd hverri og alltof sjaldan hef ég haft vamaðarorð hennar að leiðarljósi. Þegar ég hugsa til hennar, minnist ég allra góðu stundanna sem ég átti með henni og þær vom ekki svo fáar. Það er erfítt að fínna orð sem lýsa því hve mikils virði slíkar samverustundir em í sál bams, sem naut þess að vera hampað af ömmu sinni við hvert tækifæri og þótt stundum hafí jaðrað við að hún ofdekraði mig, lét hún ekki hjá líða að lesa mér pistilinn ef henni mislík- aði. En ávallt af sanngimi, reiðubú- in að fyrirgefa hveija yfírsjón og studdi við bak mér í hverri raun. Hún var rík af kímnigáfu og stutt í hláturinn hennar, var elsk að öllu sem sneri að menningu og listum. Hún var sérlega músíkölsk, unni leikhúsi, ljóðum og hvers kyns bók- menntum og veitti mér innsýn í allt þetta á meðan ég var að vaxa úr grasi. Hún kostaði mig til píanó- náms og hvatti mig til dáða á því sviði til margra ára og kann ég henni ómældar þakkir fyrir. Amma bar alltaf hag lítilmagn- ans fyrir bijósti og var ávallt tilbú- in að reisa hvern þann á fætur sem hrasaði, þerra hvert tregatár, hugga hveija hrellda sál og drífa þann dáðlausa til afreksverka ef með þurfti. Heimili hennar stóð opið hveijum sem þangað leitaði og á stórhátíðum var alltaf mikið um dýrðir, einkum og sér í lagi þegar við barnabörnin vorum enn að leika okkur að gullum og hitt- umst við jól og áramót heima hjá ömmu og afa. En svo lýkur bernsk- unni og við taka fullorðinsárin og þá er dýrmætt það veganesti sem amma hefur af rausn sinni látið í pokann og ég þarf ekki að spyija: „Hvað er i pokanum?" því ég veit það og mættum við niðjar hennar bera gæfu til að varðveita allt sem þar er og nýta það áfram til handa okkar eigin börnum, því það er oft gott að grípa til þess þegar þau misstíga sig og segja: „Ja, hún amma mín sagði alltaf..." En nú er ævikvöldið á enda og eftir stöndum við niðjar hennar, full saknaðar þótt hvíldin sé henni kær eftir langa vist, fullri af reisn og glæsileika þrátt fyrir erfíða glímu við heilsubrest síðustu árin. Elsku hjartkæra amma mín, ég kveð þig með söknuði í bijósti. Þakka þér fyrir allt sem þú kennd- ir mér, allt sem þú gafst mér, kær- leikann sem þú auðsýndir mér, gleð- ina sem þú veittir mér og megi Drottinn Guð geyma þig og afa að eilífu. Valgeir Skagfjörð. SIGRIÐUR J. SKAGFJÖRÐ + Siguijón Gísli Jónsson fæddist 9. júlí 1944 á Eystri- Hellum, Gaulverja- bæjarhreppi. Hann lést 4. maí sl. For- eldrar _ hans vora Jón Oskar Guð- laugsson, d. 1974, og Kristín Erlends- dóttir, býr nú í Sam- byggð 10 í Þorláks- höfn. Systkini Siguijóns eru Guð- laug Kristín, býr á Eyrarbakka, Er- lendur, Ólafur Ás-_ geir og Guðlaugur Óskar, allir búsettir í Þorlákshöfn. Sig- urjón átti einn son, Krístin Gísla, f. 31. mars 1989. Móðir hans er Svanhvít Sigurðardótt- ir. Sigurjón verður jarðsunginn frá Þorlákskirlqu í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. SIGURJÓN GÍSLI, eða Siggi eins og hann var kallaður af sínum nán- ustu, var næstelstur systkinanna fímm frá Eystri-Hellum. Sautján ára gamall hleypti hann heimdrag- anum og fór til sjós til Vestmanna- eyja og má segja að eftir það hafí sjómennska verið hans aðalstarf, hann reri aðallega á vertíðarbátum og togurum, en stundum tók hann sér frí frá sjómennskunni og vann þá í landi tíma og tíma. Um 1972 byggði Siggi sér hús á Lýsubergi 3 í Þorlákshöfn og bjó þar alla tíð síðan eða þar til hann lést. Fyrir fáum árum gerði hann sér grein fyrir því að heilsa hans leyfði eki erfiði sjómennskunnar og kom hann þá alkominn í land. Siggi var mikill náttúruunnandi, hafði gaman af tjaldferðum og úti- vist og hafði næmt auga fyrir því sem verðmætt var og fágætt í nátt- úrunni. Á meðan hann stundaði sjóinn kom hann oftsinnis heim með fágæta fiska og ýmislegt merkilegt sem kom upp úr sjón- um með trolli eða net- um. Eitt sinn kom hann með í land æva- gámla tólgarskildi sem talið er að hafí legið í djúpi hafsins um aldir. Sumt af þeim munum er nú varðveitt á söfn- um. Þann 31. mars 1989 kom lítill sólar- geisli inn í líf Sigga en þá fæddist sonur hans Kristinn Gísli, eftir það var hann vakinn og sofínn yfír velferð sonar síns og var ekki nema hálfur maður nema Kristinn væri með honum hvert sem hann fór, hann tók hann til sín svo oft sem hann gat og saman fóru þeir í ferðalög, sund, heimsóknir til ættingja og eitt og annað sem lítill drengur hafði gaman af. Þeir voru ekki bara feðgar sem hittust um helgar, þeir voru einstaklega góðir vinir. Siggi vildi ekki tala mikið um trúmál og sló jafnan á létta strengi þegar þau bar á góma, en þó var hann kirkjurækinn og fór oft í kirkju og fór með Kristin í símnu- dagaskólann þegar hægt var. Eflaust hefur hann hugsað fleira en hann sagði um þau mál. Fyrir fáum dögum var talað um að taka á leigu sumarbústað og halda þar upp á 75 ára afmæli móður hans. Siggi var manna kátastur yfir þess- ari ákvörðun og var þegar farinn að ráðgera ferðina og að sjálfsögðu hvort Kristinn gæti ekki verið með, en nú verðum við að fara án hans hvort sem okkur líkar betur eða ver, ef af verður. Enginn bjóst við að hann færi í þessu löngu ferð, þó vorum við búin að sjá að hann gekk ekki heill til skógar og síðast- liðinn vetur var honum erfíður, oft var hann lúinn og þreyttur að vinnu- degi loknum. Siggi var félagi í Lionsklúbbi Þorlákshafnar sem var honum mik- ilvægur félagsskapur. Hann var áhugasamur um starfsemi félagsins og þar átti hann góða vini. Guð blessi litla Kristin Gísla sem hefur misst föður sinn og besta vin. Blessuð sé minning þín, kæri bróðir og mágur. Guðlaug, Erlendur, Halla, Ólafur, Sigrún, Óskar og Herdís. Enginn ræður sínum næturstað, það sannaðist enn einu sinni þegar góður vinur og félagi hvarf yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Siguijón veiktist skyndilega að morgni 4. maí. Hann var fluttur í sjúkrahús þar sem hann lést án þess að læknar fengju að gert. Siguijón stundaði sjómennsku mestan hluta ævinnar, en varð að láta af henni er hann slasaðist fyr- ir nokkrum árum. Eftir það vann hann við fiskverkun. Hann eignað- ist son sem hann unni mjög. Hann var hæglátur, fremur dulur en með hlýtt hjartalag. Ævi hans var ekki eintómur dans á rósum, og má vera að hið milda hjartalag hans og trún- aðartraust hafí orðið honum nokkur fjötur um fót. Siguijón var á meðal eldri félaga í Lionsklúbbi okkar. Það fór ekki leynt að hann mat mikils starfíð í klúbbnum. Hann tranaði sér ekki fram en var ætíð reiðubúinn til að starfa í þágu klúbbsins, sem hefur mannúðarmál að leiðarljósi. Allt sem hann tók að sér vann hann með sérstökum trúnaði. Andlát hans kom okkur mjög á óvart, hann hafði t.d. verið í forystu fyrir sölu á rauðu fjöðrinni fyrir rúmum mán- uði og engan gat grunað að ganga hans væri senn á enda. Við kveðjum Siguijón með trega og trúum að hann verði í nálægð við okkur áfram. Við flytjum syni hans, móður og systkinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar. SIGURJÓN GÍSLI JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.