Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vanrækt viðhald veldur vanda Hugleiðingar í tilefni Byggingadaga aðilum. Á byggingardögum Samtaka iðn- aðarins nú um helgina freistar ís- lenski byggingariðnaðurinn þess að Tcynna landsmönnum nýbyggingar og viðhald mannvirkja. ekki sinnt með mark- vissum hætti. Tjón margfaldast þegar dregið er úr hömlu að ráðast í viðgerðir. Holskefla í viðhaldskostnaði? Því er haldið fram að þjóðarauður íslendinga sé að stórum hluta bundinn í fasteignum. Áætlað er að á landinu séu um 63 milljónir rúmmetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði, að nú- virði um 1.200 milljarð- ar króna. Meðalaldur þessa húsnæðis er um 25 ár og fyrir liggur að viðhaldsþörf hefur farið hraðvaxandi á undanförnum árum. Sérfræðingar spá holskeflu í við- haldskostnaði fasteigna á næstu árum þar sem aðeins litlum hluta húsnæðisins hefur verið háldið við sem skyldi. Fjárfestingar íslend- inga í húsnæði á undan- fömum árum og ára- tugum hafa verið svo miklar að á köflum hef- ur verið um hreina of- fjárfestingu að ræða. Þetta hefur gilt jafnt um íbúðarhúsnæði, at- vinnuhúsnæði og opin- berar byggingar. Svo virðist sem íslendingar séu mun duglegri að afla fjár til nýbygginga en viðhalds mannvirkja enda blasir við að nauð- synlegu viðhaldi hefur stórlega verið slegið á frest, jafnt hjá einstakl- ingum, fyrirtækjum og Helgi Magnússon opinbemm Vanda slegið á frest Efnahagslegur samdráttur í þjóð- félaginu á undanfömum áram hefur leitt til þess að íslendingar hafa freist- ast til að slá nauðsynlegu viðhaldi húsnæðis á frest. Peningaskortur ein- staklinga, fyrirtækja og opinberra aðila hefur því miður valdið því. En vanrækt viðhald safnast upp og er í eðli sínu eins og fallinn vixill sem hleður á sig dráttarvöxtum. Eftir því sem endurbætur og viðhald mann- virkja dragast lengur, verður dýrara og erfiðara að fást við vandann. Með tveimur einföldum myndum er hér gefið til kynna hvemig við- haldskostnaður snarhækkar ef við- hald er vanrækt og hvemig verð- mæti eigna fellur þegar viðhaldi er íslendingar hafa freist- ast til, segir Helgi Magnússon, að slá nauðsynlegu viðhaldi húsnæðis á frest. Það er því full ástæða fyrir okkur íslendinga að gera nú átak í endur- bótum og viðhaldi fasteigna. Vand- inn leysist ekki af sjálfu sér og van- rækt viðhald veldur enn meiri vanda. Höfundur er framkvæmdnsljóri málningarverksmiðjunnar Hörpu hf. og stjómarmaður í samtökum iðnaðarins. ALDUR Með þvf að draga viðhald á langinn spara menn nokkrar krðnur fyrstu árin en þegar fram í sækir eykst viðhalds- kostnaður margfallt. rafflMÆTiBew Vel viðhaldið hús rýrnar síður í verði en illa viðhaldið hús. Að vilja eða vilja ekki? UPP á síðkastið hefur Morgun- blaðið birt fyrirspumir og yfirlýsing- ar í andlátsfregnarömmum um Jón Múla. Er nú mál til komið að hann sendi blaðinu athugasemdir sínar. Það er rétt sem Vilhelm G. Krist- insson útvarpshlustandi sagði í greinargerðarkorni sínu — að undirritaður hafði í tvö ár leitað leiðréttinga á dagskrárgreiðslum fyrir djassþætti i Ríkisútvarpinu til samræmingar við kjör annarra ámóta þáttastjóra. Yfirmenn sem svoleiðis pex heyrir undir tóku því jafnan vel með sanngjömum bros- um_ — og létu þar við sitja. Á jóium í vetur var mér farið að leiðast þófið — og lítilsvirðingin — og tók því pokann minn um ára- mótin og fór heim án frekari orð- lenginga. Það er líka rétt sem Heimir Steinsson útvarpsstjori segir, að hann hafi talað við mig „milliliða- Iaust“ snemma á þessu ári — en ég hafi þá hafnað beiðni hans að koma aftur og annast djassþætti í Ríkisútvarpinu og sagt tilgangs- laust að ræða málið frekar. Hitt er annað mál að útvarps- stjóri ratar undarlega misvísandi leið á vegi sannleikans er hann segir 'víst að Ríkisútvarpið beri ekki „fjárhagslega ábyrgð á því hvemig komið er — og málið snú- ist ekki um „kaup og kjör eins og ætla mætti af orðum Vilhelms G. Kristinssonar" — og ennfremur: „Leiðrétting þessi hefur nú þegar átt sér stað.“ Þá er þess að geta að þegar „leið- rétting“ átti sér stað vora liðnar margar vikur fíá því að ég pakk- aði saman á Efstaleiti. — Það mun hafa verið 9. febrúar sl. að útvarps- stjóri samþykkti „leiðréttingu" á greiðslum fyrir djassþætti mína árin 1993 og 1994. — Mér var svo tilkynnt 14. febrúar að ég gæti vitjað um „leiðréttingu" hjá gjald- kera Ríkisútvarpsins. Þá vantaði eitt ár á hálfrar aldar kaupa- mennsku mína í Ríkisútvarpinu. Þegar svona er komið málum álpast maður til að hugsa sem svo: — mikill helvítis asni gat ég verið að hanga þama alla ævi. — En nú er of seint að tala um það, því ég er hættur. Jón Múli Árnason. Byggingadagar 1995 NÚ UM helgina efna Samtök iðnaðarins til Byggingadaga í annað sinn. í fyrra riðu 20 fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu á vaðið og kynntu allt frá máln- ingu til heilla húsa. Nú taka ein 40 fyrirtæki þátt í Byggingadögum, ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Hafnar- firði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Akureyri. Með Byggingadögum er markmiðið að gera byggingariðnað sýni- legri fyrir almenning og kynna framleiðslu og þjónustu fyrirtækja. Undanfarin misseri hefur mjög verið til umræðu samdráttur á ís- lenskum byggingamarkaði. Kann- anir Samtaka iðnaðarins sýna að byggingariðnaður hér á landi stend- ur á krossgötum. Milli áranna 1992 og 1994 hefur velta í byggingariðn- aði aukist lítillega en samt sem áður hefur starfsfólki fækkað. Þetta verð- ur ekki skýrt með hagræðingu einni saman, því innflutningur á tilbúnum húseiningum hefur aukist á tímabil- inu. Húshlutar eins og gluggar era vinnuaflsfrek vara og erlent vinnu- afl framleiðir í auknum mæli glugga, innréttingar, hurðir og ýmsa hús- hluta sem notaðir eru í íslenskt hús- næði. Staðreyndin er sú að bygging- ariðnaður er samkeppnisiðnaður sem nýtur ekki lengur sömu fjarlægðar- vemdar og áður. Þessu þurfa fyrir- tækin sjálf að bregðast við og ekki síður þurfa stjórnvöld að átta sig á þessum breytingum. Fyrirtæki í byggingariðnaði hér á landi skortir ekki viljann til að efla þróunar- og samkeppnishæfni sína, en það vant- ar mikið á að stjórnvöld búi þeim sambærileg rekstrarskilyrði og tíðk- ast í löndunurh kringum okkur. Til að jafna aðstöðumun íslensks byggingariðnaðar og innflutnings er nauðsynlegt að lagfæra m.a. eftirtal- in atriði: * Ranglát álagning trygginga- gjalds. Mikilvægt er að lækka tryggingagjald í byggingariðnaði úr 6,55% í 3,05% eins og í öðrum samkeppnisiðnaði. * Ranglát álagning vöragjalda. Mikilvægt er að fella 11% vöru- gjöld af byggingavörum og vélum og tækjum eins og byggingakrön- um. Vörugjöld skekkja samkeppnisstöðuna. * Ranglát álagning virðisaukaskatts. Reiknaður virðisauka- skattur af eigin tækja- notkun byggingafyrir- tækja hamla tækniþró- un. Samkvæmt nýlegri skýrslu um byggingar- iðnað í Evrópu er niður- staðan sú að stjórnvöld hafa vanmetið efna- hagslegt gildi iðnaðar- ins. Iðnaðurinn er not- aður til að jafna efna- hagssveiflur með því að ýmist auka eða draga úr fjárfestingu í framkvæmdum eft- ir efnahagsástandi og þannig býr byggingariðnaður ýmist við mikla þenslu eða samdrátt. í þenslu eykst tilkostnaður fyrirtækjanna mikið og þau koma mögur út úr slíku mark- aðsástandi. í samdrætti tapast þekk- ing úr fyrirtækjum, samhæfing starfsfólks glatast og raunkostnaður verður hár vegna slæmrar nýtingar. Með slíkum aðgerðum er verið að þvinga byggingariðnað í lága fram- leiðni. í Evrópu starfa um níu millj- ónir manna beint við byggingariðn- að, en um 17 milljónir hafa störf sem skapast beint og óbeint vegna bygg- ingariðnaðarins. Þetta þýðir að eitt starf á byggingarstað skapar um tvö störf annars staðar. Margfeldisáhrif þessi era mjög mikilvæg! I bygging- arstað eru aðföng sett saman svo úr verður mannvirki. Til að þetta mannvirki verði að veruleika, þarf að hanna það, framleiða tæki og tól sem notuð eru á verkstað, framleiða þá vöru og húshluta sem mynda bygginguna, afgreiða vöra, flytja og svo mætti lengi telja. Það skiptir öllu máli að þessi vinna sé sem mest unnin af íslensku vinnuafli. Það skapast ekki þróunarmöguleikar í iðnaðinum nema fyrirtækin hafí nóg að gera. Brýnt er að lagfæra íbúðalána- kerfið til þess að auðvelda ungu fólki að eignast íbúð. Slíkar lagfæringar myndu koma hjóli fasteignamarkað- arins til þess að snúast með eðlileg- um hraða og um leið virka sem nauð- synlegur hvati til nýframkvæmda. Þrátt fyrir þá meinbugi sem hér hafa verið taldir upp era mörg bygg- ingafyrirtæki framsýnni en svo að þau bíði með hendur í skauti eftir íslenskir iðnaðarmenn, segir Haraldur Sum- arliðason, búa yfir fjöl- breytilegri verkkunn- áttu og verklagni sem nýtist víða. því að stjórnvöld lagi til á heima- velli. Útflutningur á íslenskum bygg- ingariðnaði er orðinn staðreynd. Tæknikunnátta hér á landi er á háu stigi, verkkunnátta og íslenskir iðn- aðarmenn búa yfir Ij'ölbreytilegri verkkunnáttu og verklagni sem nýt- ist víða. Hafa má í huga að íslensk- ur byggingariðnaður hefur þróast við margbreytilegar og erfiðar nátt- úrulegar aðstæður. Islensk mann- virki eiga að þola jarðskjálfta, storma, víxlverkun frosts og þíðu betur en mannvirki annarra þjóða. íslenskur byggingariðnaður mun aldrei verða stór á heimsmælikvarða enda er sitt hvað magn og gæði. í mínum huga er samt engin spurning að við höfum að þessu leyti aflað okkur reynslu sem reynst getur öðr- um þjóðum notadijúg. Tilgangurinn með Byggingadög- um er að sýna einstaklingum, fjöl- skyldum og ráðamönnum hvers megnugur byggingariðnaðurinn er þrátt fyrir óhagstætt rekstrarum- hverfi. Fullyrða má að íslensk bygg- ingafyrirtæki standi sig vel í sam- keppninni og eru þau nú betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr að fullnægja kröfum markaðarins. Til stuðnings þessari fullyrðingu má nefna að verð á nýjum íbúðum hefur stórlækkað á undanförnum árum um leið og gæði þeirra hafa aukist. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér. Til þess að ná þessum árangri hefur verið ötullega unnið að hag- ræðingu innan greinarinnar og allra leiða leitað til að ná fram aukinni hagkvæmni. Með Byggingadögum undir kjör- orðunum „Þannig rís byggðin" er ætlunin að kynna það sem bygging- ariðnaðurinn er að gera um þessar mundir og sýna það nýjasta á mark- aðnum á öllum stigum fram- kvæmda. Höfundur er húsasmíðameistari ogformaður Samtaka iðnaðarins. Haraldur Sumarliðason Guðrun og framfarirnar SAGAN geymir fjöl- mörg dæmi um að menn hafí verið úthróp- aðir fyrir að fara inn á nýjar brautir eða nýta sér tæknina. Klassískt dæmi úr íslandssögunni eru mótmæli gegn sí- manum á sínum tíma. Grein Guðrúnar Helga- dóttur, fyrrverandi al- þingismanns, í Morgun- blaðinu 12. maí minnti mig á slík viðbrögð. Um nokkurra mán- aða skeið hef ég nýtt mér tölvutæknina til samskipta við þá, sem eru á upplýsingahrað- brautinni svonefndu. Hef ég meðal annars eigin heimasíðu á veraldar- vefnum fyrir tilstilli Miðheima (centrum.is). Þar hef ég bæði birt greinar og fréttir. Fyrir nokkrum dögum Iét ég þess getið í frétt á heimasíðunni, að auðveldasta sam- skiptaleiðin við mig væri að senda tölvupóst. Hefur því verið vel tekið á upplýsingahraðbrautinni, eins og bréfin þar sýna. Morgunblaðið sagði í frétt frá því, sem ég hafði skrifað á heimasíðuna. Guð- rún Helgadóttir kýs að túlka þá frétt eins og ekki sé unnt að ná sambandi við mig nema fyrir tilstilli tölvu. Það er mikill misskilningur eins og fjölmargir viðmæ- lendur mínir geta staðfest. Sú staðreynd breytir ekki hinu að samskipti með tölvu era bæði hraðvirk og örugg. Eg kvarta síður en svo undan því, að margir telji sig eiga erindi við menntamálaráð- herra. Vil ég hitta sem flesta og eiga við þá góð samskipti. Vegna tækninnar býð ég mönnum nýja leið tii slíkra samskipta. Fréttir og blaðaskrif vegna þess finnast mér í raun tímaskekkja. Líklega var á sínum tíma fjargviðrast yfir því, að menn notuðu síma til að eiga sam- skipti en hættu að hittast eða senda Nota á tæknina til að auka samskipti, segir Björn Bjarnason um boð á upplýsingahrað- brautinni og viðbrögð Guðrúnar Helgadóttur. hver öðram handskrifuð bréf. í lokin vil ég þakka Guðrúnu Helgadóttur ánægjuleg samskipti á Alþingi, þar sem við vorum sessu- nautar á tveimur þingum. Ég skemmti mér ágætlega, þótt ég teldi ekki við hæfi að ástunda mikl- ar samræður eða gamansemi undir ræðum manna. Ég fullvissa Guð- rúnu um að hún getur auðveldlega náð sambandi við mig, þótt hún eigi ekki mótald eða hætti sér ekki út á upplýsingahraðbrautina. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.